Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 65
UMRÆÐAN
For sj árhy ggj a
ÞAÐ er alveg merkilegt að sjá
hvemig forsjárhyggjan getur hel-
tekið suma menn sem gefa kost á
sér í pólitík og ná kjöri sem alþing-
ismenn. Alþingismenn eru, svo
sem von er, haldnir þörf til að láta
gott af sér leiða. Margir þeirra
halda að því markmiði verði best
Forsjárhyggjan leiðir
af sér verri kost fyrir
fólkið í landinu, segir
Jón Steinar Gunn-
laugsson, en megin-
reglan um frelsi til
samninga gerir.
náð með því að hafa vitið fyrh’ fólk-
inu, þ.e.a.s. vemda það fyrir sjálfu
sér. Þeim ætla seint að lærast þau
einföldu sannindi, að eina vemdin
sem eitthvað dugar, er sú vernd
sem í því felst, að hver og einn
maður taki ábyrgð á sínu eigin lífi.
Nýjasta afurð forsjárhyggjunn-
ar á Alþingi er fmmvarp til laga
um ábyrgðarmenn sem nokkrir al-
þingismenn hafa flutt. Þeirra á
meðal era að minnsta kosti tveir,
sem hingað til hafa, eftir því sem
best er vitað, viljað kenna sig við
önnur mannlífsgildi en forsjár-
hyggjuna. Með frumvarpi þessu er
lagt til að takmarka frelsi manna
til að taka á sig ábyrgðarskuld-
bindingar. Tilætlun flutnings-
manna er að vernda fólk íyrir eigin
ákvörðunum á þessu sviði og vísa
þeir til þess, að margir hafi beðið
fjárhagslegan skaða af því að
þurfa að standa við ábyrgðar-
skuldbindingar sínar.
Nú er ljóst að allir menn geta
beðið fjárhagslegan skaða af því að
hafa tekið ákvarðanir sem snerta
eigin fjármál. Sé það hlutverk al-
þingismanna að vemda menn fyrir
slíkum skaða má spyrja, hvers
vegna þeir taki ekki sjálfsákvörð-
unarrétt af mönnum í miklu ríkari
mæli heldur en hér er lagt til. Af
hverju er foreldrum til dæmis ekki
bannað að gefa bömum sínum
peninga eða önnur verðmæti,
a.m.k. ef fjárhagur þeirra leyfir
ekki slíkt að mati forsjármanna?
Hvað um fjárframlög til óarðbærs
atvinnurekstrar? Hvað um
ákvörðun skyldmenna um að ger-
ast sameigendur í atvinnurekstri
með ótakmarkaðri ábyrgð eig-
enda? Lengi mætti telja.
Svo er önnur hlið á málinu. Með
því að takmarka frelsi manna til að
taka á sig ábyrgðarskuldbindingar
er áreiðanlega verið að gera það
erfiðara fyrir þá, sem á þurfa að
halda, að afla sér lánsfjár. Takist
þeim það, þrátt fyrir allt, er líklegt,
að þeim verði gert að greiða hærri
vexti og annan kostnað af lánunum
vegna þeirrar auknu áhættu sem í
því felst að lánveitandi nýtur tak-
markaðri tryggingar af ábyrgðun-
um. Þannig er líklegt hér sem svo
oft endranær, að forsjárhyggjan
leiði af sér verri kost fyrir fólkið í
Iandinu en meginreglan um frelsi
til samninga gerir.
Þegar maður stendur frammi
fyrir ákvörðun um hvort hann eigi
að ábyrgjast skuld fyrir annan
mann ætti hann að spyija sjálfan
sig einnar spurningar: Er ég til-
búinn að borga skuldina fyrir
manninn ef hann getur það ekki
sjálfur? Sé svarið játandi er í lagi
að gangast í ábyrgðina, annars
ekki. Alþingismenn eiga hreint
ekkert að skipta sér af þessu. Svo
einfalt er það.
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður.
Islensk list
Fálkagötu 30b
Gleðilegir jólaglerfiskar
Opið frá kl. 14-18, súnar 552 8141 og 861 5693
O Samsonite
Fyrsta Samsonite verslunin
á Islandi hefur opnað í
Skeifunni 7 undir sama þaki
og Metró.
Bjóðum allar gerðir af
Samsonite töskum, harðar og
mjúkar, stuttar og langar,
stórar og smáar.
ÖLLKVÖLD
Aðeins
VIVALDI plastparketið er unnið úr pressuðum viðartrefjum
og er með sterka giæra plastvörn. VIVALDI er góður kostur
fyrir heimilið. Aflaðu þér nánari upplýsinga um eiginleika
þessa hagkvæma og fallega gólfefnis.
VIVALDI - steinliggur
á gólfinu þínu
fyrírjól...
Glær plastvörn
Vlöarmynstraöur pappír
HDF plata úr viöartrefjum
Stöndugt undirlag
Umboðsmenn um land allt
Teppatand
GÓLFEFNI ehf.
Fákafeni 9 • 108 Reykjavík • Símar 588 1717 og 5813577 ^
Fax 5813152 • goHefni@golfefni.is