Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 27

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 27 ERLENT Söguleg heimsókn Bandaríkjaforseta til Víetnam Clinton hvetur til aukins frelsis Hanoi. AFP, AP. BILL Clinton Bandarílgaforseti hvatti stjórnvöld í Víetnam í gær til þess að opna samfélagið og hagkerfi landsins enn frekar, svo hin „sárs- aukafulla fortíð“ mætti víkja fyrir „framtíð hagsældar og friðar." A öðrum degi sögulegrar heimsóknar hans til Víetnam lagði Clinton áherslu á mikilvægi þess að aðgengi að nýrri tækni og upplýsingum væri óhindrað í heimi sem drifinn væri áfram af þekkingu. Clinton er fyrsti forseti Banda- ríkjanna sem heimsækir landið síðan Víetnam-stríðinu lauk árið 1975 en samskipti ríkjanna hafa aukist veru- lega í forsetatíð hans. Clinton beitti sér fyrir afnámi viðskiptabanns á HVíetnam árið 1994 og ári síðar tóku ríkin upp stjórnmálatengsl að nýju. I ræðu sem Clinton flutti í háskól- anum í höfuðborginni Hanoi í gær minntist hann „átakanna sem við [Bandaríkjamenn] köllum Víetnam- stríðið en þið [Víetnamar] kallið Am- eríku-stríðið.“ Forsetinn sagði völd- um hópi námsmanna við háskólann að nú væri tímabært að hinir fyiT- verandi fjendur „minntust sögunnar, en án þess að endurtaka hana, og gæfu ungu fólki eins og ykkur í báð- um ríkjunum tækifæri til að lifa í núinu en ekki í fortíðinni." Clinton hafði lýst því yfir fyrir heimsóknina að hann hygðist ekki biðjast form- lega afsökunar á Víetnam-stríðinu en hann viðurkenndi að Víetnamar hefðu orðið fyrir mikilli blóðtöku. A að giska þrjár milljónir Víetnama og um 58 þúsund bandarískir hermenn féllu í stíðinu. „Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum haft áhrif á framtíðina," sagði Clinton sem var sjálfur andvígur stríðinu og kom sér undan því að gegna herskyldu árið 1969. Réttindi þegnanna ógna ekki stöðugleika Mannréttindahreyfingar höfðu þrýst á Clinton fyrir förina að taka ástand mannréttindamála í Víetnam upp við leiðtoga landsins, sem hann og gerði, bæði á fundum með emb- ættismönnum og í ávörpum. „Okkar reynsla er sú að trúfrelsi og ótvíræð- ur réttur þegnanna til að mótmæla stefnu stjórnvalda ógni ekki stöðug- leika í samfélaginu," sagði Clinton. „Þvert á móti eykur það traust þjóð- arinnar á að stofnanir samfélagsins séu réttlátar." AP-fréttastofan hafði eftir einum af ráðgjöfum forsetans að yfirvöld í Hanoi hefðu tekið dræmt í þessa málaleitan Clintons og hefðu vísað til þess að Víetnamar hefðu annan skilning á mannréttindum en Vest- urlandabúar. Jake Siewert, talsmað- ur Hvíta hússins, sagði þó að sátt- máli um bann við vinnuþrælkun barna væri á meðal samninga sem bandaríski sendihen’ann, Pete Pet- erson, og víetnamskir embættis- menn undirrituðu í gær. Þess má geta að Peterson barðist í Víetnam og er fyrrverandi stríðsfangi. Fulltrúar þjóðanna undirrituðu einnig samninga um samstarf á sviði vísinda og tækni, þar á meða! varð- andi leiðir til að hefta útbreiðslu al- næmis og annarra sjúkdóma. Of hægar umbætur Stjórnvöld í Víetnam komu á markaðsumbótum á níunda áratugn- um og var þá samyrkjubúskapur meðal annars aflagður. Clinton fagnaði þeim skrefum sem þegar hefðu verið stigin til að opna hagkerfi landsins en gagnrýndi kommúnistastjórnina þó fyrir að hafa hægt á umbótum á undanföm- um árum. Hann brýndi fyrir náms- mönnunum við Hanoi-háskóla að þau ríki sem héldu uppi einangrunar- stefnu yrðu undir í samkeppninni. „Þjóðir sem hafa opnað hagkerfi sín fyrir alþjóðaviðskiptum hafa upplif- að tvöfalt meii-i hagvöxt en þau ríki sem enn búa við lokað hagkerfi." En forsetinn lagði þó áherslu á að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að neyða fullvalda ríki til að breyta stefnu sinni. „Við reynum ekki að þröngva þessum hugsjónum okkar upp á aðra og við ættum ekki að gera það,“ sagði Clinton. AP Bil! Clinton Bandaríkjaforseti og Tran Duc Luong, forseti Víetnam, ræða saman undir brjóstmynd af byltingarleiðtoganum Ho Chi Minh í Hanoi í gær. Clinton hvatti til hraðari umbóta í Víetnam. © Leitaðu svara á persona.is Hver er greindarvísitala þín? Ertu sffellt með áhyggjur? Viltu leggja orfl i belg? Ertu tilbúin(n) í samband? Hvernig persónuleiki ertu? Ertu spilafíkill? Viltu vha meira um einelti? Ertu kynlífsfíkill? Áttu vifl áfengisvandamál afl strífla? Ertu þunglynd(ur)? Eru vandamál á vinnustaflnum? Kvíflirðu því að eldast? Ertu hæfur uppalandi? Eftirtalin fyrirtæki óska aðstandendum persona.is til hamingju með áfangann: LEITA KYNLÍF www.persona.is Stærsti geðheilbrigðisvefur á íslandi SPJALL ÞUNGLYNDI PÓSTLISTI INNSKRÁNING RÁÐGJÖF SAMSKIPTI ÖNNUR VANDKVÆÐI VINNA ÁTRÖSKUN ÞROSKI ALDRAÐIR KVÍÐI/FÆLNI MEÐFERÐ HEGÐUNARVANDI SENDA SÍÐU UPPELDI SKRÁÐU ÞIG ORÐABÓK SÉRFRÆÐINGURINN LYFiA Edda Lyt * láamaitUVMðl mUMun 0 otQAfa OmegaFarma ,/OEi-nk Séc£0y SB SmithKhne Beecham Pharmaceuticals GlaxoWellcome

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.