Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hljóðfærið, sviðið
og áhorfendur
EDDA Erlendsdóttir
píanóleikari, sem um
árabil hefur verið bú-
sett í Frakklandi, hefur
sent frá sér geisladisk
með stuttum píanó-
verkum eftir Edvard
Grieg, en tónlistin kom
áður út á geisladiski hjá
frönsku útgáfufyrir-
tæki árið 1993. „Fyrir-
tækið sem sér um dreif-
ingu á öllum geisladisk-
unum mínum hér hafði
samband við mig og
vildi fá fleiri diska með
Grieg til dreifingar í
Fnac-búðimar sem
hafa stóra markaðs-
hlutdeild í Frakklandi. Þá kom í ljós
að upplagið var uppselt hjá útgef-
andanum. Vegna áherslubreytinga í
kjölfar eigendaskipta hjá þessu fyr-
irtæki varð úr að ég keypti réttinn
aftur og gaf þetta út sjálf,“ segir
Edda.
Hún viðurkennir að viðtökumar
hafi verið sérlega góðar í Frakklandi
og diskurinn vakið mun meiri athygli
nú en árið 1993. „Þá hittist þannig á
að hann lenti í því flóði sem fylgdi
150 ára fæðingarafmæli Griegs og
ég fékk minni umfjöllun fyrir vikið.
Nú fellur þessi tónhst í frjórri jarð-
veg því fólk þekkir tónlistina betur.“
Tónlist sem ég æfði
sem barn
Þessi tónlist hefur ákveðna þýð-
ingu fyrir Eddu sem rekja má til
þeirra ára þegar hún var að læra og
mótast sem píanóleikari hér heima.
„Myndin á umslaginu er gömul ljós-
mynd sem Árni Kristjánsson, kenn-
arinn minn, gaf mér fyrir löngu, í fín-
um, útskomum, norskum ramma.
Myndin hefur alltaf hangið uppi hjá
mér. Árni skrifaði
einnig ákaflega falleg-
an texta sem fylgir
diskinum um þessi
verk Grieg, en ég sagði
honum nákvæmlega
hvað ég myndi taka
upp og hann miðaði
textann við það.“
„Annars var ég að rifja
upp fyrir mér af
hverju ég fór að spila
þessi ljóðrænu smá-
lög,“ segir Edda.
„Þetta var tónlist sem
ég æfði heilmikið þeg-
ar ég var krakki, með
Hermínu heitinni
Kristjánsson, sem var
kennarinn minn. Hún var alveg ótrú-
lega góð, studdi mig og hvatti áfram.
Svo bókstaflega hurfu þessi lög úr
huga mér og ég opnaði aldrei bókina
með þeim. Löngu seinna var ég beð-
in um að velja efnisskrá með verkum
sem tengdust náttúrunni og þá fór
ég að fletta í henni. Þetta urðu eins
og skemmtilegir endurfundir enda
tengdust tónlistinni svo góðar end-
urminningar frá því að ég var lítil
stelpa. Þannig varð hugmyndin að
þessum geisladiski til og ég er auð-
vitað búin að spila þessa efnisskrá
mjög mikið síðan.“
Tímamót virka
hvetjandi
Edda hefur verið búsett í Frakk-
landi í 27 ár, en hinn 3. janúar næst-
komandi eru 20 ár frá þvi hún hélt
sína fyrstu einleikstónleika á Kjar-
valsstöðum. Edda segir að efnis-
skráin þar hafi verið óskaplega erfið:
„Ég hugsa að ég hafi kannski bara
ekki vitað hvað ég var að gera,“ segir
hún og fer að hlæja. „Þetta var þræl-
erfið og ofboðslega löng efnisskrá,
miklu lengri en maður undirbýr að
öllu jöfnu. Ég hlýt að hafa verið
svona óreynd! En svona tímamót ýta
á eftir manni með að gera aðeins
meira og mér finnst gott ef þau virka
hvetjandi. Ég hef í huga að taka upp
nýjan geisladisk í febrúar með tón-
list eftir Haydn, sem kemur út ein-
hvem tímann á næsta ári. Einnig
ætla ég að vera með einleikstónleika
með alveg nýrri efnisskrá. Ég mun
spila einleikstónleika í París í maí og
langar að spila í Reykjavík næsta
haust.“ Á ferli sinum hefur Edda
leikið einleikstónleika mjög víða í
Evrópu og Bandaríkjunum. „Ég
spilaði í fyrsta sinn á Italíu fyrir
skömmu en hef líklega haldið tón-
leika í flestum löndum Evrópu nema
kannski þar sem áður var austan-
tjalds. Þó hélt ég einu sinni tónleika í
Ukraínu og tvisvar i Rússlandi. Ætli
ég hafi ekki æft um 20 efnisskrár
með mismunandi verkum, en þá er
ég bara að tala um einleiksverk.
Auðvitað hef ég einnig leikið nokkra
píanókonserta og heilmikla kammer-
tónlist. Ég hef kannski setið nokkuð
vel við - nema í fyrra, þá fór allur
tíminn í að láta gera upp baðher-
bergið mitt, en það var ágætt líka,“
segir Edda og hlær dátt. Edda hefur
um langt árabil stundað pianó-
kennslu í Frakklandi, nú síðast í
Versölum. Þegar talið berst að
kennslunni segir Edda að það hljóti
að vera mikilvægt fyrir hámenntaða
píanóleikara að halda tónleika reglu-
lega. „Mér finnst það eiginlega vera
frumskilyrði að þeir sem kenna
lengra komnumnemendum haldi
tónleika," segir hún. „Það er ómögu-
legt að missa tengslin við hljóðfærið,
sviðið og áhorfendur. Mér finnst
mjög mikilvægt að þetta sé eins og
þríhymingur og vinni hvað með
öðru.“
Edda
Erlendsdóttir
Jóladagskrá
í Bókasafni
Garðabæjar
KRISTÍN Helga Gunnarsdótt-
ir rithöfundur les upp úr nýrri
bók sinni, „Móa hrekkjusvíni", í
Bókasafni Garðabæjar í dag,
laugardag, kl. 13.30. Bókin
fjallar um rafmagnssnillinginn,
kúrekann, prakkarann og
hreklqusvínið Móa. Kristín
Helga er mörgum að góðu kunn
því hún hefur áður skrifað met-
sölubækumar um Binnu.
Mánudaginn 4. desember kl.
17 verður einnig upplestur, en
þá mun Hjalti Rögnvaldsson
leikari lesa úr nýútkomnum
bókum, m.a. nýrri bók Einars
Más Guðmundssonar, „Draum-
ar á jörðu“, og 3. bindi ævisögu
Einars Benediktssonar eftir
Guðjón Friðriksson. Laugar-
daginn 9. desember kl. 13.30
sýnir brúðuleikhúsið 10 fingur
brúðuleikinn „Jólaleik" sem er
falleg og skemmtileg útfærsla á
jólaguðspjallinu. „Jólaleikur"
er ætlaður 2-5 ára börnum og
er mikil áhersla lögð á þátttöku
þeirra í leikritinu.
Jólasöngvar Kórs
Langholtskirkju
TUTTUGUSTU og þriðju Jólasöngv-
ar Kórs Langholtskirkju verða haldn-
ir föstudaginn 15. desember kl. 23,
laugardaginn 16. desember kl. 23 og
sunnudaginn 17. desember kl. 20.
Einsöngvarar verða Eiríkur
Hreinn Helgason og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir auk kórfélaga. Hljóð-
færaleikarar eru Bemharður Wilkin-
son flauta, Hallfríður Ólafsdóttir
flauta, Monika Abendi-oth harpa,
Hafsteinn Guðmundsson á fagott, Jón
Sigurðsson kontrabassi og Kári
Þormar orgel. í nokkrum jólalögum
af léttara taginu leika þeir Kjartan
Valdemarsson píanóleikari og Pétur
Grétarsson slagverksleikari. Gradu-
alekór Langholtskirkju syngur bæði
einn og með Kór Langholtskirkju en
stjómandi er Jón Stefánsson.
Að vanda verður boðið upp á jóla-
súkkulaði og smákökur í hléi.
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju
eru nú aftur fáanlegir á geislaplötunni
„Bam er oss fætt.“ Einnig er til jóia-
platan ,Á jólimum er gleði og gaman“
með Gradualekór Langholtskirkju.
Einnig hefur verið útgefin á geisla-
plötu fyrsta plata Kórs Langholts-
kirkju „Mín sál, þinn söngur hljómi“
frá árinu 1974.
Nú þegar er orðið uppselt á fyrstu
tónleikana og fáir miðar eftir á laug-
ardeginum. Ef selst upp á alla tón-
leikana verður bætt við fjórðu tón-
leikunum laugardaginn 18. desember
kl. 19.
Miðar eru til sölu í Langholtskirkju
og kosta 1.500 krónur og er innifalið
heitt jólasúkkulaði og piparkökur.
Morgunblaðið/Þorkell
Laufey Sigurðardóttir, Richard
Talkowsky og Krystyna Cortes.
Tónleikar í
Fríkirkjunni
LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleik-
ari, Richard Talkowsky sellóleik-
ari og Krystyna Cortes píanóleik-
ari halda tónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík í kvöld, laugardags-
kvöld, kl. 20. Á efnisskránni eru
Sónata fyrir fiðlu og selló eftir
Ravel og Píanótríó nr. 6 op. 70
nr. 2 eftir Beethoven. Reykjavík-
urborg styrkir tónleikana. Að-
göngumiðasala við innganginn.
Félagar í blásarahópnum Serpent.
Morgunblaðið/Porkell
Lúðrahljómur og
jólastemmning
MÁLMBLÁSARAHÓPURINN
Serpent heldur tónleika í Salnum
í TIBRÁ, tónleikaröð tónlistar-
húss Kópavogs á morgun, sunnu-
dag, kl. 17.
Hópurinn er skipaður flmm
trompetleikurum, fjórum horn-
leikurum, þremur básúnuieikur-
um auk bassabásúnuleikara,
euphoniumleikara og túbuleikara.
Stjórnandi hópsins er Kjartan
Óskarsson.
Á efnisskrá eru m.a. þijú
sálmaforspil eftir Bach f útsetn-
ingpi Enrique Cespo, Sinfónía fyr-
ir brass eftir Jan Koetsier, tvær
kanzónur eftir Giovanni Gabrieli
o.fl.
Trompetleikarar: David Noote-
boom, Einar St. Jónsson, Eiríkur
Örn Pálsson, Guðmundur Haf-
steinsson, Jóhann I. Stefánsson.
Homleikarar: Emil Friðfinnsson,
Jóhann Björn Ævarsson, Stefán
Jón Bemharðsson, Þorkell Jóels-
son. Básúnuleikarar: Jón Halldór
Finnsson, Oddur Björasson, Sig-
urður Þorbergsson. Bassa-/
kontrabassabásúna: David Bobr-
off. Euphonium: Oddur Björnsson.
Túba: Þórhallur I. Halldórsson.
Stjórnandinn lyartan Óskars-
son starfar sem klarinettuleikari
við Sinfóníuhljómsveit íslands og
kennari við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Kjartan hefur starfað
með ýmsum blásarasveitum á ár-
unum 1982-1987.
TÍBRÁR-tónleikar vetrarins eru
alls fjörutíu talsins, að meðaltali
fernir í hvetjum mánuði frá sept-
ember fram í maí. Um er að ræða
13 söngtónleika, 11 samleikstón-
leika, 9 tvíleikstónleika og 7
píanótónleika. Vegna tilmæla frá
mörgum áskrifendum á síðasta
ári hefur sú nýbreytni verið tekin
upp, að nú er hægt að raða sam-
an sex TÍBRÁR-tónleikum að
eigin vali og fylgja þá þeir sjö-
undu í kaupbæti. Ef valdir eru
samtals tíu tónleikar fylgja tvenn-
ir TÍBRÁR-tónleikar í viðbót án
endurgjalds. Miðaverð á TÍBRÁR-
tónleika er 1.500 krónur.
Miðasalan er opin alla virka
daga kl. 13-18 og tónleikakvöld
til kl. 20. Um helgar er miðasalan
opnuð klukkustund fyrir tónleika.
----------------
Kvennakórinn
Kyrjurnar í
Laugarnes-
kirkju
KVENNAKÓRINN Kyijurnar
heldur aðventutónleika í Laugar-
neskirkju í dag, laugardag, kl. 17.
Á efnisskrá eru létt innlend og er-
lend jólalög. Stjómandi kórsins er
Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir
og undirleikari Halldóra Aradóttir.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyr-
ir fullorðna, 500 krónur fyrir aldraða
og öryrkja en frítt fyrir börn.
----------------
Sýningu lýkur
SÍÐASTA sýning á söngleiknum
„Kysstu mig Kata í Borgarleikhús-
inu verður í kvöld, laugardagskvöld.
Þessi geysivinsæli söngleikur eftir
Cole Porter og Bellu & Sam
Spewack var frumsýndur 25. mars
síðasta leikár.
>£M-2000
Laugardagur 2. desember
GERÐUBERG KL. 14
Eitt lítið ævintýr
Samnorrænt ævintýraverkefni 11
ára barna frá íslandi, Danmörku og
Finnlandi sem Ijallarum ævintýrið
sem samskiptaform og hvort það á
erindi til barna á 21. öld.
Undanfarnar vikur hefur 6. A úr Rima-
skóla sökkt sér ofan ígömlu þjóð-
söguna um konuna sem átti sjö börn
á landi og sjö í sjó. Þau hafa unnið
glæsilegt myndverk, rúma 2,10 m á
hæð og2má breidd, sem segirsög-
una og minnir helst í uppbyggingu á
myndasögu frá miðöldum. Einnig
hafa þau unnið leikrit upp úr sög-
unni, þarsem sögumenn, teikarar,
fiðluleikari og söngvarar koma sög-
unni skemmtilega til skila tii áhorf-
enda. Liðurí Stjörnuhátíð menning-
arborgarinnar.
RÁÐHÚSIÐ KL. 16
Fyrst og fremst í 70 ár
Söguleg sýning í tilefni af 70 ára af-
mæli Ríkisútvarpsins. Þar verður
hægt að fýlgja þróun á starfssviði
Ríkisútvarpsins íþau 70 ár, sem það
hefur starfaö, bæði hvað snertirbún-
að á heimilum til móttöku dagskrár
og tækniþróun í útsendingu og dag-
skrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Sér-
stök hátíðadagskrá verður við opn-
unina er frumflutt verður verð-
launaverk úr samkeppni, sem efnt er
til í tilefni af 70 ára afmæli Ríkisút-
varpsins. Þarerum að ræða tón-
verk, sem samið veröur fyrir sömu
hljóðfæraskipan og var f útvarps-
hljómsveitinni erhún varstærst,
1940-1950.
Sýningin stendur til 21. desember.
Liður í Stjörnuhátíð menningarborg-
arinnar.
TJARNARBÍÓ KL. 15
Prinsessan í hörpunnl - lokasýning
Úrgamalli sögn hefur Böövar Guð-
mundsson smíðað brúðuleikrit fyrir
alla fjölskylduna. Sagan segirafdótt-
ur Sigurðar Fáfnisbana sem flýr
ásamt fóstra sínum undan óvildar-
mönnum, falin í hörpu. Þaö erLeik-
brúðuland sem setur upp Prins-
essuna íhörpunni. Liður í Stjörnu-
hátíð menningarborgarinnar.