Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Frá kvöldvökunni Morgunblaðid/Jenný Jensdóttir Viskubrunnur Galdrasýn- ing*ar aðgengilegur á netinu Drangsnesi - Opnaður hefur verið á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum viskubrunnur Galdrasýn- ingarinnar. Til þessa hefur Visku- brunnur Galdrasýningarinnar ein- göngu verið opinn þeim sem staldrað hafa við á sýningunni á Hólmavík. Með opnun hans á vefn- um gefst öllum þeim sem áhuga hafa á að fræðast um galdraöldina á íslandi tækifæri til þess á einfaldan og fljótlegan hátt. Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur opnaði Viskubrunninn form- lega. Vonir standa til að aðgangur að Viskubrunninum á vefnum auki aðsókn á Galdrasýninguna enn frek- ar og verði ekki síður hvatning til menntastofnana að fjalla um þetta tímabil Islandssögunnar. Parna er á aðgengilegan hátt hægt að nálgast umfjöllun um þau galdramál sem upp komu á tímabilinu, stór og smá. Sama kvöld stóð Strandagaldur fyrir annarri kvöldvöku vetrarins á Cafe Riis á Hólmavík. Flutti Viðar Hreinsson þar fyrirlestur um Jón lærða Guðmundsson, ævi hans og fræðastörf og svaraði fyrirspurnum að erindi loknu. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Sagnamennimir Sigurður Atlason, Arnar Jónsson og Magnús Rafnsson. Á kvöldvökunni komu einnig fram sagnamenn af Ströndum og rifjuðu upp fomar sagnir og sögur af Oddi presti á Felli í Kollafírði og sonum hans og þá einkanlega ævintýralegu lífshlaupi Jóns Oddssonar í upphafi 17. aldar. Viðar Hreinsson bókmcnntafræðingur opnaði vefsíðuna. „Stríðum, vinn- um vorri þjóð“ Blönduósi - Nemendur Grunn- skólans á Blönduósi komu saman í kirkjunni sinni í morgun og minntust fullveldisdagsins. Nem- endur fluttu frumsamin ljóð sem nánast öll fjölluðu um vináttuna, skólakórinn söng og sfðast en ekki sist sungu krakkarnir ætt- jarðarlög af miklum móð. Ljóðin sem flutt voru eru afrakstur af hálfsmánaðarverkefni og án þess að ætlunin væri að fjalla sérstak- lega um vináttuna var hún börn- unum efst í huga. Samkomunni lauk með því að nemendur sungu saman af miklum krafti „Oxar við ána“ með sérstaka áherslu á „stríðum, vinnum vorri þjóð“. Fyrirhugaðar framkvæmdir kynntar Morgunblaðið/GPV Jón Valgeir Sveinsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni, útlistar kosti og galla fyrirhugaðra framkvæmda. Suðurstrandarvegur Grindavík- Fundur um fyrirhug- aðan Suðurstrandarveg var haldinn í Grindavík nú í blálok mánaðarins. Allir bæjarstjórnarmenn ásamt bygginganefnd og öðrum þeim sem koma að málinu af hálfu Grindavík- urbæjar voru mættir til að hlýða á áætlanir Vegagerðarmanna. Lagðar eru til þrjár hugsanlegar veglínur sem bornar verða saman í greinargerð um mat á umhverfis- áhrifum þessa nýja vegar í febrúar. Verkefnisstjórinn með Suður- strandarvegi af hálfu Vegagerðar- innar, Valtýr Þórisson, kynnti fyrir fundarmönnum leiðirnar þrjár. Jón- as Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, reiknaði með að bygging vegarins tæki 4-8 ár. „Opnun vegarins er ekki ljós á þessari stundu, ræðst af fjárveiting- um. Erfiðustu hjallarnir verða opn- aðir fyrst og líklega byrjað frá Por- lákshöfn," sagði Jónas. Jafnframt voru þau Gunnar Ingi Ragnarsson og Valdís Bjarnadóttir frá Vinnu- stofunni Þverá mætt til að kynna bæjaryfirvöldum vinnu sína við að- alskipulag bæjarins. Samstaða var meðal fundar- manna um hvaða leið væri best en það er sú leið sem liggur næst sjón- um. Vegargerðarmenn gátu ekki gert upp á milli þessara þriggja leiða sem nefndar eru til sögunnar. Fundarmönnum bar saman um að rökin með leiðinni næst sjónum væru sterkari en með hinum leiðun- um, þ.e. öryggi sjófarenda ef um sjóslys yrði að ræða og svo væri sú leið líka snjóléttari. Þá liggur þessi leið nær helstu náttúruperlunum á leiðinni. Helstu rök gegn leiðinni eru þau að hún er 500-1.000 metr- um lengri og liggur um viðkvæm svæði sem m.a. eru á náttúruminja- skrá. Fram kom í máli Vegagerðar- manna að allar framkvæmdirnar eru vel framkvæmanlegar og að í erfiðustu hjöllunum liggja fyrirhug- aðar leiðir saman. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson oroblu@sokkar.is www.sokkar.is skrefi framar Vetrarlínan 2000-2001 ________ Kynning í dag frá ki. 12-16. 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. Smára Smáratorgi 1 sími 564 5600 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Líkbill keyptur til Neskaupstaðar Neskaupstað - Nýlega var keypt sérútbúin bifreið til notkunar við út- farir í Neskaupstað. Það voru áhuga- mannafélög nokkurra einstaklinga sem stóðu að kaupunum á bifreiðinni sem mun vera sú fyrsta sem keypt er til staðarins til þessara nota. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz og var keyptur notaður frá Danmörku þar sem hann gegndi sama hlutverki. Kaupin á á bílnum eru fjármögnuð með frjálsum fram- lögum og öll vinna við rekstur hans verður unnin í sjálfboðavinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.