Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 84
, 84 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM TRAUSTI Jónsson, veðurfræð- ingur, er forfallinn áhugamaður um gamla íslenska dægurtónlist. Það má með sanni segja að þessi óbifandi áhugi hans hafiskilað sér inn í menningararfleifð íslendinga þar sem mörgum dægurperlunum hefur verið bjargað frá gleymsku og skemmdum fyrir hans tilstilli. Hann hefur löngum stundum bograð yfir gömlum lakkplötum og segulböndum, í því markmiði að færa þann fjársjóð sem þar er oft að finna yfir á traustara form, eins og t.d. geisladiska og, hér áð- ur fyrr, výnilplötur. Safn hljóðritana með Stefán ísl- andi, Maríu Markan og Elsu Sig- fúss eru meðal þeirra verkefna sem Trausti hefur komið að og nú síðast var það téð safnplata Hauks Morthens, Ó, borgmín borg. „Ætli það hafi ekki verið eftir- spurn sem helst réð þessari út- gáfu,“ segir Trausti, aðspurður um tildrög útgáfunnar. „Og síðan er líka í þessu ákveðin snyrti- mennska gagnvart fortíðinni. Þetta er bæði menningarstarf- semi og svo vonandi einhver sölu- vara líka. Haukur var nú einn helsti dægurlagasöngvari síns tíma og ég held að þessir seinni tíma dægurlagasöngvarar geti margt af honum lært. Eins og ■ gengur og gerist með þessa teg- Ákveðin snyrtimennska gagnvart fortíðinni und tónlistar bregður við að menn detti úr tísku og það henti Hauk einnig. En það stóð í raun alveg furðu stutt. Hann var það mikill fagmaður að hann hélt bara sínu striki.“ Tók sig alvarlega sem listamann Trausti vann á sín- um tíma við safndisk- inn Gullnar glæður, og þá með Hauki sjálfum. „Ég kynntist honum nú ekki mikið en í þessari samvinnu okkar þá sá ég að hann hafði afskaplega góða yfirsýn og mikl- ar meiningar og mér þótti mikils um vert að finna hvað hann tók sig alvarlega sem listamann. Þetta viðhorf fannst mér einfald- lega aðdáunarvert. Að taka því Morgunblaðið/Þorkell Trausti Jónsson: „Mér þótti mikils um vert að finna hvað hann (Ilaukur) tók sig alvarlega sem listamann.“ sem maður er að gera alvarlega, hvað svo sem það er. En það var sem sagt vegna þessarar vinnu minnar við Gullnar glæður sem ég var fenginn til að sinna þessu verkefni." Trausti vill meina að það hafi verið Hauki mikið til að þakka að dægur- lagasöngur er í dag j afnvir ðingaiverð grein og hver önnur. „Fólk verður ekkert hissa í dag ef einhver segist syngja í popp- hljómsveit. í gamla daga fylgdi alltaf á eftir. „Já, en hvað gerirðu?" Trausti seg- ir að á þessari nýju safnplötu sé eingöngu að finna efni sem hef- ur komið út áður. „Þetta er svona það vinsælasta. Gullnar glæður takmarkaðist við mjög ákveðið tímabil, frá ’53 til ’61 eða ’62, það var það efni sem Taktur (áður Fálkinn) hafði rétt á. Núna gátum við hins vegar val- ið úr öllu sem hann gaf út.“ Trausti segir geisladiskatækn- ina endurútgáfuvænni en výnil- plöturnar. „Okosturinn við výnil- inn, hvað útgáfu á gamalli tónlist viðkemur, er sá að það fylgir mik- ill niður allri spilun. Allt efni sem ekki var á böndum, efni sem varð að afrita af plötu, var því í raun eins og tvöföld plata. Geisladiska- hljómurinn nær þessu uppruna- lega mun betur og er umtalsvert nær rétta hljóminum en výnilplöt- urnar.“ Það vekur óneitanlega furðu að ekki hafi verið ráðist í endurút- áfu á söngvurum eins og Sigurði lafssyni og Hreini Pálssyni, sem nutu gífurlegra vinsælda á sínum tíma. „Því lengra sem líður frá, því meiri líkur verða á því að þess- ir menn falli í gleymsku," segir Trausti. „Það voru til dæmis ekki margir undir fimmtugu sem könn- uðust við Elsu Sigfúss er ég var að vinna við það verkefni." Trausti segir starf sitt sem veð- urfræðingur fara mjög vel með þessu áhugamáli sínu og segist t.d. ekki þiggja nein laun fyrir þessa rannsóknarvinnu sína. „Það er þó svolítill ókostur að hvorugu fylgir útivera. En ef ég væri að vinna úti við væri ég líklega að rannsaka gamlar gönguleiðir eða eitthvað álíka.“ Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við ekkju Hauks, frú Ragnheiði Magnúsdóttur, vegna tvöföldu geislaplötunnar 0 borgmín borg, sem inniheldur safn laga frá þessum dáða dægurlagasöngvara. Einnig tók hann Trausta Jónsson, veður- og tónlistarfræð- ing, tali vegna þessa. miðvikudagskvöld. Og það voru oft ansi strangar æfingar. Þetta kom þó svolítið öðruvísi út hvað upptökur varðaði. Þá lokuðu þeir sig frekar af á meðan á því stóð. En ég man t.d. þegar Haukur fór eitt sinn út til Kaupmannahafnar að taka upp. Þá fóru upptök- urnar fram í gömlum róðrarklúbbi! Það voru ekkert allir þessir takkar djöfulgangur sem nú eru á ferðinni. Það var bara farið inn, tekið upp og ekkert verið að vesenast meira með það.“ Hugur Ragnheiðar reikar til Kanada, en þangað fóru þau hjónin árið 1982, er Haukur var gerð- ur að heiðursborgara í Winnipeg. „Við höfðum ekki hugmynd um hversu vinsæll Haukur var þama. Maður fylltist eiginlega þjóðarstolti þegar maður ferðaðist þarna um með hljómsveitinni. Ég man þegar við voram í Gimli, þá kom gamla fólkið og spurði mig hvort ég væri að selja plötur sem stóð heima. Þá sagði það: „Þá ætla ég að fá eina record,“ og gleymdi íslenskunni í bili.“ Haukur hefur, umfram marga lyrrum samherja sína, haldið vin- sældum sínum fram á þennan dag og er einn af ástsælustu söngvuram þjóðarinnar. Hann er sígildur, mun aldrei falla í gleymsku. Ragnheiðm- hefur orðið vör við þetta. „Já, ég hef orðið vör við þetta og stundum verð ég svolítið hissa. Ungt fólk sem ég hef talað við hefur stóran áhuga á þess- um disk sem er að koma út í dag - með gömlum kalli! Það eru að koma hingað ungar stúlkur og rabba við mig um þetta fram og aftur. Ég gæti verið amma þeirra!“ „Það er greinilegt að ungt fólk í dag hefur mikinn áhuga á þessari músík. Að hlusta á textana og hlusta á lögin, það er einhvem veginn allt annar bragur á þessu heldur en er í dag. Hvort er betra eða verra, það ætla ég ekki að dæma um - þótt ég viti það,“ segir Ragnheiður að lokum og hlær stríðnislegum hlátri. F [RÚ Ragnheiður tekur á móti mér með þéttings- föstu handabandi og _ býður mér í stássstof- una. Um íbúðina líður kunnugleg rödd. Haukur Morthens er að syngja um Gunnar póst, en það lag er einmitt að finna á safninu nýja, Ó, borg mín borg, ásamt fleiri, löngu sígildum „þjóðlögum“, eins og t.d. „Rock-Calypso í réttunum“, „Til era fræ“, „Bjössi kvennagull", „Kaupa- konan hans Gísla í Gröf' að maður tali nú ekki um titillagið. ,J>að hefur ekkert komið út með Hauki síðan Gullnar glæður varð til (einföld safnplata sem nú er af- atesð),“ segir Ragnheiður. „Hann Eiður í Skífunni kom með þessa hug- mynd til mín og mér finnst það vera virðing við Hauk, sem látinn söngv- ara, að þetta skuli hafa verið gert.“ Ragnheiður hafði í hönd í bagga hvað lagaval varðaði, ásamt Trausta Jónssyni. „Þetta era auðvitað þessi lög sem vora vinsæl. Trausti er auð- vitað meiri fagmaður í þessum efnum en ég. Ég bara hlusta á músíkina af því að ég hef gaman af henni. Ekki að ég geti á nokkum hátt dæmt hana. Trausti gat betur bent á hvaða upp- tökur væra bestar og þess háttar.“ Tekið upp í róðrarklúbbi Talið berst að dægurlagasöngvar- anum Hauki, og því lífsmynstri sem þáu hjónin bjuggu við á sínum tíma. „Yið voram mikið á fara- ldsfæti. Ég fór nú yfirleitt alltaf með í ferðalögin en er hann var að syngja í samkomuhúsunum var ég ekkert sér- staklega að þvælast þangað. Þetta var hans vinnustaðm- og ef Haukur hefði verið bifvélavirki eða jám- smiður hefði ég t.d. ekkert verið að gera mér ferðir á þá vinnustaði. En ferðalögin gátu verið alveg stórkostleg. T.d. þegar við fóram á þessi þorrablót suður í Kaliforníu. Þá höfðum við oft tíma fyrir okkur aukreitis og fóram þá kannski til Las Vegas eða Hawaii." Einurð og þrautseigja Hauks gagnvart starfi sínu þótti að- dáunarverð. „Það var þráðbein lína!“ segir Ragnheiður með miklum sann færingar- krafti. „Það mátti ekkert bregða út af þeirri línu. Hér var þó ekki um neina skrif- stofuvinnu að ræða, unnu níu til sex og Haukur var mjög mikið heima á dag- inn. Ég hugsa að það hafi verið rosalega mikill plús fyrir syni okkar hvað þeir gátu verið mikið saman á daginn. En það var náttúrlega unnið öll kvöld vik- unnar nom 9 Ragnheiður Magnúsdóttir: „Það er greinilegt að ungt fólk í dag hefur mikinn áhuga á þessari músík." Haukur á sviði með hljómsveit sinni í frægri för til Moskvu. Með blik íaugum Væntumþykja landsmanna í garð söngvar- ans sívinsæla, Hauks Morthens, er mikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.