Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ +Arnþrúður Helga Magnús- dóttir Aspelund fæddist á ísafirði 7. desember ^ 1906. Hún lést á ísafirði þriðjudaginn 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Helga r Tómasdóttir, hús- móðir, f. 17. júlí 1873, d. 22. október 1951, og Magnús Ólafsson, prent- smiðjustjóri á ísa- fírði, f. 3. júlí 1875, d. 10. aprfl 1967. Arnþrúður var fimmta í hópi níu systkina, hin eru: Halldóra Kristín, f. 22.8. 1989, d. 26.9. 1991; Lára, f. 3.6. 1900, d. 14.5. 1959; Ólafur Ing- ólfur, f. 24.4. 1902, d. 11.5. 1999; Sigrún Anna, f. 24.11. 1904, d. 7.7. 1981; Elín Margrét, f. 9.6. 1909, d. 7.6. 1979; Tómas Emil, f. 31.5. 1911, d. 21.1. 1996. Eftir lifa Halldór Magnús, f. 15.8. 1912, og Jónas, f. 31.1. 1916. Arnþrúður giftist 29.11. 1930 Harald Aspelund, f. í Osló 28.12. 1898, d. 10.10. 1979. Foreldrar hans voru Karoline Julie og Carl P. Aspelund. Börn þeirra eru: 1) Karl, f. 18.10. 1930, kvæntur Agnesi Hallvarðsdóttur. Börn þeirra eru Harald, Hallvarður Einar, Guð- rún og Arnþrúður Helga. 2) Magnús, f. 14.12. 1931, kvæntur Daðínu Rannveigu Friðriksdótt- ur. Börn þeirra eru Friðrik, Helga, Harald, Kristinn Arnar og Elfn Arna. Fyrir átti Magnús Gunnar Gauk. 3) Stúlka, f. 28.1. 1939, d. 4.2. sama ár. 4) Heiga Sigrún, f. 30.12. 1942, gift Pétri Guðna Einarssyni, látinn 29.10. 2000. Börn þeirra eru Einar, Hildur Elísabet og Harald. Fyrir átti Helga Örnu. Barnabarna- börnin eru orðin tuttugu og þrjú. Arnþrúður stundaði nám við húsmæðraskólann Ósk á ísafirði árið 1928, hún lærði ljósmyndun hjá M. Simson á ísafirði, Vigni og Sigurði Guðmundssyni í Reykjavík, hún setti upp eigin ljósmyndastofu á Isafírði um 1945 og vann að iðn sinni um margra ára skeið. Arnþrúður var ein af stofnendum Sunnu- kórsins og er si'ðasti stofnandinn sem fellur frá, hún söng í kirkjunni og með Sunnukórnum í marga áratugi. Utför Arnþrúðar fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ARNÞRÚÐUR . HELGA MAGNÚS- DÓTTIR ASPELUND Elsku amma mín. Það er jú víst bara einn sem ræð- ur. Þessum orðum þínum tókum ég og Einar bróðir minn sérstaklega * vel eftir þegar við hittum þig núna í byrjun nóvember, þá í síðasta skipti. Þessi orð þín lýsa vel trú þinni á Guði, þú varst ekki hrædd við að deyja, því að þú vissir að dauðinn er ekki eitthvað sem er slæmt. Nú er biðin þín eftir að fá að fara á enda og ég veit að Guð hefur tekið frá heið- urssæti fyrir þig í himnaríki þar sem þú munt geta fylgst með okkur og haldið áfram að biðja fyrir okkur fólkinu þínu eins og þú gerðir alla tíð. Ég gleymi því aldrei amma mín Jvvað ég elskaði að koma í heimsókn tií þín á ísafjörð, fyrst á Aðalstrætið og svo á Hlíf. Amma, ætli við höfúm ekki átt heimsmet í að spila Rommý? Ég man að við gátum spil- að Rommý klukkustundum saman. Nú spilum við víst ekki oftar Rommý, því að þú ert búin að loka í síðasta skiptið. Elsku amma mín, þetta haust hefur verið það áhrifa- mesta í mínu lífi, það er skrítið og erfitt að sætta sig við að þurfa að kveðja nánast á sama tíma tvær af þeim manneskjum sem maður elsk- aði hvað mest í lífinu. Elsku amma, viltu fara til pabba og taka utan um hann og kyssa hann á kinnina frá mér. Elsku amma mín, nú veit ég að þér líður vel. Minningin mín um stórkostlega ömmu mun lifa að ei- lífu. Takk fyrir mig amma. Harald Pétursson. Blessunin hún Adda, föðursystir mín, hefur kvatt þetta jarðlíf, 94 ára að aldri, og horfið til betri heima. Hún sagði mörg síðustu árin að hún væri löngu tilbúin í ferðalagið og nú er hún farin. Líklega varð hún að einhverju leyti afhuga þessu jarð- lífi eftir mikið bílslys árið 1983 er Anna Halldórsdóttir, frænka henn- ar, lést en sjálf var hún við dauðans dyr mánuðum saman. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt um 50 ár aftur í tímann, vestur á Isa- fjörð. Húsið þeirra Haralds var svolítið sérkennilegt. Þegar inn var komið var á vinstri hönd stór skrifstofa Haralds, en hann lést árið 1979, til hægri var enn stærri salur, ljós- myndastofa Öddu. í bamsminninu a.m.k. voru þessir salir afskaplega stórir. Adda var Ijósmyndari að at- vinnu og þjónaði ísfirðingum í fjöldamörg ár. Áreiðanlega leynast margir gimsteinar í Ijósmyndasafni hennar. Myndir voru að sjálfsögðu svart- hvitar á þessum árum. Það olli Öddu ekki mildum vandræðum því hún lit- aði myndir sínar á listilegan hátt. Ég var svo heppinn að Adda tók mig upp á arma sína, á meðan undir- ritaður gaf sér tíma, og ætlaði að kenna mér ljósmyndun. Því fékk ég að dvelja langdvölum í myrkraher- berginu, fyrst með Öddu en síðar þegar hún hafði kennt mér undir- stöðu þessa galdurs var ég mörgum stundum einn að bjástra í myrkrinu og lærði mikið, þótt hugurinn stefndi síðar í aðrar áttir. Ekki síður rifjast upp jólaævin- týrin sem gerðust á ljósmyndastof- unni. Stórfjölskylda afa og ömmu í Sól- götu 1, þar sem nýja kirkjan stendur nú, kom alltaf saman á ljósmynda- stofunni um hátíðimar. Þar var jóla- veisla þar sem einkum var hugsað um okkur börnin. Þar dönsuðu allir í GEIR G UÐBRANDSSON + Geir Guðbrands- son, pípulagn- ingameistari og netagerðarmaður á ísafirði, fæddist 1. maí 1933. Hann lést 23. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá ísafjarðarkirkju 29. nóvember. Ég kveiki á kertum mínum er ég sest niður til að minnast þín, frændi sæll! Það eru Ijúfar minningar sem ég á um það þegar ég kom í heim- sókn til þín í Sólgötu 5 gagngert til að kveðja húsið, sem afi okkar Hall- dór Ólafsson byggði árið 1905, áður en þú seldir það. Ég naut þess að skoða allt og kveðja í fylgd þinni, ^þar á meðal myndimar af honum afa okkar eftir manninn minn. Fyrsta morguninn er við sátum yfir morg- unverði og töluðum um liðna tíð heyrðust miklar dranur, ég hélt að nú væri Gleiðahjall- inn að hrynja, við þustum út á götu til að sjá hvað um væri að vera og sáum að nú var gríðarstór jarðýta að taka fyrstu skóflu- stungu að nýju kirkjunni sem þú ert nú kvaddur hinstu kveðju í dag. Elsku frændi, skap þitt minnti mig á hana mömmu þína sem var alltaf í góðu skapi og til- svör þín minntu svo oft á afa Hall- dór. Ég efast ekki um að þú eigir góða heimkomu og óska ég þér góðrar ferðar. Guð blessi þig. Kær kveðja, Fjóla Sigmundsdóttir. kringum jólatré, með lifandi ljósa- skreytingum. Bæði börn og fullorðn- ir sungu. Það var alltaf sungið og sungið óskaplega mikið enda ótrú- legir söngsnillingar allt um kring. Oft rak svangur krakkinn nefið inn í Aðalstrætinu hjá Öddu, rölti upp stigann upp á loft, kíkti inn í stofuna, þar sem píanóið og fiðlan hans Haralds var ásamt fleiri for- vitnilegum hlutum. Alltaf endaði maður þó í eldhúsinu. Þar stóð ekki á kræsingunum. Ávallt átti hún eitt- hvað í svanginn þegar litið var inn og ekkert var skorið við nögl. Adda var sérlega falleg kona, dökkhærð, dökkeygð með töfrandi bros, sem hún notaði óspart. Glæsi- leg á velli. Eins og foreldram og systkinunum vora henni gefnir mikl- ir hæfileikar til lista. Faðir minn heitinn sagði mér að hún hefði haft undra fallega söngrödd, og þótt svo góð að þáverandi söngmálastjóri hefði hvatt hana kröftuglega, jafnvel boðið henni styrk vildi hún fara til söngnáms á Ítalíu. E.t.v. hefur lítil- lætið komið í veg fyrir að af yrði eða fjölskyldan verið komin til sögunn- ar. Um ástæðu þess að hún fór ekki skal ekki fullyrt hér. Adda söng mikið í kóram fyrir vestan en ekki minnist ég hennar í leiklistinni þar sem foreldrar og systkin vora þó driffjöður í leikstarf- inu í áratugi. Er þar skemmst að minnast systur hennar, leikkonunn- ar Sigrúnar Magnúsdóttur, sem starfaði einnig um árabil að leiklist í Reykjavík, m.a. við Þjóðleikhúsið. Hæfileikar til lista birtust einnig á fleiri vegu. Það kom nefnilega í Ijós er hún var komin á Hlíf, dvalarheim- ili aldraðra á ísafirði að handavinna og hannyrðir hennar urðu fólki undranarefni. Hún dró upp undra- fagrar og smágerðar blómamyndir og fleira af ótrúlegum næmleik. Því miður skildi leiðir um langt árabil, m.a. vegna búsetu undirrit- aðs erlendis og síðar langvarandi dvalar annars staðar á landinu. Upp úr 1985 gáfust svo tilefni til ferða vestur. Aldrei var þá komið svo til ísafjarðar að Adda væri ekki heim- sótt. Stundum var bankað upp á hjá Jónasi, yngsta bróður hennar, og við röltum saman til Öddu. Þar var gjarnan setið í 2-3 tíma við kræsing- ar, sem hún bar fram og aldrei mátti aðstoða hana í eldhúsinu. Hún vildi bjarga sér sjálf. Síðan var setið, spjallað, gamlar myndir skoðaðar og gamlar, góðar minningar rifjaðar upp. Adda átti sögur um hverja mynd, sem þó vora alls ekki fáar. Nú verða heimsóknimar vestur fátæklegri. Fastur punktur er horf- inn. Hafðu kærar þakkir fyrir allar ánægjustundimar og bænirnar mér og mínum til handa. Karli, Magnúsi og Helgu og fjöl- skyldum þeirra færi ég og mitt fólk innilegar samúðarkveðjur. Góða ferð, kæra frænka, og skil- aðu kveðju. Magnús Helgi Ólafsson. GISLIPETUR ÓLAFSSON Gísli Pétur Ólafs- son fæddist á Læk í Viðvíkursveit í Skagafírði 28. júm' 1922. Hann lést í Reykjavík 19. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Gísla- dóttir, f. 6. aprfl 1893, d. 7. maí 1965 og Ólafur Jónsson, f. 22. febrúar 1890, d. 31. ágúst 1974. Syst- ur Gísla Péturs eru Margrét Lilja, f. 7. aprfl 1921, gift Herj- ólfi Sveinssyni og Sigurlaug, f. 26. september 1927, d. 12. maí 2000 en eftirlifandi maður hennar er Óskar K. Ólafsson. Gísli Pétur ólst upp í Kýrholti í Viðvíkursveit en þá bjuggu þar móðurforeldrar hans, Gísli L. Pét- Fyrstu kynni hafði ég af Gísla, móðurbróður mínum, þegar hann kom í stuttar heimsóknir til foreldra minna sem þá bjuggu í Hofstaðaseli í Skagafirði. Ég þekkti þá ekkert til þeirra framandi heima sem leyndust utan fjallahrings Skagafjarðar og var ekki laust við að ég liti upp til þessa lífsreynda manns og heimsborgara sem svo víða hafði farið og kunni skil á svo mörgu. Á þessum árum vann hann hjá símanum, fór landshorn- anna milli og kynntist landinu og fólkinu og ég held helst að hann hafi aldrei gleymt andliti. Hann hafði ursson og Margrét Bessadóttir ásamt Bessa, syni sínum, og konu hans Elín- borgu Björnsdóttur. Að loknu námi við héraðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði starfaði Gísli Pétur m.a. hjá Landsímanum um skeið en eftir að hann fluttist alfarinn til Reykjavíkur var hann afgreiðslumað- ur í vínbúð ÁTVR um árabil. Hann var ókvæntur og barnlaus. Minningarathöfn um Gísla Pét- ur fór fram í Háteigskirkju 29. nó- vember si'ðastliðinn en útför hans verður gerð frá Viðvíkurkirkju í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ætíð ánægju af ferðalögum og notaði gjarnan frí til að ferðast bæði innan lands og utan. Á unglingsárum fór Gísli í skóla að Reykjum í Hrútafirði. Hann reyndist námsmaður í fremstu röð en skóla- gangan varð ekki lengri því þeir tím- ar vora ekki enn rannir upp að bók- vitið yrði látið í askana. í þeim efnum var hann undir sömu sök seldur og margir jafnaldrar hans. Eftir tvítugt eða þar um bil dvald- ist Gísli ekki langdvölum í Skagafirði en rætumar slitnuðu aldrei, hann var trúr upprana sínum og þar er honum SIGURJON FANNDAL TORFASON + Sigurjón Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 7. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Valfríður Sigurðardóttir frá Stóra-Fjarðarhomi og Sigurður Torfi Sigurðsson frá Bæ á Selströnd í Stranda- sýslu, og var Sigurjón þriðji elstur sjö bama þeirra. Systkini Siguijóns em 1) Sigvaldi, f. 1922, d. 1998. 2) Sigur- karl, f. 1926, d. 1997. 3) Guðbjörg, f. 1929. 4) Sigurrós, f. 1929. 5) Svavar, f. 1933. 6) Sighvatur, f. 1936. Siguijón bjó alla tíð í Hvítadal, fyrst ásamt foreldrum sínum en 1973 hóf hann búskap með eftir- Nú er dimmt í dalnum heima dáið, frosið sérhvert strá. Minningar og myndir streyma mér í hugann æsku frá. Þessar línur komu mér í hug er ég leit út um gluggann heima í Hvítadal miðvikudagsmorguninn 22. nóvember sl. eftir að Elsa mág- kona mín hafði hringt til mín og sagt mér að Sigurjón bróðir minn hefði andast þá um nóttina og beð- ið mig að tilkynna Torfa syni þeirra lát föður síns. Á slíkum stundum þjóta minn- ingar og myndir liðinna ára gegn- um hugann og oft verða myndir æskuáranna skýrastar. Myndir æskuáranna heima í Hvítadal þar sem glaðværð og gáski ungs fólks setti svip á hvern dag og átti Sig- urjón stóran þátt í að skapa þá glaðværð með léttleika sínum og smellnum tilsvörum, en honum var einkar lagið að sjá hlutina í öðru og bjartara ljósi en margir sam- ferðamanna hans. Eins era sam- lifandi konu sinni, El- ísu Berthelsen, f. 30. aprfl 1939. Foreldrar hennar eru Sesselja Pétursdóttir og Sóf- us Berthelsen sem búa í Hafnarfírði. Siguijón og Elísa eignuðust tvö böm, stúlku, sem fæddist andvana 1976, og Sigurð Torfa, f. 1977, sem býr í Hvítadal. Börn Elísu em: Erl- ing, maki Monika Einarsdóttir, Herdís, maki Jósteinn Ólafs- son; Ingigerður, maki Birgir Lúð- víksson; Skúli, maki Stella M. Blöndal; Sesselja Vilborg, maki Halldór Þórisson og Guðmundur, maki Rannveig Lárusdóttir. Barnabömin eru 21. Utför Sigurjóns fer fram frá Staðarholtskirkju, Saurbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14. verustundirnar sem við áttum þeg- ar við vorum orðnir tveir einir eftir hjá foreldrum okkar ógleymanleg- ar og tengdu okkur mjög nánum böndum sem aldrei hafa slitnað. En Sigurjón sem var þriðji í aldursröð okkar systkinanna byrj- aði snemma að aðstoða við búskap- inn og þegar systkinin fluttu hvert af öðra að heiman kom það í hans hlut að vera eftir og aðstoða for- eldra okkar og var hann þeim sú hjálparhella sem þau þurftu á að halda og það leysti hann eins og allt sem hann gerði af mikilli sam- viskusemi og góðvild allt til að fað- ir okkar andaðist og móðir okkar flutti til Reykjavíkur. Árið 1973 hóf Sigurjón búskap í Hvítadal með eftirlifandi konu sinni Elísu Berthelsen. Foreldrar hennar era hjónin Sesselja Péturs- dóttir og Sófus Berthelsen búsett í Hafnarfirði. Börnum Elísu reyndist Sigurjón sem besti faðir og þau og börn þeirra hafa líka reynst honum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.