Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 57 til að ^gleyma sér við lengst úti á túni. A þessum tíma var ég stutt- hærð og brann ég því illa á eyrun- um og gat varla sofið, Dóri og mamma gerðu mikið grín að þess- um glóandi eyrum. Ég lærði margt hjá Dóra t.d. um veðurfræði sem var rædd á kvöldin og sagði hann mér sögur af því hvernig menn rýndu í himininn hér áður fyrr og spáðu í um veður morgundagsins. Þetta fannst mér allt mjög merkilegt en aldrei tókst mér að spá rétt í veðrið þann tíma sem ég dvaldi á Eyri því það var gott veður allan tímann og fjörður- inn var spegilsléttur öll kvöld. En það gerðist meira, von var á að kálfur fæddist þá og þegar og spennan var gífurleg. Einn morg- uninn var þessi myndarlegi brúni kálfur fæddur og við misstum af öllu fjörinu, en í skaðabætur leyfði Dóri okkur að skíra hann og gáfum við honum nafnið Júlli af því hann fæddist þennan fallega júlímánuð og hann minnti okkur á sólina. Kálfurinn sem fæddist á undan var nefndur Flóra því hún fæddist í flórnum og fannst okkur það mjög sniðugt hjá Dóra. Fjöruferðirnir voru margar og endalaust var hægt að tína snigla í marglitum kuðungum sem við fór- um með heim. Það var því ansi margbreytilegt líf á tröppunum hans Dóra og ekki má gleyma öll- um þeim kræklingi sem var soðinn ofaní köttinn Vassa. Ég er viss um að það skýrir þann háa aldur sem hann náði. Sumarið eftir fermingu kom ég með mömmu til að hjálpa Dóra við að rýja rollurnar. Éyrst þurfti að smala þeim af fjallinu og þá varð maður að passa sig að þær slyppu ekki framhjá heldur færu í rétta átt. Ég var óörugg en Dóri sagði mér að galdurinn væri að láta öllum ill- um látum og veifa höndum og hafa hátt. Ég hugsaði að það væri auð- velt því þetta gerði ég á hverjum degi í skólanum. Allt í einu kemur mikill fjöldinn af kindum og stefndu þær beint á mig. Ég fraus í nokkrar sekúndur en allt í einu mundi ég hvað Dóri hafði sagt mér og fór að garga, flauta og láta öll- um illum látum. Kindurnar tóku stefnuna í rétta átt og eftir stóð ég þreytt en fegin. Ég hafði sigrað. Dóri hló mikið að ýmsum spurn- ingum mínum og athugasemdum um sveitalífið. Það var einmitt það sem var svo skemmtilegt við Dóra. Hversu auðvelt var að fá hann til að hlæja að öllu. Þótt að hann væri bóndi lengst uppi í sveit, þá fylgdist hann mjög vel með öllu sem var að gerast í kringum sig. Þessar stundir sem ég dvaldi á Eyri lærði ég margt sem hefur nýst mér síðar, t.d. þeg- ar ég fór að vinna á sumrin í bæj- arvinnunni og var flokksstjóri og fékk í hendurnar krakka 15-18 ára sem kunnu ekki að raka. Eitt vil ég segja að lokum, að það er enginn staður betri en fyrir vestan og þar bjó Dóri frændi minn. Takk fyrir mig, elsku frændi. Auður Ýr Þórðardóttir í dag kveð ég kæran föðurbróð- ur, góðan kennara og vin. Það eru sérstök forréttindi að hafa haft tækifæri að alast upp (á sumrin) hjá þér, ömmu og afa. Dvölin mín hjá ykkur, sumrin end- ur fyrir löngu, er enn í dag einn besti skóli sem ég hef gengið í. Skóli þessi var oft erfiður og hef ég ekki enn náð að útskrifast. Reynsla mín frá þessum tíma hefur gert mér auðveldara að fást við margt sem ég hef gengið í gegnum í vinnu og daglega lífinu. Þakka þér fyrir að spila á munn- hörpuna og sögurnar sem sagðar voru í eldhúsinu á Eyri. Það var svo gaman að heyra frá þeim tíma þegar þið pabbi, Bogga, Dóra og allir hinir sem dvöldu á Eyri voruð ung. En ekki má gleyma ferðunum á Hvítungi, út í Súðavík eða ísafjörð, og allar voru þær hver fyrir sig stórt ævintýri. Fjöllin og fjörðurinn munu ætíð minna mig á þig, kæri frændi. Jenný JONKORT ÓLAFSSON + Jón Kort Ólafs- son fæddist í Haganesi í Fljótum 15. ágúst 1921 og bjó þar alla tíð. Jón andaðist á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Jórimn Stefánsdóttir, f. 27.7. 1879, d. 4.9. 1968, og Ólafur Jónsson, f. 17.3. 1868, d. 7.7. 1948. Systkini Jóns voru Guðrún, f. 15.9. 1904, d. 27.7. 1999; Sigríður, f. 11.4. 1909, d. 2.1. 1910; Jón, f. 24.11. 1910, d. 28.11. 1910; Sigríð- ur Jóna, f. 31.7. 1912, d. 1.10. 1998, og Stefán, f. 25.20. 1915, d. 22.11. 1931. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Guðlaug Márusdóttir, f. 5.11. 1926. Foreldrar hennar voru Már- us Ari Simonarson, f. 3.8. 1879, d. 14.4. 1978, og Sigurbjörg Jónasdóttir, f. 26.5. 1888, d. 6.12. 1958. Börn Jóns og Guð- laugar eru: 1) Jónína Elísabet, f. 30.6. 1946, maki Þórir Hermann- sson og eiga þau þrjú börn. 2) Stefanía, f. 29.7. 1947, maki Snorri Evertsson og eiga þau þrjú böm. 3) Kári, f. 6.8. 1949, maki Kristín Alfreðs- dóttir og eiga þau þrjú börn. Áður átti Kári þijú börn frá fyrra iijónabandi. 4) Björk, f. 15.8. 1951, maki Jón Sig- urbjörnsson og eiga þau fjögur börn. 5) Gyða, f. 6.12. 1955, maki Pétur Stefánsson og eiga þau þijú böm. 6) Erla, f. 9.10. 1962, maki Baldvin Einarsson og eiga þau tvö böra. Áður átti Erla bam Elsku pabbi minn. Það verður tómlegt að koma í Haganes eftir þitt andlát. Er margs að minnast þótt efst í huganum nú sé sú kvöl sem þú þurftir að þola síðustu mánuði. Én nú hefurðu fengið hvíldina og Ijósið sem umlukti þig og bjartar minning- ar standa eftir. Þú varst félagslynd- ur maður og hrókur alls fagnaðar þar sem þú komst. Varla var haldið þorrablót í Fljótum án þín eða aðrir mannfagnaðir þar sem sveitungar komu saman og tóku lagið. Söngrödd þín var mikil enda var það líf þitt og yndi að syngja. Frásagnarhæfileiki þinn og ótrúlegt minni á kveðskap og ljóð var eftirtektarverðt enda varst þú samtíða mörgum miklum skáld- um úr Skagafirði og er mér sérstak- lega minnisvert allt það sem þú mundir eftir Lúðvik Kemp og önnur skáld. Það var ávallt mannmargt í Hag- anesi og marga munna að metta frá því að ég man eftir mér og alltaf bar gesti að garði í hverri viku. Þá var mikið að gera í eldhúsinu hjá mömmu enda hefur hún ávallt tekið vel á móti gestum. Við Ari fórum ófá- ar ferðir austur í Miklavatn til að veiða handa gestum. Oftast endaði sérhver heimsókn með því að taka í spil og voru það taldir lélegir gestir sem ekki gátu tekið nokkur geim í brids. Stundum hitnaði svolítið í kol- unum við eldhúsborðið og ekki verð- ur haft eftir þegar Jóni Kort mislík- uðu sagnir eða vitlaust útspil. Það var líka ávallt mikið sungið heima enda margar góðar söngraddir til á bænum en lengst af var tenorinn skæðastur hjá Jóni Kort. „Það er merkilegt hvað karlinn getur þanið sig,“ var oft haft eftir sveitungum pabba og var hann ofan á allt stakur bindindismaður. í minningunni man ég eftir honum sem ströngum en oftast sanngjöm- um og kímnin var aldrei langt undan enda mörg skammarstrikin sem karl faðir minn mátti þola ungum syni sínum, það var einhvem tímann sagt í afmæli pabba: Konni á 5 dætur, tvo uppeldissyni, eina uppeldisdóttur, kýr, hesta og kindur og svo hann Kára. Mamma hefur alltaf verið talin góður bóndi og kom það sennilega af þvi að pabbi var ungur asmaveikur og með heymæði og það passaði ekki vel við búskap enda lenti búskapur- inn oftast á okkur Ara bróður og al- farið á Ara eftir að ég flutti ungur að heiman. Hef ég oft leitt hugann að eljusemi og fórnfýsi Ara bæði við bú- skap og útgerð, það verður seint þakkað. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTMUNDAR HAUKS JÓNSSONAR, Berjarima 4, Reykjavík. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Margrét Árný Helgadóttir, Sigríður Kristmundsdóttir, Birgir Jensson, Guðbjörn Kristmundsson, Amanda Jóhannesdóttir, Helga Kristmundsdóttir, Lárus Hauksson, Jón Halldór Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, EINARS ÁRNASONAR málarameistara, Höfðagrund 26, Akranesi. Guð blessi ykkur. Sigríður Unnur Bjarnadóttir, Þóra Einarsdóttir, Ingjaldur Ásvaldsson, Jóhanna Einarsdóttir, Páll Skúlason, Sigurður Már Einarsson, Anna Steinsen, Flosi Einarsson, Katla Hallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. frá fyrra hjúnabandi. Fústurböm em Elsa H. Júnsdúttir, f. 9.10. 1944, maki Bjöm Einarsson og eiga þau fjögur börn. Ari Már Þorkelsson, f. 16.1. 1948, unnusta Ólöf Pálsdúttir og á hann tvö börn. Ómar Ólafsson, f. 24.5. 1951, maki Rannveig Pétursdúttir og eiga þau tvö böm. Jún stundaði búskap og útgerð frá Haganesi alla tíð. Hann húf sjúsúkn 14 ára gamall og stundaði hann sjúsúkn úslitið fram á síðast- liðið vor. Hann nam búfræði við Bændaskúlann á Húlum og út- skrifaðist sem búfræðingur 1941. Jún gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um í Fljútum. Hann var stöðvar- sfjúri Landssímans í Haganesi, umsjúnarmaður RARIK og endur- varpsstöðvar Sjúnvarps, formað- ur súknarnefndar, sat í stjúrn Æðarræktarfélags Skagafjarðar, sláturhússtjúri Samvinnufélags Fljútamanna og virkur meðlimur í Lions-hreyfingunni. Jún var mikill söngmaður og túk virkan þátt í fjölda leiksýninga Fljúta- manna auk annarra félagsstarfa. Útför Júns fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku pabbi minn. Ég þakka þér samfylgdina og vona að góður guð taki þig í faðm sinn. Blessuð sé minn- ing þín. Kári Kort. í dag kveðjum við tengdaföður minn, Konna í Haganesi, sem and- aðist 26. nóvember síðastliðinn, eftir áralanga baráttu við krabbamein. Hann tók veikindum sínum með full- komnu æðruleysi og aldrei heyrðist hann kvarta. Éina sem honum féll miður var minnisleysi sem hrjáði hann síðustu mánuðina, en það var að ferðast með honum um sveitir því hann kunni sögur um fólk og bæi allt frá Fljótum og suður í Kjós allt frá landnámsöld til vorra daga. Börnum okkar var Konni afi afar kær end*» gaf hann sér alltaf tíma fyrir þau, tók þau í fang sér og sagði sögur. Grettis- saga er börnum okkar ljóslifandi af raunverleikalýsingum afa síns af að- stæðum sem hann þekkti svo vel. Ná- lægð Drangeyjar og hafsins var hon- um kært sögusvið og gat frá mörgu sagt. Hann var sérlega barngóður og báru böm okkar mikla virðingu fyrir afa sínum. Söngmaður var Konni góður og hafði hann þessa tæru tenórrödd sem svo mörgum Skagfirðingum er í blóð borin. Ólgleymanleg er sú stund er við stóðum við varðeld á Sólgörðum á 70 '** ára afmæli hans og söngur hans ómaði um alla sveit. Það var á slíkum stund- um sem Konni naut sín best og gleðin og útgeislunin hreif alla með sér. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og var ótæmandi upp- spretta af gamanvísum og kvæðabálk- um. Konni stundaði róðra úr Haganes- vík í 65 ár og verkaði allan afla sjálf- ur. Sögur af því er hann fór á há- karlalóð út undir Grímsey á 1,5 tonna opnum eikarbát og kom með þijá til fimm hákarla á síðunni að landi finnst manni í dag ótrúlegt þrekvirki og dirfska. Ari Már fóstursonur Konna var með honum til sjós og bar hann hitann og þungann af útgerðinni sið- ^ ustu árin. Grásleppuvertíðin hófst í mars og stóð fram á sumar og verk- uðu þeir Konni og Ari Már allt að 100 tunnum á vertíð. Einnig var töluvert saltað af flöttum þorski en það minnkaði mikið eftir að kvótakerfið kom á og heimildir smábáta til veiða minnkuðu. Búskapur hafði minnkað mikið í Haganesi þegar ég kynntist Konna og var jörðin að mestu nýtt til dún- einmitt það sem Konni var svo sér- stakur fyrir. Sérstaklega var gaman tekju. Þó nýttu þau landið fyrir SJANÆSTU SÍÐU ► ........ + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HREFNU JÓNSDÓTTUR, Hiíðarvegi 84, Njarðvík. Guðbrandur Valtýsson, Valtýr Guðbrandsson, Melkorka Sigurðardóttir, Ragnhildur Helga Guðbrandsdóttir, Páll Marcher Egonsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Aron Ingi Valtýsson, Aníta Marcher Pálsdóttir, Atli Marcher Pálsson. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, SESSELJA VALDEMARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 4. desember kl. 13.30. Valdemar Gunnarsson, Brit Mari Gunnarsson, Kristín Irene Valdemarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Halldór Arnfinnsson, Berglind Mari Valdemarsdóttir og barnabörn, Benedikt Valdemarsson. v + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, EÐVALDS VILBERGS MARELSSONAR, Bröttukinn 8, Hafnarfirði. Stuðningur ykkar er ómetanlegur og veitir okkur styrk. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, foreldrar og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.