Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 2. DÉSÉMBER 2000 35 NEYTENDUR Hvítar boxerfauxur, Calvin Klein Hvað kosta jóla Öll verð í (slenskum krónum London ___________ 1.258 Stutterma pólóskyrta, Ralph Lauren 6.214 Geisladiskur, Britney Spears, Oops I did it again DVD diskur, Pöddulíf Blá Gameboy leikjatölva CK One, ilmur fyrir bæði kynin, 100 ml. Augnskuggi, Estee Lauder Compact (Blossom) Samtals 25.546 695 60 469 338 089 2.484 2.390 6.494 448 493 073 135 256 Verðmunur á 7 vörutegundum á Is- landi, Englandi og í Bandaríkjunum 7% lægra verð í Reykjavík en í London ÞEGAR verð á sjö vörutegundum er borið saman á Islandi, Englandi og í Bandaríkjunum kemur í ljós að vör- urnai’ eru 7% ódýrari í Reykjavík en í London. Verðið á íslandi er þó næsthæst í könnuninni þ.s. meðal- verðið er lægra í Evrópu og í Banda- ííkjunum. Bandaríkin komu best út en þar er 18% ódýrara að meðaltali að kaupa þessar vönir en hér heima. Verðið í London og meðalverð í Bandaríkjunum og Evrópu er fengið úr könnun bresku neytendasam- takanna sem sagt var frá á neyt- endasíðu Morgunblaðsins síðasta fimmtudag. „Verðlag á íslandi skýr- ist meðal annars af því að verslun hér á landi er alltaf að verða sam- keppnishæfari," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu. „Is- lendingar eru ekki í Evrópusam- bandinu og reglugerð sambandsins sem nefnist „Trade Mark Directive" gildir ekki hér á landi. Menn geta því leitað eftir hagkvæmustu inn- kaupunum. Við erum þó aðilar að Evrópska efnahagsvæðinu og erum þar af leiðandi oft bundin af löggjöf sambandsins. í þessu tilfelli liggur þó fyrir dómur EFTA-dómstólsins frá árinu 1998 sem staðfestir að ekki á að túlka EES-samninginn að þessu leyti eins og Evrópudómstóll- inn gerir.“ fslensk verslun, allra hagur Sigurður segii’ ennfremur að hér á landi sé hærri virðisaukaskattur en í Bretlandi, 24,5% hér en 17,5% þar í landi, og hann fagnar því þeirri niðurstöðu að ákveðnar vörur séu þrátt fyrir þennan mun ódýrari á Islandi en í London. Að sögn hans eru helstu ástæður þess að ódýrast er að kaupa þessar vörur í Bandaríkjunum þær að bæði er framleiðsla þar mjög mikil sem og að keypt sé inn í stórum eining- um sem þýði að Bandaríkjamenn geta náð mjög hagstæðum innkaup- um. „Niðurstöður staðfesta að verslun hérlendis, eins og við höfum haldið fram, er orðin samkeppnishæf við erlenda verslun.“ Aðspurður segir hann SVÞ, Sam- tök verslunar og þjónustu, styðja sem mest verslunarfrelsi og þó að það kunni að vera aðilar hér á landi sem eru með sérumboð þá er afstaða samtakanna að fylgja frelsinu. „Samtök verslunar og þjónustu ásamt fleiri hagsmunasamtökum hafa verið með sérstakt átak í gangi sem nefnist „Islensk verslun - allra hagur“ en þar er boðskapurinn að neytendur kynni sér verð á vörum hér heima áður en haldið er í borg- arferðir erlendis." Af þeim níu vöruliðum sem birt- ust í könnun bresku neytendasam- takanna voru sjö með þegar verð var athugað á íslandi. Óraunhæft var að bera saman verð á tveimur vöruliðum. Ilmvatnið Chanel No. 5, var annað hvort selt í stærri eða minni einingum en í bresku könnun- inni og barbídúkkan „Secret Mess- age“ er til í tveimur gerðum og ekki er vitað hvor tegundin var í bresku könnuninni. Nettó stofnar verðgæslusveit VERSLUNARKEÐJAN Nettó hefúr stofnað svokallaða verðgæslu- sveit til að bregðast við vaxandi samkeppni meðal lágvöruverðs- verslana. I fréttatilkynningu frá Nettó kemur fram að verðgæslu- sveitin hefur það hlutverk að fylgj- ast með verðlagningu og þjónustu- stigi hjá öðrum lágvöiwerslunum. Forsvarsmenn hjá Nettó telja líklegt að verðstríð sé í uppsiglingu á lágvöruverðsmarkaði á markaðs- svæðum Nettó þar sem báðir helstu keppinautar Nettó eru að opna verslanir. Meðlimir verð- gæslusveitar Nettó verða á eftir- litsferðum með handtölvur sem lesa inn vörutegundir í hillum sam- keppnisaðilanna og verður staðan metin út frá þessum upplýsingum. Of oft má rekja kerta- bruna til aðgæsluleysis Næstmestur fjöldi bruna hér á landi verður út frá kertum og kerta- skreytingum. Aætlað er að tjón af völdum kerta- bruna nemi 20-40 millj- ónum króna árlega. NÆSTMESTUR fjöldi bruna hér á landi verður út frá kertum eða kerta- skreytingum eða í 25% tilvika. Þetta kemur í ljós niðurstöðum könnunar sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fékk Félags- vísindastofnun til að gera á síðasta ári um eldvamir og bmnamál á ís- lenskum heimilum. Að sögn Fjólu Guðjónsdóttur hjá markaðsgæsludeild Löggildingar- stofu má alltof oft rekja brana af völdum kertaljóss til þess að óvar- lega er farið, þau standa á eldfimu efni og era skilin eftir logandi þegar enginn er í herberginu. Kertaskreytingar eldfimar Fjóla segir að mikilvægt sé að hafa ákveðin atriði í huga þegar kertaskreytingar eru annars vegar. „Hafið kertaskreytingar ætíð á óeld- fimu undirlagi, t.d. úr gleri eða málmi, og gætið að því að kertalog- inn nái ekki til skreytingarinnar. Best væri að hafa hólka fyrir kerti úr eldtraustu efni. Kerti brenna mis- hratt, jafnvel úr sama pakka, en oft- ast era upplýsingar um brennslu- tíma á umbúðum kerta. Til era einnig eldtefjandi efni til að úða yfir skreytingar." Margir kjósa að föndra eigin skreytingar og Fjóla segir að nokk- uð hafi færst í vöxt að líma servíettur sem skraut utan á kerti. „Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að servíettur eru eldfimar og mælir markaðsgæsludeild Lög- gildingarstofu ekki með slíkum skreytingum sökum eldhættu." Gelkerti geta verið varasöm Gelkerti eru búin til úr ákveðinni tegund olíu sem hefur stífnað. „Gel- kerti era í glösum og í botni þeirra er ýmiss konar skraut, t.d. glimmer eða skeljar. Ski-autið getur flotið upp þegar gelið í glasinu hitnar og orðið þá að aukakveik eða einfaldlega brannið þegar gelið brennur niður. Gætið þess að setja gelkerti á öruggt undirlag. Þau era mjög heit lengi eft- ir að slökkt hefur verið á þeim og því er mikilvægt að þau séu höfð þar sem börn ná ekki til, sérstaklega gelkerti sem eru með skrauti sem höfðar til barna.“ Varist að treysta á sjálfslökkvandi kerti Til eru nokkrar gerðir af sjálf- slökkvandi kertum. Kertin slökkva á sér sjálf þar sem kveikurinn endar þegar u.þ.b. 2 cm era eftir af vaxi. „Minni gerðin af sjálfslökkvandi kertum á, eins og nafnið gefur til kynna, að hafa 1 cm slökkvihæð (kerti ætluð á jólatré) en slökkvi- hæðin fyrir önnur kerti er 2 cm. Not- endur verða þó ætíð að hafa í huga að engin trygging er fyrir því að kertin slökkvi á sér sjálf og því ber að var- ast að treysta á það, t.d. ef sjálf- slökkvandi kerti eru notuð í aðventu- kransa.“ í 25% tilvika kviknar í út frá kertum. Kúlu-, þríhyrnings- og fígúrukerti Þríhymings-, kúlu- og fígúrakerti eru viðkvæm fyrir trekk og við slíkar aðstæður brenna þau hraðar en ef um venjuleg kerti er að ræða. Fjóla bendir á að þau þurfi því að vera á tryggu undiriagi sem engin hætta er á að kvikni í út frá. Kveikurinn getur losnað, flotið með vaxinu og haldið þannig áfram að brenna á borði ef því er að skipta. Kerti sem era húðuð með t.d. gull- eða silfurhúð eiga til að ósa meira en venjuleg kerti. „Einnig eru dæmi um að húð slíkra kerta bráðni utan af þeim. Fylgist því vel með kertunum og slökkvið strax ef þau byrja að ósa.“ Vermikerti þurfa aðgæslu Vermikerti eru um margt frá- brugðin venjulegum kertum og þurfa sérstakrar aðgæslu við. „Vaxið í þeim verður fljótandi stuttu eftir að kveikt er á kertinu og því er óvarlegt að færa það úr stað meðan logar á því. Látið slík kerti ætíð brenna út af sjálfu sér eða slökkvið með kerta- slökkvara. Notið aldi-ei vatn. Gætið þess að hafa vermikerti í kertastjaka sem þolir háan hita. Sumir kerta- stjakar eru með þunnum botni og get- ur undirlag þeirra sviðnað þegar vax vermikertisins hitnar. Setið vermi- kerti aldrei beint á dúk eða borð. Vermikerti má ekki setja í lokað ílát og hafa verður í huga að falleg glös sem eru ekki ætluð undir kerti þola e.t.v. ekki hitann frá vermikertinu." Ekki hafa mörg útikerti saman „Það er varasamt að setja fleiri en eitt útikerti þétt saman og kveikja á þeim þannig eða setja útikerti upp að tréstaur. Utikerti skal standa á óbrennanlegu undirlagi og aldrei á tréplötu, trépalii eða öðru eldfimu. Utikerti loga flest eingöngu á kveiknum en þó era til kerti þar sem allt yfirborð vaxins logar. Þá getur loginn náð allt að 50 cm hæð og sleg- ist til í allar áttir. Varist að snerta form af útikertum með beram hönd- um. Eldur getur blossað upp ef vatn eða snjór slettist á vaxið. Æskilegt er að koma kertum þannig fyrir að þau sjáist vel, þar sem ekki er hætta á að börn og fullorðnir reki sig í þau. Þeir sem klæðast víðum fatnaði þurfa að gæta sérstakrar varúðar í nánd við slík kerti.“ Tilboð Kress 6.695 kr Kress borvél 500 w, bitabox og taska fylgir HÚSASMIDIAN Sími 525 3000 • www.husa.is Tilvalin jolagjof Jólahandverksinariíaður *i dag lausardag frá kL 11 í jólalcjgu vershmanniðstöðimii! - miöbœ HafmirJjaröar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.