Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 47 <
Af nemendaþingi
• Nemendur FB söfnuðu
sjálfíi- fyrir ferðinni til Belgíu
og fengu styrk hjá mennta-
málaráðheira Islands.
• Ekki leist öllum öðram vel á
að hafa samræmdar hámarks-
refsingar innan Evrópusam-
bandsins.
• Einn af hápunktum ferðar-
innar var að heimsækja ráð-
herraráð Evrópusambandsins í
Brussel.
• Pað á ekki að vera í höndum
Evrópusambandsins að stjórna
því hvað sýnt er í sjónvarpi!
• Ný sjónarmið, nýr orðaforði,
ný þekking og síðast, en ekki
síst, ný tengsl era góður árang-
ur og veganesti.
Skoðanir flestra vora mjög
ákveðnar og það var einstaklega
áhugavert að fá að heyra ólík sjón-
armið og skoðanir fólks frá ólíkum
löndum með mismunandi upprana,
menningarlega og oft siðferðislega
líka. Heitar umræður sköpuðust og
oft var erfitt að komast að niður-
stöðu - án þess að það væri endilega
takmarkið.
Ráðherraráð ESB og
FB mætast á fundi
Þessir sex dagar sem við bjugg-
um í kastalanum voru vel skipulagð-
ir og ýmislegt var gert okkur til
skemmtunar og fræðslu. Við feng-
um góð tækifæri til að kynnast
krökkunum frá hinum löndunum,
meðal annars fengum við að velja
okkur smiðjur einn eftirmiðdaginn
þar sem boðið var upp á keramik,
ljósmyndun, lampagerð og skúlp-
túragerð.
Við heimsóttum svo t.d borgina
Maastricht í Hollandi og háskóla-
bæinn Leuven í Belgíu. Einn af há-
punktum ferðarinnar var svo þegar
við heimsóttum við ráðherraráð
Evrópusambandsins í Brassel og
fengum útskýringar á því hvernig
þingið gengur fyrir sig. Við fengum
tækifæri til að spyrja spurninga sem
á okkur brannu og notuðu margir
tækifærið til að spyrja hver afstaða
Evrópusambandsins væri til málefn-
anna sem við voram að ræða á þing-
inu.
Að leika ráðherraráð
Evrópusambandsins.
Á lokadeginum var síðan aðal-
dagskrárliðurinn. Það vora allir
spariklæddir og snyrtilegir þegar
við mættum í fundarsalinn. Við vor-
um að fara að leika ráðherraráð
Evrópusambandsins. Við áttum að
hafa hag hvers lands í fyrirrúmi og
athuga gaumgæfilega hvort fram-
vörpin væra góð fyrir samvinnu og
tengsl landanna innan Evrópusam-
bandsins. Hvert land bar upp sitt
frumvarp og í framhaldi af því komu
hin löndin með spurningar og tjáðu
sínar skoðanir á framvarpinu. Fyr-
irspurnunum var síðan svarað og að
lokum var kosið um hvert framvarp
fyrir sig. Flestum leist vel á tillögur
okkar um bætt og aukið samstarf
löggæsluaðila innan Evrópusam-
bandsins og fannst líklegt að aukin
samvinna myndi bæta árangur þess-
ara aðila í fíkniefnamálum. Ekki
leist öllum löndunum þó vel á að
hafa samræmdar hámarksrefsingai1
innan Evrópusambandsins og þar
þá helst á milli hversu ólík lög eru
gildandi í hverju landi fyrir sig.
Flestir voru sammála því í frum-
varpi Finnanna að rannsóknir á
erfðabreyttum matvælum væru ekki
nógu langt á veg komnar til að hægt
væri að fullyrða um langtímaáhrif
þeirra á fólk og því ætti að merkja
allar erfðabreyttar vörar svo að
fólki sé gefinn sá kostur að velja
annað ef það vill. Af frumvarpi Bret-
anna var samþykkt að stefnur í sam-
bandi við innfiytjendur ættu að vera
reistar á sanngjörnum rökum en
ekki uppruna eða trá viðkomandi
innflytjanda. Belgarnir fengu ekki
eins góðar undirtektir, flestum
fannst að það ætti að vera val hvers
og eins hvað hann gæti séð í sjón-
varpinu og því fannst fólki ekki að
það ætti að vera í höndum Evrópu-
Ljósmynd/Guðjón Ó. Magnússon
ísland í ráðherraráði Evrópusambandsins. Þingfulltrúar að íhuga má-
lefni dagsins: Ingibjörg Högna Jónasdóttir, Sigurgísli Ragnarsson,
Svala Sigurðardóttir og Berglind Hilmarsdóttir.
Hið forna setur einnar merkustu riddarareglu
Evrópusögunnar: Alden Biesen.
sambandsins að stjórna því hvað
leyft er í sjónvarpi.
Eitthvað nýtt og áhugavert
Þegar á heildina er litið held ég að
við getum'öll sagt að við höfum lært
eitthvað nýtt og áhugavert í þessari
ferð. Alla vikuna vora stanslausar
umræður í gangi og augljóst var að
allir höfðu sína skoðun á málunum.
Ný sjónarmið, nýr orðaforði, ný
þekking og síðast, en ekki síst, ný
tengsl okkar við krakka frá öðram
menningarsvæðum eru ómetanleg.
Sterk tengsl mynduðust einnig á
milli krakkanna í hópnum okkar og
er ég viss um að við eigum eftir að
reyna að halda þeim um ókomin ár.
Við fengum frábær tækifæri í þess-
ari ferð og mér finnst við öll hafa
nýtt okkur þau vel, lært mikið á
þessu og öðlast ómetanlega reynslu
sem á eftir að fylgja okkur alla ævi.
Ég vona innilega að sem flestir ís-
lenskir fi-amhaldsskólanemar fái
tækifæri sem þetta.
Stórmeistarinn Karel Alexander.
ALDEN Biesen í Bilzen-Rijkhoven í
Belgíu, á sér afar fróðlega og langa
sögu sem á ýmsa þræði inn í mann-
kynssöguna síðustu 800 ár, t.d.
krossferðirnar, Tyrkjastríðin,
frönsku byltinguna og síðari heim-
styrjöldina.
• Á 15. og 17. öld voru þar riddarar
af þýsku reglunni (sem stofnuð var
1190) og einnig munkar eða serjantz-
bræður sem þurftu að fara í stn'ðin
með ridduranum. Alden Biesen var
spítali þar sem nunnur störfuðu.
Þetta var stórt samfélag þar sem
einnig bjuggu fjölskyldur sem störf-
uðu beint eða óbeint fyrir þessa
stofnun, sem einnig var heimili fyrir
langsjúka. Yfirráðasvæði stórmeist-
ara riddarareglunnar var iðulega víð-
feðmt og fól í sér hluta af því sem nú
kallast Belgía, Holland og Þýska-
lands, og þegar mest var einnig
Lettland og Litháen. Aðalbækistöðin
var í hinni nýfrægu Maastricht.
1525 féllst stórmeistari kastalans,
Albrecht von Brandenburg, á það að
konungur Póllands væri honum æðri,
og hann tók einnig mótmælendatrá.
Áhrif Habsborgara voru mikil þarna
á 17. og 18. öld og urðu þá nokkrir
meðlimir ættarinnar stórmeistarar;
Karel Alexander van Lotharingen. je-
Síðustu tímar þýsku riddara-
reglunnar í Alden Biesen hófust í
frönsku byltingunni. Afnám hennar
varð svo árið 1809, sex öldum eftir
stofnun hennar, og hurfu þá síðustu
riddararnir til Austurrikis og munk-
arnir og óbreyttir borgarar í aðrar
stofnanir í Niðurlöndum sem unnu að
líkamlegri og andlegri heilsu fólks.
• Alden Biesen telst með söguleg-
ustu byggingum Evrópu og er nú
menningarsetur Belga í samstarfi við
Evrópusambandið, og er nátengt
Sókratesi, menntaáætlun EBS.
Þetta er einskonar ráðstefnukastali '
Evrrópusambandsins (t.d. árlegar
kennararáðstefnur). Einnig er þar
listasafn.
Áhugasömum er bent á slóðina:
www.alden-biesen.be/
Ertu
meðvitaður
um gæði
Sjáðu merkið
a »
0PIÐTIL
ÖLLKVÖLD
Fagleg ráðgjöf,
rétt efnisval
og góð áhöld
tryggja árangurinn
Nain kynni af heimi tölvunnar
- tölvunámskeið fyrir stúlkur
||ETSTÖ®i!M
á ÖRMIDA
www.8sw.Ss
fþ-
SfMINN
(samstarfi við Símann býður Netstöðin Granda upp á sérstakt tölvu-
námskeið fyrir stúlkur sem miðar að því að kynna innviði tölva og
yfirvinna tölvufælni. Á námskeiðinu eru gamlar tölvur endurunnar
og gerð úr þeim nýtileg vinnutæki.
Kynnt verður uppsetning PC-tölva, munurinn á vélbúnaði, stýrikerfi
ogforritum.oghvernigélikirhlutarvinnasaman.Einnigverðurkynnt
uppsetning smáforrita og Netsins, stilling á vöfrurum og póstforriti,
svo fátt eitt sé nefnt.
Stelpur á öllum aldri eru boðnar velkomnar á kynningarfund vegna
námskeiðsins sem haldinn verður laugardaginn 11. nóvember kl.
14:00 íNetstöðinni á Granda, Grandagarði 8,101 Rvk.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Netstöðinni á Granda
fsíma 551 7855, netfang: nv@nv.is
Bjofium vonduð
málnlngapverkfæri
frá RúllugerAlnni
M
METRO
Skeifan 7 • Sími 525 0800 »
Kastalinn Alden Biesen