Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER: 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Hundalíf
ERPETTASAMI
SKÍÖASTAOUR OS
VI6HELDUM
VEISLUNAI
Öll fjðlskyldan fer inn að Heppin var ég. Eða var
versia og ég er skilinn Þau skildu sóllúguna það ðheppni?
aleinn eftir í bílnum. eftir opna.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hluti af hópnum að loknum dýrindis málsverði á veitingastað
í Visegrád í Ungveijalandi.
Söng- og skemmti-
ferð Húnakórsins
vorið 2000
Frá Eiríki Grímssyni:
ÓVÍST er að í öðru landi í veröld-
inni séu fleiri kórar en á íslandi, ef
miðað er við hina margfrægu höfða-
tölu. Þar af eru átthagakórar afar
margir. Þetta eru kórar sem flestir
starfa í Reykjavík og eru þá af-
sprengi eða hluti af átthagafélagi.
Einn þessara kóra er Húnakórinn
sem byggist að mestu á söngfólki
sem á rætur að rekja til Húnavatns-
sýslna þótt ekki sé það skilyrði fyrir
veru í kórnum.
Um kóra gildir sama og um önnur
félög; þeir verða að hafa markmið til
að stefna að og metnað til að gera
vel. Því var það, að fyrir tveimur ár-
um ákvað kórinn að fara í söngferð
á árinu 2000 og fljótlega var ákveðið
að setja stefnuna á Ungverjaland
með viðkomu í Austurríki. Auðvitað
er það þannig, að hópferð sem þessi
kostar mikinn undirbúning og strax
var hafist handa við fjáröflun og
skipulagningu. Samið var við ferða-
skrifstofuna Úrval-Útsýn um að
annast skipulagninguna og fór þar
fyrir öðrum Jón Karl Einarsson
sem er líka Húnvetningur. Var sam-
vinnan við Jón Karl og annað starfs-
fólk ferðaskrifstofunnar með mikl-
um ágætum, svo að ekki bar skugga
á.
Um mánaðamótin maí-júní sl.
hélt svo Húnakórinn í sína fyrstu
utanlandsferð. Flogið var til Frank-
furt, þar sem rúta ásamt fararstjóra
beið hópsins. Fararstjórinn var Fer-
enc Utassy en hann er Ungverji
sem starfaði hér á landi sem tónlist-
armaður um átta ára skeið og talar
mjög góða íslensku. Honum eru hér
færðar bestu þakkir fyrir frábæra
fararstjórn og hans stóra þátt í að
ferðin varð eins vel heppnuð og
raun bar vitni. Einnig fær Þórir,
okkar ágæti bflstjóri, bestu þakkir
fyrir samfylgdina. Frá Frankfurt
var ekið beint til Salzburg þar sem
gist var eina nótt og svo haldið það-
an til Ungverjalands, þar sem hóp-
urinn dvaldi næstu daga. Var ferð-
ast um landið auk þess að skoða og
njóta hinnar óviðjafnanlegu borgar
Búdapest. Kórinn söng á nokkrum
stöðum, hélt t.d. afar vel heppnaða
tónleika fyrir fullu húsi í stórum sal
við Balatonvatn, og heimsótti kór í
bænum Vác þar sem kórarnir sungu
bæði saman og sinn í hvoru lagi.
Frá Ungverjalandi var ekið aftur til
Austumkis og gist eina nótt í Vín-
arborg. Þar söng kórinn við ka-
þólska messu í fagurri kirkju. Ferð-
inni lauk síðan í Amberg í
Þýskalandi þar sem haldið var veg-
legt og skemmtilegt lokahóf og flog-
ið heim frá Frankfurt næsta dag,
sem var tíundi dagur ferðarinnar.
Þessi ferð Húnakórsins var í alla
staði vel heppnuð. Hjálpaðist allt að;
góð skipulagning, góð fararstjóm,
gott veður, góðar móttökur og síð-
ast en ekki síst einstaklega góður
andi og samheldni sem ríkti í hópn-
um alla ferðina. í hópnum voru um
50 manns, kórfélagar og makar, auk
Kjartans Ólafssonar, stjórnanda
kórsins, og eiginkonu hans, Elínar
Óskar Óskarsdóttur óperusöng-
konu. Er þeim hjónum þakkað sam-
starfið og öllum þeim sem studdu
kórinn til fararinnar em færðar
bestu þakkir.
Vetrarstarf Húnakórsins er hafið
af fullum krafti. Það er ljóst að
framundan era skemmtilegir og
krefjandi tímar og er söngfólk hvatt
til að slást í hópinn og taka þátt í
starfi kórsins. Nú þegar er farið að
huga að næstu ferð sem e.t.v. verð-
ur farin áður en langt um líður og á
enn framandlegri slóðir.
EIRÍKUR GRÍMSSON,
Byggðarenda 19, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.