Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Innflutningsbann á fískimjöli til ESB? ^Hagsmunum Islands fórnað ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, segir að verði bannað að flytja fískimjöl inn til Evrópusambandsríkjanna skaði það allan sjávarútveg og kippi ger- samlega fótunum undan rekstri mjöl- og lýsisvinnslufyrirtækja auk þess sem það hafi mikil áhrif á greinina í heild. „Við gætum orðið fórnarlömb lífsskoðana fólks, sem kallar sig meðal annars græningja, og ýmissa umhverfisvemdarsinna, og okkur gæti verið fómað á altari ágreinings um einhver önnur mál, en mjög er gengið að íslenskum hagsmunum, íslenskum sjávarút- vegi og raunverulega þeim sem framleiða fiskimjöl og lýsi annars staðar, gangi bannið eftir.“ Fiskimjölsmálið var meðal annars til umræðu á stjórnarfundi hjá Sam- tökum fiskvinnslustöðva í gær. Teit- ur Stefánsson, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, gerði grein fyrir stöðu mála varðandi tillögur um bann á innflutningi á fiskimjöli til Evrópusambandsríkjanna, bann- inu í Frakklandi og Þýskalandi og áhrifum þess á mjöl- og lýsisvinnslu. Arnar segir ljóst að samþykki ráðherraráð ESB að þetta bann taki gildi í öllum Evrópusambandsríkj- unum verði um gríðarlegt áfall að ræða fyrir íslenskt þjóðarbú og sjávarútveginn í heild enda snerti þetta alla greinina. Enginn grund- völlur verði fyrir frekari starf- rækslu á mjöl- og lýsisvinnslu og út- gerð loðnuskipa, gangi þetta allt saman eftir. „Ég segi ekki að það gerist en engu að síður er skaðinn að nokkru skeður þar sem Þjóðverj- ar munu að ölium líkindum staðfesta bapn á innflutningi og Frakkar hafa gert það en allt hefur þetta áhrif,“ segirhann. Skjót viðbrögð Að sögn Amars kom mjög skýrt fram á fundinum að utanríkisráðu- neytið, sjávarútvegsráðuneytið og sendiráðið i Brussel auk alþjóða samtaka mjölfyrirtækja hefðu unnið mjög vel í málinu og reynt að gæta hagsmuna íslands og þeirra sem framleiða mjöl og lýsi. Að málið skyldi ekki ná fram að ganga í dýra- læknanefnd ESB í fyrradag væri ákveðinn áfangasigur en menn hefðu miklar áhyggjur af framhald- inu enda óvíst hvað gerist á fundi ráðherraráðsins á mánudag. „En þetta færir okkur heim sanninn um það að þama ráða að einhverju leyti pólitískar lífsskoðanir fólks, sem koma mjög illa niður á til dæmis okkur sem þriðja aðila. Við leggjum ekki dóm á hvort eitthvað kunni að vera til í að ástæða sé til að tak- marka framleiðslu á kjötmjöli eða slíku, þekkjum það ekld, en teljum að það sé algerlega út í hött að blanda þessu saman og engar vís- indalegar forsendur séu fyrir því að banna innflutning á fiskmjöli til Evrópusambandslandanna." Arnar segir að mjög vel sé unnið að málinu og litlu sé við það að bæta en ljóst sé að allir reyna að beita áhrifum sínum þar sem þeir geta, ekki síst erlendis. í stjóm Samtaka fiskvinnslustöðva em menn úr öllum vinnslugreinum og segir Amar að málið sé jafnalvarlegt fyrir alla. Fyrirtækin séu blönduð og því kæmi bannið við alla auk þess sem það skaðaði ímynd sjávarútvegsins. Hvað næst? Arnar segir að fjárfestingar í mjöl- og lýsisvinnslu og jafnvel líka í veiðunum séu nýrri fjárfestingar heldur en aðrar fjárfestingar í sjáv- arútvegi og því séu töluverðar skuldir fyrir hendi. Um 20 verk- smiðjur séu dreifðar um landið og víða séu þær burðarásar byggðar- laganna en þess vegna yrði áfallið gríðarlegt yrði bannið að veruleika. Starfsmenn væm um 400 til 500 en hugsanlegt bann hefði ekki aðeins áhrif á verksmiðjurnar og starfs- fólkið heldur einnig mikil margfeld- isáhrif. „Maður vil ekki hugsa þessa hugsun til enda og lifir í þeirri von að þetta gangi ekki eftir,“ segir Arn- ar og bætir við að menn geti síðan velt þvf fyrir sér hvað verði næst, gangi bannið eftir. Morgunblaðið/Ágúst Innflutningsbann á fískimjöli í Evröpusambandinu myndi hafa veruleg áhrif á útflutning íslendinga. „Málið er byggt á misskilningi“ INNFLUTNINGSBANN á fiski- mjöl til aðildarríkja Evrópusam- bandsins hefði alvarlegar afleiðingar fyrir fiskimjölsiðnaðinn hér á landi, jafnvel þótt lítill hluti framleiðslunnar sé seldui- til ESB-landa. Forsvars- menn stærstu fiskimjölsframleiðenda segja ekki forsendur fyrir því að banna innflutning á fiskimjöli frá ís- landi og málið byggist á misskilningi. Gæti styrkt íslenska fiskimj ölsiönaðinn Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Hai-aldar Böðv- arssonar hf. á Akranesi, segir fram- leiðendur geta gert fátt annað en að bíða eftir niðurstöðu ráðherraráðs Evrópusambandsins. Verði niður- staðan á versta veg fyrir íslendinga þurfi að meta stöðuna upp á nýtt. „Þá þurfum við að keppa á mörkuðum sem við höfum kannski ekki sinnt nógu vel til þessa, svo sem í Asíu. Ég hef ekki trú á því að sú verði niður- staðan, enda yrði slík ráðstöfun út í hött. Komi hinsvegar til innflutnings- banns á ég ekki von á öðru en að það yrði tímabundið, enda kæmi fljótlega í Ijós að hér á landi er ekki verið að blanda fiskimjöl með annars konar mjöli. Það yrði þá jafnvel til að styrkja íslenskan fiskimjölsiðnað,“ segirSturlaugur. Fingraför Græningja Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, segir framleiðendur ekki geta haft áhrif mikil á þróun mála einir og sér, heldur muni þeir gera það í gegnum þau samtök sem þeir eru aðilar að. „Ég trúi ekki öðru en að þessi mis- skilningur verði leiðréttur. Það má á öllu þessu máli sjá fingraför stjóm- málahóps sem kallar sig Græningja sem vilja helst friða allar lífverur í sjónum og sjá þarna kærkomið tæki- | færi til að klekkja á okkur.“ Björgólfur segir Síldarvinnsluna ekki selja mikið af fiskimjöli til aðild- arríkja Evrópusambandsins, heldur reyni að ná sem mestu af framleiðsl- unni í svokallað hágæðamjöl sem einkum sé selt fiskeldisfóður til Nor- egs. Eins hafi íyrirtækið selt nokkuð af hágæðamjöl til Danmerkur á þessu ári. Innflutningsbann muni engu að síður hafa veruleg áhrif á útflutning fyrirtækisins. „Komi til innflutnings- j banns munu þeir aðilar sem flutt hafa mjöl inn til ESB-ríkjanna væntanlega beina sjónum sínum að öðrum mörk- uðum og þannig eykst samkeppi á þeim mörkuðum sem við höfum ein- beitt okkur að,“ segir Björgólfur. Með blaðinu í dag fylgir 64 síðna jólablaðauki, Jólin 2000. Skíðabox SKEIFUNN! 11 ■ SÍMI 520 8000 • BÍLDSHÖFÐA16 • SlMI 5771300 • DALSHRAUN113 ■ SlMI 555 1019'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.