Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 27 ERLENT Söguleg heimsókn Bandaríkjaforseta til Víetnam Clinton hvetur til aukins frelsis Hanoi. AFP, AP. BILL Clinton Bandarílgaforseti hvatti stjórnvöld í Víetnam í gær til þess að opna samfélagið og hagkerfi landsins enn frekar, svo hin „sárs- aukafulla fortíð“ mætti víkja fyrir „framtíð hagsældar og friðar." A öðrum degi sögulegrar heimsóknar hans til Víetnam lagði Clinton áherslu á mikilvægi þess að aðgengi að nýrri tækni og upplýsingum væri óhindrað í heimi sem drifinn væri áfram af þekkingu. Clinton er fyrsti forseti Banda- ríkjanna sem heimsækir landið síðan Víetnam-stríðinu lauk árið 1975 en samskipti ríkjanna hafa aukist veru- lega í forsetatíð hans. Clinton beitti sér fyrir afnámi viðskiptabanns á HVíetnam árið 1994 og ári síðar tóku ríkin upp stjórnmálatengsl að nýju. I ræðu sem Clinton flutti í háskól- anum í höfuðborginni Hanoi í gær minntist hann „átakanna sem við [Bandaríkjamenn] köllum Víetnam- stríðið en þið [Víetnamar] kallið Am- eríku-stríðið.“ Forsetinn sagði völd- um hópi námsmanna við háskólann að nú væri tímabært að hinir fyiT- verandi fjendur „minntust sögunnar, en án þess að endurtaka hana, og gæfu ungu fólki eins og ykkur í báð- um ríkjunum tækifæri til að lifa í núinu en ekki í fortíðinni." Clinton hafði lýst því yfir fyrir heimsóknina að hann hygðist ekki biðjast form- lega afsökunar á Víetnam-stríðinu en hann viðurkenndi að Víetnamar hefðu orðið fyrir mikilli blóðtöku. A að giska þrjár milljónir Víetnama og um 58 þúsund bandarískir hermenn féllu í stíðinu. „Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum haft áhrif á framtíðina," sagði Clinton sem var sjálfur andvígur stríðinu og kom sér undan því að gegna herskyldu árið 1969. Réttindi þegnanna ógna ekki stöðugleika Mannréttindahreyfingar höfðu þrýst á Clinton fyrir förina að taka ástand mannréttindamála í Víetnam upp við leiðtoga landsins, sem hann og gerði, bæði á fundum með emb- ættismönnum og í ávörpum. „Okkar reynsla er sú að trúfrelsi og ótvíræð- ur réttur þegnanna til að mótmæla stefnu stjórnvalda ógni ekki stöðug- leika í samfélaginu," sagði Clinton. „Þvert á móti eykur það traust þjóð- arinnar á að stofnanir samfélagsins séu réttlátar." AP-fréttastofan hafði eftir einum af ráðgjöfum forsetans að yfirvöld í Hanoi hefðu tekið dræmt í þessa málaleitan Clintons og hefðu vísað til þess að Víetnamar hefðu annan skilning á mannréttindum en Vest- urlandabúar. Jake Siewert, talsmað- ur Hvíta hússins, sagði þó að sátt- máli um bann við vinnuþrælkun barna væri á meðal samninga sem bandaríski sendihen’ann, Pete Pet- erson, og víetnamskir embættis- menn undirrituðu í gær. Þess má geta að Peterson barðist í Víetnam og er fyrrverandi stríðsfangi. Fulltrúar þjóðanna undirrituðu einnig samninga um samstarf á sviði vísinda og tækni, þar á meða! varð- andi leiðir til að hefta útbreiðslu al- næmis og annarra sjúkdóma. Of hægar umbætur Stjórnvöld í Víetnam komu á markaðsumbótum á níunda áratugn- um og var þá samyrkjubúskapur meðal annars aflagður. Clinton fagnaði þeim skrefum sem þegar hefðu verið stigin til að opna hagkerfi landsins en gagnrýndi kommúnistastjórnina þó fyrir að hafa hægt á umbótum á undanföm- um árum. Hann brýndi fyrir náms- mönnunum við Hanoi-háskóla að þau ríki sem héldu uppi einangrunar- stefnu yrðu undir í samkeppninni. „Þjóðir sem hafa opnað hagkerfi sín fyrir alþjóðaviðskiptum hafa upplif- að tvöfalt meii-i hagvöxt en þau ríki sem enn búa við lokað hagkerfi." En forsetinn lagði þó áherslu á að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að neyða fullvalda ríki til að breyta stefnu sinni. „Við reynum ekki að þröngva þessum hugsjónum okkar upp á aðra og við ættum ekki að gera það,“ sagði Clinton. AP Bil! Clinton Bandaríkjaforseti og Tran Duc Luong, forseti Víetnam, ræða saman undir brjóstmynd af byltingarleiðtoganum Ho Chi Minh í Hanoi í gær. Clinton hvatti til hraðari umbóta í Víetnam. © Leitaðu svara á persona.is Hver er greindarvísitala þín? Ertu sffellt með áhyggjur? Viltu leggja orfl i belg? Ertu tilbúin(n) í samband? Hvernig persónuleiki ertu? Ertu spilafíkill? Viltu vha meira um einelti? Ertu kynlífsfíkill? Áttu vifl áfengisvandamál afl strífla? Ertu þunglynd(ur)? Eru vandamál á vinnustaflnum? Kvíflirðu því að eldast? Ertu hæfur uppalandi? Eftirtalin fyrirtæki óska aðstandendum persona.is til hamingju með áfangann: LEITA KYNLÍF www.persona.is Stærsti geðheilbrigðisvefur á íslandi SPJALL ÞUNGLYNDI PÓSTLISTI INNSKRÁNING RÁÐGJÖF SAMSKIPTI ÖNNUR VANDKVÆÐI VINNA ÁTRÖSKUN ÞROSKI ALDRAÐIR KVÍÐI/FÆLNI MEÐFERÐ HEGÐUNARVANDI SENDA SÍÐU UPPELDI SKRÁÐU ÞIG ORÐABÓK SÉRFRÆÐINGURINN LYFiA Edda Lyt * láamaitUVMðl mUMun 0 otQAfa OmegaFarma ,/OEi-nk Séc£0y SB SmithKhne Beecham Pharmaceuticals GlaxoWellcome
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.