Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjónarmið íslands mæta skilningi Sendiherrar Islands í ríkjum ESB telja erfítt að ráða í endanlega afstöðu ríkjanna þegar til kasta ráðherraráðs sambandsins kemur í Brussel á mánudaginn. Skilningur er mestur á afstöðu Islands meðal Norðurlandaþjóða og Breta en stjómmálamenn í öðrum ríkjum eru undir miklum þrýstingi almennings. Sigríður Á. Snævarr Hörður H. Bjamason Kornclíus Sigmundsson SENDIHERRAR íslands í ríkjum Evrópusambandsins, ESB, hafa síð- ustu daga unnið hörðum höndum við að koma sjónarmiðum íslands á íram- í'æri vegna yfirvofandi banns ESB á notkun dýramjöls í skepnufóður og þar með töldu fiskimjöli. Þau skilaboð bárust úr utanríkisráðuneytinu til sendiráðanna að ganga á fund þar- lendra stjómvalda og þrýsta á um að fiskimjöl verði undanþegið banninu. Tillaga um slíkt bann hlaut ekki til- skilinn meirihluta í sérfræðinganefnd dýralækna hjá ESB í Brussel á fimmtudag og verða greidd atkvæði um tillöguna á fundi ráðherraráðs Evrópusambandsins næstkomandi mánudag. Bretar, Svíar, Finnar og Belgar voru á móti banninu í dýra- læknanefndinni og fulitrúar Dana, Hollendinga og íra sátu hjá. Af sam- tölum sem Morgunblaðið átti við nokkra sendiherra í gær er ljóst að viðbrögð við sjónarmiðum íslands er mismunandi eftir ríkjum. Afstaðan er frekar jákvæð á Norðurlöndunum og í Bretlandi en andstaðan meiri í Frakklandi og Þýskalandi, enda hafa þau lönd samþykkt lög heima fyrir sem banna notkun á dýramjöli til skepnufóðurs og hafa átt frumkvæði að slíkri tillögugerð innan ESB. Erfíð staða í Frakklandi Frakkar riðu á vaðið á dögunum og samþykktu lög á sínu þingi sem bönn- uðu notkun alls dýramjöls í skepnu- fóður. íslenska sendiráðið í París kom sjónarmiðum íslands þegar á fram- færi og lýsti yfir undrun á því að fiski- mjöl væri ekíd undanþegið banni. Þau svör fengust frá frönskum stjómvöld- um að hætta væri á smiti frá fiskimjöli við annað mjöl, t.d. við flutning með vöruflutningabifreiðum. Að sögn Unnar Orradóttur Ramette, við- skiptafulltrúa í sendiráðinu, var ákvörðun um bannið algjörlega póli- tísk, vísindamenn hefðu ekki verið með í ráðum. Við slíkar aðstæður væri erfitt að aðhafast í málinu. Sigríður A. Snævarr, sendiherra Islands í París, sagði að staðan í Frakklandi væri ákaflega viðkvæm og erfið. Kúariðutilfelli í Frakklandi hefðu tvöfaldast frá því í fyrra og franskir stjómmálamenn væru undir miklum þrýstingi almennings að grípa tii einhverra aðgerða. Sigríður sagði það hafa verið forgangsmál í sendiráðinu að koma sjónarmiðum ís- lands sem víðast á framfæri í franska stjómkerfinu. „Þetta era mennimir með frum- kvæðið að þessu öllu saman og það segir alla söguna. Frakkar era fýrst og fremst að hugsa um að loka öUum gáttum sem geta aukið möguleika á að kúariða breiðist út. Fólk viU geta treyst sínum stjómvöldum tU að setja öflugar reglur varðandi matvæli," sagði Sigríður. Þorsteinn Pálsson, sendiherra ís- lands í Bretlandi, hefur átt fundi með fuUtrúum landbúnaðar-, sjávarút- vegs- og utanríkisráðuneytanna bresku en sem kunnugt er lýstu Bret- ar sig andvíga banni á notkun dýra- mjöls í dýralæknanefnd ESB. Þor- steinn sagði að Bretum hefði komið á óvart að bannið skyldi ná til fiskimjöls og þeir hefðu sýnt sjónarmiðum ís- lendinga mikinn skilning, enda væra þau svipuð og þeirra. „Sjáifir hafa þeir tekist á við þetta kúariðuvandamál með því að banna kjöt- og beinamjöl. Þeir hafa ekki, frekar en við, séð vísindaleg rök fyrir því að bannið eigi að ná til fiskimjöls. Þetta er í grandvallaratriðum þeirra afstaða. Hins vegar hafa þeir ítrekað að það sé með öllu óljóst hver niður- staða ráðherraráðsins verði í Brassel á mánudaginn. Þeir hafa ekki fullyrt um hver endanleg afstaða þeiiTa verður tU málsins í ráðherraráðinu." Sendiráð íslands í London nær einnig til írlands en írar sátu hjá í at- kvæðagreiðslunni á frmdi dýralækn- anefndar ásamt Dönum og Hollend- ingum. Þorsteinn sagðist ekki hafa náð fundi með írum en þeir hefðu ver- ið upplýstir um afstöðu íslands. Skýr- ing lægi ekki fyrir á því af hverju þeir sátu hjá. Þýska þingið samþykkti í gær lög sem banna notkun alls dýramjöls í skepnufóður og var fiskimjölið ekki undanskilið. Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi, sagði að málið væri hápólitískt og afar viðkvæmt. Hann sagðist hafa fengið ágæt viðbrögð stjómmálamanna við sjónarmiðum íslands, meðal annars tveggja ráðherra og nokkurra þing- manna, en þeir væra undir miklum þrýstingi almennings um að grípa til aðgerða. Hræðsla væri það mikfl meðal almennings við kúariðu. Norðurlandaþjóðir jákvæðar Helgi Ágústsson, sendiherra ís- lands í Danmörku, sagði Dani ávallt taka vel á móti íslendingum þegar þeir knýðu dyra. Hann sagði Dani skijja sjónarmið íslands mjög vel, þeir vfldu nálgast málið á faglegum og fræðflegum grandvelli. Aðspurður af hveiju Danir hefðu setið hjá í at- kvæðagreiðslu innan dýralækna- nefndar ESB sagði Helgi að dansldr stjórnmálamenn yrðu að horfast í augu við almenningsálitið. Þeir gætu ekki í einu stökki tekið ákvörðun í málinu. Að sögn Helga verða funda- höld mikfl og stíf innan danska stjóm- „HÉR í Þýzkalandi ríkir nú sann- kallað neyðarástand. Gríðarlega sterkur þrýstingur er á um að allt dýramjöl sé tekið úr umferð. Við urðum að setja lög í skyndi. Og við gátum ekki annað en gert annað hvort allt eða ekkert. í flýtinum var heldur ekki hægt að fara út í að gera greinarmun á mismunandi gerðum dýramjöls." Þetta segir Ulrike Höfken, þingmaður þýzka græningjaflokksins Bundnis90/Die Griinen, í samtali við Morgunblað- ið, til útskýringar því að nú hafa verið sett lög í Þýzkalandi sem banna notkun alls dýramjöls, þar með talið fiskimjöls, í skepnufóður. Höfken er talsmaður þingflokks þýzkra græningja í þessum mála- flokki. Hún segir þennan mikla þrýst- ing, sem gerði svo brýnt fyrir rík- isstjórnina að bregðast hratt við, hafa komið frá neytendum, sem unnvörpum sniðgengju nú kjöt vegna fréttanna af útbreiðslu kúar- iðu, sem getur valdið banvæna heilahrörnunarsjúkdómnum Creu- tzfeldt-Jakob í mönnum. „Það voru neytendur sem gerðu skilyrðislausa kröfu um að dýra- mjöl yrði tekið úr umferð, eftir að í ljós kom að það væri smitleiðin fyrir kúariðu." Hún bætir við að önnur ástæða hafi líka legið fyrir því að þýzka ríkisstjórnin gat ekki annað en gert tillögu um að bannið næði til alls dýramjöls. „Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins lagði samtímis fram tillögu [til að bregð- ast við ótta neytenda], og hún náði einnig til fiskimjöls. Af þeirri ástæðu út af fyrir sig gátum við í Þýzkalandi ekki undanþegið það. Þá hefði farið af stað endalaus um- ræða um fiskimjöl, fiskirækt og svo framvegis. Og blöndunarhættuna,“ fullyrðir Höfken. Hún segir að Ingimundur Sig- fússon, sendiherra íslands í Berlín, hafi strax haft samband við hana, áður en búið var að taka ákvörðun kerfisins fyrir ráðherraráðsfundinn á mánudaginn. Hörður H. Bjamason, sendiherra íslands í Svíþjóð, sagðist m.a. hafa komið sjónarmiðum Islands á fram- færi við landbúnaðarráðherra Sví- þjóðar, sem fer einnig með sjávarút- vegsmálin. Hann sagði Svía hafa sýnt skflning á afstöðu íslands. „Svíum hefur fundist afgreiðslu- um málið. „Eftir að sendiherrann hafði samband við mig reyndi ég að fá því framgengt að það yrði tekið fram í frumvarpinu að áfram mætti nota fiskimjöl í fóður handa svínum og alifuglum. Ég hefði talið það skynsamlegt," segir hún. Þessi tillaga hafi hins vegar strandað á tfllögu framkvæmdastjórnarinnar, sem gerði ekki ráð fyrir neinum undanþágum. Hún segist ekki vera með það á hreinu hvaðan tillagan kom, sem framkvæmdastjómin gerði að sinni; hún viti bara að með hinni „evrópsku" tillögu hefði sín tilraun til að gerður væri greinarmunur í lögunum sem verið var að semja í þýzka þinginu, verið „dauð“. „En á næstu mánuðum verður ástandið í skepnufóðursmálum tek- ið til nákvæmrar skoðunar," segir hún. „Og ég tel mjög líklegt að þá verði gerður greinarmunur á mis- munandi gerðum mjöls. í þeirri umræðu munu skynsemisröksemd- ir einar ráða ferð. Og ég held að það bann við notkun fiskimjöls í skepnufóður, sem nú má búast við að verði sett í öllu Evrópusam- bandinu, verði í gildi í mesta lagi þetta hálfa ár [fyrri helming ársins 2001].“ Það liggi ekki fyrir neinar grun- semdir um að mjöl unnið úr fiski úr sjó geti borið kúariðusmit. Þetta opni fyrir möguleikann á upp- byggilegum viðræðum. Náttúruverndarrök komu hvergi við sögu „Og náttúruverndáiTÖk' kömú í þessari umræðu hvergi við sögu,“ segir hún, í því skyni að svara full- yrðingum sem komið hafa upp á Islandi um slíkt. Auk þess bendir hún á, að það hljóti að vera góðar fréttir fyrir íslenzkan sjávarútveg, að eftirspurn eftir fiski muni ör- ugglega aukast mikið í kjölfar þess að fólk á meginlandinu þori ekki að neyta kjöts. „Frá okkar bæjardyrum séð, það háttur málsins fljótvirknislegur. Þeirra afstaða er sú að taka þurfi slík- ar ákvarðanir byggðar á staðreynd- um og vísindalegum granni. Þeir era því jákvæðir í okkar garð en síðan er annað mál hvemig hin pólitíska um- ræða fer fram í Brassel. Frakkland er áhrifamildð og hefur stuðning meiri- hluta í-íkja við sína tillögu, en ekki meirihluta atkvæða, þannig að erfitt er að segja til um hvemig þetta fer á endanum. Við bíðum og sjáum hvað setur,“ sagði Hörður. Líkt og Hörður í Svíþjóð sagðist Komelíus Sigmundsson, sendiherra íslands í Finnlandi, hafa mætt já- kvæðri og, jieilbrigðri" afstöðu Finna gagnvart sjónarmiðum íslands, enda hefðu þeir verið andvígir banni á fundi dýralæknanefndar ESB á fimmtudag. Komelíus sagðist hafa átt fundi strax á fimmtudag með emb- ættismönnum í landbúnaðarráðun- eyti og utanríkisráðuneyti Finnlands. Þeir hefðu verið búnir að afla sér gagna og myndað sér skoðun. Líta bæri á málið á grandvelli vísindalegra staðreynda. Komelíus sagði funda- höld hafa víða farið fram í finnska stjómkerfinu í gær þar sem fyrirmæli voru gefin fyrir fundinn í Brassel á mánudaginn. Komelíus minnti á að málið hefði pólitíska undiröldu. Það væri ósk íslands að vísindin yrðu ofan á og ákvarðanir teknar samkvæmt því. „Finnar hafa fullan skflning á hvað þetta er alvarlegt mál fyrir okkur, bæði sem grandvallaratriði og við- skiptamál. Þama er um veralegar fjárhæðir að ræða fyrir útflutning ís- lendinga tfl Evrópusambandsins, og einnig til Finnlands því við flytjum talsvert af fiskimjöli og lýsi hingað,“ sagði Kornelíus. segi ég líka í nafni Græningja, vilj- um við aftur heimila notkun ís- lenzks fiskimjöls í skepnufóður," segir hún. I þýzku lögunum, sem ganga í gildi í dag, er ákvæði um að þýzka landbúnáðarráðuneytinu sé, að uppfylltum vissum forsendum, heimilt að færa bannið út til ann- arra fóðurtegunda en nefndar era í lögunum, en einnig til að veita und- anþágur. Aðspurð hvort þetta ákvæði opni fyrir möguleikann á að semja um undanþágu fyrir fiski- mjöl frá íslandi, segir Höfken sennilegast að það sem kveðið sé á um í ESB-löggjöfinni um þetta verði látið ráða ferðinni. Um það geti hún hins vegar ekki fullyrt á þessari stundu. Það sé þó vel hugs- anlegt að litlu verði hnikað þetta hálfa ár sem framkvæmdastjórnin hefur lagt til að bannið gildi. Bakari hengdur fyrir smið? „Málið er, að við verðum að taka ærlega til í öllum fóðuriðnaðinum hjá okkur,“ segir Höfken, aðspurð hvort hér sé ekki verið að hengja bakara fyrir smið. Við eftirlit á vegum yfirvalda í sambandslönd- unum hafi ítrekað fundizt ólöglegar fóðurblöndur hjá bændum og dreif- ingaraðilum. „Eins lengi og þessu kerfi hefur ekki verið breytt þann- ig að almenningur treysti því, mun enginn vera reiðubúinn að taka neina áhættu,“ segir hún. „Þetta sver sig mest í ætt við að- ferðir mafíunnar. Þarna eru menn sem notfæra sér hvert tækifæri til að hagnast á glæpsamlegan hátt á fóðurdreifingaraðferðum sem hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Og bændurnir eru þeir sviknu. Það hefur verið bannað hér í Þýzka- landi að fóðra jórturdýr á dýra- mjöli en nú hefur það gerzt, án þess að bændurnir vissu af. Þetta er náttúrlega alveg hrikalegt. Milparðaskaði hefur nú hlotizt af,“ segir þingmaðurinn. Gráglettin og hreinskilin bók eftir einn af fremstu rithöfundum Bandaríkja- manna, Ambrose Bierce. Frásagnir hans af spill- ingu, prettum og ávirð- ingum samborgaranna hafa staðist tímans tönn og eiga ekki síður erindi nú en í upphafi 20. aldar. Orðin urðu beitt vopn í höndum Bierce og hann notaði þau á miskunnar- lausan, mergjaðan en jafnframt spaugilegan hátt svo að undan sveið. Einsamall: I slæmum félagsskap „Bráðskemmtilegt myndmál og hnitmiðaður still I Tp . $ ... bók sem gaman er að grípa niður í... “ \ ^ J I J Björn Þór Vilhjálmsson/Mbl. g L. —I JPV FORLAG Þingmaður græningja í Þýskalandi um mjölbannið N eytendasj ónar- mið ein réðu ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.