Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 39 „Selhamurinn - eitt lítið ævintýri“ MYNDVERK sem 6 bekkur A í Rimaskóla hefur unnið upp úr gam- alli þjóðsögu verður hengt upp í Gerðubergi i dag, laugardag, kl. 14. Undanfamar vikur hefur 6.A í Rimaskóla sökkt sér ofan í gömlu þjóðsöguna um konuna sem átti sjö böm á landi og sjö í sjó. Þau hafa unnið myndverk, rúma 2,10 m á hæð og 2 m á breidd, sem segir söguna og minnir helst í uppbyggingu á mynda- sögu frá miðöldum. Einnig hafa þau unnið leikrit upp úr sögunni, þar sem sögumenn, leikarar, fiðluleikari og söngvarar koma fram. Þessi vinna er hluti af samnor- rænu verkefni sem fjallaði um ævin- týrið sem samskiptaform og hvort það eigi erindi til bama á 21. öld. Fimmtudaginn 16. nóvember fór 6. bekkur A úr Rimaskóla til Óðins- véa og tók þátt í ævintýraverkefni í barnasafninu Fyrtejet en þar hitti bekkurinn jafnaldra sína frá Óðins- véum og frá Tampere í Finnlandi. Danirnir sýndu Litlu hafmeyjuna eftir H.C. Andersen og finnsku börn- in gamla finnska þjóðsögu um fiski- manninn og konuna hans. Nú gefst íslenskum sagnaunnend- um tækifæri til að sjá afrakstur vinnu 6.A úr Rimaskóla og bömin stíga á svið og leika í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Ólöf Sverrisdóttir leikstýrði hópn- um og Jónína Margrét Sævarsdóttir leiðbeindi í myndsmiðjunni. ------*~+~*------ Fyrirlestrar í Opna lista- háskólanum FYRIRLESTUR verður í Listahá- skóla íslands á Laugamesvegi 91 mánudaginn 4. desember kl. 15 í stofu021. Norski myndlistarmaðurinn Rein- ert Mithassel kynnir verk sín, sem em gagnvirkar margmiðlunarinn- setningar og vom sýndar í Noregi á vegum Bergen - menningarborgar Evrópu árið 2000. Hann mun einnig ræða um önnur hugbúnaðartengd viðfangsefni og aðdraganda þess að verk hans verða til. Reinert Mithass- el er norskur og lærði leikstjóm við skólann East 15 í London. Hann hef- ur á undanfómum ámm nær ein- göngu helgað sig margmiðlunarleik- húsi og er um þessar mundir að skrifa handrit að nýju leikverki þar sem notuð verður margmiðlunar- tækni. Fyrirlestur verður í LHÍ Skipholti 1, miðvikudaginn 6. desember kl. 12.45 ístofu 113. Breski húsgagna- og iðnhönnuð- urinn Amos Marchant kynnir eigin verk og sýnir litskyggnur. Amos Marchant er menntaður í Bretlandi og prófessor við hönnunarskólann í Ravensboume. Hann er staddur hér á landi sem gestakennari við hönn- unardeild LHÍ. -------++-*------- Myndlistarsýning í Pakkhúsinu ÞORGERÐUR Sigurðardóttir opn- ar myndlistarsýningu í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði í dag, laugardag, kl. 14. Ólafur H. Torfason, eiginmaður Þorgerðar, flytur fyrirlestur um ís- landskrossa (kossmörk á íslandi) sama dag kl. 16, einnig í Pakkhús- inu. Myndir Þorgerðar era einþrykk af tréplötum og allar unnar á þessu ári af tilefni 2000 ára kristni í heim- inum. Myndirnar em leikur með form og liti en byggðar með kross- foirnið að grannhugmynd. í tengslum við þessa myndröð kom út ritið „Nokkrir íslandskross- ar“ eftir Ólaf H. Torfason. í því er fjallað um krossa kristninnar á ís- landi á ýmsum stöðum og ólíkum tímum. Sýningunni lýkur 17. desember. Norðurljós fá góðar viðtökur SKÁLDSAGA Einars Kárasonar, Norðurljós, kom nýlega út hjá norska forlaginu Aschebog í þýðingu Gunnhild Eide. Dómar um bókina hafa birst í norsk; um dagblöðum. f Dagsavisen segir: „Einar Kárason er og verður einn af mergjuðustu sagnamönnum Norðurlanda." í Aftenposten Morgen er bókin sögð „spennandi og áhugaverð, Ein- ar Kárason er góður sögumaður og stíll hans leiftrandi - líka í norskri þýðingu - og svo er sagan einnig áhugaverð sem söguleg skáldsaga". Gagnrýnandi Dagbladet segir „Ein- ar Kárason ekki reyna að elta íyrir- framgefnar formúlur. Hann hefur mikla sögu að segja og segir hana með braki og brestum." Þá hefur skáldsaga Einars Þar sem djöflaeyjan rís verið gefin út í Bretlandi í þýðingu David MacDuff og Magnúsar Magnússonar, með formála hins síðarnefnda. Umsögn um bókina birtist í bókmennta- tímaritinu Times Literary Supple- ment. Blaðið segir bókina greina frá umbrotatímum í íslensku samfélagi þar sem íslandi og íslendingum sé kippt inn í nútímann. „Bókin er vitn- isburður um breytingamar sem hafa orðið á íslensku samfélagi, en á móti þessari miklu framfarasögu vegur öflugur harmleikur." Eitt af verkum Lóu Sigurðardóttur á sýningunni í Emanúelshúsi. Myndlistarsýning í Emanúelshúsi MYNDLISTARSÝNING Lóu Sig- urðardóttur verður opnuð í vinnu- stofu hennar á Bergstaðastræti 33b, Emanúelshúsi I dag, kl. 12. Á sýningunni verða olíumyndir á striga, að mestu unnar á þessu ári, og einnig nokkur grafíkþrykk. Lóa var búsett í Finnlandi í sex ár við nám í myndlist og fjóra mánuði við Edinburgh College of Art og út- skrifaðist sem myndlistarmaður 1998. Sýningin verður opin 2., 3. og 4. desember frá 12-20. Slóð fíðrildanna í vetrarkynningu ÓLAFUR Jóhann Ólafsson rit- höfundur hefur verið valinn einn tuttugu höfunda í vetrarkynningu bókaverslana- keðjunnar Bam- es & Noble í Bandaríkjunum. Kynning þessi er vel þekkt þar vestra og nefnist Discover Great New Writers Program. Bók Ólafs Jó- hanns, Slóð fíðr- ildanna, sem í enskri þýðingu nefnist The Journey Home, verður haldið á lofti í öllum bókaverslunum keðj- unnar víðsvegar um Bandaríkin og einnig verður ýtarleg kynning og umfjöllun á bókinni í sérstökum kynningarbæklingi sem gefinn er út í tengslum við átakið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir í viðtali á Yahoo-vefnum að það sé mikill heiður að vera valinn í þennan Ólafur Jóhann Ólafsson hóp. „Ég ber mikla virðingu fyrir þessu kynningarátaki og það er mjög spennandi að taka þátt í því. Þetta er auðvitað stórkostlegt tæki- færi til að ná til sem flestra lesenda." Barnes & Noble hafa staðið að þessu kynningarátaki árlega siðan 1990 og vora höfundamir 20 valdir úr hópi 100 höfunda sem til greina komu. Bames & Noble rekur 559 bókaverslanir undir sínu nafni í Bandaríkjunum og 378 til viðbótar undir nafni B. Dalton. Keðjan er ein sú stærsta og þekktasta í Banda- ríkjunum og er ein af stærstu net- bókaverslunum í heimi. Þá rekur keðjan stærstu myndbanda- og tölvuleikjaverslanakeðju Bandaríkj- anna undir heitinu Babbage’s Etc og Funco Inc. Ólafur Jóhann mun verða á ferð- inni um Bandaríkin og árita bækur sínar í verslunum Bames & Noble og taka með ýmsum hætti þátt í kynningunni sem Slóð fiðrildanna fær þar vestra í vetur. Jólasýningar á Eyrarbakka LJÓSMYNDASÝNING Lindu Ás- dísardóttur, „í landi...“, hefst í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka í dag, laugardag, kl. 14. Ljósmyndimar á sýningunni era af sjómönnum á Eyrarbakka sem stunda sjóinn árið 2000. Á sama tíma verður opnuð í Hús- inu á Eyrarbakka „Jólasýning Byggðasafns Ámesinga“. Þar era til sýnis munir tengdir jólahaldi fyrri tíma. Jólasýningar safnanna á Eyr- arbakka era samstarfsverkefni þeirra og opnar sem hér segir: kl. 14-17 dagana 2.-3., 9.-10., 16.-17. og 28. desember. Á morgun má einnig búast við sér- stökum viðburði í Húsinu en þá bjóða Endurreisnarfélag Eyrar- bakka og Byggðasafn Árnesinga upp á bókmenntastund. Klukkan 16 koma í heimsókn rithöfundar sem gefa út bama- og unglingabækur. Þorgrímur Þráinsson les úr nýjustu bók sinni, Hlæjandi refur, Valgeir Magnússon les úr bók sinni Seinna lúkkið og Jón Hjartarson les úr bók sinni Eg stjóma ekki leiknum. Morgunveröarfundur Reykjavíkur menningarborgar og Verslunarráðs íslands Miðvikudaginn 6. desember 2000, kl. 8:00 - 9:30, Sunnusal, Radisson SAS, Hótel Sögu ÍSLENSK MENNING - SAMKEPPNISTÆKI ATVINNULÍFSINS? Ástþór Jóhannsson frkvstj., Auglýsingastofunni Gott fólk McCann-Erickson Reykjavík - menningarborg 2000, reynsla og lærdómur Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar Hlutverk fyrirtækja í menningarlífinu Asgeir Bolli Kristinsson, kaupmaður Menningarmiöstöð í miðbæ Reykjavíkur Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.