Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 1
278. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hæstiréttur Flórída hafnar umsvifalausri handtalningu vafaatkvæða
Dómarar í Hæstarétti
Framkvæmdastjórn ESB vill mikinn niðurskurð fískkvóta
Síðustu forvöð til að
bjarga fískstofnum
Brusscl. AP
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins lagði í gær til
mikinn niðurskurð á fiskkvótum í
Norðursjó og víðar en fiskifræðingar
segja, að verði ekki gripið til rót-
tækra ráðstafana hrynji stofnarnir
endanlega. Er ráðlagður niður-
skurður í þorskinum um 50% og um
70% í lýsingi.
„Við getum ekki lengur lokað aug-
unum fyrir ástandinu enda viður-
kenna sjómennirnir sjálfir, að þeir
geti ekki fiskað upp í núverandi
kvóta,“ sagði Franz Fischler, sem
fer með landbúnaðar- og sjávarút-
vegsmál í framkvæmdastjórninni.
Tillögur hennar eru þær, að þorsk-
kvótinn verði á bilinu 40 til 50.000
tonn á næsta ári en hann er 80.000
tonn á þessu ári. Verða tillögurnar
lagðar fyrir fund sjávarútvegsráð-
herra sambandsins 14. þessa mánað-
ar.
Fiskifræðingar áætla, að hrygn-
ingarstofn þorsksins í Norðursjó sé
nú um 70.000 tonn en hin líffræðilegu
hættumörk eru 150.000 tonn. Um
1970 var stofnstærðin 250.000 tonn.
Sami niðurskurður verður í
þorskveiðinni við V-Skotland og ír-
land og ýsu- og skarkolakvótinn
verður einnig skorinn mikið niður.
Þá er lagt til, að dregið verði úr síld-
veiði á vestursvæðinu um 27%.
Lýsingskvótinn í Biskajaflóa og
norður úr fer úr 42.000 tonnum nú í
11.000 á næsta ári ef tillögurnar
verða samþykktar.
Dauðadómur yfir
útgerð að mati sjómanna
Fulltrúar sjávarútvegsins í ýms-
um löndum höfðu varað við meiri
niðurskurði á kvótunum og sögðu, að
það myndi kosta fjölda manns at-
vinnuna. Framkvæmdastjórnin seg-
ir aftur, að tillögurnar séu aðeins ör-
væntingarfull tilraun til að bjarga
fiskiðnaðinum yfirleitt.
Talsmenn sjávarútvegsins í Skot-
landi og írlandi sögðu í gær, að með
tillögunum væri í raun verið að
kveða upp dauðadóm yfir útgerð og
fiskvinnslu í löndunum.
Efast um réttmæti
afskipta Hæstaréttar
hlvða
lahassee. AP, AFI^^
Washington, Tallahassee. J ,
DÓMARAR gerðu harða hríð að lög-
fræðingum forsetaframbjóðendanna
tveggja, A1 Gore, frambjóðanda
demókrata, og George W. Bush,
frambjóðanda repúblikana, þegar
þeir leituðust við að færa rök fyrir
máli sínu í Hæstarétti Bandaríkj-
anna í gær.
Lögfræðingar Bush fóru fram á
það að Hæstiréttur setti lögformleg-
an endapunkt við forsetakosning-
arnar, felldu úr gildi úrskurð Hæsta-
réttar Flórída sem heimilaði
endurtalningu í þremur sýslum rík-
isins og stöðvaði frekari endurtaln-
ingu atkvæða.
I Flórída hafnaði hæstiréttur rík-
isins beiðni Gore um umsvifalausa
handtalningu vafaatkvæða í forseta-
kosningum. Dómstóllinn hafnaði því
einnig að taka fyrir kæru lögmanna
Gore vegna atkvæðaseðla er notaðir
voru í Palm Beach-sýslu.
á málflutning
Theodore Olson, sem fór fyrir lög-
fræðingum Bush, var ekki kominn
langt af stað í málflutningi sínum
þegar dómarinn Anthony Kennedy
sagðist vilja sjá hvernig málið tengd-
ist alríkinu. Dómarinn David Scout-
er spurði hann einnig hvi alríkisdóm-
stóll ætti að blanda sér í „það sem
virðist vera mjög vel úthugsuð áætl-
un“ í Flórída til að leysa deilurnar og
fleiri dómarar tóku undir efasemdir
um réttmæti þess að alríkisdómstóll
blandaði sér í málefni Flórídaríkis.
Hæstaréttardómararnir voru
engu mildari við Laurence Tribe,
lögfræðing Gore. Sandra O’Connor
spurði hann hvort Hæstiréttur Flór-
ída hefði breytt reglum að loknum
kosningum þegar hann leyfði hand-
talningu atkvæða. Tribe sagði upp-
runalega dagsetningu ekki vera
raunverulegan eindaga, vegna þess
að innanríkisráðherra væri leyfilegt
að taka atkvæði, sem bærust seint,
til greina.
Ekki liggur fyrir hvenær úrskurð-
að verður í málinu og ólíklegt þykir
að niðurstaða Hæstaréttar, hver
sem hún verður, muni þýða endalok
málaferla og baráttunnar um fylgi
almennings í Bandaríkjunum. Einn-
ig getur verið að dómarar taki þá
ákvörðun að úrskurða ekki í málinu.
Fjöldi fólks safnaðist
saman við Hæstarétt
Eins og venja er í Hæstarétti voru
myndatökuvélar ekki leyfðar meðan
á réttarhöldunum stóð. Vegna hins
gífurlega áhuga á þeim var hljóð-
upptaka hins vegar send út að þeim
loknum en þetta er í fyrsta skipti
sem Hæstiréttur Bandaríkjanna
gerir slíkt áður en meðferð máls lýk-
ur. Fjölmargar útvarps- og
sjónvarpsstöðvar sendu upptökuna
út um leið og hún var komin í hendur
þeirra.
Fjöldi fólks hafði komið saman
fyrir utan Hæstarétt til að reyna að
tryggja sér pláss í einu af 50 sætum
sem tekin voru frá fyrir almenning.
Talið er að um 200 manns hafi varið
nóttunni fyrir utan Hæstarétt. Með-
an á réttarhöldunum stóð voru um
2.000 stuðningsmenn forsetafram-
bjóðandanna fyrir utan Hæstarétt.
Stuðningsmennfrnir voru skildir að
til að koma í veg fyrir átök þeirra á
miUi.
Á sama tíma og réttarhöldin áttu
sér stað hélt flutningur atkvæða-
seðla áfram frá þremur sýslum Flór-
ída til höfuðborgarinnar Tallahass-
ee. Dómarinn N. Sanders Sauls
fyrirskipaði í vikunni atkvæðaflutn-
inginn en hann mun í dag taka af-
stöðu til þess hvort þau verða hand-
talin á ný eins og Gore fer fram á.
Stuðningsmenn forsetaframbjóðendanna söfnuðust saman fyrir utan Hæstarétt í gær.
Stjórnar-
skipti í
Mexíkó
Mexíkóborg. AFP, AP, Reuters.
VICENTE Fox sór í gær emb-
ættiseið sem forseti Mexíkó og
ný ríkis-
stjórn tók
þá jafnframt
við völdum.
Þar með var
bundinn
endi á 71 árs
valdatíð
Byltingar-
flokksins í
landinu.
Fox er
miðjumaður í stjórnmálum og
hefurkennt sig við „þriðju leið-
ina“ svonefndu. Helstu stefnu-
mál hans i kosningabaráttunni
voru að vinna bug á spillingu og
fátækt og aflaði hann sér vin-
sælda fyrir alþýðlegt yfirbragð
og hreinskilna framkomu. Við
embættistökuna í gær hét Fox
því að útrýma síðustu leifum
einræðis í Mexíkó og stuðla að
samheldni og eindrægni meðal
þjóðarinnar.
■ Fox heitir/34
Vicente
Fox
Pinochet
í stofu-
fangelsi
Santiago. AP.
AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra Chile, hefur verið
ákærður fyrir að bera ábyrgð á
mannránum í valdatíð sinni. Dóm-
arinn, Juan Guzman, gaf út þau boð
í gær að réttarhöld yrðu haldin yfir
Pinochet vegna hvarfs 19 fanga á
fyrstu mánuðum 17 ára valdatíma
hans á stóli einræðisherra, sem
lauk 1990. Guzman fyrirskipaði
einnig að hinum 85 ára gamla Pin-
ochet yrði haldið í stofufangelsi.
Pinoehet viðurkenndi í síðasta
mánuði, með semingi þó, að bera
ábyrgð á grimmdarverkum sem
herinn framdi í valdatíð hans og
sagði í ávarpi, sem tekið var upp á
hljóðsnældu og leikið á afmælis-
daginn hans, að hann viðurkenndi
„allar staðreyndir".
Pinochet sagði í ávarpinu að
sumar af þeim ásökunum sem
bornar væru á herinn væru einung-
is áróður gegn ríkisstjórn sinni.
Hann stæði hins vegar við það sem
væri staðreynd að herinn hefði
gert.
Samkvæmt skýrslu ríkisstjórn-
arinnar sem tók við af stjórn Pin-
ochets, hurfu 3.197 manneskjur eða
voru myrtar á meðan Pinochet var
við völd.
Pinochet var handtekinn í októ-
ber 1998 þar sem hann var staddur
í Bretlandi í kjölfar handtökuskip-
unar spænsks dómara. Honum var
haldið í Bretlandi fram í mars sl.
þegar ákveðið var fyrir rétti að
hann væri of heilsuveill til að sitja
undir réttarhöldum.
Ekki er útséð um hvort réttar-
höldin munu fara fram, það veltur
m.a. á lögfræðilegum álitamálum,
þ.á m. andlegi’i og líkamlegri heilsu
Pinochets, en hann er nú að jafna
sig af bráðalungnabólgu.
Steinn Steínarr
itir ** *v» sftáuts
Metsölulisti Mbl.
Ævisögur
JJjU
JPV FORLAG
MORGUNBLAÐHD 2. DESEMBER 2000