Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 47
fRtogmiHiifeifr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UMSKIPTI í MEXÍKÓ
SJÖ áratuga valdatíma Bylting-
arflokksins (PRI) í Mexíkó
lauk formlega í gær er Vicente
Fox tók við völdum sem forseti.
Sigur Fox í forsetakosningunum
síðastliðið sumar kom flestum á óvart
enda hafði PRI farið með nær öll völd
í landinu frá því að hann var stofnað-
ur árið 1929. Þótt mikillar þreytu
gætti greinilega meðal kjósenda í
garð PRI virtust flestir telja að Bylt-
ingarflokknum myndi með einhverj-
um ráðum takast að halda áfram í
völdin.
Vissulega hafði smám saman verið
byrjað að grafa undan valdagrund-
velli flokksins en hann missti meiri-
hluta sinn í neðri deild þingsins
sumarið 1997. A sama tíma sigraði
stjórnarandstaðan í Mexíkó í borgar-
stjórakosningum í Mexíkóborg en
það embætti er jafnan talið vera ann-
að valdamesta embætti landsins á
eftir forsetaembættinu.
Kosningarnar árið 1997 lögðu
grunninn að lýðræðislegum umskipt-
um í Mexíkó, sem segja má að nú séu
gengin í gegn. Mexíkó, eitt af fjöl-
mennustu ríkjum veraldar, með um
hundrað milljónir íbúa, er loks komið
í tölu lýðræðisríkja. Við völdum hefur
tekið forseti er sækir umboð sitt til
fólksins en ekki flokksvélar PRI.
Vonandi verða breytingarnar í
Mexíkó öðrum ríkjum í Rómönsku
Ameríku, sem enn búa við ófullkomið
lýðræði, hvatning til breytinga.
Það er sérstakt fagnaðarefni að
þessi umskipti hafa átt sér stað með
friðsamlegum hætti og að PRI hefur
ekki reynt að koma í veg fyrir þessi
pólitísku umskipti með valdbeitingu.
Fox á þó erfitt verkefni fyrir hönd-
um. Ekki einungis verður hann að
tryggja uppstokkun í stofnana- og
embættismannakerfi Mexíkó heldur
jafnframt að uppfylla þær væntingar
sem hann hefur ýtt undir.
Fox hefur heitið því að stuðla að
nýju „mexíkósku undri“, skapa ný
störf, bæta menntun og uppræta
spillingu í stjórnkerfinu.
Margt hefur vissulega breyst til
betri vegar í Mexíkó á síðastliðnum
árum. Hjá því verður þó ekki litið að
fátækt er enn mikil í landinu og þótt
PRI hafi nú misst forsetaembættið úr
sínum höndum eru ítök flokksins
mikil á flestum stigum stjórnkerfis-
ins. Til að mynda er töluverður meiri-
hluti héraða landsins undir stjórn
PRI.
Flokksræðið lifir enn góðu lífi í
Mexíkó og líklega verður það erfið-
asta verkefni Fox að brjóta það niður
þannig að lýðræðið nái að festa sig í
sessi á öllum sviðum.
Hinn nýi forseti nýtur hins vegar
góðs af því að staða efnahagsmála er
tiltölulega sterk. Hagvöxtur er mik-
ill, um sjö prósent á þessu ári, sem
ætti að auðvelda Fox að bæta lífskjör
í landinu og þar með að styrkja stöðu
sína meðal almennra kjósenda.
UMFJÖLLUN BLAÐA
UM ÍÞRÓTTIR KVENNA
/
Aundanförnum árum hafa tölu-
verðar umræður farið fram um
umfjöllun fjölmiðla um kvennaíþrótt-
ir og hafa kannanir sýnt, að lítið jafn-
ræði er á milli kynja í þeim efnum.
Niðurstöður úr könnun kennara og
nemanda við Háskóla íslands benda
til þess, að aðeins ein af hverjum tíu
íþróttafréttum og greinum fjalli um
íþróttir kvenna, en níu af hverjum tíu
um íþróttir karla. Samkvæmt þessari
könnun hefur ekkert breytzt í þess-
um efnum á heilum áratug, eða frá
árinu 1990, þegar sama niðurstaða
fékkst úr könnun, sem fjölmiðlanefnd
íþróttasambands íslands stóð að.
Þótt jafnræði eigi að ríkja milli
kynja á sem flestum sviðum, er jöfn
umfjöllun eftir kynjum ekki einfalt
mál í íþróttafréttum - reyndar hvort
kynið sem á í hlut. Þátttaka kynja í
ýmsum íþróttagreinum er mjög mis-
munandi og endurspeglast það óhjá-
kvæmilega í fréttaflutningi, svo og
frá einum árstíma til annars eftir
íþróttagreinumog því t.d., hvort stór-
mót í einhverri íþróttagrein fer fram.
Það kallar á mikla tímabundna um-
fjöllun, t.d. um Evrópumeistaramót í
kvennahandbolta eða þá karla, og
eðlilega er ekki hægt að bera saman
kynjahlutföll á því tímabili.
Fyrir þremur árum, í nóvember-
byrjun 1997, skilaði nefnd mennta-
málaráðherra um stefnumótun í
íþróttum stúlkna niðurstöðum. Þar
kom m.a. fram, að aðeins 36%
íþróttaiðkenda sem skráðir eru í
íþróttafélög eru konur, þar af meiri-
hluti undir 15 ára aldrþ en því er öf-
ugt farið hjá körlum. I niðurstöðum
nefndarinnar kom einnig fram, að
blaðaumfjöllun um íþróttir kvenna af
heildarumfjöllun hefði vaxið um 15%
frá 1990.
Augljóslega þarf að mörgu að
hyggja, þegar kannanir eru gerðar á
kynjabundinni umfjöllun blaða um
íþróttir. Eftir sem áður verður ekki
hjá því komizt að taka mið af þessari
nýju könnun, sem komið hefur frá að-
ilum innan Háskóla íslands. Niður-
stöðurnar eru því miður vísbending
um að umræður undanfarinna ára
hafi skilað litlum árangri, þrátt fyrir
góðan vilja.
Forystumönnum í íþróttum ber
saman um, að umfjöllun fjölmiðla um
íþróttir verði ungu fólki hvatning til
þess að taka þátt í þeim. Þannig má
gera ráð fyrir að umfjöllun um íþrótt-
ir kvenna verði hvatning fyrir stúlkur
til að stunda íþróttir. Þær stuðla að
heilbrigði og hreysti, líkamsfegurð,
vinnuþreki og tápi eins og segir í
íþróttalögunum að sé markmið
íþróttahreyfingarinnar.
Fyrir dagblöðin er ekki annað að
gera en taka þessi málefni til með-
ferðar á ný og leita svara við því á
eigin vettvangi, hvers vegna svo illa
gengur að skapa jafnræði á milli
karla og kvenna í umfjöllun þeirra
um íþróttir.
Þannig lítur íslensk orðabók út á tölvuskjá.
[^Skýiing^ BSHrnoiSc
láta lét, létum, látið S Mta
1 1 2
* se^a á e-n stað 3
láta e-ð á sinn stað 4
láttu bókina í vasann 5
2 6
* sleppa, leyfa (að fara) látast 1 2 lálandi
láta e-n lausan
láta e-ð laust
* míssa, tapa látinn
1« *« fc» —& f.',„ wi «2» il /í /ww e> 1 ■ T-
Fyrsta tölvuútgáfa íslensk-íslenskrar orðabókar er komin á markað, en hún er um leið
þriðja útgáfa Islenskrar orðabókar. Orri Páll Ormarsson ræddi við Mörð Arnason
ritstjóra útgáfunnar sem sögð er margfalda notkunarsvið bókarinnar.
TÖLVU VÆÐIN G
TUNGUNNAR
IUPPHAFI var orðið. Allar
götur síðan hefur maðurinn
glímt við þetta margslungna
fyrirbæri, sem er, svo ekki
verður um deilt, snar þáttur í öllum
okkar samskiptum. Orðfæri er af
ólíkum toga, breytilegt milli kyn-
slóða, og þótt það sé víðfemt og
vandmeðfarið hefur maðurinn ekki
látið það hefta löngun sína til að ná
utan um það. í þessu skyni hefur
hann ritað orðabækur. Fram að
þessu hafa bækur þessar einkum
verið aðgengilegar í prentuðu formi
en það er tímanna tákn að árið 2000
er komin á markað íslensk-íslensk
orðabók í tölvuútgáfu. Bókin er unn-
in hjá Máli og menningu en útgef-
andi er Edda - útgáfa og miðlun.
„Fyrir bókaforlag er útgáfa af
þessu tagi talsverð ákvörðun, orða-
bækur eru seinunnar og fjárfrekar,"
segir Mörður Árnason ritstjóri
tölvuútgáfu íslenskrar orðabókar
um tildrög bókarinnar.
Þegar Menningarsjóður var lagð-
ur niður, árið 1992, eignaðist Mál og
menning útgáfurétt á Islenskri orða-
bók í ritstjóm Áma Böðvarssonar.
Kom hún fyrst út árið 1963 og aftur
endurbætt 1983.
„Mál og menning hafði nokkra
hríð haft hug á að færast meira í
fang á orðabókasviði og þegar þessi
bók kom hingað var strax tekin
ákvörðun um að endurskoða hana og
gefa út að nýju. Fyrri útgáfur bókar-
innar hafa notið mikillar hylli; meiri
en nokkur önnur orðabók á Islandi
og sjálfgert að byggja á þeim grunni.
Við gerðum okkur hins vegar grein
fyrir því að þetta yrði töluvert verk,“
segir Mörður.
Skipta þurfti um búning
Hann segir menn ekki hafa verið
faraa að hugsa í alvöru um tölvuút-
gáfu á þessum tíma. „Okkar fyrsta
verk var hins vegar að flytja bókina
úr prenti yfir á tölvu, hafa búninga-
skipti. Útgáfan frá 1983 var nefni-
lega bara svartir stafir á hvítum
grunni, blýsetning og offsetprent.
Það sem bjargaði okkur aftur á móti
frá því að slá allar upplýsingamar
inn var að í prentsmiðjunni Odda
hafði texti 2. útgáfu verið skannaður
nokkru áður í almenn ritvinnsluskjöl
með tækni þess tíma og að hluta leið-
réttiu’. Þeir Oddaverjar létu þetta
verk góðfúslega í té. Til frekari
vinnslu var notað orðabókarforritið
RiSt, ættað frá Fróðskaparsetri
Færeyja, en þegar það fullnægði
ekki lengur vinnslukröfum var smíð-
að nýtt forrit innanhúss á Máli og
menningu. Það ber nafnið Lexa og
em smiðimir Axel V. Gunnlaugsson
og Marinó Njálsson. Það gerir okk-
ur kleift að skilgreina hverja tegund
af texta fyrir sig og bæta við hann
með tilliti til framsetningar og ýmis-
konar vinnslu."
Þegar þessi vinna var á veg komin
segir Mörður beint hafa legið við að
íhuga útgáfu í tölvuformi. Vinnsla
bókarinnar hófst 1996 og frá þeim
tíma og írarn að útgáfu störfuðu á
bilinu tveir til fimm menn á hinni
reglulegu ritstjóm, auk fólks sem
tók að sér einstök verkefni.
Mörður segir tölvubókarhug-
myndina meðal annars hafa byggst á
góðum viðtökum við öðrum bókum
af þessu tagi, íslensk-ensk-íslenskri
og dansk-íslenskri. Þær hafi selst vel
ogreynstvel. „Það studdi okkur.“
Að gera tungumálið
fullburða á upplýsingaöld
Ávinningurinn við þessa útgáfu er
fyrst og fremst tvíþættur, að sögn
Marðar. ,Annars vegar verður ís-
lensk-íslensk orðabók í fyrsta sinn
hluti af hugbúnaði og hjálpargögn-
um sem menn ráða yfir. Hins vegar
er þetta ákveðinn áfangi í því al-
menna verkefni íslendinga á okkar
tímum að gera tungumáhð fullburða
á upplýsingaöld. Það er langt í land
en þetta er mikilvægur áfangi.
Skipulagt gagnasafn á borð við
tölvuorðabókina er til dæmis for-
senda þess að hægt sé að búa til staf-
setningarforrit, samheitalista og
fleira og fleira. Þetta hjálpar allt
hvað öðm og verður undirstaða við
önnur verkefni í hinni svokölluðu
tungutækni. Með tungutækni á ég
við aðferðir við að gera tungumál
tölvutækt, bæði ritað mál og talað.
Menn eru komnir langt á þessu sviði
í ensku og ýmsum öðmm tungumál-
um. Það er þegar hægt að tala við
tölvur og til dæmis opna dyr og
græta dúkkur með því einu að opna
munninn - en það skiptir öllu máli
hvort við ætlum að gera þetta á ís-
lensku eða ensku.“
Orðabókin endurbætt
Orðabókin sjálf var vitaskuld end-
urbætt fyrir tölvuútgáfuna enda
sautján ár frá því hún var gefin út
síðast. „Bókin er næstum fjömtíu
ára gömul í stofninn. Hún var stór-
virki á sínum tíma og við sem emm í
þessu núna hugsum með mikilli virð-
ingu til Árna Böðvarssonar og hans
samstarfsmanna, frumherjanna. Sú
virðing eykst ef eitthvað er þegar
hugsað er til aðstæðnanna sem þeir
bjuggu við. Þetta var fyrir tíma
tölvutækninnar og með svolitlum
ýkjum má segja að orðabækur hafi
verið unnar með því að byrja á A og
enda á Ö, nokkum veginn frá abba-
dísinni til öxulþungans. Þótt Árni og
félagar hafi unnið á vegum opinbers
útgáfufyrirtækis vom mannafli og
fjármunir af skomum skammti en
mikil áhersla lögð á að ljúka verldnu
á sem skemmstum tíma.“
Auk þeima breytinga sem felast í
að færa íslenska orðabók í tölvubún-
ing hafa verið gerðar margvislegar
endurbætur og viðbætur á texta
orðabókarinnar. Við hefur bæst
fjöldi orða úr daglegu
máli, skýringar hafa
víða verið bættar og
endumýjaðar og
dæmum fjölgað. Eink-
um hefur verið hugað
að sagnorðum, lýsingu
þeirra, notkun og
framsetningu. Þá hef-
ur verið farið skipu-
lega yfir ýmsa efnis-
flokka sem brýnast
þótti að endumýja.
Þetta á við orðfæri um
tölvur, tónlistarmál,
orð á sviði grasafræði,
líffræði og skyldra
greina, orð úr viðskipt-
um og hagfræði, heimspeki- og mál-
fræðiorð, orðfæri um hannyrðir og
föt, um mat og ýmsa húsmuni. í öðr-
um efnisflokkum hefur verið farið
hraðar yfir og sumir þeirra bíða ýt-
arlegri endurskoðunar. Sem dæmi
má nefna að í bókinni frá 1983 er
orðið geisladiskur skýrt sem sælin-
dýr af diskaætt. Þar eru aðeins um
tíu til tuttugu orð sem hverfast um
tölvur. Þau em á þriðja hundrað nú.
Þá segir Mörður orðabókarmenn
hafa farið vandlega yfir eldhúsið,
enda hafi matar- ________________
Mörður Árnason
ræði Islendinga
gjörbreyst á síð-
ari ámm. „Sú tíð
er liðin að Islend-
ingar borðuðu
fisk fimm sinnum
í viku og lamba-
læri á sunnudög-
um.“
Af sérfræðing-
um bókarinnar á einstökum sviðum
nefnir Mörður þau Atla Ingólfsson
tónskáld, Agúst H. Bjamason grasa-
fræðing, Ágúst Einarsson prófessor
í viðskiptafræði, Elsu E. Guðjónsson
textíl- og búningafræðing, Erlend
Jónsson prófessor í heimspeki og
Snoma Sigfús Birgisson tónskáld,
en auk þessara hafi fjölmargir aðrir
kunnáttumenn komið við sögu.
Bókin er unnin í samvinnu við
Orðabók Háskólans sem veitti sér-
fræðiaðstoð og aðgang að öllum sín-
um gögnum. Sérfræðingur af hálfu
Orðabókai' Háskólans var Kristín
Bjamadóttir.
Auk Marðar störfuðu við ritstjóm
Þórdís Ulfarsdóttir, Halldóra Jóns-
dóttir og Laufey Leifsdóttir. Marinó
Njálsson annaðist tölvuvinnslu á síð-
ari vinnslustigum.
Notendaforrit tölvuútgáfunnar er
Tölvuorðabókin frá Alneti sem áður
hefur verið nýtt við útgáfu orðabóka
af þessu tagi. Við framsetningu text-
ans er HTML-tæknin, sem menn
þekkjaaf Netinu, nýtt.
Islensk orðabók hefur verið end-
urskoðuð tvisvar á tæpum Ijóram
áratugum. Skapast ekki betri mögu-
leikar á tíðari endurskoðun þegar
bókin er komin í tölvubúning?
JL
„Tvímælalaust.
Orðabókaútgáfa á ísl-
andi hefur raunar ver-
ið stórkostleg miðað
við höfðatölu. Hin
mikla amma íslenskra
orðabóka er orðabók
Blöndals, Sigfúsar og
Bjargar, stórvirki sem
imnið var á áranum
1920-24. Það er til tals-
vert af íslensk-erlend-
um og erlend-íslensk-
um bókum frá ýsmum
tímum og samheita-
bók, bækur um orðtök
og orðatiltæki, barna-
orðabók og fleira frá
síðari árum. Margar þessara bóka
hafa heppnast vel en einkenni þeirra
flestra er því miður að þær era „einu
sinni bækur“. Einstakhngar eða fyr-
irtæki hafa ráðist í stórvirki, það er
gefið út, notað, lofað og hyllt, en síð-
an gerist ekkert. Þetta er galli, því
hið almenna eðli orðabóka er að þær
þurfa að vera í stöðugri endurskoð-
un og -útgáfu. Þetta þekkjum við frá
öðram löndurn," segir Mörður og
teygir sig í orðabók af handahófi úr
hillunni lyrir aftan sig. „Nudansk
__________________ Ordbog, sem
I bókinni f rá 1983 er orðið
geisladiskur skýrt sem
sælindýr af diskaætt.
Þar eru aðeins um tiu til
tuttugu orð sem hverfast
um tölvur. Þau eru á
þriðja hundrað nú.
skólabörn á ís-
landi eiga, er hér
í fimmtándu út-
gáfu, og nú era
þeir byrjaðir upp
ánýtt.
Það er gríðar-
legt átak að end-
urskoða orða-
bækur frá
grunni en það er okkar ætlun að ís-
lensk orðabók verði héðan í frá í
stöðugri endurskoðun sem menn
verði varir við með reglulegum
hætti, bæði í prent- og tölvuútgáfu.“
Lítill kostnaður við hina
vélrænu framleiðslu
Mörðm- segir einn af helstu kost-
um tölvuútgáfu þann að lítill kostn-
aður sé við hina vélrænu framleiðslu.
Því sé ódýrara fyrir forlög að gefa út
og hægara fyrir kaupendur að eign-
ast hana.
Mörður segir menn hafa haft gott
svigrúm við endurskoðunina, enda
sé helsti munurinn á prentaðri orða-
bók og tölvuorðabók sá að sú fyrr-
nefnda takmarkist af rými. Tölvu-
orðabækur gh'mi ekki við þann
vanda. Textamagnið skipti ekki
máli. Alls era í bókinni 85 þúsund
flettur og innan þeirra má finna 100
þúsund uppflettiorð.
En hvað með annan ávinning fyrir
notandann, svo sem hagræði?
„Það er auðvitað hka augljós kost-
ur fyrir notandann að hafa aðgang
að orðabók í tölvunni hjá sér. Þannig
ættu menn að vera fijótari að fletta
upp orðum. Tölvuorðabók gefur líka
möguleika á að setja upplýsingamar
skýrar fram en í prentuðu bókinni er
alltaf verið að berjast við að spara
pláss. Reyndar gefur tölvutæknin
nánast ótæmandi möguleika en við
höfum einbeitt okkur að því sem við
teljum hagnýtast fyrir notandann.
Þegar vísað er frá einu orði í annað
er til dæmis hægt að komast þangað
með einum smelh. Eins fylgir stór-
um flettum einskonar efnisyfirht.
Þannig að auðvelt er að finna það
sem maður leitar að í einu vetfangi.
Þá era ótaldir ýmsir leitarmöguleik-
ar, til að mynda að fá hsta af orðum
sem enda eins en byija misjafnlega.
Þá slær maður bara inn stjömu fyrir
framan seinnipartinn. Fólki era með
öðrum orðum skapaðar margar leið-
ir að upplýsingum en í prentaðri bók
er stafrófið eina leiðin inn í bókina.“
Mörður telur að tölvuútgáfan
muni margfalda notkunarsvið ís-
lenskrar orðabókar. Því fari þó fjarri
að búið sé að kveða upp dauðadóm
yfir gömlu góðu prentuðu orðabók-
inni. „Það er mín skoðun að tölvu-
orðabækumar leysi ekki af hólmi
hina prentuðu bók. Prentbókin verð-
ur áfram hinn öraggi föranautur.
Tölvubókin og prentbókin eiga eftir
að lifa hhð við hhð svo sem eins og
systkin, hvor bók með sín sérkenni
þótt uppruninn sé sá sami. Orðabók
þarf ahtaf að vera tíl í prentaðri gerð
og við hjá Eddu stefnum að nýrri út-
gáfu á næstu áram.“
Vefsetrið ord.is
í tengslum við tölvuútgáfu orða-
bókarinnar var ýtt úr vör vefsetrinu
ord.is sem er upplýsingamiðstöð fyr-
ir notendur orðabókarinnar og
áhugamenn um íslensku. Orðabóka-
deild Eddu hefur umsjón með vefn-
um.
„Þetta er gert til að koma bókinni
á framfæri við áhugamenn. Við ætl-
um að veita þama ýmsa þjónustu í
tengslum við bókina og önnur verk-
efni sem hér era á döfinni. Fólki
býðst að beina til okkar fyrirspum-
um varðandi orð og málfar. Þannig
ætti orðabókin að geta orðið gagn-
virk, í vissum skilningi. Við vonumst
til að þetta verði virkur vefur.“
Þegar Orðabók Menningarsjóðs
kom fyrst út, 1963, var Mörður
Árnason á barnsaldri. Eigi að síður
kveðst hann muna hvað útgáfan
þótti merkilegt mál á hans heimili.
Sjálfur kynntist hann orðabókinni
snemma.
„Við eigum kannski erfitt með að
gera okkur grein fyrir því núna hvað
það skipti miklu máli aðeins tæpum
tveimur áratugum eftir stofnun lýð-
veldisins að fá íslensk-íslenska orða-
bók. Á sama hátt held að það skipti
veralegu máli fyrfr sjálfstætt ríki og
fullburða menningarþjóð að hafa sí-
fellt aðgang að sem allra bestum
gögnum um tungumál sitt í því formi
sem best á við á hverju tímaskeiði.
Það er stundum kvartað yfir því að
útgefendur gumi og gorti í óhófi af
sinni framleiðslu en þegar við hjá
Eddu köhum þessa tölvuútgáfu Is-
lenskrar orðabókar merkan viðburð
þá eram við bara að segja sannleik-
ann!“
Úlfshamur germanskrar arfleifdar
Á LEH) til íslands með arfleifh hetjukvædanna ífarteskinu (O. Wergeland).
Eftir að ég sá kvikmyndina um
Títus fannst mér hún því
ókræsilegri sem ég hugsaði
meira um hana. En þá þvældist
Medea fyrir mér. Og ekki nóg
með það, heldur var ég minntur á
að í hetjukvæðum Eddu væri um
svipaðan óhugnað að ræða. Ég
hafði satt að segja gleymt því;
mundi ekki eftir barnamorðun-
um í Atlakviðu og Atlamálum.
Þar er sagt frá því, hvemig Atli
konungur Húna drepur niflunga-
bræðuma, Högna og Gunnar,
bræður Guðrúnar, konu sinnar.
Þar liggur hið ylfska yfirbragð
harmleiksins eins og úlfshamur
yfir grimmdarhug germanskra
þjóða. Og „gullið mikla“ sem Sig-
urður fáfnisbani sótti á Gnita-
heiði, í bakgranni. Að Högna
dauðum slær Gunnar hörpu til að
sefa ormana í gryfjunni. Én að
þeim bræðrum liðnum lætur
Guðrún til skarar skríða, drepur
syni þeirra Atla og matreiðir þá
handa kónginum í hefndarskyni.
Og kveikir í konungsgarði.
Sona hefir þinna
sverðdeilir (konungur)
hjörtu hrædreyrag (stokkin
blóði úr dauðum ná)
við hunang um tuggin.
Melta knáttu, móðugur
(í æsingi)
manna valbráðir,
(kjöt af föllnum mönnum)
eta að ölkrásum
og í öndugi að senda,
eins og segir í 38. erindi Atla-
kviðu.
I Atlamálum hinum græn-
lenzku er einnig að þessu vikið,
þegar um það er talað í 77. er-
indi, að Guðrún hafi drepið syni
þeirra Atla til að hefna niflunga-
bræðranna. Hún lokkaði dreng-
ina í faðm sér og hugðist „spilla"
báðum, eins og hún kveður sjálf í
næsta erindi, þ.e. lyfja ykkur elli
sem merkir eftir orðanna hljóð-
an: lækna ykkur af elli; sem sagt,
drepa ykkur. Og í þamæsta er-
indi, eða 79. visu, er þessari lýs-
ingu haldið áfram:
Brá þá barnæsku
(gerði enda á)
bræðra in kappsvinna,
skipti-t skaplega,
skar hún á háls báða.
Enn frétti Atli
hvert farnir væri
sveinar hans leika,
er hann sá þá hvergi.
Og enn fremur í 82. erindi:
Maga (þ.e. sona) hefir þú þinna
misst, sem þú sízt skyldir,
hausa veizt þú þeirra
hafða að ölskálum,
drýgða eg þér svo drykkju,
dreyra blett eg þeirra
sem merkir að hún blandaði vínið
blóði þeirra og hann drakk það
úr hauskúpum þeirra.
Þá segir í næsta erindi:
Tók eg þeirra hjörtu,
og á teini steiktag,
gaf síðan kóngi sínum og eigin-
manni að eta og sagði að kálfs-
hjörtu væra. Þá segir hún, Nú
veiztu hvað varð af börnum þín-
um, en ég hælist þó ekki af mín-
um verkum.
Þá á sér stað dálítið samtal
milli þeirra, áður en Atli hnígur í
valinn. Hann segir í 85. erindi:
Grimm vartu Guðrún,
er þú gera svo máttir,
barna þinna blóði
að blanda mér drykkju;
snýtt (drepa) hefir þú siíjungum
(ættmennum),
sem þú sízt skyldir
mér lætur þú og sjálfum
millum ills lítið.
Guðrún talar þá um að hún
vflji fara í ljós annað, þ.e. deyja,
og virðast þetta einhver kristin
áhrif í þessu heiðna kvæði. En
henni verður ekki að ósk sinni.
Shakespeare hefur margvís-
legar afsakanir fyrir uppá-
tækjum sínum og við sitjum uppi
með okkar Títusa í eddu-
kvæðum. Það er með ólflrindum
hvemig fomum höfundum hefur
þótt nærtækt og eðlilegt að fjalla
um mannlega grimmd. En við
því er ekkert að gera. Líf manns-
ins á jörðinni hefur ekki verið
dans á rósum og enn er það djöf-
ullegt í aðra röndina.
Bamamorðin eru augsýnilega
gömul arfsögn, sem Evrípídes og
höfundur Atlakviða styðjast við.
En Evrípídes gætir þess að
leggjast ekki í mannát, þótt slflct
efni hafi verið Shakespeare ærin
freisting. En hvað sem því líður,
móðurástin verður að víkja fyrir
hefndarskyldunni.
Svo er guði fyrir að þakka að
innan um þennan harmsögulega
fjarstæðuleik era glitrandi perl-
ur sem minna á göfgi mannsins,
en þó einkum snilld þeirra sem
ortu; lýsingarorðanotkun í fyrr-
nefndum eddukvæðum minnir á
orðsmíð Jónasar og Sveinbjarn-
ar Egilssonar (vandstyggir,
blakkfjallir, gullroðnir).
Hörpu tók Gunnar,
hrærði ilkvistum,
slá hann svo kunni
að snótir grétu,
klukku þeir karlar,
er kunnu gerst heyra;
ríkri ráð sagði;
raftar sundur brastu,
þ.e. Gunnar sló hörpu sína með
tánum, svo snilldarlega að konur
grétu og karlar klökknuðu
(klukku). Hann talaði þannig við
Guðrúnu (ríkri ráð sagði) systur
sína, að raftar brastu.
Hvorki meira né minna!
Svona skáldskapartök era
sjaldgæf í samtímabók-
menntum. M.