Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nokkur atriði um dóm Hæsta- réttar vegna hlutabréfakaupa I UMFJOLLUN um dóm Hæstaréttar sem kveðinn var upp 23. nóvember sl. hefur verið gert mikið úr af- leiðingum dómsins og jafnvel talið að hann marki tímamót á ís- lenskum verðbréfa- markaði. Er þar fyrst fremst vísað til þeirrar niðurstöðu að ákvæði í reglugerð um almennt útboð sam- rýmist ekki ákvæði laga um verðbréfavið- skipti um sama efni. I þessu máli var krafist riftunar á hlutafjárkaupum þar sem verð í við- skiptum hefði verið langt yfir raun- virði. Þegar G keypti hlut í félaginu B lá fyrir að verulegt tap hafði verið á rekstri félagsins og var hlutafé fé- lagsins lækkað um 60%. Tæpu ári eftir kaupin var hlutafé í félaginu lækkað enn frekar og nú um 80%. Héraðsdómur féllst á riftunarkröfu en Hæstiréttur taldi ekki sannað að fjárhagsstaða B hefði á þeim tíma sem kaupin fóru fram verið verri en ráða mátti af gögnum sem G voru aðgengileg. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það að B hefði vanrækt skyld- ur sínar skv. lögum um verðbréfa- viðskipti þar sem ekki væri um al- mennt útboð hlutafjár að ræða. Ákvæði reglugerðarinnar Þegar lög um verðbréfaviðskipti voru sett árið 1993 bentu Samtök veröbréfafyrirtækja á að nauðsyn- legt væri að skilgreina orðið „al- menningur" í lögunum þar sem fyr- irsjáanlegt væri að túlkun á því kynni að valda vandkvæðum í fram- kvæmd. Þessari ábendingu var ekki sinnt, en með umræddri reglugerð voru gerðar ákveðnar undantekn- ingar frá gerð útboðslýsingar. Af þessum undantekningum var dregin sú ályktun að með almenningi væri átt við þá sem ekki féllu undir und- anþáguna í reglugerðinni. Með dómi Hæstaréttar er ekki fallist á þessa túlkun og reglugerðin ekki talin samrýmast ákvæði laganna. I reglu- gerðinni var m.a. miðað við að reglur um útboð giltu ekki þegar «iöðbréf eru boðin hópi sem ekki Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi eru í fleiri en 25 manns. í dómi Hæsta- réttar kemur fram að auk 18 hluthafa sem juku hlutafé sitt í fé- laginu bættust við 16 hluthafar. Hæstiréttur felst ekki á að þessi 34 manna hópur teljist al- menningur í skilningi laga um verðbréfavið- skipti og telur ákvæði reglugerðar engu breyta um það. Þessi niðurstaða fel- ur í sér að reglugerðin Helgi skilgreinir hugtakið Sigurðsson almenningur að þessu leyti þrengra en Hæstiréttur telur að ákvæði lag- anna gefi tilefni til. Sú niðurstaða veldur vissulega ákveðinni óvissu um það hvað teljist almenningur sem leiði til þess að fara þurfi eftir reglum um almennt útboð. Afleið- ingar þessa eru þó naumast jafn- afdrifaríkar og ófyrirséðar og um: fjöllun um dóminn gefur til kynna. I fyrsta lagi má gera ráð fyrir því að útgefendur verðbréfa fari varlega í að túlka reglur um almennt útboð miklu víðtækara en reglugerðin gef- ur tilefni til. í öðru lagi hvílir rík upplýsingaskylda á útgefendum verðbréfa samkvæmt almennum reglum kröfuréttar. Það að fara eft- ir þeim reglum sem gilda um al- mennt útboð hjálpar útgefendum að uppfylla þá lagaskyldu. í þriðja lagi hefur verið lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um verðbréfavið- skipti, þar sem m.a. undanþágur í reglugerðinni sem varða almennt útboð eru teknar beint upp í lögin. I fjórða Iagi þurfa útgefendur verð- bréfa að taka tillit til þeirra krafna sem markaðurinn gerir til þeirra. Það gera þeir m.a. með því að haga upplýsingjagjöf með skipulögðum hætti en með því auka þeir mögu- leika sína á að útboðið skili árangri. Þegar um hækkun hlutafjár er að ræða koma til viðbótar ákvæði hlutafélagalaga sem miða að því að tryggja að þeir sem skrifi sig fyrir hlut fái sem gleggsta mynd af stöðu félagsins. Þessar reglur svo og reglur um upplýsingaskyldu hafa sama markmið og ákvæði laga og reglna um almennt útboð þ.e. að vernda fjárfesta, þannig að þeir geti metið þá áhættu sem felst í fjárfest- ingunni út frá þekkingu á stað- reyndum. í raun eru það ekki ein- ungis reglur um almennt útboð sem ráða úrslitum um gerð útboðsgagna heldur ýmsar almennar reglur í lög- um og áhrif frá markaðnum. Sú þró- un er ekki ólíkleg að fjárfestar komi til með að gera svipaðar kröfur til upplýsinga hvort sem um er að ræða útboð verðbréfa sem fellur undir al- Jól2000 Öðruvísi að ven tukr ans ar Sjón er sögu ríkari blómaverkstæði ’INNA'tó Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Verðbréfamarkaður Niðurstaða Hæstarétt- ar í þessu máli er áminning um, segir Helgi Sigurðsson, að löggjafinn hefur tak- markaðar heimildir til þess að framselja vald sitt til annarra handhafa ríkisvaldsins. mennt útboð eða ekki. Útboðs- lýsingar sem lagðar hafa verið fram í svokölluðum lokuðum útboðum eru yfirleitt ekki ýkja frábrugðnar því sem tíðkast í almennum útboðum. Ein aðalmálsástæðan í ofangreindu Hæstaréttarmáli var sú að útgef- andi hefði í raun veitt allar upplýs- ingar sem honum bar að gefa við al- mennt útboð verðbréfa, en á þá málsástæðu reyndi ekki. Niðurstaða Hæstaréttar í þessu máli er einfaldlega áminning um það að löggjafinn hefur takmarkaðar heimildir til þess að framselja vald sitt til annarra handhafa ríkis- valdsins. Það er ekki hlutverk fram- kvæmdavaldsins að ákvarða hvað teljist almennt útboð og þarf sú niðurstaða í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Afleiðingar þessa eru m.a. þær að útgefendur verðbréfa geta ekki treyst á þær viðmiðanir sem fram koma í framangreindri reglu- gerð um það hvenær þeir eru undanþegnir reglum um almennt útboð. Ef þeir eru í vafa er eðlileg- ast fyrir þá að fylgja reglum um al- mennt útboð og raunar verður að hafa í huga að útboðslýsing er ekki síður gagnleg fyrir útgefandann sjálfan til að gera sér grein fyrir þeim atriðum sem máli skipta við upplýsingagjöf. Staða fjárfesta Umfjöllun um ofangreint Hæsta- réttarmál hefur fyrst og fremst mið- ast við áhrif dómsins á umrædda reglugerð. Sú niðurstaða Hæsta- réttar að breyta niðurstöðu héraðs- dóms og hafna riftunarkröfu kaup: andans er einnig athyglisverð. I málinu lá fyrir að verulegar afskrift- ar höfðu átt sér stað fyrstu 10 mán- uði eftir kaupin. Hæstiréttur telur að af fyrirliggjandi gögnum hafi stefndi sem hafði reynslu í viðskipt- um, ekki haft ástæðu til að ætla að allir erfiðleikar væru að baki og við- skiptin væru áhættulítil. Kaupendur verðbréfa ekki síst kaupendur hlutabréfa verða að gera sér grein fyrir því að verðbréfa- viðskipti eru áhættusöm. Utilokað er fyrir útgefendur verðbréfa að leggja íúllkomið mat á þá áhættu sem tengj- ast einstökum verðbréfakaupum. Það er kaupandinn sjálfur sem tekur hina endanlegu ákvörðun um kaupin. Á þeirri ákvörðun verður hann fyrst og fremst sjálfur að bera ábyrgð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður sem star/ar hjá Kaupþingi hf. og er jafnframt stundakennari í verð- bréfarétti við Háskóla Islands. ISLEIVSKT MAL BALDUR Ingólfsson, bekkjar- bróðir minn, er alltaf sami góði kennarinn. Hann sendir mér bréf sem ég birti með þökkum. Lokakveðjan er latína og merk- ir: þinn til æviloka: „Undanfarið hef ég marg- sinnis veitt því athygli að sumir eru óvissir á beygingu ábend- ingarfomafnsins sá, sú, það og rugla því jafnvel saman við þessi, þetta. í dag rakst ég á undarlegt dæmi í DV, þ.e. „eig- andi sá hunds var með þrjá lausa hunda“. Hér ætti auðvitað að standa þess hunds. Kannski myndi það hjálpa einhverjum að fá í hendurnar beygingardæmi sem sýnir fornafnið sá, sú, það ásamt nafnorði: kk. et. nf. sá hundur þf. þann hund þgf. þeim hundi ef. þess hunds kvk et. nf. sú tík þf. þá tík þgf. þeirri tík ef. þeirrar tíkar ft. nf. þeir hundar þf. þá hunda þgf. þeim hundum ef. þeirra hunda ft. nf. þær tíkur þf. þær tíkur þgf. þeim tíkum ef. þeirra tíka hk. et. nf. það dýr þf. það dýr þgf. því dýri ef. þess dýrs ft. nf. þau dýr þf. þau dýr þgf. þeim dýrum ef. þeirra dýra Vafalaust kæmi sér vel fyrir ýmsa að fá að sjá beygingu áb.forn. þessi, þetta. Að lokum: Hver er svo merk- ingarmunurinn á sá og þessi? Þessi, þetta er haft um það sem er nálægt, jafnvel innan seiling- ar; sá, sú, það um það sem er fjær, líka í merkingunni fyrr- nefndur, fyrmefnt: Þessi hund- ur héma er fallegur; sá sem ég Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1086. þáttur átti áður var heldur ljótur. Tuus ad urnam.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Mælti Sunna við Gunnu: „Nú sest ég, það var sama í gær; ekki lést ég. í bili hverfur minn kraftur, en þegar kem ég fram aftur, þeim mun betur af mönnunum mest ég.“ Mikil málspjöll eru að svo- nefndum „hikorðum", eins og „héma“, „sko“, „þú veist“ og „sem sagt“, svo að dæmi séu tekin. Þessi orð merkja iðulega ekki neitt, en mönnum verður ávani eða kækur að segja þau. Lærðir og leikir, ungir og upp vaxnir venja sig á þessi leiðindi. Auðvitað gengur slíkt tal í bylgj- um eins og annað, og nú um stundir virðist mér „hérna“ hafa náð yfirhendinni. Eg hlýddi á viðtal í fjölmiðli, þar sem viðmælandinn lét ekki nema tvö eða þrjú orð á milli „hérna“, sem aldrei merkti neitt. Ég hvet kennara til þess að venja nemendur sína af þessu, og ef einhver heldur að notkun „hikorða“ sé gáfnamerki, þá fer því fjarri. En í hnjúkana tekur, þegar hálærðir menn, löggjafar og landsfeður leyfa sér að segja þessi merkingarlausu orð í ræð- um og viðtölum. Ég held að það sé engin þrekraun að venja sig af hikyrðafíkninni og sleppa „semsagt“, „sko“, og „hérna“, þegar þessi orð hafa enga merk- ingu. Mér væri reyndar skapi næst að kalla hin svokölluðu hikorð hortitti: það orð hefur mjög líka merkingu, en er ljót- ara orð. ★ Kristinn Kristmundsson skólameistari sendir mér vin- samlegt og mjög svo greinar- gott bréf sem hér fer á eftir. Sá er einn af göllum umsjónar- manns, að hann er vondur í landafræði á Vestfjörðum. En hér kemur bréfið sem ég birti með þökkum: „Kæri Gísli. í 1081. þætti þín- um um íslenskt mál fer Árni R. Árnason alþingismaður nokkuð út fyrir efnið og finnur réttilega að því að menn geri ekki ætíð mun á Hornströndum annars vegar og t.a.m. Aðalvík, Reka- vík bak Látur og Fljótavík hins vegar. En þegar hann fer að ræða um austurmörk Sléttu- hrepps og Hornstrandir suð- austan Horns, bregst honum bogalistin; hann virðist ekki átta sig á því að þær eru í Grunna- víkurhreppi. Og af því hvað Árni er sýnilega vel að sér um stað- hætti í Aðalvík og nágrenni, er hætt við að ókunnugir freistist til að taka einnig mark á honum þegar hann fer skakkt með. Hið rétta er að hreppsmörk Sléttu- hrepps á landi eru frá Lás í Jök- ulfjörðum, ysta odda nessins sem skilur að Hesteyrai-fjörð og Veiðileysufjörð, eftir hæsta hrygg fjallgarðsins milli fjarð- anna þar til hann mætir öðrum fjallgarði sem aðskilur Jökul- firði og Hornstrandir. Þá liggja mörkin eftir þeim fjallgai’ði í austur, allt í Breiðaskarðshnúk upp af botni Lónafjarðar. Þaðan gengur enn fjallgarður til norð- urs og eru hreppsmörk um hann til suðurtakmarka Hornbjargs. Sýslumörk Strandasýslu og Norður-ísafjarðarsýslu eni hins vegar um Geirólfsgnúp (ekki um Bolungarvík eins og Árni virðist halda). Norðaustan hans er næst Reykjarfjörður, þá Þaralátursfjörður, Furu- fjörður, Bolungarvík, Barðsvík, Smiðjuvík, Bjarnai’nes við Hrollleifsvík og nyrst Látravík, skammt sunnan við Hornbjarg, bústaður vitavarðar áratugum saman. Þessi hluti Hornstranda var oft nefndur Austurstrandh- og tilheyrir allur Grunnavíkur- hreppi, ásamt Jökulfjörðum, öðrum en Hesteyrarfii’ði. Þó að þessi ábending snerti ekki íslenskt mál beinlínis, finnst mér þörf á að leiðrétta lýsingu þingmannsins á þeim vettvangi, sem hún birtist á, svo að hún nái til sama lesendahóps. Með bestu kveðju og þakklæti fyrir þætti þína alla tíð.“ ★ Auk þess var leitt að heyra mætan mann segja í útvarpi „mest frægur“ í staðinn íýrir frægastur. Þetta heyrðu skil- ríkir menn og var að vonum ekki skemmt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.