Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 53 =t Ég man vel eftir því hvað Árni Jóns var ánægður þegar ég eignaðist mitt fyrsta hjól og við gátum farið að hjóla saman, en Arni fékk strax króníska bíladellu og féll fyrir öllum farartækjum sem höfðu tvö eða fleiri hjól. Mikið var hann glaður þegar hann komst á sitt fyrsta mótorhjól, Hondu 50. Allt var gert til að koma henni sem hraðast áfram, sjálfum sér til mikillar ánægju, en laganna vörð- um til mikillar armæðu. Árni lenti í slæmu slysi þegar hann var unglingur, lenti með annan fót- inn í snigli í vinnu í frystihúsi og háði það honum alla tíð þótt hann léti ekki mikið á því bera. Það var því himna- sending fyrir hann að fá bílprófið, þá var hann kominn á sinn heimavöll, kominn undir stýri á bíl. Arni lærði bifvélavirkjun, enda með króníska bíladellu, hann keypti bíla, gerði við bíla, seldi bíla, ég held að sjá fjöldi bíla sem Árni Jóns höndlaði með slái hátt í fjölda Breiðafjarðareyja, þótt hann hafi aldrei unnið á bílasölu. Eitt af hans aðaláhugamálum voru bíla- íþróttir, og var hann einn af drif- fjöðrum Bílaíþróttaklúbbs Skaga- fjarðar. I fyrrasumar komst hann í mekka bílaáhugamannsins, þ.e. fór á kappakstur í Formúlu 1 á Silver- stone á Englandi, já og á Spa-kapp- akstursbrautina í Belgíu í sumar, og næsta sumar átti að fara aftur á Silverstone. Ami Jóns hafði mikla athafnaþrá og vildi starfa sjálfstætt. Um tíma rak hann eigið bifreiðaverkstæði og þar til fyrir nokkrum misserum rak hann lítið framleiðslufyrirtæki, jafn- framt því að vera landpóstur í aust- anverðum Skagafirði. Allt sem Árni Jóns tók sér fyrir hendur gaf hann sér tíma til að vinna og vann vel, hann vildi ekkert fúsk, hlutirnir áttu að vera í lagi, ekki lof- aði hann upp í ermina á sér, bætti heldur klukkutímum við sólarhring- inn hjá sér til að klára verkið, eða lét menn vita ef hann hafði ekki tíma. Ég veit að í vinahópi mínum verð- ur Árna Jóns saknað, allir þeir vinir mínir sem kynntust honum urðu vin- ir hans, en hann var einstaklega lag- inn við að ná vináttutengslum við fólk með spjalli sínu um ýmis mál. Á heimili mínu verður Árna Jóns sárt saknað, ekkert spjall yfir kaffibolla um daginn og veginn, eða um ný verkefni til að takast á við, ekki get ég lengur kallað í góðan vin til að hjálpa mér við að mála, gera við bíl- inn, eða skutla mér í Hofsós eða á Krókinn. Ekki get ég oftar selt þér bíl sem ég er búinn að keyra út. En eitt veit ég fyrir víst að þú verður með okkur í minningunni á Þorláks- messu til að gleðja okkur Þórdísi, Villa og Jóel Þór, eins og þú varst vanur, til að ná inn jólastemmning- unni með ilmi frá jólatrénu og suð- unni á jólahangikjötinu. Elsku Sigríður, Ási, Veiga og íjöl- skyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni eftir að hafa misst svo góðan son, bróðurogvin. Ámi Egilsson, Hofsósi. Það var mikil harmafregn að heyra að Árni Jónsson, vinur minn, væri látinn. Árni var nágranni og leikfélagi okkar systkinanna á æsku- árum okkar og þátttakandi í flestum þeim uppátækjum og ævintýrum sem gerðust á og í kringum róluvöll- inn norðan við heimili okkar. Árni var strax á þessum árum sá sami Ár- ni og alla tíð, léttur í lund, brosmild- ur, áræðinn, kappsamur og alltaf til í að vera með þar sem eitthvað var í gangi. Við Árni höfðum minna saman að sælda á tímabili þegar ég flutti frá Sauðárkróki en vinskapur hans og Árna bróður míns var afar náinn og sterkur. Þegar Árni bjó í Reykjavík hitti ég hann af og til og aldrei skorti á hjálpsemina hjá honum ef á þurfti að halda. Það var gott að vita af bif- vélavirkjanum þegar þurfti að kaupa notaðan bíl og ráð hans dugðu vel. Ámi var mikill áhugamaður um bíla og haslaði sér völl í bílgreininni. Á tímabili var hann að stússast í rall- keppnum og í kringum þær og geisl- aði allur af gleði þegar hann lýsti þeim ævintýrum fyrir mér. Ámi vann ýmist sem bifvélavirki hjá öðr- um eða reyndi fyrir sér með eigin rekstur. Hann var reyndar einn af þeim mönnum sem líður ekki alltof vel við að vinna fyrir aðra og var því alltaf að velta fyrir sér hvernig hann gæti verið sjálfstæður og hvað hann gæti tekið sér fyrir hendur. Árni var hins vegar svo greiðvik- inn að það háði honum við uppbygg- ingu verkstæðisrekstrar. Það átti betur við hann að hjálpa náunganum við bílinn heldur en að rukka hann fyrir greiðann. Árni reyndi þess vegna fyrir sér í að kaupa tjónabíla af tryggingarfélögum og gera þá upp og selja en það varð reyndar ekki heldur ábatasöm starfsemi. Það var alltaf gaman að ræða við Árna um áform hans og væntingar í þeim rekstri sem hann ætlaði sér í. Hann gafst aldrei upp þótt á móti blési og alltaf var stutt í léttleikann. Þegar ég fór fyrst í framboð í al- þingiskosningum á Norðurlandi vestra var Árni einn af þeim fyrstu úr hópi gömlu vinanna sem stimpl- uðu sig inn í kosningabaráttuna og tók virkilegan þátt í henni. Ekki var neitt undanhald hjá Árna þótt á móti blési í það skiptið og alltaf var hann síðan boðinn og búinn að hjálpa til í kosningum. Sérstaklega eru ánægju- legar minningamar frá síðusta kjör- degi í alþingiskosningum þegar Ámi tók að sér að vera bílstjóri okkar hjónanna og ók okkur til Siglufjarðar þegar líða tók á kvöldið. Hann var með okkur þar þegar fyrstu tölumar birtust og naut sín vel í þeim spenn- ingi sem fylgir frambjóðanda í bar- áttusæti á kosninganótt. Á leiðinni til baka frá Siglufirði til Sauðárkróks var ýmislegt rætt, að sjálfsögðu um pólitíkina og kosningamar en líka um möguleika hans á viðskiptum við þá Siglfu’ðinga, en Árni var þá að byrja með nýjan rekstur. Árni var sannur vinur og ræktar- samur. Mannlífið á Króknum er fá- tækara án hans og við eigum eftir að sakna þess að sjá ekki lengur bros hans. Ég votta Sigríði móður hans, systkinum hans og öðrum aðstan- dendum mína fyllstu samúð. Villyálmur Egilsson. Það var erfitt að trúa því að Ámi Jónsson, vinur minn, væri allur. Nokkrum dögum áður en þessi frétt barst höfðum við setið að spjalli. Að vanda var hann hress og glaður og var að segja mér frá þeim áformum sem hann hafði á prjónunum. Árni var árinu eldri en ég og við voram fimm og sex ára gamlir þegar samgangur okkar hófst. Og áhuga- málin þau sömu, það vora bílar. Feð- ur okkar vora báðir bílstjórar á eigin bílum og við hurfum inn í þá leiki sem fylgja bílum og ungum aldri. Síðan tóku reiðhjólin við og oft var farið í langar ferðir á hjólum. Svo tóku skellinöðrarnar við af þeim fótstignu og ferðirnar lengdust. Uppvaxtarárin hér á Króknum vora skemmtileg, það var alltaf gott að koma heim til Ái’na. Þetta var eins og annað heimili, foreldrar hans þau Sigríður og Jón gáfu sér alltaf tíma til að sinna okkur, ræða við okkur og ekki má gleyma öllum veitingunum sem soltnir strákar tóku af fögnuði. Og aldrei var amast við því þótt við væram fyrirferðarmiklir við þá leiki sem athafnaþráin kallaði á. Og svo kom þessi dagur þegar Ár- ni fékk bílpróf, árinu á undan mér. Þá varð mikil breyting og ekki mál að renna kannski til Akureyrar á Cort- inunni hans, þótt erindið virtist ekki vera annað en að fá sér pylsu. Auð- vitað var þetta bíladella á háu stigi og við nutum hennai’ báðir. Svo komu fullorðinsárin og við lögðum út á lífsbrautina, hann valdi sér bifvélavirkjun, ég fór í bílaút- gerð. En við fylgdumst vel hvor með öðram einnig eftir að hann flutti til Reykjavíkur og væri þar nokkur ár. Og þegar hann kom hingað aftur óx samgangurinn að nýju, við hittumst oft og ræddum líðandi stund. Hann var þá kominn í eigin atvinnurekstur og við báram saman bækur okkar, ræddum bæjarmálin og atvinnumál- in og lífið almennt. Eitt af einkennum Árna var hversu bóngóður hann var. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa, veita aðstoð ef eitthvað kom upp á. Þá var sama hvemig stóð á hjá honum, hann mætti á svæðið og það munaði um hann. Eitt sinn var ég staddur á Ak- ureyri á Peugeot-bílnum mínum og heddpakkningin fór. Ég hringdi í Árna og þótt hann væri. staddur í miðju verki lagði hann frá sér verk- færin og branaði norður og viðgerðin fór fram á bílastæðinu þar sem bíll- inn stóð. Þannig var hann. Það er einkennilegt að hugsa til þess að eiga ekki von á Áma til að ræða málin. En svona er lífið, það gefur og það tekur. Það er stór gjöf að eignast vin eins og Áma Jónsson. Við þessi tímamót sendi ég móður, hans og systkinum samúðarkveðjú mína og þakka góðar stundir. Omar Kjartansson. Enn eitt ótímabært skarð er höggvið í hópinn okkar. Ámi Jóns, eins og við kölluðum, hann fór í sína síðustu ferð allt of fljótt og við enn minnt á hverfulleika lífins. Skagafjörður skartaði sínu feg- ursta er árgangur 57 frá Sauðái’- króki hittist í haust. I yndislegu veðri úti í Drangey var sem tíminn stæði kyrr og hugur okkar reikaði til-* áhyggjulausra skólaáranna á Krókn- um. Þessir endurfundir era okkur æ dýrmætari eftir því sem árin líða.Við söknuðum Áma Jóns í þessari ferð en á sama tíma var hann í Belgíu að horfa á kappakstur. En bílar og kappakstur voru hans yndi. Er nokk- ur okkar hittum Ama áður en hann fór í þá ferð mátti finna mikla til- hlökkun en um leið vonbrigði með að árgangsmótið skyldi verða á sama tíma. Ámi okkar Jóns var ljúfur, traust- ur og hjálpfús. I kringum hann ríkti glaðværð og glettni. Við voram mörg er nutum hjálpsemi hans, bæði í orði ogverki. Góður drengur er genginn er við bekkjarsystkinin minnumst með söknuði. Við vottum aldraðri móður Áma og öðrum aðstandendum samúð okk- ar. Við viljum ljúka þessum fáu minn- ingarorðum með kveðjuorðum bekkjarbróður okkar. I bænum við lútum og höldumst í hendur hugsunum okkar við beinum til þin. Að megir þú himinsins líða um lendur í ljósinu bjarta er í austrinu skín. , j 'r Ævinnar dagur er kominn að kveldi kær er þín minning, hún lýsir um nótt Opnist þér hliðin að Alfóðurs veldi ástríkis njóttu, svo sofir þú rótt. (Jón Hallur Ingólfsson.) Árgangur 57, Sauðárkróki. þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu, og hjá þér átti ég skjólið mitt alltaf gat ég treyst á þína þýðu. og ég þakka þér, alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. hve oft þau hughreystu mig orðin þín. studdir við bakið. -stóðstmeð mérallaleið. opnaðir gáttir. allt sem þú áttir léstumérítéogmeiratil. hófþittogdugur. heillvarþiimhugur. veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni. kenndir mér og hvattir æ til dáða. og mín kaun græddir þá þurfti við. alltaf mátti leita hjá þér ráða. og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. Kveðja, Sigprún. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur til að skrifa minningargrein um góðan vin sem horfinn er á braut og ekki er lengur hluti af lífi manns. Mér finnst eins og ég hafi misst kubb úr púsluspilinu mínu. Gústi mágur minn var mér og fjöl- skyldu minni alltaf góður og elsku- legur félagi. Lóa systir mín á um sárt að binda. Gústi og Lóa gerðu allt saman - vora mjög samrýmd og gátu aldrei hvort af öðra séð. Þau eignuðust þrjú böm, Pál Guð- jón, f. 1948, Helgu, f. 1951 og Hrönn f. 1956. Ég var tekinn í fóstur til Guðjóns og Pálínu á Lögbergi fjögurra mán- aða gamall og hef alltaf sagt að það hafi verið mitt mesta heillaspor á lífsleiðinni. Fyrst svona æxlaðist gat ég ekki tengst elskulegri fjölskyldu. Þarna eignaðist ég þrjú ný systk- ini - Lóu, Palla og Steina sem öll hafa reynst mér yndislega vel. Árið 1949 giftist Lóa systir honum Gústa. Hann var fyrir mér í minningunni algjör töffari sem átti mótorhjól sem ég fékk stundum að sitja á. Palli sonur þeirra var og er besti vinur minn og félagi, enda bara eitt ár á milli okkar og við höfum nánast litið á okkur sem bræður, þó ólíkir séum. Gústi og Palli bróðir fóra saman í útgerð á sjöunda áratugnum og hét báturinn þeirra Guðbjörg. Hver annar en ég - réð mig sem kokk á þennan bát að loknu gagn- fræðaprófi um áramótin 1963-64. í september var ég útbranninn á sjómennskunni og kominn með slæmt magasár vegna ítrekaðrar los- unar á magavökva. Gústi reyndist mér vel í þessum erfiðleikum mínum, færði mér oft skúringarfötuna, hélt um enni mér og hrærði í grautarpottunum fyrir mig. Palli frændi og ég voram miklir dúfnavinir á yngri áram. Við voram í nokkur ár með dúfubyrgi heima hjá Lóu og Gústa á Hólagötu 8. Þar ólum við upp „toppara", „ís- ara“ og aðrar dúfutegundir með góðri leiðsögn Gústa. Ekki leið sá dagur að ég kæmi ekki á Hólagötuna og fékk þá ósjald- an kleinur eða klatta hjá Lóu systur. Helga og Hrönn vora svo litlar að þær höfðu ekkert vit á dúfum, en fengu stundum að gefa þeim bygg að borða. 22. janúar árið 1973 átti Gústi 50 ára afmæli. Þá var partý á Hólagöt- unni. Afmælisfagnaðurinn var í há- marki þegar eldgos hófst á Heimaey kl. 2 eftir miðnætti hinn 23. janúar. Ég var reyndar staddur á Stór- Reykjavíkursvæðinu þessa nótt. Oft er gaman að því gert í fjöl- skyldunni hve erfitt reyndist að koma veislugestum í skilning um að það væri byrjað að gjósa á Heimaey - í alvöra. Hann Gústi minn var mikill íjöl- skyldumaður. Hann tók alltaf fullan þátt í því sem börnin hans og fjöl- skyldur þeirra vora að gera eða hugsa. Segja má með sanni að hann hafi ekki gengið í málin - hann stökk í þau. Hugurinn var alltaf svo mikill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Gústi barðist líka eins og hetja fyrir lífi sínu þegar krabbinn var að berja á honum. Eg hafði á tilfinningunni að hann vorkenndi fjölskyldu sinni meira en sjálfum sér. Elsku Gústi minn, mig langar með þessum fátæklegu orð- um að þakka þér fyrir mína hönd og íjölskyldu minnar fyrir allt það sem þú gafst okkur með vináttu þinni og elsku. Við þökkum þér fyrir allar yndis- legu stundirnar sem við áttum sam- an. Elsku Lóa systir, Palli, Helga, Hrönn og fjölskyldur og aðrir ætt- ingjar, megi minningin um góðan dreng styrkja ykkur í sorginni. Gísli, Lilja og börn. Góður tengdaafi og vinur er fall- inn frá, maður sem barðist með já- kvæðni og bjartsýni þegar heilsan fór að bila, við hlið hans stóð ávallt eiginkonan hún Lóa, stór og sterk barðist hún með honum til að hann fengi alltaf þá bestu umönnun sem völ var á í veikindum hans. Hann sýndi æðraleysi þegar árangur var ekki í samræmi við áreynslu og var þakklátur fyrir þá frábæra umönnun sem hann fékk. Gústi hvatti ávallt til góðra verka. Hann hvatti barna- barnabörn sín til dáða og fræddi þau um lífið og tilverana, sem og skellti sér á hlaupahjólið eða fór með þeim í fótbolta þegar þau leyfðu honum að vera með í leik. Þannig var Gústi ávallt hvetjandi og leiðbeinandi á sinn hógværa hátt. í augum barna, tengdabarna og barnabarna var hann ekki bara pabbi eða afi heldur þeirra besti vin- ur. Hann var ánægður með sam- heldnina og vinskapinn sem ríkti í hans fjölskyldu. í þau ár sem ég hef gengið í gegnum lífið með Sigrúnu afastelpu hans, hefur Gústi alltaf verið okkar fjölskyldu mikilvægur hlekkur, við gátum ávallt leitað hjá honum ráða og fengið góða leiðsögn sem og ekki stóð á að fá góðar úr- lausnir til að vinna úr. Ég er forsjóninni óendanlega þakklátur fyrir að hafa átt þig sem tengdaafa og góðan vin, hvíl þú í friði kæri vinur. Elsku Lóa, Hrönn, Helga, Palli og aði-ir aðstandendur, ykkur ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja og styðja ykkur í sorg ykkar. í cjjúpri virðingu og þökk er góður vinur kvaddur. Þórður NorðQörð (Doddi). Elsku Gústi frændi. Þá er komið að kveðjustund. En ég á samt bágt með að trúa að við eigum ekki eftir að hitta þig á rölt- inu. Ég er rosalega ánægð að hafa drifið mig með krakkana á ættar- mótið í sumar og átt með þér og ætt- inni skemmtilega helgi. Við sungum og spjölluðum mikið og þú sagðir mér hvað þú værir glað- ur yfir því hve vel heppnað ættar- mótið væri og staðurinn fallegur og skemmtilegui’ til að halda svona mót. En nú nokkram mánuðum seinna ert þú farinn á annað ættarmót því ég veit að Hjalli afi og amma Elín hafa tekið vel á móti þér ásamt hinum ættingjum þínum þarna, því eins og Sylvía mín sagði þegar ég sagði henni að þú værir farinn til Guðs: „Nú er sko gaman hjá ömmu og afa að fá Gústa til sín.“ Elsku Lóa okkar, við biðjum góð- an Guð að gefa þér og fjölskyldunni allri styrk því að missir ykkar er mikill. En ég veit að afi og amma hafa tekið vel á móti honum og nú líður þeim öllum vel. Elsku Gústi frændi, við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftanrjóð, og mjailhvítir svanir syngja sorgbh'ðvögguljóð. Gottersjúkumaðsofa, meðan sóbn í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, semenginnívökusér. (DavíðStef.) Kveðja, Soffía og fjölskylda. Elsku afi minn, mikið er alltaf sárt að missa. Ég vonaði alltaf innst inni að þú myndir hressast, þó svo að ég vissi það líka að það myndi ekki ger- ast. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér og tala við þig, ég efast ekki um að núna sért þú kominn á þann stað þar sem þú ert laus úr viðjum veik- inda og getur gert hlutina sjálfur án þess að þurfa að hafa áhyggjur af lasleika. Elsku afi, mikið á ég nú eftir að sakna þín, en minningin um þig og stundimar með þér lifa ávallt. Elsku amma mín, megi góður guð styrkja þig í þeim missi sem þú hefur nú orðið fyrir, minningin lifir. Ágúst Ingi og Gunnar Rafn. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öii tækifæri I 9ffisi| blómaverkstæði 1 | Hinntw I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.