Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 58
58 LAÚGARDÁGUR 2. DESEMBER 2000_________________ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JONKORT ÓLAFSSON nokkrar kindur og hesta til að hafa afurðir fyrir heimilið og vini og vandamenn. Því var ávallt borið á tún og heyjað í Haganesi og var það mikið tilhlökkunarefni fyrir mig að komast norður í heyskap. Konni hélt ávallt mikið upp á hesta sína og þó svo hann gæti ekki nýtt þá til reiðar hin seinni ár sinnti hann þeim af mikilli alúð og fór til þeirra nær daglega, meðan heilsan leyfði, og gaf þeim brauð og talaði til þeirra. Fallinn er nú frá einhver mesti sómamaður sem ég hef þekkt og sem únnið hefur hörðum höndum allt sitt líf til að koma sínum til manns. Níu böm og fósturböm Laugu og Konna bera gott merki um þann dugnað og elju sem var í fyrirrúmi í Haganesi. Laugu tengdamóður minni og öðr- um ástvinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Konna í Haganesi. Hans var kær- leikurinn mestur. Pétur Stefánsson. Sunnudaginn 26. nóvember sl. lést tengdafaðir minn eftir erfiða bana- legu. Ég kynntist Konna fyrst haust- ið 1970 eftir að við Björk kynntumst. Ég man að ég bar mikla virðingu fyr- A' þessum mæta manni strax við fyrstu sýn og sú virðing hefur haldist æ síðan. Konni var ákveðinn maður, athugull og sérstaklega minnugur. Hann var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og hafði virkilega gaman af söng og leiklist. Mikil leiklistarstarfsemi fór fram í Fljótum hér á áram áður og ekki var óalgengt að Konni færi með aðal- hlutverkið enda var hann góður leik- ari og hentaði afar vel í mörg aðal- hlutverk. jjfið hjónin áttum því láni að fagna að fá að fara í nokkur ferðalög með Konna og Laugu bæði innanlands og utan undanfarin ár og eigum minn- ingar úr þeim ferðum sem við mun- um ávallt gleðjast yfir. Konni var mikill Lionsmaður og var stoltur af því. Hann lagði oft hart að sér í vondum veðrum til að mæta á fundi á Hofsósi og víðar og sá ekki eftir þeim tíma sem fór í þau hug- sjónastörf sem Lionshreyfingin stendur íyrir. Konni var mikill vinnuþjarkur. Hann stundaði handfæra- og grá- sleppuveiðar frá Haganesvík frá ár- inu 1935 og allt fram á sl. vor. Ég varð þess aðnjótandi að fara með honum í nokkra róðra eftir að ég itýhntist honum og seinna eða upp úr 1980 nutu synir mínir þess hins sama og vora á handfæram með afa sínum á sumrin og lærðu þar að gera mikl- ar kröfur til sjálfra sín enda var Konni ávallt ósérhlífinn þótt hann gerði einnig kröfur til þeirra sem með honum voru. Auk þess að stunda sjósókn og landbúnað vann Konni mikið við línulagnir fyrir RARIK og vora honum falin ýmis trúnaðarstörf í sambandi við það. Símstöðvarstjóri var hann í Haga- neshreppi þar til símstöðin var lögð niður og eftirlitsmaður með endur- varpsstöðvum sjónvarps. Það segir sig sjálft að öll þessi störf kölluðu á gott samstarf milli þeirra hjóna og kom símavarslan og landbúnaðurinn oft til kasta Laugu enda Konni oft víðs fjarri um langan tíma við línu- lagnir eða á vertíð. Allir strákarnir okkar fjórir nutu þeirra forréttinda að vera í sveit hjá afa sínum og ömmu og myndaðist þar samband sem þeir munu ávallt minnast með hlýhug og kátínu. Oft var gripið í spil þar sem reynir mikið á skoðanaskipti manna í milli og veit ég að ungu mennirnir höfðu mikið gaman af skörpum skoðanaskiptum þeirra eldri um framgang spilsins og eþki vantaði keppnisskapið. Til era Otal spil sem rakin era aftur og aftur mönnum til ánægju um eftirminni- lega spilamennsku í Haganesi. Elsku Lauga, síðastliðið ár hefur verið erfiður tími fyrir þig og þú staðið þig vel. Við Björk biðjum góð- an guð að styrkja þig og gefa þér kraft til að horfa björtum augum til Jramtíðar með þökk fyrir það sem lioið er því ég veit að það var hinsta kveðja þíns ástkæra eiginmanns. Elsku Konni, við hjónin viljum nú á skilnaðarstundu þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og strákunum okkar. Það vora oft erfið- ir tímar hjá þér hér á meðal mann- anna þótt kátt væri þess á milli en nú veit ég að þú ert í góðum höndum Guðs almáttugs og ég veit að þar líð- ur þér vel og þar munum við hittast í fyllingu tímans. Deyrfé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan getar. (Úr Hávamálum.) Hvíl þú í friði. Jón Sigurbjörnsson. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt þennan heim. Þú gafst okkur mikið af sjálfum þér, alltaf svo lífsglaður og kátur. Stundh’nar sem við áttum í Haga- nesvík vora margar og góðar. Af þér lærðum við allt um bústörfin og ófá- ar vísurnar, svo eitthvað sé talið. Harka þín síðustu árin vai’ mikil, en við eram fegin að stríð þitt er á enda. Þú litaðir heiminn fógram litum og þér munum við aldrei gleyma. Nú sefur sól í húmi hljótt, nú breiðist yfir niðdimm nótt. Drýpur tár af vangans kinn er ég kveð þig nú í hinsta sinn. Nú hvflir þú í Drottins skaut, ferðalúinn á langri braut. Syngja svanir tregar óð þín minnast liðins æskumóð. I blænum fmnast öll þín spor, grundin gróin, fagurt vor. Nú blómlega sveit signir sól. Nú ríkir þögn við bæ og ból. (KarlEmil.) Þín Sigrún, Ólöf, Jón Kort og Evert Rúnar. Elsku, elsku litli afi okkar. Núna þegar þú ert hjá guði og horfir niður til okkar finnst okkur Alfreð leiðin- legt að geta ekki heimsótt þig og hestana og litlu folöldin. Mér fannst hræðilegt þegar litla folaldið okkar var drepið um daginn því að það var svo fallegt og saklaust. Við Alfreð söknum þín og vonum að þér líði vel hjá guði og biðjum fyrir þér á kvöld- in eftir að við höfum sagt bænirnar okkar. Jórunn og Alfreð Kárabörn. Elsku afi, þá era þrautirnar að baki og við vitum að þú ert kominn á góðan stað og þér líður vel. Hann afi okkar var mikill og litrík- ur persónuleiki sem aldrei mun renna okkur úr minni. Við áttum allir því mikla láni að fagna að hafa fengið að alast upp að nokkra leyti í Haga- nesi. Það var alltaf eftirsóknarvert hjá okkur bræðranum að komast í sveitina til afa og ömmu í Haganes sem var eitt mesta fyrirmyndarbú í Fljótunum. Alltaf var nóg að gera á bænum enda fjölbreyttur landbún- aður sem þar var stundaður alla tíð, auk sjósóknar. Ýmislegt var brailað í sveitinni við misjafna kátínu hjónanna í Hagan- esi, t.d. að kenna hænunum að fljúga, reykja sígarettur í hlöðunni, keyra fullgeyst á farartækjum bæjarins og svo má lengi teija. Afi var sérstak- lega ósérhlífinn og duglegur maður sem reyndi margt á sinni viðburðar- íku ævi. Margar kunnar sögur era til af afa þar sem hann var kominn í hann krappan en það var eins og vemdarhendi væri haldið yfir honum alla tíð. Hann var hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann var, söng manna hæst og hafði gaman af því að segja gamanmál og fara með vísur, sem hann kunni ótrúlega mikið af. Þær vora ófáar stundirnar sem við skemmtum okkur við spilaborðið, þá var nú heldur betur líf í tuskunum og gjarnan spilað langt fram eftir nóttu. Elsku amma, undanfarnir mánuð- ir hafa verið þér mjög erfiðir, þú hef- ur staðið sem klettur við hlið afa í þessum miklu veikindum hans. Við biðjum almáttugan Guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum og veita þér kraft til þess að horfa björtum augum til framtíðar. Elsku afi, við þökkum þér fyrir all- ar samverastundimar. Við trúum að þú hafir gert okkur að betri mönn- um, betri æsku og betra uppeldi var ekki hægt að hugsa sér. Þóégsélátinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann meðharmiogótta. Egersvonærri að hvert tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þó látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.ók.) Hafðu þökk fyrir allt og hvíl þú í friði. Ólafur, Steinar, Birkir og Ingvar Jónssynir. Sunnudaginn 26. nóvember kvaddi Jón Kort Ólafsson, elskuleg- ur afi minn, þennan heim. Það er erf- itt að takast á við það að þú sért dá- inn, farinn frá okkur á betri stað. Það er svo sárt að vita til þess að maður fái ekki að sjá þig aftur í lifanda lífi. Elsku afi, þú varst mér alltaf svo góður, ég leit á þig sem goðið mitt. Vitur, góður, hjartahlýr og tryggur era allt orð sem lýsa þér. Þú varst góður söngvari og leikari og hlátur þinn og skopskyn lýsti upp erfiðan dag. Þú gafst mér svo mikið af þér, kenndir mér alls konar vísur og söngva, leyfðir mér að koma með þér að hugsa um dýrin sem þú varst allt- af svo góður við. Þegar ég var lítil settir þú upp rólur fyrir okkur barnabörnin sem hanga enn í þvotta- stauranum, þar gat ég hangið svo tímunum skipti. Þú brást þér í gervi jólasveins á jólunum til að gleðja mig, skarst jólasteikina og last á pakkana við jólatréð. Síðasta vikan sem ég dvaldi hjá þér og ömmu var mér dýrmæt, sund- ferðirnar okkar, spjallið sem var bara milli þín og mín og allur kær- leikurinn sem streymdi á milli okkai- var yndislegur. Það var svo gott að geta verið þín stoð þó að það væri í svo stuttan tíma því þú áttir það svo sannarlega skilið af mér. Þú varst orðinn reyndur á sviðum slysa því þú varst ekki sá allra heppnasti. Þú varst einn sá mesti hrakfallabálkur sem ég veit um. Þú varst stoltur at- orkumaður og margt hafði drifið á daga þína, ég fékk aldrei nóg af sög- unum þínum. Sögumar af Hólum, einstakt göngulag, afalyktin og hvatningarorð þín sitja föst í mér. Elsku afi, þú barðist dyggilega fyrir lífi þínu og ég vona að þú hafir heyrt það seinasta sem ég sagði við þig en það vora þessi orð; „Elsku afi, mér þykir svo vænt um þig“. Ég sakna þín svo sárt, hugsanirn- ar þjóta um huga minn á ljóshraða og tárin læðast fram. Þú átt þinn stað í hjarta mínu og erfitt verður að fylla það tómarúm sem myndaðist inni í mér þegar ég fékk að vita að þú værir allur. En núna ertu kominn á betri stað, þar sem þér líður betur og ég veit að þú fylgist með okkur. Um leið og ég kveð þig, elsku afi minn, með kærri þökk fyrir allt sem þú gafst mér og okkur öllum, vil ég votta ykkur, elsku amma mín, mamma og öðram aðstandendum mína innilegustu samúð. Elsku afi, Guð geymi þig. Þín Kolbrún. Elsku Konni afí, þú varst svo góð- ur, gafst mér nammi, ást og hlýju. Það var svo gaman að fá þig í heim- sókn og fara í heimsókn til þín og fá stafinn þinn lánaðan. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og lékst við okkur. Ég sakna þín svo mikið. Ég elska þig. afi minn. Astarkveðja, Pálmar Orri. Það er skammt stóra högga á milli. Sunnudaginn 26. nóvember kveður Jón Kort Ólafsson í Haganesi þetta jarðneska líf, daginn áður, 25. nóv- ember, var Pétur M. Sigurðsson, mágur Korts, jarðsettur frá Selfoss- kii’kju. Svo þessar fjölskyldur hafa í mörg hom að líta við að kveðja þessa heiðurs menn og syrgja. Með fáum línum ætla ég að kveðja þennan sveitunga minn, frænda og skólabróður síðustu kveðjunni. Við munum ekki hafa verið háir í lofti þegar við vissum fyrst hvor af öðr- um. Tímarnir breytast og mennirnir með, já og vegalengdir líka. í dag þykir leiðin ekki löng frá Haganesi fram í Stíflu, en í okkar ungdæmi var þessi leið ekki farin nema þörf væri til. Snemma var byrjað að nota mig til sendiferða og þar á meðal í verslun- arferðir til Haganesvíkur bæði sum- ar og vetur. Þá var stundum gott að koma við á æskuheimili Korts hjá frænku minni Jóranni móður hans, þar sem maður fékk ætíð góða hress- ingu og atlæti. Þótt ekki væri lengra milli heimila okkar en raun bar vitni urðu okkar fyrstu raunverulegu kynni ekki fyrr en haustið 1939 er við mættumst til skólavistar á bænda- skólanum Hólum í Hjaltadal og urð- um herbergisfélagar fyrri vetur okk- arþar. Við þessi nánu kynni komu vel fram kostir hans og heiðarleiki. Hann hafði heilbrigðan metnað til allra góðra verka, var samviskusam- ur í námi og náði þar góðum árangri, drenglundaður og gerði öðrum aldrei rangt til, tók málstað þess minni máttar, ef um það var að ræða, enda með reynslu í þeim efnum úr foreldrahúsum, sem vora skjöldur og skjól lítilmagnans. Þá var Kort vel liðtækur í öllum félagsmálum og leikjum, harðskeyttur í knattspyrnu og mörgum skeinuhættur þar. Eftir skólavist okkar á Hólum slitnaði hið daglega samband okkar, en við fylgdumst eigi síður hvor með öðram úr fjarska. Ég held það sé ekki ofsagt að þessi ’39-árgangur Hólasveina hélt ótrúlega vel hópinn í gegnum tíðina eftir vera okkar þar. Rifjuðum við þar upp minningarnar auk líðandi stundar. Oftar en ekki, þegar stofnað var til þessara bekkj- armóta, var Kort með þeim fyrstu til að melda þátttöku sína. Hann var meira en óbreyttur þátttakandi, hann var alltaf í broddi fylkingar og hrókur alls fagnaðar með söng og frásögnum. Þessi bekkjarmót okkar hefðu orðið svipur hjá sjón án Jóns Korts, og hafi hann þökk fyrir alla þá skemmtun og ánægju sem hann veitti þessum gömlu félögum sínum. Fyrir rösku ári mættum við níu fé- lagar ásamt betri helmingi okkar og nutum góðrar kvöldstundar og þai’ var Kort einn af níu. Smátt og smátt hafa þessir félagar verið að týna töl- unni og hverfa yfir móðuna miklu og óþekktu. Mér telst til að ofar foldu séu 10 eftir af 27 sem vora í bekknum vet- urinn 1940-41. Ég veit að Kort bar góðan hug til vera sinnar á Hólum og skólafélaganna. Ég ætla ekki að fara um víðan völl í lífshlaupi Jóns Korts, það munu aðrir gera. En Kort var meira en venjulegur bóndi. Manni fannst með ólíkindum hvað hann náði að spanna yfir stórt svið í hinum verklegu störfum. En þessi góði vin- ur minn hefur gengið götuna fram eftir vegi til góðs. Er ég heimsótti þau hjón Guðlaugu og Kort í septem- ber nú í haust leyndi sér ekki að hann var orðinn sjúkur maður og sjáanlegt að hverju dró. En þótt samtalið væri dálítið á reiki var hann hress í andanum eftir því sem efni stóðu til. Ég enda þessar línur með samúðarkveðjum til aðstandenda, og kveð þig kæri vinur með þökk fyrir allt og bið þér Guðs blessunar. Guðmundur Jóhannsson. Undanfarna mánuði hefur hugur minn oft reikað til Konna í Haganesi þar sem ég vissi að heilsa hans var brostin. Nú við lát hans er mér efst í huga innilegt þakklæti íyrir allt það sem hann gaf mér með allri sinni tryggð og góðu fordæmi. Persónuleiki Konna var einstak- lega skemmtilegur. Hann var fljótur að hugsa og hafði ávallt hnyttin til- svör á reiðum höndum. Hann hafði skoðanir á flestum málum og var fylginn sér og rökfastur. Ég man þegar ég tiplaði í kringum sláturhúsið í Haganesvíkinni sem lít- ill patti, var mest að forvitnast og reyndi að láta fara lítið fyrir mér. Konni kom auga á mig og var ekki lengi að ná til mín með sínum ein- staka hressileika og góðmennsku. Hann útvegaði mér strax verkefni við hæfi sem hann greiddi mér seinna fyrir úr eigin vasa. Honum hafði þarna tekist að gleðja lítið hjarta og fyllti um leið ungan dreng krafti og trú á sjálfan sig. Síðar átti ég því láni að fagna að vera sumardrengur hjá þeim Konna og Laugu. Sá tími er mér mjög dýr- mætur þar sem ég naut mikils kær- leika og vináttu þeirra hjóna. Mér er það minnisstætt þegar ég velti því fyrir mér í fullri alvöra hvort Konni gæti lesið hugsanir mínar, hann var svo sannarlega næmur á tilfinningar mínar og þarfir. Síðan era liðin mörg ár og tryggð Konna við mig og fjölskyldu mína hefur haldist óslitin. Þótt fjöll hafi skilið okkur að þá var fylgst með úr fjarlægð og hvatning og stuðningur aldrei langt undan. Nú á kveðjustundu dvelur hugur minn hjá Laugu og fjölskyldunni allri, þeim sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur með eftir- farandi orðum: Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvfla þeim, er vini syrgir. í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Og tárin, sem þá væta vanga þinn, er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft í munni. Þá líður nóttin þufum draumum í, svo ljúft, að kuldagust þú fmnur eigi, og, fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn lýsir yfir nýjum degi. (Hannes Hafstein.) Vertu sæll kæri vinur, biessuð sé minning þín. Haukur Eiríksson. Lítill fugl á laufgum teigi Losar blund á mosasæng. Heilsar glaður heiðum degi Hristir silfur dögg af væng. Flýgur upp í himinheiðið, Hefur geislastraum í fang, Siglir morgunsvala leiðið, Sest á háan klettadrang. (Sigfús Halldórsson.) Nú er hann Konni kominn til engl- anna og harðri baráttu lokið. Konni og Lauga reyndust móður minni mjög vel alla tíð. Hann Konni var skemmtilegur maður, ekki þurfti hann vín til að gleðjast, yfirleitt var hann hrókur alls fagnaðar. Á þorrablótum fór hann á kostum þegar hann flutti gamanmál um sveitunga sína en í minningunni var þetta aðal-skemmtiatriðið. Tilburðir og raddbeiting var þvílík að maður varð hugfangin af. Fjölda- söng stjórnaði hann t.d. á ættarmót- um hvort sem það var úti við varðeld eða inni í sal. Eg mun ávallt minnast hans sem gleðigjafa. Elsku Lauga frænka og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Brynja Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.