Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 2. DBSEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Baráttan gegn spillingu í Kína
Bandaríkjaniaður bíður dóms fyrir meintar njósnir
Dómsmálaráð-
herra rekinn
Peking. AP, AFP.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Kína,
Gao Changli, hefur verið vikið úr
embætti og er talið að hann sæti
rannsókn vegna spillingar. Einnig er
getum leitt að því að ráðamenn
kommúnistaflokksins séu ósáttir við
hvað hægt gangi að hrinda í fram-
kvæmd umbótum á réttarkerfinu.
Ekki hefur verið staðfest opinber-
lega að Gao hafi verið rekinn en sagt
að hann sé „veikur“.
Gao er 63 ára gamall, varð dóms-
málaráðherra 1998 en er sagður
hafa fallið mjög í skuggann af for-
vera sínum, hinum vinsæla og kraft-
mikla umbótamanni Xiao Yang. Við
embættinu tók nú Zhang Fusen,
vararitari flokksins í Peking og fyrr-
verandi aðstoðarráðherra dóms-
mála. Ráðuneytið var lengi nánast
valdalaust en hefur undanfarin ár
barist fyrir því að koma á vísi að
réttarrfld í stað alræðiskerfis þar
sem persónuleg tengsl skipta meira
máli en lagabókstafurinn. Kína
stefnir að því að fá aðild að Heims-
viðskiptastofnuninni, WTO, en ef
takast á að fullnægja aðildarskilyrð-
unum er Ijóst að koma verður á rétt-
arrfld í landinu.
Lögfræðingar í Peking tjáðu
fréttamönnum að Gao hefði á sínum
tíma gert húsnæði í eigu rfldsins að
sinni eigin eign en talið hefði verið
að búið væri að gera upp þau mál.
Fjölmörg dæmi munu vera um að
kínverskir embættismenn misnoti
stöðu sína með þessum hætti. Hann
Reuters
Kínversk stjórnvöld hafa barist
hart gegn spillingu undanfarin
ár. Hér sést Yang Qianxian, yfir-
maður tollgæslunnar í Xiamen í
Fujian-héraði, fyrir rétti.
er einnig sagður hafa verið í fjár-
málabraski með ástkonu sinni og
misnotað opinbert fé. Blaðið Sun í
Hong Kong sagði að Gao hefði auk
þess reitt Jiang Zemin forseta til
reiði með því að láta gefa út bók með
tilvitnunum í orð forsetans. Er þetta
frumkvæði sagt stangast á við
reglur sem miða að því að koma í veg
fyrir persónudýrkun.
Baráttan gegn spillingu og mis-
notkun á völdum í Kína hefur að
nokkru leyti beinst gegn háttsettum
embættismönnum og fyrr á árinu
var varaformaður þingsins tekinn af
lífi eftir að hafa verið fundinn sekur
um spillingu.
Á 20 ára hegningar-
vinnu yfir höfði sér
Moskvu. AFP.
AP
Bandariski kaupsýslumaðurinn Edmond Pope fyrir rétti í Moskvu.
VERJENDUR bandaríska kaup-
sýslumannsins Edmonds Pope, sem
hefur verið ákærður fyrir njósnir í
Rússlandi, luku málflutningi sínum
fyrir rétti í Moskvu í gær eftir sex
vikna réttarhöld. Pope þjáist af sjald-
gæfu beinkrabbameini og kann að
verða dæmdur í 20 ára hegningar-
vinnu verði hann fundinn sekur.
„20 ára dómur yfir krabbameins-
sjúklingi jafngildir dauðadómi,"
sagði aðalverjandi Pope, Pavel Ast-
akhov. Lokaframburður Pope er ráð-
gerður á miðvikudaginn kemur og
búist er við að dómur verði kveðinn
upp 11. desember.
Saksóknarar hafa krafist þess að
Pope fái þyngstu refsingu sem lög
heimila verði hann fundinn sekur um
að hafa keypt leynileg skjöl um rúss-
nesk tundurskeyti af gerðinni
Shkval. Pope hefur alltaf haldið því
fram að skjölin, sem hann hefur við-
urkennt að hafa keypt af vísinda-
manni í Moskvu, séu ekki lengur
leynileg. Sakbomingurinn er 54 ára
fyrrverandi starfsmaður leyniþjón-
ustu bandaríska sjóhersins.
Annar verjandi Pope, Andrei
Andrusenko, sagði að saksóknaram-
ir hefðu ekki sannað að Shkval-tund-
urskeytin byggðust á tækni sem
Rússar einir hefðu yfir að ráða.
„Úkraína, Kasakstan og Kirgistan
hafa notað þessa tundurskeytatækni.
Kasakstan seldi jafnvel slík tundur-
skeyti til Kína árið 1998,“ sagði hann.
Pope og verjendur hans lögðu
fram 200 síðna málsgögn sem þeir
sögðu hrekja röksemdir saksóknar-
anna. „Við vonum að rétturinn kom-
ist að réttlátri niðurstöðu," sagði
Astakhov. „Við höfum sannað fyrir
allri heimsbyggðinni að Rússar hafa
óháða lögmenn sem eru tilbúnir að
verja hvem sem er, óháð þjóðemi."
Saksóknaramir sögðu hins vegar
að veijendumir hefðu ekki haft gild
rök fram að færa og ekki óskað eftir
mildari hegningu. Þeir krefjast þess
að Pope verði gert að greiða sjö millj-
arða rúblna, andvirði 22 milljarða
króna, í bætur fyrir að stofna öryggi
Rússlands í hættu, auk þess sem
hann verði dæmdur í 20 ára hegning-
arvinnu.
AVIS
UPPBOÐ
til styrktar
mæðrastyrksnefnd
Uppboð á 30 bílum
laugardaginn 2. og sunnudaginn
3. desember nk. milli kl. 12 og 16
að Dugguvogi 10
Sími: 533 1090
Fax: 533 1091
E-mail: avis@avis.is
Dugguvogur10
www.avis.is
Allir bílar í mjög góðu ástandi
Komdu og gerðu bestu
kaupin í bænum!
AVIS
Andvirði eins bíls rennur óskipt til Mæðra-
styrksnefndar og 4% af öllum öðrum bílum!
CDU fær enn
eina sektina
Bcrlín. AP.
KRISTILEGI demókrataflokkurinn
í Þýskalandi var sektaður enn einu
sinni í gær fyrir að hafa ekki gefið
réttar upplýsingar um fjárreiður sín-
ar á síðasta áratug. Að þessu sinni er
sektin um 130 miHjónir íslenskra
króna.
Wolfgang Thierse, forseti þýska
þingsins, sagði, að kristilegir demó-
kratar hefðu leynt framlögum í
flokkssjóðinn, 65 milljónum króna,
en samkvæmt lögum varðar það
helmingi hærri sektum. Er hér um að
ræða önnur framlög en þau, sem
Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari,
tók við, tæplega 80 millj. kr., en upp-
lýsingar um þau komu af stað
hneykslinu, sem hefur elt flokkinn
síðan. Sú rannsókn, sem síðan hefur
farið fram, hefur leitt í Ijós flókinn
vef leynireikninga og valdið upp-
stokkun í forystunni.
Þrátt fyrir allt má segja, að kristi-
legir demókratar hafi sloppið vel þvi
að Thierse sagði, að engar sektir
hefðu verið ákveðnar vegna rúmlega
390 millj. kr. „af óvissum uppruna",
sem flokkurinn fékk á árunum 1989
til 1992.
Þegar Kohl viðurkenndi, að hann
hefði tekið við ólöglegum framlögum,
sagði hann, að þau hefðu komið frá
fólki, sem vildi styðja starf flokksins í
Austur-Þýskalandi eða eftir samein-
ingu þýsku ríkjanna. Kvaðst hann
hafa heitið því nafnleynd og myndi
standa við það. Síðan hefur hann
safnað sjálfur um 330 millj. kr., sem
hann hefur afhent flokknum í bætur
fyrir sektargreiðslur.
ARCTIC_______\
stór kr. tM50k
lítiil kr. I 9501
KAZANKA __________
rugguhestur kr.|2.950
Jól i habitat
JOLATRE