Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Færeyjar Kjósa um tímasetn- ingu sjálf- stæðis Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR munu ekki aðeins greiða atkvæði um sjálf- stæði í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í apríl 2001 heldur einnig um hvenær þeir vilja fullan að- skilnað frá Dönum. Mjög skipt- ar skoðanir eru innan færeysku landstjómarinnar um hversu hratt fjárhagslegum tengslum við Dani verður slitið en ekki hefur enn verið látið uppi um hvaða ártöl er að ræða. Hpgni Hoydal úr Lýðveldis- flokknum, sem fer með sjálf- stæðismál í stjórninni, segir að náðst hafi samkomulag um ár- tölin þrjú en vill ekki gefa upp hver þau eru. Færeyskir kjósendur munu greiða atkvæði um hvenær þeir telji að aðskilnaðurinn hefjist, hvenær fjárstuðningur Dana hætti og hvenær lýst verði yfir fullu sjálfstæði. Verður um þijár mismunandi tillögur að ræða og verða kjósendur að velja eina. Hoydal er í hópi þeirra sem harðast þrýsta á um að tengslin við Dani verði slitin sem fyrst en hann hefur nefnt fimm til sex ár frá því að Færeyingar taka ákvörðun og þar til eyj- amar hljóta fullt sjálfstæði. Hinir tveir flokkamir í lands- stjóminni hafa hins vegar talað um allt að tvöfalt lengri tíma. Jerúsalem Minni átök en óttast var Ramailah, Jerúsalem. AP, AFP. TIL átaka kom milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna á sjálfs- stjómarsvæðunum í gær en þá var fyrsti bænadagurinn í hinum helga mánuði múslima, ramadan. Tveir Palestínumenn féllu og um þrjátíu særðust, ísraelskir skriðdrekar skutu auk þess á borgina Ramallah á Vesturbakkanum. Um 3.000 lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu í Austur-Jerúsalem en ísraelar töldu hættu á að átök yrðu þegar tugþúsundir manna héldu inn í gömlu borgina til bæna. Ein af heilögustu moskum islams, al- Aqsa, er á Musterishæðinni í gömlu borginni, hæðin er jafnframt einn af mikilvægustu sögustöðum gyðinga- trúar. Ekki kom þó til verulegra deilna í borginni að þessu sinni milli múslima og lögreglumanna. Sjónar- vottar sögðu að fáeinir unglingar hefðu kastað grjóti í lögreglumenn- ina en fljótt verið stöðvaðir af varð- mönnum úr röðum Palestínumanna er gæta moskunnar. Sagði ísraelska útvarpið að sérstakt varðlið Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, hefði átt samvinnu við ísraelsku lög- reglumennina um að koma í veg fyrir óeirðir. Reuters Alnæmi ógnar öryggi BILL Clinton Bandarílgaforseti sagði í gær að útbreiðsla alnæmis væri ógnun við öryggi og stöðug- leika í heiminum og sagði hann Bandaríkjamenn staðráðna í að berjast gegn faraldrinum. Gærdag- urinn var um allan heim tileinkaður baráttunni gegn sjúkdómnum. Um 5,3 milljónir manna hafa smitast af HlV-veirunni það sem af er þessu ári og er talið að alls um 36 milljón- ir manna sóu nú smitaðir, flestir í Afríku. Vfða í þriðja heiminum eru tölur um útbreiðsluna mjög ótraustar og sums staðar er af ásettu ráði gert sem minnst úr tíðn- inni til að draga úr ótta erlendra ferðamanna. Sérfræðingar óttast einnig mjög að alnæmi breiðist nú hratt út f Rússlandi og fleiri fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Á myndinni sést ungur maður f Moskvu aðstoða vinkonu sína við að sprauta heróíni í æð en fíkniefna- neysla er talin helsta orsök út- breiðslu sjúkdómsins f Rússlandi. Ráðstafanir vegna útbreiðslu kúariðunnar í Evrópu Dýramj ölsbann í gildi í Þýzkalandi Berlín, Brussel, Madríd. AFP, Reuters. EINNI viku eftir að fyrsta staðfesta kúariðutilfellið greindist í kú borinni í Þýzkalandi staðfesti Sambandsráðið, efri deild þýzka þingsins, í gær skyndilöggjöf um bann við notkun dýramjöls, þar með talið fiskimjöls, í skepnufóðri. Lögin voru afgreidd frá neðri deild þingsins á fimmtudag og eiga að taka gildi í dag, laugardag. Lög þessi eru með þeim alhraðast af- greiddu í þýzkri stjómmálasögu. Ennfremur undirritaði þýzki heil- brigðisráðherrann, Andrea Fischer, í gær sérstaka neyðarreglugerð sem á að ganga í gildi næsta miðvikudag. Kveður hún á um að kúariðuprófun verði gerð á öllum nautgripum yfir 30 mánaða gömlum sem ætlunin er að slátra til manneldis. Er það von þýzkra stjómvalda að þeim takist með þessum róttæku og kostnaðarsömu ráðstöfunum að sannfæra neytendur um að óhætt sé að neyta nautakjöts. A mánudag koma landbúnaðarráð- herrar Evrópusambandsins (ESB) saman í Brassel til að taka ákvörðun um hvort bann við notkun dýramjöls í skepnufóðri og fleiri aðgerðir gegn útbreiðslu kúariðu skuli fært út til allra aðildarríkjanna fimmtán. Er mikill pólitískur þrýstingur á ráð- herranum að afgreiða málið á fundin- um - þótt skoðanir á því séu mjög skiptar - til að þessi nýi kafli kúa- riðufárs í Evrópu verði ekki tii að önnur mikilvæg málefni falli í skugg- ann, sem liggja fyrir leiðtogafundi Nær einnig til notkunar p P* i • •••!• a nskimjoh Reuters Kúariðuvandinn hefur víða áhrif í Evrópu, hér hefur slátr- ari í Nice í Frakklandi sett kjöt af bison-uxa og strút í giuggann. ESB, en hann fer fram í Nice í Frakklandi siðar í næstu viku. „Landbúnaðarráðherramir hafa ekki efni á því að ganga tómhentir af fundi. Viðhorf neytenda í tengslum við nautakjöt er á suðupunkti,“ hefur Reuters eftir Paul Brenton hjá þankabankanum Centre for Europ- ean Policy Studies (CEPS) í Brussel. Byrne bjartsýnn á samþykkt ráðherraráðs David Byme, sem fer með heil- brigðis- og neytendamál í fram- kvæmdastjóm ESB, sagðist í gær vongóður um að landbúnaðarráð- herramir kæmust að samkomulagi. „Það kann að vera að ráðherramir geri einhveijar breytingar á einu eða öðra atriði, en svo fremi sem tillög- umar sem búið er að kynna haldi sér í aðalatriðum, verð ég ánægður," sagði Byrne. I tillögunum, sem fram- kvæmdastjómin kynnti á miðviku- dag, er gert ráð iyrir að bann við að gefa jórturdýram - nautgripum, kindum og geitum - fóður sem inni- heldur beina- og kjötmjöl, yrði fært út til annarra sláturdýrategunda, svína og alifugla. Á bannið að taka gildi 1. janúar nk. til hálfs árs til að byija með. Sagðist Byme vonast til að með því að banna allt fóður sem unnið væri úr hvers konár dýraafurðum tækist að vinna traust neytenda á gæðum nautakjöts á ný og að hann kysi frek- ar aðgerðir sem ESB-ríkin samein- uðust um frekar en að hvert og eitt þeirra gripi til eigin ráðstafana. Frakkar, sem gegna formennsku í ráðherraráði ESB út árið, áttu fram- kvæði að því að þess skyldi getið í til- lögu framkvæmdastjómarinnar, að bannið skyldi einnig ná til fiskimjöls. Hart var deilt um tillögumar í dýralæknanefnd ESB á fimmtudag. Fulltrúar þeirra aðildarríkja þar sem engar vísbendingar hafa fundizt um að hætta sé á kúariðusmiti - sem get- ur valdið afbrigði af hinum banvæna heiiahrömunarsjúkdómi Creutz- feldt-Jakob í mönnum - töldu of geyst farið með því að láta það sama yfir alla ganga. Sjö áratuga óslitinni valdatíð Byltingarflokksins lokið Fox heitir endalokum einræðis í Mexíkó Mexíkóborg. AFP, AP. SJÖ áratuga valdatíð Byltingar- flokksins (PRI) í Mexíkó lauk form- lega í gær þegar ný ríkisstjóm tók við völdum og Vicente Fox sór emb- ættiseið sem forseti landsins. Litið er á stjómarskiptin sem stórt skref í umbótaátt, í ríki þar sem spilling er landlæg og lýðræði hefur ekld enn náð að festa sig fyllilega í sessi, sam- kvæmt skilningi Vesturlandabúa á hugtakinu. Fox vann sigur í forsetakosning- unum í júlí en hann er fyrsti forseti Mexíkó síðan árið 1929 sem ekki til- heyrir Byltingarflokknum, er var talinn hafa oftsinnis hagrætt úrslit- um kosninga sér í hag. Ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar sóra emb- ættiseið á miðnætti en Fox tók við forsetaembættinu við hátíðlega at- höfn á hádegi í gær. Fox hét því í ávarpi sínu eftir embættistökuna að „eyða öllum leifum einræðis" í Mexíkó. Hann hvatti til samvinnu allra stjómmálaflokka og þjóðemis- hópa í landinu og sagði að hin nýja ríkisstjórn yrði „umburðarlynd". Helstu stefnumál Fox fyrir kosn- ingarnar vora að útrýma spillingu og vinna bug á fátækt, og víst er að hann á ekki auðvelt verk fyrir hönd- um. Spilling er rótgróin í öllum þrep- um stjómkerfisins og talið er að um 40 miiljónir af um 95 milljónum Mexókóbúa lifi undir fátæktarmörk- um. Horfurnar í efnahagslífi lands- ins eru þó ágætar, en hagvöxtur mælist þar um 5%. Aðhyllist „þriðju leiðina“ Vicente Fox er 58 ára, fráskilinn fjögurra bama faðir. Hann nam við- Reuters Götusali í Mexíkóborg falbýöur grímu af Vicente Fox fyrir embættistöku forsetans í gær. skiptafræði við Harvard-háskóla og hóf eftir það störf hjá Coca Cola-fyr- irtækinu í Mexíkó, en á fimmtán ár- um vann hann sig upp í að verða for- stjóri fyrir Mexíkó- og Mið-Amer- íkudeild fyrirtækisins. Fox var kos- inn á þing árið 1988 og náði síðan lgöri sem ríkisstjóri í fæðingarhér- aði sínu, Guanajuato, árið 1995. Sem stjórnmálamaður er Fox álit- inn miðjumaður, sem styður bæði frjálst framtak og viðamikið velferð- arkerfi. Hefur hann sjálfur líkt stefnu sinni við „þriðju leiðina" svo- kölluðu, sem Tony Blair og fleiri evrópskir jafnaðarmannaleiðtogar kenna sig við. í kosningabaráttunni reyndi Fox að höfða til sem flestra, gerði sér far um að vera alþýðlegur og klæddist gjarnan opnum skyrt- um, gallabuxum og kúrekastígvél- um. Hann uppskar enda nokkra gagnrýni fyrir að gera út á ímynd sína frekar en ígrandaða pólitíska stefnu. Á hinn bóginn er hann orð- lagður fyrir persónutöfra og hæfi- leika til að miðla málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.