Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 39 Lífíð eftir fallið Rotary í menningargír BÆKUR Þýild skáldsaga BARA SÖGUR eftir Ingo Schulze. Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík 2000. 272 bls. MURINN sem í tæpa þrjá ára- tugi skipti Berlín í tvennt líkt og op- ið sár féll í nóvember 1989 og mikið umbyltingaskeið gekk í hönd í þýsku þjóðlífi. Tímabilið um og eftir fall múrsins er bak- grunnur skáldsögunn- ar Bara sögur eftir Ingo Schulze og þótt hinar fjölmörgu pers- ónur verksins séu ekki beinir þátttakendur í pólitískum hræringum samtímans endur- speglast órói og erfið- leikar sameiningarinn- ar í umbrotasömu lífi þeirra, en það gerir gleðin og nýfundið frelsið líka. Minna fer þó fyrir því síðar- nefnda, ákveðinn léttleiki einkennir verkið en birtist helst í stílnum og sjónarhorninu. Yfir persónunum sjálfum hvílir skuggi fallins einræð- isríkis og í rás atburðanna flosna þær margar upp úr samböndum, starfi eða ganga í gegnum annars konar kreppu í einkalífinu. Bókinni er skipt í tuttugu og níu stutta kafla sem tengjast innbyrðis. Tólf ólíkir sögumenn, sem jafnframt eru misjafnlega áreiðanlegir, fara með lesendur í kynnisferð um smá- bæinn Altenburg í Austur-Þýska- landi, og eigið lífshlaup í leiðinni. En þótt frásagnir þeirra virðist í fyrstu brotakenndar, en kaflamir eru oft einstakur atburður eða samræður milli fólks sem er að hittast í fyrsta sinn, eru tengingar myndaðar. Smá- atriði á einum stað gefur öðmm kafla aukna dýpt, það sem ein pers- óna gerir í upphafi reynist hafa haft úrslitaáhrif á einhverja aðra hundi-- að blaðsíðum síðar, og með því að raða saman upplýsingum, endur- minningum og atburðum gerir les- andi sér grein fyrir tengslum og venslum persónanna. Þær eiga sér ólíkan bakgrunn, eru á misjöfnum aldri, koma úr gjörólíkum stéttum og kimum þjóðfélagsins en leiðir þeirra liggja engu að síður saman, og oft á óvæntan hátt. Hér liggur líka meginstyrkur bókarinnar, hin litríka persónuflóra sem við kynn- umst meðan frásögninni vindur fram og hvemig hún samtvinnast úthugsaðri formgerð. Þótt miklar og varanlegar breytingar eigi sér stað á tímabilinu sem lýst er í bókinni lifa sögupersónurnar venjubundnu og heldur fábrotnu lífi langt utan við hringiðu stjórnmálanna. Undan- tekningar á því má þó finna, líkt og í fyrsta kafla bókarinnar. Þar em Meurer-hjónin, þau Ernst og Rena- te, á ferðalagi um Ítalíu aðeins fá; einum mánuðum eftir fall múrsins. í bænum Perugia klifrar samferðar- maður þeirra upp í múrsyllu á kirkju og virðist algjörlega missa stjórn á sér. Þaðan sem hann hefur prílað fer hann að ausa skömmum yfir „rauða Meurer“ og ástæðan fyrir þessari hegðun er hulin les- endum. Helsta vísbendingin er hugsun Renate: „Ernst fannst alls ekki gaman að gera þetta á sínum tíma, það veit ég.“ Nokkm síðar kemur í ljós að maðurinn á syllunni er fyrrverandi kennari sem ákærð- ur var fyrir hugsunarglæp og dæmdur í þriggja ára fangelsisvist í kolanámunum. Fjarstæðukennd eigindi þeirra stjórnmálalegu skuggaheima sem mynda bakgmnn og forsögu persónanna em dregin fram af höfundi á afar ffnlegan hátt með því að hafa glæpinn sem kenna- rinn framdi svo smávægilegan að hann er nær ósýnilegur - tortryggi- leg staðhæfing sem fannst niður- krotuð í glósubók nemanda - og þótt það hafi verið skólastjórinn Ernst Meurer sem ljóstraði upp um hann sýnir höfundur báðum hliðum skilning. Pólitískan brodd frásagn- arinnar er á þennan hátt sjaldan að finna á yfirborðinu, og er ekki ætlað að fordæma hugsunarlaust, en birt- ist kannski á dálítið klunnalegan hátt í sögu af banda- rískum auðjöfri sem dregur gengilbeinu á tálar og nauðgar. En atvikið á Ítalíu reynist hafa mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir Meur- er-fjölskylduna og rót- tæklingnum á syllunni eiga lesendur líka eftir að kynnast betur. Því er nefhilega svo farið að þótt formgerð skáldsögunnar sé óhefðbundin, og það taki lesendur nokkum tíma að átta sig á þeim vef sem verið er að spinna, era tök Schulze á hinum ólíku söguhlutum verksins svo þéttingsföst að ómur fyrsta kafl- ans heyrist um alla bókina og þang- að mætti sennilega rekja einhvers konar tengsl milli flestra persóna bókarinnar. Frásagnaraðferð á borð við þá sem Schulze notast við í Bara sög- um er býsna krefjandi. Markmiðið er annað en í fyrstu bók hans, Þrjá- tíu og þremur hamingjustundum, sem var safn þematískt tengdra en annars sjálfstæðra smásagna. Hér notast hann að granninum til við smásagnaformið, en með því að brúa merkingarbilin sem í upphafi era á milli frásagnanna umbreytir hann forminu svo úr verður skáld- saga. Helsta hættan við skáldsögu af þessu tagi hlýtur að vera sú að eyðurnar milli kaflanna verði of miklar til að samfella skapist, en að lestri Bara sagna loknum er það óumdeilanlegt að höfundi hefur tek- ist að skapa margradda og marg- slungna heild úr fjölbreyttum hlut- um verksins og það á svo sannfærandi hátt að undran vekur. Kaflarnir rísa mishátt en þegar best lætur, eins og í þeim tuttugasta og sjöunda sem lýsir sambandsslitum, er eins og Schulze nái að fanga stund úr raunveraleikanum. A sama tíma gefur hann samræðum elsk- endanna fyrrverandi víðari skír- skotun, eða allt þar til innsti kjarni átakanlegs ástarsambands birtist lesendum í allri sinni grátbroslegu dýrð. Þá er samfélagsgreining höf- undar skörp, hún birtist smám sam- an og er á köflum nístandi án þess að vera fyrirferðarmikil. Schulze leitast þó ekki við að skapa heild- ræna þjóðfélagsmynd. Þess í stað dregur hann upp mynd af óreiðu- kenndu mannlífi sem lesandi kynn- ist í gegnum fjölda fyrstu persónu frásagna. En samankomnar að lestri loknum mynda þessar hug- lægu frásagnir, þessi fjölmörgu sterku sjálf sem birtast lesanda, þekkjanlega og kraftmikla samfé- lagsmynd. í þriðja kafla bókarinnar hugleiðir blaðamaðurinn Danný, sem skrifar of lítið fyrir auglýsend- ur og á því eftir að missa starfið, ástandið í kringum sig, nokkuð sem annars er fágætt í sögunni: „Alls staðar er beðið eftir uppsveiflunni miklu. Stórmarkaðir og bensín- stöðvar eru reist, veitingahús opnuð og fyrstu húsin gerð upp. Að öðru leyti er ekkert títt nema uppsagnir og slagsmál milli fasista og pönkara, skalla og rauðskalla, pönkara og skalla." Með öðram orðum, allt hef- ur breyst en samt gengur misfagurt mannlífið sinn vanagang. Björn Þór Vilhjálmsson TOJVLIST fieislaplötur STÓRTÓNLEIKAR ROTARY Söngvar, aríur og dúettar eftir Smith, Mozart, Toselli, Lara, Obra- dors, Turina, Donizetti, Rossini, Verdi, Arlen og Cardillo. Verk fyrir tvær flautur og pianö eftir Atla Heimi Sveinsson, F. og K. Doppler og Emil Thoroddsen. Söngur: Gunnar Guðbjörnsson (tenór), Auður Gunnarsdóttir (sópran). Hljóðfæraleikur: Guðrún Birgis- dóttir (flauta), Martial Nardeau (flauta), Carl Davis (píanó). Hljóð- ritað á „Stórtónleikum Rotary“ í Salnum í Kópavogi 8.-9. janúar 1999. Útgefandi: Fermata FM 014. Heildartími: 73’52. STÓRTÓNLEIKAR Rotary eru orðnir hefð í tónleikahaldi á höfuð- borgarsvæðinu og í janúar 1999 gekkst Rotaryklúbbur Reykjavík- ur fyrir slíkum tónleikum í Salnum, hinu nývígða tónlistarhúsi Kópa- vogs. Þar komu fram söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Auður Gunnarsdóttir, flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birg- isdóttir auk píanóleikarans Carls Davis. Tónleikarnir vora hljóðrit- aðir af Halldóri Víkingssyni og á nýútkominni geislaplötu má heyra afraksturinn. Að öðrum ólöstuðum er nokkuð augljóst að stjörnur tónleikanna hafi verið þau Gunnar Guðbjörns- son og Auður Gunnarsdóttir. Hljómmikil og falleg rödd Gunnars er einstök og mótun hendinga jafn- an með ágætum. Hann er alveg laus við „tenórarembing" (ekki einu sinni í Core ngrato lætur hann Skúli Helgason ráðinn til Eddu EDDA - miðlun og útgáfa hf., sameinað fyrirtæki Máls og menn- ingar og Vöku Helgafells, hefur ráðið Skúla Helgason til þess að stýra þeirri deild fyr- irtækisins sem kennd er við hljóð- og mynd- efni. Deildinni er ætlað að gefa út efni af því tagi sem miðlað er á geisladiskum, hljóðsnældum eða myndböndum til fræðslu eða dægradvalar, og er það í samræmi við þá stefnu Eddu að efla og víkka út þá starfsemi sína sem er utan ramma hefðbundinnar útgáfu bóka, tímarita og safnefnis. Hljóð- og myndefnisdeildin mun taka við þeirri geisladiska- og hljóðbókaútgáfu sem fyrirtækin hafa fengist við ásamt rekstri tón- listarklúbbs Vöku-Helgafells. Mun Skúli stýra deildinni og móta stefnu hennar í samráði við stjórn og framkvæmdastjórn Eddu. Skúli Helgason hefur að undan- förnu verið framkvæmdastjóri inn- lendra viðburða hjá Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. Skúli er fæddur árið 1965, stjórnmálafræðingur að mennt. Hann var áður dagskrárstjóri Bylgjunnar og hefur lengi starfað við útvarpsþáttagerð auk þess að gegna fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir stúdenta í Háskóla Is- lands. Skúli er kvæntur og þriggja barna faðir. Hann tekur við fullu starfi hjá Eddu um næstu áramót. freistast!), aldrei koma fyrir þving- aðir og klemmdir tónar á hæsta tónsviði og veiku tónarnir hafa ekki síður fyllingu en þeir sterku. Hlustið t.d. á Serenöðu Enricos Tosellis (nr.7) þessu til sönnunar. Manni dettur helst Tito Schipa í hug þegar maður heyrir svona söng og það er hreint ekki leiðum að líkjast. Og hetjulegt yfirbragð Granada (nr. 8) kemst sannarlega til skila í ósviknum Spánarstíl. Varla leikur á því vafi að Gunnar er okkar fremsti tenórsöngvari um þessar mundir. Auður Gunnar- sdóttir er einnig í fremstu röð ís- lenskra söngvara. Glæsileg rödd og mikið öryggi einkennir söng henn- ar. Arían úr Semiramide eftir Rossini er mikil þolraun og hana stenst Auður með glæsibrag. Og ekki skortir hana tilfinningu fyrir stílbrigðum. Stökkið frá aríunni Come Scoglio úr Cosi fan tutte (nr. 3) yfir í blíðlega söngleikjaróman- tíkina í Over the Rainbow (nr. 17) er ansi stórt og ekki auðtekið. A leiðinni kemur Auður svo við á Spáni í laginu Cantares eftir Joaquin Turina (nr.10) sem er frá- bærlega glæsilega sungið og líkleg- ast hápunktur plötunnar. Hér er sem þrjár ólíkar söngkonur séu á ferðinni. Samsöngur þeirra Gunn- ars og Auðar er afar vel mótaður í samsöngsatriðunum og ber sér- staklega að nefna dúettinn úr Cosi fan tutte (nr. 4). Atriðin úr Don Pasquale og La traviata era ofnot- uð og orðin svolítið þreytandi og mætti gjarnan hvíla þau næstu 50 árin eða svo. Þessum atriðum hefði gjarnan mátt sleppa og flytja þess í stað sjaldheyrðari tónlist. T.d. spænsk sönglög en þar virðast þessir listamenn njóta sín einkar vel. Flautuleikararnir Guðrún Birg- isdóttir og Martial Nardeau leika þrjú verk. Fantasía þeirra Doppl- er-bræðra um stef úr Rigoletto er skemmtilegt sýningarstykki fyrir tvær flautur og píanó. Þau gera lít- ið úr tæknilegum vandamálum í þessum fingurbrjóti og árangurinn er glæsilegur. Afmælisdiktur Atla Heimis Sveinssonar er mjög fal- lega spilað en mér þykja Búðarvís- ur Emils Thoroddsens of þungar og sérkennilega útsettar. Ekki er þess getið hver gerði útsetningarn- ar á Búðarvísum og Afmælisdikt- um. Ef eitthvað ætti að setja út á tónlistarflutninginn þá væri það píanóleikur Carls Davis. Mér finnst hann yfirleitt vera frekar „ferkantaður" og á mörkunum að vera samboðinn hinum listamönn- unum. Meðfylgjandi bæklingur er held- ur rýr og hefði gjarnan mátt próf- arkalesa hann betur: Toselli er nefndur Tosella og Obradors nefndur Obrados. Og hvort heitir píanóleikarinn Davis eða Davies? Engar upplýsingar eru um tón- skáldin og verk þeirra og við nöfn flestra þeirra er skírnarnafn skammstafað - við önnur er ættar- nafnið eitt látið duga. Hljóðritun Halldórs Víkingsson- ar er í góðu jafnvægi og hljóð- myndin skýr og falleg. Alltaf má um það deila hvort klappið á tón- leikaupptökum eigi að heyrast eftir hvert atriði en á meðan tónleika- gestir era svo tillitslausir að klappa ofan í síðustu hljóma verk- anna er víst lítið við því að gera. Þessi ósiður er landlægur og menn ættu „með samstiiltu átaki“ að leggja hann af. Þetta er að langflestu leyti vel heppnaður diskur. • Valdemar Pálsson y<M-2000 Þriðjudagur 31. október borgarleikhúsið kl. 20 * íslenski dansflokkurinn. Maðurinn TRANS DANS EUROPE 2000 eralltafeinn eftirólöfu Ingólfsdóttur. *Avignon SOY eftir Kubilai Khan. LéUur og nieðfærilegur GSM posi incö iiuibyggðum prcnlara Les allar tegundir greiðslukorta °point [ sem notuð eru á íslandi. Hiíðasmára 10 f Er með lesara fyrir ^H^^H^^^^HHHHHHHHHHH sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort. Fax 544 5061 ___________[ Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Ingo Schulze Skúli Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.