Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
I
Reykjanesbrautar-
rómantík
Tonlist
Geislaplala
REYKJANESBRAUTIN
Reykjanesbrautin. Ný sólóplata frá
Rúnari Júlíussyni.
Lög og texta sömdu: Rúnar Júlíus-
son, Þórir Baldursson, Þorsteinn
Eggertsson, Bjartmar Guðlaugs-
son, Jóhann Helgason, Kristján
Hreinsson, Larry Otis, Jim Spauld-
ing, Gunnar Þórðarsson, Margrét
Jónsdóttir. Fram koma: Rúnar Júl-
íusson, Júlíus Freyr Guðmundsson,
Birgir Baldursson, Þórir Baldurs-
son, Guðmundur Pétursson, Baldur
Þórir Guðmundsson, Ásgeir
Óskarsson, Rúnar Georgsson,
Larry Otis, Jóhann Helgason,
Gunnar Þórðarson, Hulda, Rúna og
Kristján. Hljóðblöndun: Júlíus
Freyr Guðmundsson og Gunnar
Smári Helgason. Hönnun: Auglýs-
ingastofan Einn, tveir, þrír. Utgefið
af Geimsteini.
Reylyanesbrautin
höndum. Því, í fyrsta lagi, þá hafa
næstum öll lög kappans í gegnum
tíðina smogið inn í minni íslend-
inga, með eða án vitundar þeirra,
og hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Miðað við allan þann laga-
fjölda sem hann hefur sungið og
spilað má það teljast mjög góður
árangur. í öðru lagi er erfitt að
setja þann mann ekki í guðatölu
sem var í eina tíð allt í senn, ís-
landsmeistari í fótbolta, meðlimur í
vinsælustu hljómsveit Islands, og
kærasti ungfrúr ísland. Ég verð þó
að viðurkenna að mér finnst eins
og einhver fljótabragur sé á plöt-
unni, sérstaklega hvað varðar laga-
smíðarnar. Rétt eins og hefði mátt
taka sum lögin bara ögn lengra,
gera meira úr þeim. Mörg þeirra
hafa þann ókost að þau hljóma vel
þegar þau byrja en „mótívið“ úr
byrjuninni er svo síendurtekið án
mikillar tilbreytingar þannig að
maður þreytist í miðju lagi.
Heildarsvipurinn á plötunni er
töluvert „kántrí-skotinn“, svona
hugguleg misrokkuð sveifla. Þó
bregður fyrir lögum sem algjör-
lega brjóta upp þessa skilgrein-
ingu. Til dæmis má þar nefna
„Söngur sálarinnar“ (Rúnar Júlíus-
son/Þórir Baldursson/Kristján),
sem er dægurlag sem minnir helst
á dreymið lag úr barnaleikriti eða
atriði úr áramótaskaupinu. Lagið
er það sísta á plötunni að mínu
mati. Textinn er í fyrstu persónu
og mjög angurvær. Hér kemur
brot úr honum: „Nú syng ég fyrir
sálina/ nú syng ég fyrir daginn/ og
þegar ég hef sungið þá syng ég
ennþá meira./ Þá syng ég fyrir
hjartað mitt/ þá syng ég fyrir ást-
ina./ Þá syng ég fyrir þá sem vilja
heyra.“ Annað lag, miklu betra,
sem brýtur upp kántrísveifluna er
lagið „A réttu róli“ (Gunnar Þórð-
arson/Rúnar Júlíusson). Þarna er á
ferðinni fyrirtaks popplag í útsetn-
ingu sem ber með sér mikinn keim
af níunda áratugnum. „A réttu
róli“ þykir mér vera langbesta lag
plötunnar. Annars fyrir utan
kántri-sveifluna sem einkennir
plötuna má oft heyra óm af fyrr-
verandi vinsælustu hljómsveit
landsins, Hljómum, og rokki í anda
GCD.
Rúnar er ekki einn um textagerð
á plötunni, en aðrir textahöfundar
virðast halda uppi sama stíl og
hann. Mér finnst, þegar á heildina
er litið, ekki mikill broddur í texta-
gerðinni. Virðist innihald textanna
oft og tíðum víkja fyrir stuðlum
eða rími, sem sjaldnast er dýrt, t.d.
„Og út á braut ég bruna hress/ blá-
svalur eins og súperfress" eða „En
hvort rómantískt er það/ að lenda í
klessu/ hæddur af homma/ laminn
af lessu“ eða „Ég er afl sem eng-
inn sér/ ég er ljós sem fylgir þér/
og þú ert lítill fugl sem flýgur burt
með mér.“ Það má reyndar hafa
gaman af þessum textum en þeir
eru plötunni ekki til framdráttar.
Flutningur á plötunni er góður,
kannski full beint af augum, án út-
úrdúra. En það gæti reyndar staf-
að af litlum möguleikum til til-
breytingar vegna fábreyttra
lagasmíða. Þannig ná lögin ekki að
rísa sem skyldi, heldur hafa þau
gjarnan sömu hleðslu út í gegn.
Rúnar syngur eins og maður hefur
fengið að venjast, músíkalskur að
vanda og bakraddirnar standa sig
ágætlega í stykkinu.
Ég myndi segja að Reykjanes-
brautin sé mjög eðlilegt framhald
hjá Rúnari. Það hefði varla getað
verið öðruvísi. Ég trúi því að dygg-
| NÚ HEFUR Rúnar Júlíusson látið
frá sér enn eitt afkvæmið, sóló-
plötuna Reykjanesbraut. Reykjan-
esbrautin er Rúnari greinilega
mjög hugleikin á þessari tvöföldu
plötu, en hvorki meira né minna en
þrjú númer fjalla um Reykjanes-
braut. Það eru „Reykjanesbraut
I“, „Reykjanesbraut 11“ (sem er
Isama lag í mismundandi útsetning-
um) og „Tvöfóldum Reykjanes-
braut". Umslag plötunnar er mjög
viðeigandi. Rúnar stendur veðrað-
ur og horfir út í hraunið við
Reykjanesbrautina með bassann
sér við hlið eins og sinn tryggasta
vin. Einnig er mjög flott inni i
bæklingnum hvernig textarnir eru
ofan á sprunginni mold og fléttum
á steinklöpp og öðru slíku. Reynd-
ur er ekki mjög gott að lesa á það
Iþar sem letrið er mjög smátt. All-
nokkurrar ónákvæmni gætir við
gerð hulstursins, en þar á ég við
stafsetningar- og innsláttarvillur
og lasta ég það. Þegar kemur að
því að dæma tónlist Rúnars Júlíus-
sonar er manni nokkur vandi á
1
I
■ ■
vimr
Hus án reykskynjara er ómogulegt mál
Hvað þá fjöltengi? Þ>ú finnur ótal margt
fyrir heimilið f Byggt og búið.
byggtogbuió
Kringlunni
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 85
-----------------------------V:-
Morgunblaðið/Kristinn
Reylganesbrautin ætti ekki að svíkja dygga unnendur Rúnars.
ir aðdáendur verði því ekki sviknir.
Þessi tvöfaldi geisladiskur rennur
sæmilega mjúklega í gegn, án þess
að fanga mikla athygli. Hann ætti
þó að geta haft á sér dansvænar
hliðar, einkum þegar kemur að
línudansi. Ég get ekki sagt að plat-
an hafi heillað mig inn að hjarta-
rótum, en þó er gaman að eiga
hana, til nánari glöggvunar á lista-
manninum.
Vonandi er hún þó ekki svana-
söngur Rúnars, því að ég veit að
hann gæti örugglega „toppað“^
hana í næstu atrennu.
Ólöf Helga Einarsdóttir
Handunnar
jólagjafir
Veski, gsm-töskun treflan
kragan armbönd, púðan
dúkan sængurverasett o.m.fl.
/ /
Drottninain
msBr m vliwBHlalliilll
lcomin
fe, . IV ^ ■■ WI Wm wm Wtm m
p
i ijolaskap
■
FmII búð af
, m
nviui
vorum
t á
50% afslætti
Við dekrum við þijg þvi þú ert lang flottust
riSKWt>Ry\'f RSLUN LAUGAVtGi b? SÍMI Mt oóó