Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gamaldags ljóðskáld og
rómantískur stjórnleysingi
Hinrik Danaprins sendi frá sér ljóðabók á
dögunum, sem konan hans, drottningin af
••
Danmörku, myndskreytti. Orn Olafsson
hefur gluggað í bókina.
Reuters
Margrét drottning og Hinrik prins.
ÞAÐ er virðingarvert, að kóngafólk
skuli ekki láta sér nægja veislur og
veiðiskap, heldur leggja stund á
listir. En vart verður búist við að
slík hjáverk skili sama árangri og
hjá listamönnum í fullu starfi.
Þannig hefur Margrét Danadrottn-
ing einn dag vikunnar út af fyrir
sig, og stundar þá einkum mynd-
list.
Ljóðabókin, sem Hinrik Dana-
prins sendi frá sér á dögunum, er í
stóru broti og með stóru letri, á
móðurmáli hans, frönsku, mynd-
skreytt af konu hans, Margréti
Danadrottningu. Þau hjón héldu
blaðamannafund af því tilefni.
Prinsinn virtist bæði feiminn og
stoltur, en umfram allt hógvær.
Hann sagði að það væri erfitt
þjóðkunnum manni að afhjúpa til-
finningar sínar, og kvaðst búast við
að verða kallaður bæði gamaldags
ljóðskáld og rómantískur stjórn-
leysingi. Þau hjónin glettust nokk-
uð með að hann hefði valið sér
myndskreytingamann, sem væri
ekki sá versti í Danmörku. En hún
sagðist fyrir sitt leyti árum saman
hafa fengið innblástur til klipp-
mynda af ljóðum manns síns. Þess-
ar myndir hennar eru smekklegar
samklippur úr ljósmyndum fornra
málverka, Velasquéz m.a. Drottn-
ingin hefur lengi fengist við vefnað
og málverk, gert messuklæði og
altarisdúka í þrjár kirkjur, m.a.
höfuðkirkju Dana í Hróarskeldu,
þar sem allt kóngafólkið er grafið.
Málverk hennar minna mikið á
snillinginn Weie, sem starfaði
framan af 20. öld.
Hinrik prins gaf áður út ljóðabók
fyrir átján árum, og er sumt í henni
ort upp í þessari nýju bók. Þau
hjónin þýddu í sameiningu skáld-
sögu Simone de Beauvoir, Allir
menn eru dauðlegir, sú þýðing birt-
ist 1981. Svo hefur prinsinn gefið út
matreiðslubók, sem ber víst mót
hefða heimahéraðs hans í Suðvest-
ur-Frakklandi.
Rómantísk ljóð
Þessi bók heitir Cantabile, sem
er ítalskt tónfræðiorð, „syngjandi"
mætti þýða það, og öll ljóðin hafa
undirfyrirsagnir af sama tagi, „ron-
do“, „con moto“, „noeturne", o.s.frv.
Ljóðin fjalla mikið um ástir, ástar-
unað, ástarsorg, afbrýðisemi og
einnig um hverfulleika lífsins. Jafn-
vel kemur fyrir ádeilukveðskapur,
svo sem um drenginn sem alltaf var
að berja saman pottum og pönnum
í bernsku og fullorðinn lamdi hann
konu sína. Annað ljóð er um
franska stríðshetju sem missti fót
og auga í Víetnam, og situr loks
innan um eldhúsruslið, þrælkaður
af konu sinni. En beittasta ádeilu-
ljóðið er um æðstu orðu Dana, fil-
sorðuna, sem aðeins er borin af ell-
efu manns, ýmist í kon-
ungsfjölskyldunni eða veitt er-
lendum þjóðhöfðingjum í opinberri
heimsókn. Fíll þessi rekur upp
feiknaöskur þegar á að hengja
hann á „einræðisherra Tartaríu".
Ffllinn rekur hann síðan meðfram
blóðidrifnum gaddavírsgirðingum,
til drungalegra skóga Síberíu. Hér
mun komin „stjórnleysisstefna“
ljóðanna.
I bókinni eru bæði fríljóð og ljóð
í hefðbundnu formi, reglubundinni
hrynjandi og rími, óreglulegs ríms
gætir einnig í frfljóðunum. Ljóðin
bera töluverðan svip af kunnum
frönskum ljóðum. Amerísk-enska
ljóðskáldið T.S. Eliot er flestum
frægari fyrir að fylla ljóð sín bein-
um og óbeinum tilvísunum til ýmis-
skonar bókmenntaverka, Ijóðin
verða þá einskonar raðmyndir,
mósaík, og auðgast oft verulega af
því að opna sýn í ýmsa kima og
tengja þessi brot í nýja heild. Á ís-
lensku hefur Matthías Johannessen
einkum gert mikið af slíkum vísun-
um. En Ijóð Hinriks prins eru ann-
ars eðlis, frekar að þau bergmáli
tiltekin verk. Til dæmis yrkir hann
upp frægt ljóð Jacques Prévert, Le
canere (Tossinn), sem Sigurður
Pálsson hefur íslenskað með ágæt-
um. En Ijóð Hinriks bætir ekki
neinu við fyrirmyndina, þetta er
bara daufur endurómur frægs
ljóðs, og það einkennir bókina al-
mennt. Þetta eru orðmörg ljóð,
sjaldan hnitmiðuð eða með skörp-
um myndum, fremur í ætt við „opin
ljóð“ í því að útmála hlutina, jafnvel
í óskáldlegum smáatriðum. Hins-
vegar eru þau ekki á daglegu tal-
máli eins og einkenndi þann
straum, heldur yfirleitt á hefð-
bundnu ljóðmáli, svo ekki sé nú
beinlínis talað um klisjur. Það er
einkum að mikið rím og reglubund-
in hrynjandi dragi þær með sér,
eins og oft vill verða.
Þýtt
Hægra megin á opnu er hvert
ljóð endurkveðið á dönsku af Per
Aage Brandt, prófessor í rómönsk-
um bókmenntum. Hann er auk þess
ágætt Ijóðskáld, svo sem ég hefi
reynt að rekja hér í Mbl. Hann
skrifar eftirmála, þar sem hann
segir nær ómögulegt að þýða „þessi
óvenjulegu ljóð“. Því prinsinn
bregði sér í líki allskyns persóna,
og rímið ráði ferðinni í ýmisskonar
orðaleikjum. Því hafi hann kosið að
yrkja upp á grundvelli frönsku ljóð-
anna, reynt að halda rími sem vekti
svipuð hugsanatengsl, auk þéss sé
sér ómögulegt að þýða án reglu-
bundinnar hrynjandi.
Það er eins og Brandt sé að lýsa
íslenskum þulum, eða skemmtilegu
ljóðbulli Lísu í Undralandi, þar sem
samhengi er aðens í tilfinningu,
hugblæ. En það á alls ekki við um
ljóð Hinriks prins, þar er jafnan
samhengi í hugmyndum.
Mér blöskraði hógværð hans há-
tignar mest þegai' hann í formála
þakkar þessar „endurkveður", sem
að hans mati séu fullgild túlkun á
anda ljóðanna. Þær eru svo óná-
kvæmar, bæði að efni og myndmáli,
að samanburður verður óþægileg-
ur. Enda eru klisjur ekki síður
áberandi í dönsku textunum en
þeim frönsku.
Eg ætla nú að dirfast að snara
einu ljóði sem dæmi, en verð að
taka lesendum vara fyrir því, að
ekki er hér skilað hrynjandi og rími
frumtextans, hvort tveggja óreglu-
legt, og hefur sín áhrif, tengir ým-
islegt. Auk þess eru vandkvæði
með merkingarblæ orða. Brandt
rímar á dönsku, en dregur úr ber-
söglismálum prinsins.
Á ströndinni
Sonatina libidinosa
Er ég sandur
órætt duft
á kinn þinni, sléttar perlur?
Er ég vatnið sem hylur
aridlit þitt gagnsærri slæðu,
tár sem renna?
Skjálfti okkar ber hungur
eftir nýjum og (júfum gælum,
þegar innblástur kossa þinna
breiðist yfir kramdar varir mínar.
Yfir bijóst þín
fyrirheitnar appelsínur mínar
þrútnar net linda minna
og silkifellingamar skjálfa
heitar undir hvítri skp'tu þinni.
Nakin mjöðm
bleikur vasi
dýrmæt krukka
með demantsbliki
alabastur sett gulli
skreytt perlum
hold í sælu
sem rennur inn í algleymi
kynþroska raki!
viðkvæmur ibnur!
Fyllt af Ijósi augnabliks
ems og nýfædd
fagnar þú í sólskininu
og hulin öldu
gleði þín kemur í mig
hold mitt í þig
vatnið yfir þig
sandurinn undir þér
friður í mér.
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Englar hér
og þar - Englar alls staðar eftir Bob
Hartman í þýðingu sr. Hreins S. Hd-
konarsonar. Myndir í bókinni eru
eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.
Englar hér og þar - Engiar alls
staðar er bók með sögum af englum.
Uppspretta bókarinnar er Biblían
sjálf. I þessari bók eru englar hver
öðrum ólíkir. Sumir eru stórir og
þunglamalegir. Aðrir eru hressilegh-
andar. Svo eru enn aðrir sem eru dá-
lítið hömlulausir og mikil hörkutól,
stórgerðir og miklir fyrir sér eða
smáir vexti eða bara fallegir! Eitt
eiga þeir þó sameiginlegt, að vera
sendiboðar Guðs, þjónar Guðs. Þessi
bók var valin besta barnabók á Bret-
landi árið 1994 en hún er ekki aðeins
fyrir börn og unglinga - heldur alla
unnendur smásagna og engla.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan,
útgáfufélagþjóðkirkjunnar. Bókin
er 79 bls., prentuð í Steindórsprent -
Gutenberg. Hönnun bókar varí
höndum Skerplu. Bókin kostai'kr.
1.980 krónur. Hún fæst í Kirkjuhús-
inu, Laugavegi 31, ogí bókaverslun-
um.
• ÚT er komin bókin Fjórtánjóla-
sögur í þýðingu sr. Hreins S. Há-
konarsonar.
Sögur tilheyra jólum og þá er
hver dagur ólfluir gráum hversdags-
leikanum. Jólasögurnar í þessari
bók bregða upp myndum úr ýmsum
áttum, sumt er kunnuglegt og annað
dularfullt og framandi, aðrar reyna
kröftuglega á ímyndunarafl okkar.
Hver saga í bókinni dregur fram
nýjar og gamlar hliðar á jólum, gleði
þeirra og alvöru.
Sögumar veita innsýn í heim
barna og unglinga og vekja upp
ýmsar spurningar um líðan þeirra
og hugsunarhátt en umfram allt
sýna sögumar mildlvægi þess að
vera með börnum og unglingum;
sýna þeim einlægni og treysta þeim.
Bókin Fjórtán jólasögur hæfir
börnum frá 10 ára aldri.
Skálholtsútgáfan, útgáfufélag
þjððkirkjunnar. Bókin er 105 bls.,
prentuð í Steindórsprenti - Guten-
berg. Hönnun bókar var í höndum
Skerplu. Bókin kostar 1.800 krónur.
Hún fæst íKirkjuhúsinu, Laugavegi
31, ogí bókaverslunum.
• ÚT er komin skáldsagan Sjö
bræðure ftir finnska höfundinn Al-
eksisKivi (1834-1872).
í formála þýðandans, Aðalsteins
Davíðssonar, segir m.a.: „Sjö bræð-
ur eru gjörsneyddir allri viðleitni til
að fegra eða draga upp hugsjónar-
myndir af þjóðinni, menn rífast,
fljúgast á, drekka frá sér vitið, jafn-
vel á jólunum, berjast við hungur og
kulda, era hysknir og latir en líka
kappsamir og dugmiklir enda rætist
úr fyrir sögupersónunum...“
Myndskreytingamar í bókinni em
eftir Akseli Gallen-Kallela (1865-
1931), einn frægasta og áhrifamesta
málara Finnlands.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 310 bls., unnin í Prentsmið-
junni Odda h.f. Kápuna gerði Mar-
grét E. Laxness. Verð: 4290 krónur.
I örmum villtra stranda
TðiVLIST
Hljómdiskar
ÚR SÖNGVASAFNI
KALDALONS
Ámi Sighvatsson, barítón. Jón Sig-
urðsson, pianó. 27 sönglög eftir
Sigvaida Kaldalóns. Upptökustað-
ur: Salurinn, Tónlistarhús Kópa-
vogs. Útgáfa: Kaldalónsútgáfan.
Upptökudagar: 28., 29. og 30. ágúst
2000. Hljóðmeistari: Vigfús Ing-
varsson.
27 LÖG eftir Sigvalda Kaldalóns
er nokkuð mikið af því góða á einum
geisladiski, og það sungið af sama
söngvaranum - sem er að vísu góð-
ur á vissu raddsviði (sem næst
miðju), en hefur sínar takmarkanir.
Því þó að röddin sé mikil og góð og
jafnvel viðfelldin, þar sem hún nýt-
ur sín, verður söngurinn nokkuð til-
breytingarlítill í heildina. Neðstu
tónar fremur veikir en þeir hæstu
hafa ekki sömu gæði og tiltölulega
þröngt miðsviðið. Og enda þótt Árni
syngi með töluverðum karakter ef
ekki tilþrifum á köflum er heildar-
útkoman fremur einhæf. En hafa
ber í huga að lögin eru alls ekki öll
jafn góð, og sum fremur leiðinleg
(einkum þegar Kaldalóns heldur að
hann sé skemmtilegur), enda lítið
þekkt. Þó er auðvitað akkur í 27
laga safni úr söngsmiðju Kaldalóns,
sem telur um 200 lög.
Bestu lögin eru nú samt gull og
gersemi, og aldrei of vel sungin (Þú
eina hjartans yndið mitt / í örmum
villtra stranda, Svanasöngur á heiði,
Heimir - hér ágætlega sunginn -
svo einhver séu nefnd). Svo er held-
ur ekki þar með sagt að þau henti
öll barítónrödd, t.d. get ég betur
hugsað mér Svanasöng á heiði með
tignarlegri og jafnvel dramatískri
sópranrödd, en kannski er það bara
Maríu Markan að kenna! Undirleik-
ur Jóns Sigurðssonar er góður, en
hljómar yfirleitt of mikið til baka. í
sönglögum þarf að vera gott og lif-
andi jafnvægi milli raddar og hljóð-
færis, en kannski hafa menn tekið
orðið „undirleikur" of bókstaflega í
þessu tilviki. Að öðru leyti er upp-
taka góð. Textar og aðrar upplýs-
ingar varðandi tónskáldið, einnig
umsögn um hvert Ijóð, á íslensku og
ensku.
Oddur Björnsson
Kvennakór
Reykjavíkur í
Hallgrímskirkj u
KVENNAKÓR Reykjavíkur
heldur sína árlegu aðventutón-
leika í Hallgrímskirkju nk. sunnu-
dag, 3. desember, kl. 20.30 og
þriðjudaginn 5. desember kl.
20.30.
Stjórnandi Kvennakórs
Reykjavíkur er Sigrún Þorgeirs-
dóttir og nú eins og oft áður mun
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
syngja með í nokkrum lögum.
Með henni spilar Ásgeir Stein-
grímsson á trompet. Monika
Abendroth spilar á hörpu með
kómum í nokkrum lögum og
Douglas Brotchie spilar með á
stóra orgelið.
Söngvasveigur, Lofsöngur
ogjólaperlur
Á efnisskránni verða m.a. þrjú
lög úr „Söngvasveig" eftir Benja-
min Britten og „Lofsöngur“ eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur. Einnig
verða fluttar sígildar jólaperlur
eins og „Það aldin út er sprungið"
og „Sjá himins opnast hlið“.
Miðasala er í Skífunni í Kringl-
unni, hjá kómum og við inngang-
inn. Verð miða er 1.500 krónur.