Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 59 Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama; en orðstír deyraldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi vísdómur Hávamála leitar á huga minn þegar ég minnist öðlings á borð við Jón Kort Ólafsson frá Haganesi. Minningamar um Konna í Haga- nesi, þannig þekki ég hann best, líða framhjá. Eg man hvað ég var af- brýðisöm, fjögurra ára gömul, þegar athygli Laugu frænku minnar á mér minnkaði vegna áhuga hennar á þessum „kalli“. Ég man bernskuárin í Fyrirbarði, þegar barnavinurinn Konni kom rétt fyrir jólin, oftast á skíðum, dró lítinn sleða á eftir sér hlaðinn jóla- pökkum og ég man ungu stúlkuna, mig, sem á svo margt að þakka þeim sæmdarhjónum Konna og Laugu í Haganesi. Konni var fæddur og uppalinn í Haganesi og ungu hjónin hófu þar sinn búskap. Aldrei man ég annað en að í Haganesi væru margir í heimili, t.d. áttu foreldrar þeirra beggja þar heimili um mislangan tíma auk margra annarra. Gestkvæmt var þar einnig því á þessu höfuðbóli var sím- stöðin. Böm Konna og Laugu urðu sex en þau hjónin létu sig ekki muna um að bæta Sollu, systur Laugu, við heimilisfólkið ásamt þremur bömum hennar. Heimili þessara bama var áfram í Haganesi þótt móðir þeirra eignaðist sitt heimili. Fyrir húsbónda á svo fjölmennu heimili hefur komið sér vel að eiga þó ekki væri nema bátkænu. Svo lengi sem ég man átti Konni í Haga- nesi bát og þessi harðduglegi þús- und þjala smiður þekkti fiskimiðin og veðurútlitið og var fengsæl afla- kló. Haganes er landmikil hlunninda- jörð. Þar er m.a. silungsveiði, reki og dúntekja. Öllu þessu þurfti að sinna og þar við bættist að Konni var val- inn til ýmissa trúnaðarstarfa. Þar nýttust honum vel eiginleikar eins og ótrúlegt jafnlyndi, víðsýni og rök- festa. Hann var söngmaður góður og engum sem sá leiksýningar Ung- mennafélagsins í Fljótum á ámnum 1950 til 70 gleymast tilþrif hans á leiksviðinu. Hann fór afar vel með sitt mikla skap. Ég sá hann einu sinni reiðast en fram að þeim tíma hélt ég að þessi lífsglaði maður gæti ekki reiðst. Svo brá mér, þótt reiði hans beindist ekki að mér, að ég ósk- aði þess að Konni í Haganesi yrði aldrei oftar reiður. Oft var glatt í borðstofunni í Haganesi, spilað og sungið fram eftir nóttu. Þar var Konni jafnan hrókur fagnaðarins og ekki lét hann sig vanta á mannamót sveitarinnar. Allt- af var Konni í keyrsluhæfu ástandi og tilbúinn að greiða götu annarra. Hann þurfti aðeins kaffisopa til að bregða fyrir sig glettni, hlæja inni- lega og njóta stundarinnar. Ljúf- mennska hans birtist m.a. í að horfa framhjá bernskubrekunum og breiða yfir bresti samferðamann- anna, sérstaklega þeirra ungu, sem voru að fóta sig á veraldarveginum. Mér er löngu Ijóst að ég á þessum geðprýðismanni stóra skuld að gjalda. Hér er gerð veikburða til- raun til að þakka fyrir allt, ekki síst hvernig hann umbar mig sem ungl- ing, en í Haganesi fannst mér ég ávallt eiga notalegt skjól á þessum umbrotaárum manneskjunnar. Elsku Lauga, börnin ykkar, tengdabörn, barnaböm og aðrir syrgjendur. Við Haukur vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og vonum að minningin um góðan dreng verði huggun harmi gegn. Með þakklæti og virðingu kveð ég Konna frá Haganesi með ljóðh'num Reykjavíkurskáldsins ástsæla: Já, þannig endar lífsins sólskinssaga, vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðm.) Blessuð sé minning Jóns Korts Ól- afssonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. ASMUNDUR STEINAR JÓHANNSSON + Ásmundur Stein- ar Jóhannsson fæddist á Hamraend- um í Breiðuvíkur- hreppi á Snæfells- nesi 15. mars 1934. Hann lést í Reykja- vík 23. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 1. desem- ber. Ég var bam að aldri þegar ég man fyrst eft- ir Ásmundi. Hann var bekkjarbróðir Benedikts heitins, bróður míns, en þeir urðu stúdentar vorið 1954. Vinátta þeirra var einlæg og sönn meðan báðir lifðu. Ég naut alltaf vináttu þeirra Benedikts. Lítill drengur heyrði ég ævintýra- sögur af þessum manni. Hann var bæði hraustur og snar. Á skólaárum sínum var það sumarvinna hans að vera í landmælingum undir forystu Steingríms Jónssonar af Gautlanda- ætt. Eitt sinn voru þeir við mælingar hjá Jökulsá á Fjöllum. Berast þeim þá þau ótíðindi, að ferðalangur hafi fallið ofan í fossgljúfrið. Ásmundur réðst ofan í gljúfrið og fetaði sig hálf- an annan kílómetra upp með fljótinu og barg ferðalanginum. Þetta hreystiverk varð að sönnu annálað en aldrei vildi Ásmundir ræða þessa sögu en gerði lítið úr. Þegar Ásmundur lauk embættisprófi fór hann til Akureyrar og bjó þar mestan hluta starfsævi sinnar. Hann kvæntist Ólöfu hjúkr- unarfræðingi, dóttur Snorra læknis í Kristn- esi, og áttu þau sex börn. Síðast bjuggu þau Ólöf á Seltjamar- nesi og andaðist Ás- mundur þar. Á þeim ámm, sem Ásmundur var að byrja embættisstörf sín á Ak- ureyri, bjuggu sýslufulltrúar (og þar með dómarafulltrúar í Reykjavík) við einkennileg kjör. Kaup var ekki mjög hátt en hins vegar höfðu full- trúamir fullkomið leyfi til að opna og reka eigin lögmannsstofur, annast þ.á m. um þau venjulegu þjónustu- störf, sem flestir lögmenn þekkja, - gera erfðaskrár, rita kaupmála, skipta síðan búunum og sjá um hjónaskilnaðina. Síðan þurftu menn á lögmönnum að halda til að krefja um bætur ef menn slösuðust. Dóms- málastjómin gerði ekki athuga- semdir við, að menn sinntu þessum störfum, jafnvel þótt þeir væm um leið starfandi fulltrúar við embætti þess dómstóls, þar sem flest þeirra mál vora flutt. Þar fyrir utan gátu menn rekið fasteignasölur án at- ARNY OLINA ÁRMANNSDÓTTIR + Árný Ólína Ár- mannsdóttir fæddist á Akranesi 29. október 1963. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 10. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 20. nóvember. Þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr skil- ur maður ekki tílgang- inn með þessu öllu saman. Upp koma spurningar eins og sú af hverju þeir bestu deyja alltaf fyrst. Svo fór með systur mína, sem var svo staðráðin í að sigrast á veikindum sínum, en eftir tveggja ára baráttu varð hún að lúta í lægra haldi. Við sem eftir lif- um huggum okkur við, að þeim látnu sé ætlað æðra hlutverk hand- an móðunnar miklu. Við Adda fylgdumst hvor með annarri úr fjarlægð framan af ævi, en hittumst þó einstaka sinnum. Um fermingu tókum við svo af skarið um að kynnast nánar, og upphófust nú tíðar ferðir milli heim- ila okkar. Inga Vilberg og Ásta systir hennar opnuðu heimili sitt fyrir mér. Ýmislegt var brallað á unglingsáranum, margir rúntamir teknir og vorum við yfirleitt þrjár saman, ég, Adda og Ásta og var virkilega gaman að kynna Ástu sem hálfsystur hálfsystm- minnar. Sveitaböllin voru stunduð stíft og oft var farið í fjársmölun í Brynju- dalnum, en þar bjuggu amma henn- ai’ og Lúther frændi. Eitt haustið ákvað Adda að fara að vinna uppi á Akranesi. Þá bjó hún heima hjá okkur, og kynntist þá bræðram okkar nánar. Það var upphafið að mjög sterkum systkinatengslum. Fljótlega eftir að hún kom á Skag- ann kynntist hún manninum sem hún átti eftir að eyða ævinni með, honum Freysteini, og árið 1982 eignuðumst við Adda svo dætur með fjögurra mánaða millibili, þær Sigurbjörgu og Móniku, og eru þær miklir vinir. Svo þegar Adda, Freysteinn og Mónika fluttu á Akranes leiddi það til mjög aukins samgangs á milli okk- ar systra, enda fjar- lægðin orðin minni en áður var. Adda var einstak- lega vel af manni gerð, trú sínu, sem kom ein- staklega vel í ljós í um- hyggju hennar við ömmu og afa þegar þau misstu son sinn á besta aldri. Þá var Adda stoð þeirra og stytta og sýndi úr hverju hún var gerð. Elsku Adda systir. Nú þegar þú ert horfin á braut, langt um aldur fram, huggum við okkur við að þú hefur slegist í hóp með Kaprasíusi frænda og ömmu þinni sem þú dáðir svo mjög og ég veit að þar hefur þú fengið bestu móttökur sem hugsast getur og það er okkar eina huggun. Elsku Freysteinn, Mónika og all- ir þeir sem syrgja hana Oddu sem átti svo stórt pláss í hjarta okkar: Mundu þegar þú grætur, að það sem þú grætur var áður gleði þín. Kristín Ármannsdóttir. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er tíl að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. hugasemda. Og í raun er ekki hægt að benda á neinar misfellur sem urðu vegna þessa fyrirkomulags og mér er ekki kunnugt um að rekja megi ranga dóma til þessa fyrirkomulags á réttvísinni. Þetta fór hins vegar veralega í taugamar á þeim mönn- um sem unnu eingöngu við lög- mannsstörf. Á þessum áram rak Ásmundur eina umsvifamestu lögmannsstofu og fasteignasölu á Akureyri, jafn- hliða því að vera aðalfulltrúi sýslu- mannsins á Akureyri. í dag þættí þetta skondin atvinna. í þá daga var mönnum einfaldlega sagt að gera þetta ef þeir kvörtuðu við ráðuneytíð um kjör sín. Störf Ásmundar utan embættísins urðu svo til þess, að hann lét þar af störfum, þegar þau sjónarmið urðu uppi, að þetta færi ekki saman. Taldi hann sér þá betur borgið fjárhagslega með því að starfa á frjálsum markaði en jafn- framt var hann ósáttur við, að annar maður var tekinn fram fyrir hann sem héraðsdómari við embættið. Eftir það rak hann eigin lögmanns- stofu og fasteignasölu á Akureyri þar tíl að hann misstí heilsuna. Ásmundur var góður lögfræðing- ur. Hann gat verið nokkuð stór upp á sig og fljóthuga. Hann hafði ríka réttlætiskennd og hafði hann oft meira amstur en fé af störfum sín- um. Ekki hræddist hann ofureflið. Mér er í sérstöku minni mál sem Ásmundur bar fram til sigurs gegn trú allra manna. Þannig var, að hann hafði verið að hjálpa ungum hjónum við íbúðarkaup á Akureyri. Þetta mál var komið nokkuð á veg en þá veikist Ásmundur, svo að hjónin leit- uðu til annarra um leiðsögn. Þegar Ásmundur kom aftur til starfa koma þessi ungu hjón til hans í nauðum sínum og höfðu þá misst fé sitt allw Ásmundur sannfærist fljótt um, að nauðimar mátti rekja m.a. til mis- taka eins bankans.Hann ákvað að krefja bankann um bætur vegna þessara mistaka en sannast sagna var þessi málsókn meira höfð að spéi en alvöra. Þá var ekki tíl siðs að rífa kjaft við banka. Ásmundur tapaði þessu máli í héraði. Vegna heilsu- brestsins treysti hann sér ekki að flytja málið sjálfur í Hæstarétti en bað mig að flytja þetta mál. Ég hafði litla trú á málinu og sagði Ásmundi það. Hann flutti það því fastar við mig. Ég mun alltaf muna, hverstf^ heitt glóði þá réttlastískenndin hans. En allt um það. Ég fluttí málið í Hæstarétti eftir nákvæmri fyrirsögn vinar míns. Þar vann Ásmundur sæt- an sigur. Þetta mál skipti skjólstæð- inga Ásmundar sköpum fjárhags- lega. I þessu máli dæmdi Hæsti- réttur í fyrsta sinn fjármálastofnun fyrir ofstopagang og yfirlæti gagn- vart fátæku fólku. Á námsárum sínum varð Ásmund- ur kunnugri hálendi íslands en aðrir jafnaldrar hans. Hann unni óbyggð- unum. Ég fór nokkram sinnum með honum á háfjöllin og er mér í fersku minni veiðferð okkar sl. sumar í Veiðivötn. Þá léku honum ömefnin og sagan á tungu og þá fann égr*, hversu mjög honum leiðj)ar vel. Blessuð sé minning Ásmundar S. Jóhannssonar. Haraldur Blöndal. ANNA BÁRA KRIS TINSDÓTTIR + Anna Bára Krist- insdóttir verka- kona fæddist á Brattavöllum, Þor- valdsdal við Eyja- fjörð 29. 1915. Hún lést á heimili sínu á Akur- eyri 15. nóvember si'ðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 24. nóvember. Mig langar í örfáum orðum til að kveðja vin- konu mína, hana Önnu, því vegna fjarlægðar og aðstæðna á ég þess ekki kost að fylgja henni til grafar. Við urðum vinir á áranum 1979-82 þegar ég var samstarfsmað- ur eiginmanns hennar, hans Ella Færeyings, i öskunni á Akureyri. Þar urðu tíl traust vináttubönd milli tveggja fjölskyldna, þótt af sitt- hvorri kynslóðinni væra, enda náðu þau hjón jafn vel til allra, fullorðinna sem barna. Þau vora t.d. fastír gestir í skímarveislum og afmælum tveggja sona minna og urðu þeim kærir vinir. Ég kynntíst þeim báðum vel og þótti vænt um þau. Það var gott að heimsækja þau og gaman að spjalla við þau um alla heima og geima. Hvoragt þeirra lá á skoðun sinni, og bæði vora þau sérlega ein- læg og heiðarleg. Anna var alltaf svo jákvæð, spaugsöm og átti auðvelt með að áJSv og benda á fleiri hliðar málanna en við karl- amir vildum sjá, t.d. í gegnum pólitísku gleraugun okkar sem við héldum að sæju og skildu allt. Á síðustu áram hef ég orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að geta endumýjað kynn- in við Önnu í gegnum dóttur hennar sem býr hér í sveitinni ásamt fjölskyldu sinni. Elli Færeyingur vinur minn var þá því miður dáinn og Anna orðin öldrað og lasburða. En hugurinn var sá sais)! og fyrram, umhyggja, spaugsemi og skýr skilaboð til samferðamannanna. Nú er Anna blessunin dáin líka. Þau munu bæði lifa áfram hér á jörð- unni í afkomendum sínum, í minn- ingu þeirra og persónuleika. Vinir þeirra minnast þeirra alla sína ævi. En hinum megin verður nú glatt á hjalla. Ég veit að Elli hefur beðið hennar Önnu sinnar og tekur vel á móti henni. Sjálfsagt syngur hann fyrir hana lagið „Anna í Hlíð“ sem hann söng stundum í vinnunni og reyndi að telja okkur trú um að væri samið um konuna sem beið heima og honum þóttí svo undurvænt um. Guðmundur í' Skógum. ní, október + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, RAKELAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Helluhrauni 12, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Dag- bjartar Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðings I Mývatnssveit, fyrir kærleiksrika umönnun. Rögnvaldur Egill Sigurðsson, Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Garðar Jónsson, Sigurður Rögnvaldsson, Elfn Elísabet Magnúsdóttir, Sigurlaug Rögnvaldsdóttir, Sigurður Pálsson, Agla Rögnvaldsdóttir, Karl Emil Sveinsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.