Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 75
Gunnarsdóttir verður með upplest-
ur. Eftir stundina selur Kvenfélag
Langholtssóknar hátíðarkaffi í safn-
aðarheimili. Kaffið kostar kr. 1.000
fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn.
Agóði rennur til kirkjustarfsins.
Fjölskylduhátíð í
Hafnarfj arðarkirkju
Á sunnudaginn kemur 1. sunnu-
dag í aðventu, í byrjun nýs kirkjuárs
verður haldin hátíð í Hafnarfjarðar-
kirkju.
Hátíðarfjölskylduguðsþjónusta
hefst kl. 11.05. Kveikt verður á
fyrsta kerti aðventukrans kirkjunn-
ar. Barnakórinn syngur undir stjórn
Helgu Loftsdóttur. Sögð verður
glærusaga, sungið og leikið. Allir
leiðbeinendur sunnudagaskólanna
taka þátt auk prestanna sr. Þórhalls
Heimissonar og sr. Þórhildar Olafs.
Strætisvagn ekur frá Hvaleyrar-
skóla kl.10.55 og til baka eftir guðs-
þjónustuna og sunnudagaskólarútan
fer sína leið. Eftir fjölskylduguð-
sþjónustuna er boðið upp á góðgæti í
safnaðarheimilinu Strandbergi. Sí-
ðdegismessa á aðventu hefst svo kl.
17.00.
Þá munu fermingarböm sýna að-
ventuhelgileik með kertaljósum.
Hafdís Bjarnadóttir leikur aðventu-
og jólatónlist á rafinagnsgítar. Kór
kirkjunnar undir stjórn Natalíu
Chow, organista, syngur aðventulög
og kveikt verður á kertum á bæna-
stjaka. Prestur er sr. Gunnþór Inga-
son. Ánægjulegt væri að sem flestir
kæmu til kirkju á þessum nýársdegi
kirkjunnar.
Prestar Hafnar fj arðarkirkju.
Aðventuupphaf
í Dómkirkjunni
Fyrsta sunnudag í aðventu
kl.20:30 verður aðventukvöld í umsjá
kirkjunefndar kvenna Dómkir-
kjunnar þar sem kirkjumálaráðherr-
ann, frú Sólveig Pétursdóttir, heldur
aðventuhugleiðingu. Kór Austur-
bæjarskóla syngur undir stjóm Pét-
urs Hafþórs Jónssonar, feðginin Ma-
ría og Marteinn H. Friðriksson leika
á fiðlu og sembal, Dómkórinn syngur
undir stjóm Marteins H. Friðiksson-
ar, dómorganista sem einnig leikur á
orgel kirkjunnar. Sr. Hjalti Guð-
mundsson leiðir samkomuna og sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur
bæn.
Dagskrá aðventunnar hefst hins
vegar kl. 11 með hátíðlegri messu í
umsjá sr. Jakobs Ágústs Hjálmars-
sonar. Altarisganga verður og fagrir
lofsöngvar aðventunnar hljóma.
Dómkórinn syngur og Marteinn H.
Friðriksson leikur á orgelið. Safnað-
arfólk aðstoðar við helgiþjónustuna.
Svensk
adventmássa
Sænsk aðventumessa verður í
Dómkirkjunni í Reykjavík fyrsta
sunnudag í aðventu kl. 14 á vegum
Svenska föreningen pá Island. Sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, dóm-
kirkjuprestur prédikar og félagar í
sænska félaginu aðstoða.
Maria Cederborg leikur á flautu
og Hermann af Trolle, sendiherra
les guðspjallið. Allir velkomnir sem
vilja njóta sænskrar aðventust-
emmningar.
Aðventukvöld
Laugarneskirkju
Það er sérstök gleði sem alltaf ein-
kennir aðventukvöld Laugames-
kirkju. Þá fær söfnuðurinn að njóta
kóranna sinna beggja, Kórs Laugar-
neskirkju undir stjóm Gunnars
Gunnarssonar og Drengjakórsins
undir stjórn Friðriks S. Kristinsson-
ar. Munu þeir syngja hvor í sínu lagi
og einnig saman og hrífa hugi okkar
með sér til hæða. Magnea Árnadótt-
ir leikur á þverflautu, og fermingar-
böm flytja bænir með sóknarprest-
inum sr. Bjama Karlssyni en
ræðumaður kvöldsins er Garðar
Sverrisson fomaður Öryrkjabanda-
lags íslands.
Að samveranni lokinni býður
sóknarnefnd kirkjunnar öllum við-
stöddum að þiggja súkkulaði og smá-
kökur í safnaðarheimilinu.
Aðventa
í Seljakirkju
Fyrsti sunnudagur í aðventu
markar upphaf kirkjuársins og í til-
efni af því verður fjölbreytt dagskrá
frá morgni til kvölds í Seljakirkju.
Að morgni, kl. 11.00 er bamaguðs-
þjónusta með fræðslu og miklum
söng og fyrsta kerti aðventukransins
verður tendrað í barnaguðsþjónust-
unni.
Kl. 14.00 er almenn guðsþjónusta.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar
Anna Margrét Óskarsdóttir syng-
ur einsöng við undirleik organista
kirkjunnar, Gróu Hreinsdóttur.
Að kvöldi sunnudagsins verður að-
ventuhátíð í kirkjunni kl. 20.00. Dag-
skráin samanstendur af tónlist og
töluðu máli. Þar flytja tónlist þeir
Hjörtur Jóhannsson á píanó og Guð-
mundur Óskar Guðmundsson á saxa-
fón. Fluttur verður leikþátturinn
„Leitin að Jesú" í umsjá Furðuleik-
hússins. Jóhann Friðgeir Valdimars-
son syngur einsöng. Hugvekju flytur
Sigurður Pétursson sjávarútvegs-
fræðingur. Að lokum verða aðventu-
ljósin tendrað af kirkjugestum.
Aðventukvöld
í Selfosskirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Sel-
fosskirkju á sunnudag kl. 20.30.
Ræðumaður kvöldsins verður ísólf-
ur Gylfi Pálmason. Kvenfélag
Selfosskirkju býður upp á kaffi og
smákökur eftir athöfnina. Þar munu
konur úr kvenfélaginu selja laufa-
brauð, það er liður í fjáröflun félags-
ins. Þá verður einnig borð með hlut-
um sem seldir verða til styrktar
Hjálparstarfi kirkjunnar.
Aðventuhátíð
í Grafarvogskirkju
Fyrsta sunnudag í aðventu sem nú
ber upp á 3. desember verður haldin
aðventuhátíð í Grafarvogskirkju.
Hátíðin hefst kl. 20:00. Eins og ávallt
áður verður dagskráin fjölbreytt.
Ræðumaður kvöldsins er Geir H.
Haarde fjármálaráðherra. Einar
Már Guðmundsson rithöfundur les
úr nýrri skáldsögu sinni „Draumar á
jörðu“.
Skólahljómsveit Grafarvogs mun
leika frá kl. 19:30 undir stjóm Jóns
Hjaltasonar.
Kór Grafarvogskirkju, bama- og
unglingakór munu syngja ásamt
yngsta kór kirkjunnar sem nefnist
Krakkakórinn. Stjórnendur era
Hörður Bragason og Oddný J. Þor-
steinsdóttir.
Eitt af fermingarbörnum ársins
Tryggvi Karl Valdimarsson syngur
einsöng.
Birgir Bragason leikur á kontra-
bassa og Jóel Pálsson á saxófón.
Fermingarbörn flytja helgileik og
prestar safnaðarins taka þátt í hátíð-
inni sem lýkur með almennum safn-
aðarsöng.
Grafarvogskirkja.
Aðventukvöld
í Hraungerðiskirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í
Hraungerðiskirkju í Flóa nk. sunnu-
dagskvöld kl. 21:00, en sú hefð hefur
skapast í Hraungerðisprestakalli að
hefja aðventuna í höfuðkirkju
prestakallsins. Ræðumaður kvölds-
ins verður Sigurður Sigurðarson
dýralæknir á Kjeldum. Sameinaðir
kórar Hraungerðisprestakalls undir
stjóm Inga Heiðmars Jónssonar
flytja vandaða tónlistardagskrá og
Haukur Gíslason frá Stóru-Reykj-
um, nemandi í Tónlistarskóla Ámes-
inga, leikur á orgel kirkjunnar. Þá
munu börn úr Þingborgarskóla
syngja jólalög og einn nemenda skól-
ans, Dóra Haraldsdóttir frá Laugar-
dælum, lesa jólasögu. Þá verður að-
ventukrans tendraður um leið og
börn úr sókninni flytja hefðbundinn
aðventusöng. Sóknarpresturinn, sr.
Kristinn Á. Friðfinnsson, flytur.
Aðventuhátíð
í Hjallakirkju
AÐVENTUHÁTÍÐ Kórs Hjalla-
kirkju verður haldin sunnudaginn 3.
des. kl. 20.30. Þar flytur kórinn fjöl-
breytta efnisskrá af aðventu- og jóla-
lögum og að sjálfsögðu taka kirkju-
gestir þátt í flutningi nokkurra
þeirra. M.a. flytur kórinn lag Fjölnis
Stefánssonar Jólasnjór við texta
Þorsteins Valdimarssonar, en það
var jólalag Rfldsútvarpsins 1999.
Einsöngvarar era þau María Guð-
mundsdóttir, sópran, Gréta Jóns-
dóttir, mezzosópran og Gunnar
Jónsson, bassi, sem öll era úr röðum
kórfélaga. Hljóðfæraleikarar auk
söngstjóra era Bjöm Davíð Krist-
jánsson og Eyjólfur Eyjólfsson á
þverflautur og Lenka Mátéová á
orgel.
Prestar kirkjunnar, þau séra íris
Kristjánsdóttir og sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson, annast talað mál.
Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson,
organisti Hjallakirkju.
Að sjálfsögðu er ekki selt inn á
þessa samkomu og allir hjartanlega
velkomnir og boðið verður upp á létt-
ar veitingar að hátíð lokinni.
Aðventu-
tónleikar Kórs
Keflavíkurkirkju
Það er hefð fyrir þri að syngja inn
aðventuna og nýtt kirkjuár í Kefla-
víkurkirkju. Næstkomandi sunnu-
dag verða samkvæmt þeriri hefð að-
ventutónleikar Kórs Keflavíkur-
kirkju í Keflavíkurkirkju kl. 20.30.
Sungin verða lög tengd aðventu,
nýju kirkjuári og jólum.
Einsöngvarar era Guðmundur
Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson,
Ingunn Sigurðardóttir, IVIargrét
Hreggviðsdóttir og Einar Örn Ein-
arsson. Píanóleikur er í höndum
Ragnheiðar Skúladóttur. í lok
stundarinnar verður sungið við
kertaljós.
Hátíðarmessa
í Hallgrímskirkju
1. sunnudag í aðventu 3. des. verð-
ur hátíðarmessa kl. 11:00 í Hall-
grímskirkju.
Biskup íslands Karl Sigurbjörns-
son prédikar og prestar kirkjunnar
þjóna með honum ásamt starfsfólki
frá Hjálparstarfi ldrkjunnar og ungu
fólki úr Hallgrímskirkju. Mótettu-
kór Hallgrímskirkju syngur undir
stjóm Harðar Áskelssonar.
Um leið og við fögnum nýju
kirkjuári viljum við minna á jólasöfn-
un hjálparsterfsins en hún hefst
þennan dag. í messunni verður tekið
á móti gjöfum til hjálparstarfsins.
Eftir messu verður opnuð sýning
á verkum Kristínar Gunnlaugsdótt-
ur sem mun prýða forkirkjuna
næstu vikumar.
Síðdegis þennan sama dag eða kl.
17:00 mun Barna- og unglingakór
Hallgrímskirkju halda aðventutón-
leika, en stjómandi kórsins er Bjam-
ey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Kökusala
mömmumorgna
Laugarneskirkju
Við viljum vekja athygli á köku-
sölu okkar sem verður strax að lok-
inni messu og sunnudagaskóla sem
hefst kl. 11:00 í Laugameskirkju á
sunnudaginn.
Mömmumorgnar eru félagsskap-
ur mæðra ungra barna sem á það að
markmiði að efla góðan félagsanda í
hverfinu og gefa börnunum inni-
haldsríkar stundir í kirkjunni sinni
þar sem þau fá bænir og Biblíusögur
með móðurmjólkinni, ef svo má að
orði komast.
Mömmumorgnar era opnir öllum
mæðram og kökusalan okkar er góð
leið til að styrkja starfið og fá að
launum frábæran heimabakstur í
sunnudagskaffið.
Verið velkomin.
Kvennakirkjan
í Háteigskirkju
Kvennakirkjan heldur guðþjón-
ustu í Háteigskirkju sunnudaginn 3.
desember kl. 20.30. Umfjöllunarefn-
ið verður friðurinn á aðventunni.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjall-
ar um efnið og annast altarisgöngu.
Séra Guðný Hallgrímsdóttir flytur
hugleiðingu. Kristín Erna Blöndal
syngur einsöng við gítarandirleik
Ámar Arnarsonar. Kór Kvenna-
kirkjunnar leiðir almennan söng á
jólalögum við undirleik Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur. Kaffi á eftir í safn-
aðarheimilinu. Fimmtudaginn 7.
desember kl. 17.30 verður síðdegis-
boð aðventunnar í stofum Kvenna-
kirkjunnar, Þingholtsstræti 17. Ásta
Ólafsdóttir sálfræðingur talar um
sálarró og samskipti. Heitt súkku-
laði með ijóma verður drakkið við
kertaljós og vöfflur að hætti hússins.
Götumessa
á löngum laugardegi
í DAG laugardaginn 2. desember
á löngum laugardegi, verður götum-
essa á vegum Miðborgarstarfs
KFUM&K og Kvennakirkjunnar.
Við ætlum að hittast við Landsbánk-
ann á Laugavegi 77. Þaðan munum __
við ganga syngjandi niður Lauga- r
veginn dreifa ritningarversum til
vegfarenda og minnast í söngvum
okkar ástæðu jólanna. Þegar komið
verður niður í Austurstrætið ætlum
við að staðnæmast fyrir framan hús-
næði KFUM&K í Austurstræti 20.
Þar munu prestarnir Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir, Bjarni Karlsson og
Jóna Hrönn Bolladóttir flytja stutt
skilaboð til vegfaranda um aðvent-
una og jólin. Að þvi búnu mun veg-
farendum boðið upp í Loftstofuna að
Austurstræti 20, þar sem fram verð-
ur borið kaffi og smákökur.
Tónlistarfólkið Anna Sigríður
Helgadóttir, Aðalheiður Þorsteins-
dóttir og Hörður Bragason leiða
sönginn og gönguna. Allir velkomn-
ir.
Miðborgarstarf KFUM&K
og Kvennakirkjan.
Jólafundur
Geisla
NK. þriðjudag 5. des. kl. 20 er
jólafundur hjá Geisla. Sr. Kristinn Á.
Friðfinnsson flytur erindi sem hann
nefnir „Sorgin og jólin“. Að því loknu
eru umræður yfir súkkulaði og smá-
kökum. Fundinum lýkur síðan með
bænastund. Allir velkomnir. L-
Neskirkja. Félagsstarf eldri borg-
ara: Skoðunarferð kl. 14. Ljosin í
borginni. Kaffi í Iðnó. Munið kirkju-
bílinn. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja. AA-hópur kl.
11.
Frfkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu-
samkoma kl. 11. Brauðsbrotning.
Samkoma kl. 20. Allir hjartanlega
velkomnir.
KEFAS: Samkoma í dag laugat?:
dag kl. 14. Ræðumaður Björg R.
Pálsdóttir. Mikil lofgjörð, söngur og
fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomn-
ir. Þriðjud: Brauðsbrotning og bæn-
astund kl. 20.30. Miðvikud: Sam-
verastund unga fólksins kl. 20.30.
Fimmtud: Menn með markmið kl.
20. Föstud: Bænastund unga fólks-
ins kl. 19.30. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. Sunnu-
dagaskólikl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11.
TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Um-
sjón: Hreiðar Örn Stefánsson.
L-L\3Lld.L'íE=-Lu LxLloLlltrrdÍ'varL'd.
framkvæmd af fagaðilum!
? ' ii f
“POWER-PEEL” húðmaðfarðin lagfasrir
ýmis húðiýti, td. háræðaslit, ör eftír
bóiur, áverka og aðgerðtr, húðslit,
öldrunarbietti, finar hrukkur o.m.fl.
K. "",rTm;*3”irnir"ri ■1 -|; :i",J
[ |
j
1 ■ i
HÖFUM OPNAÐ
“Mekka húðarinnar”
f Kringlunni, 3. hæð
20%
kynningarafsláttur
af húðmeðferð og
ýmsum húðkremum
framlengdur til
10. des. 2000
Kringlunni 8-12, 3. hæð S. 588 0909
Opnum haimasíðu 1. des: www.hudnyung.is