Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ cáfflfflðto Svona Guðni minn, ekki fylgja þeim lengra úr hlaði. Breytinga aö vænta á móttöku þjóðhöfðingja: Riðið um Keflavíkurflugvöll - vonast til bess næsta sumar, segir ráðherra ■w Hæstiráttur um aukinn veitingatíma áfengis Akvörðun borgarráðs í berhögg við skipulag HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi þá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur að hafna beiðni veit- ingamanna á LA Café um aukinn veitingatíma áfengis. Hæstiréttur sagði að ákvörðun borgarráðs hefði ekki verið tekin á grundvelli gild- andi skipulags, heldur á grundvelli tímabundinnar áætlunar, og að ákvæði 14. gr. áfengislaga um að leita beri álits skipulags- og bygg- ingarnefnda áður en leyfi til áfeng- isveitinga væri veitt bæri að skilja á þann veg að tryggja skuli að farið sé að skipulagi og lagaákvæðum um byggingar í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að ákvörðun borgarráðs hafi verið talin byggð á stjórn- skipulega gildri lagaheimild þótti Hæstarétti hún, eins og hún var rökstudd, ekki rúmast innan laga- heimildarinnar þegar hún var tek- in. Borgarráð hafnaði beiðni veit- ingamannanna um aukinn veitinga- tíma áfengis á veitingahúsinu, sem var á svokölluðu miðborgarsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Staðfesti úrskurðarnefnd um áfengismál ákvörðunina með úrskurði. f dómi Hæstaréttar kemur fram að ákvörðunin var byggð á samþykkt borgarráðs um að heimila rýmkun veitingatíma áfengis á tilteknum af- mörkuðum svæðum í miðborginni. Hæstiréttur segir að ákvörðun borgarráðs hafi verið byggð á fag- lega unninni áætlun um þróun mið- borgar Reykjavíkur og átt að vera til reynslu um tiltekinn tíma. Hún hafi hins vegar ekki verið tekin á grundvelli gildandi skipulags. Gyrðir Elíasson hlaut Laxness- verðlaunin árið 2000 fyrir Gula húsiö sem er safri fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smá- sagna. .... sjálfur held ég að það sé far- sælast að henda ðllum grelnlng- artilburðum og bðkmenntafræð- um tll htlðar og gefa slg sögunum á vald, verða ölvaður af mögnuðu myndmálinu og yppa svo ðxlum f þynnkunnl og segja bara vlð sjálf- an sig. „þetta var helvíti gott tripp“.“ Þðrarinn B. Þðrarinsson, strik.is VAKA HELGAFELL Ákvarðanir sveitarstjórna um leyfi til áfengisveitinga verði ekki rök- studdar með stoð í áætlunum sveit- arfélags í sldpulagsmálum, sem ekki hafa hlotið lögformlega með- ferð sem breytingar á skipulagi. Hæstiréttur bendir á að veitinga- mennimir, sem höfðu starfrækt veitingastað frá 1994, höfðu eftir hina umdeildu ákvörðun sama leyfi til veitinga áfengis og þeir höfðu áður. „Ljóst er hins vegar að ákvörðunin fól í sér rýmkaðan rétt til samkeppnisaðila þeirra, sem staðsettir eru á öðrum miðborgar- svæðum," segir Hæstiréttur. ÁJkvörðunin hafi verið byggð á stjórnskipulega gildri lagaheimild, sem veiti stjórnvöldum svigrúm innan þeirra marka, sem í henni felast, til að setja almennar reglur um þessi efni og breyta þeim telji þau þörf á því, enda fullnægi ákvarðanir þeirra kröfum um mál- efnaleg sjónarmið og vönduð vinnu- brögð. Éins og ákvörðunin var rökstudd með vísun til ákvarðana í skipulagsmálum, sem ekki höfðu hlotið staðfestingu ráðherra, rúm- aðist hún hins vegar ekki innan lagaheimildarinnar þegar hún var tekin. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Haraldur og Hjörtur skiluðu báðir sératkvæð- um. Hjörtur lýsti sig sammála nið- urstöðu meirihluta dómenda, á þeim forsendum m.a. að ákvörðun borgarráðs hefði rekist á við jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Haraldur var á öndverðum meiði og taldi að sýkna ætti Reykjavíkur- borg í málinu, enda hafi ákvörðun borgarráðs verið byggð á málefna- legum sjónarmiðum, hún hafi rúm- ast innan heimildar áfengislaga og fullnægt að formi og efni þeim skil- yrðum, sem slíkum ákvörðunum eru settar. Aukið forvarnastarf vegna tjóna Þeir svíkja - þú borgar! Sigurjón Andrésson HJÁ Sjóvá-Almenn- um tryggingum hf. hefur nú verið komið á nýju forvarnar- starfi í tjónadeild. í það starf hefur verið ráðinn Sigurjón Andrésson. Hann var spurður um hvað hið nýja starf snerist. „Það snýst um að reyna að koma í veg fyrir tjón og lækka tjónakostnað. Nú þegar og lengi vel hefur verið unnið mildð forvamarstarf hjá félag- inu en með þessu framtaki á að auka vægi forvama til muna frá því sem verið hefur. Starf mitt hefur fengið skilgreininguna rannsókna- og forvama- fulltrúi í tjónadeild og ég á að koma að öllum tegund- um tjóna og hafa uppi eftirfylgni með þeim. Einloim þar sem tjón em óvenjuleg eða óvenjutíð. Ég starfa einnig mikið að greiningum tjóna þar sem reynt er að koma auga á það sem einkennir þau. Ef mikil tjón em í einhverri grein vátrygginga þá reyni ég ásamt fleiram að fara ofan í saumana á því og komast að hvað veldur. Þetta er gert í samstarfi við þau fyrirtæki eða einstaklinga sem hlut eiga að máli.“ - Hvers konar tjón eru tíðust? „Það era tjón sem tengjast ökutækjum. Það hefur orðið gíf- urleg aukning í slíkum tjónum eins og fólk hefur vafalaust tekið eftir. I framhaldi af því hafa vá- tryggingafélög þurft að grípa til hækkunar á iðgjöldum.“ - Hvað telur þú að hægt sé að gera tíl að fækka slíkum tjónum? „Lögreglan mætti vera sýni- legri á götum úti um allt land. Margir staðir úti á landi era hættulegir á þjóðvegunum, ein- breiðar brýr og blindhæðir. Þetta er verið að laga en betur má ef duga skal. Umferðin er búin að sprengja utan af sér gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu og fólk ekur ekki í samræmi við þá staðreynd, það tekur ekki tillit til aðstæðna. Fólk þarf að breyta viðhorfi sínu til þess hvað það þýðir að stjóma ökutækjum. Það er mildl ábyrgð að aka bíl og það þarf h'tið til þess að illa fari.“ - Hvað með farsíma? „Að mínu mati ætti að sjálf- sögðu að banna notkun farsíma í umferðinni nema þá að um hand- frjálsan síma sé að ræða, ég dreg mörkin þar. Ég veit ekki betur en verið sé að vinna að lagafram- varpi sem felur í sér bann við venjulegri farsímanotkun." - Hvað með annars konar tjón? „Tjón í sumarhúsum vegna vatnsskemmda era alltof algeng og margfalt tíðari en í íbúðarhús- um. Ástæður þessa hafa verið skoðaðar. Þessi hús era án eftir- lits vikum saman og í heilsárshús- um er talið of mikil fyrirhöfn að vatnstæma lagnir. Það er stund- um hætta á því að vatnshitakerfin fari ekki í gang eftir rof á rafmagni eða hitaveitu. Þá frýs í þessum kerfum. Menn vanda stundum ekki nægilega til verka í þessum vatnslögnum og þannig mætti áfram telja.“ -Hálkuslys eru algeng. Þyrfti að salta meira en gert er og víð- a r? „Það mætti þvert á móti minnka saltausturinn á göturnar, hann er alltof mikill, þetta er mín persónulega skoðun. Það mætti salta á aðalleiðum en að vera að ► Sigurjón Andrésson fæddist á Akureyri 10. desember 1970 en ólst upp í Vestmanneyjum. Hann lauk prófi 1' bakaraiðn frá Iðn- skólanum í Reykjavík og fór síð- an í nám til Danmerkur um tíma en hóf störf hjá Sjóvá-Almennuin tryggingum hf. þar sem hann vinnur enn. Kona Siguijóns er Sara Guðjónsdóttir húsmóðir og eiga þau tvær dætur. bera saltið inn í hverfisgötur er of langt gengið. Saltið eyðileggur götumar, bílarnir verða mjög óhreinir og þar af leiðandi líka rúðurnar, sem svo aftur getur skapað mikla hættu í umferðinni. Saltið tætir upp tjörana og það fer óskaplega illa með bílana. Mér finnst sandurinn hins vegar nauð- synlegur á gangstéttir og þar finnst mér borgaryfirvöld standa sig ágætlega. Fólk verður að gæta sín vel í hálku og ég vildi sjá hitakerfi í fleiri gangstéttum en nú er.“ - Eru tryggingasvik algeng? „Rannsóknir frá Norðurlönd- um segja að þau geti numið allt að 10% af tjónakostnaði. Sums stað- ar minna, annars staðar meira. Það hafa ekki verið gerðar ná- kvæmar rannsóknir á hversu hátt hlutfall falskar og ýktar kröfur era af tjónakostnaði hér svo ég viti. Hins vegar má telja að þetta sé ekki öðravísi hér en annars staðar.“ - Með hvaða aðferðum er hægt að fækka tryggingasvikum? „Ég held að einkum þurfi að verða viðhorfsbreyting. Fólk þarf að spyrja sig: „Er í lagi að svíkja bætur út úr tryggingafélagi sínu?“ Maður heyrir jafnvel fólk gorta af að það hafi „náð sér niður á“ tryggingafélaginu sínu með sviksamlegum hætti - og hinir hlæja með. Málið er bara ekki svona einfalt, þeir svíkja - þú borgar." - Nú nálgastjólin, eru þau mik- ill „slysavaldur“? „Já, þar má nefna einkum tvennt, ölvunarakstur og brana- hættu. Menn virðast drekka meira í kringum jólin en ella, í það minnsta era fleiri teknir fyrir ölvunarakstur þá en endranær. Hættan á tjónum og slysum vegna ölvunaraksturs eykst eftir því sem fleiri aka drukknir. Þess ber þó að geta að samkvæmt nýlegri könn- un sögðust færri hafa ekið undir áhrifum áfengis en fyrir tveimur áram. Ég vil svo að lokum minna fólk að fara varlega með eld þegar hátíð ljósanna gengur í garð og reyna að minnka hættu á eldsvoð- um eins og hægt er. Það hefur orðið gífurleg aukning á ökutækja- tjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.