Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 * MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mengunarskuld iðnríkj- " anna er komin í eindaga I tilefni aðventu Kolbrún Þórunn Halldórsdóttir Sveinbjamardóttir LOSUN gróðurhúsaloft- tegunda (GHL) af manna- völdum verður að öllum lík- indum mesti umhverfisvandi 21. aldarinnar. Niðurstöður rannsókna AJþjóðavísinda- mannaráðs Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar (IPCC) benda til þess að hitastig á jörðinni geti hækk- að um 1,5-6 stig á næstu •^hundrað árum. Gangi spáin eftir mun það hafa geigvænlegar afleiðing- ar á lífsskilyrði milljóna manna um heim allan, jafnvel þótt miðað sé við lægri mörk spárinnar. Þeir eru fáir sem enn telja best að bíða og sjá til, til vitnis um það er nýafstaðin ráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Haag 13.-24. nóvember Umhverfi Hin pólitíska lausn, segja Þórunn Svein- bjarnardóttir og Kol- brún Halldórsddttir, snýst um réttlæti, jöfnuð og hagsmuni ófæddra kynslóða. þar sem einungis ein krafa var á lofti, nefnilega sú að nauðsynlegt sé að draga úr losun GHL strax. Á loftslagsráðstefnunni í Kýótó áfið 1997 náðist samkomulag um að iðnríkin hæfust handa um að draga úr losun GHL, fyrst um 5,2% á tímabilinu 2008-2012 og var þá mið- að við losun ársins 1990. Á ráð- stefnu SÞ í Haag stóð til að Ijúka útfærslu samkomulagsins og ganga frá tæknilegum atriðum svo bókun- in gæti gengið í gildi. Eins og les- endum er kunnugt um tókst það ekki. í Haag urðu greinarhöfundar vitni að mjög áhugaverðum skoð- anaskiptum um mengunarskuld iðnríkjanna við fátækustu lönd jarðar. Hér verður gerð nánari grein fyrir þeim. Fátæk lönd verða verst úti 4 ,'Frank Loy, aðalsamningamaður íiandaríkjastjórnar í Haag, lét þau orð falla í hita leiksins að þar í landi stæði ekki til að breyta lífsstíl eða draga úr neyslu til þess að draga úr losun GHL. í þessari yfirlýsingu kristallast orkufrekja iðnríkjanna. Bandaríkin, sem einungis telja 4% mannskyns, losa 24% allra GHL. Samtals losa iðnríkin 2/3 hluta GHL út í andrúmsloftið. Því er eðli- legt og sanngjarnt að þessi ríki axli ábyrgð sína með því að draga úr út- blæstri GHL. Það er kaldhæðnisleg staðreynd að hlýnun andrúmsloftsins kemur verst niður á fátækustu löndum heims, þeim sem minnst hafa losað af GHL á liðnum áratugum. Þessi lönd hafa líka minnsta möguleika á því að verjast afleið- ingum loftslagsbreytinga. I þéttbýl- um, láglendum og fátækum lönd- um, eins og Bangladesh, mun hækkandi yfirborð sjávar hafa geigvænlegar afleiðingar á lífsskil- yrði. Á smáeyjum í Kyrrahafinu, eins og Túvalú og Samóa-eyjum, horfa íbúar fram á það að heim- kynni þeirra sökkvi í sæ á fyrri hluta 21. aldarinnar. Því er spáð að árið 2050 gætu 200 milljónir manna ver- ið komnar á vergang í heimalandi sínu ellegar flúnar til annarra landa vegna breytinga á loftslagi. Að auki stafar fjölbreytileika lífríkis á jörðinni mikil hætta af hækkun hitastigs en það verður að bíða betri tíma að fjalla nánar um þann þátt gróðurhúsaáhrifanna og verð- ur því ekki gert að umfjöllunarefni hér. Sníkjulíf iðnríkjanna Vöxtur efnhagslífs og losunar GHL í iðnríkjunum á 20. öldinni hefur, þegar allt er tekið með í reikninginn, verið á kostnað þriðja heimsins svokallaða. Áframhaldandi vöxtur af þessu tagi er í alla staði ósjálfbær og þar af leiðandi óviðunandi enda stríðir hann algerlega gegn markmiðum loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna frá 1992. Allt frá dögum nýlendustefnunn- ar hafa iðnríkin gengið á sameiginlega auðlind allra jarðarbúa, lofthjúpinn. Því má með allri sanngirni velta því fyrir sér hvort iðnríkin hafi ekki í raun safnað meng- unarskuldum hjá fátækustu löndum heims. Til eru þeir sem telja að hér sé um gífurlega háar upphæðir að tefla. Svo háar, að skuldir fátæk- ustu ríkja heims verða að smávægi- legum upphæðum í samanburði og enn frekari stoðum er rennt undir þau rök að niðurfelling skuldanna sé fyrst og fremst réttlætismál. Nú er runninn upp sá tími að iðnríkin þurfa að greiða niður mengunar- skuld sína. Hún er komin í eindaga. Sameiginleg auðlind Andrúmsloftið er sameign okkar allra. Við eigum öll sama rétt til hreins og ómengaðs lofts. Að sama skapi eiga jarðarbúar, hvar sem þeir búa, tilkall til verndar gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta er kjami málsins. Umræðuna um minnkun losunar GHL á heimsvísu er auð- velt að flækja enda vandinn yfir- gripsmikill og auðvelt að týnast í tæknilegum úrlausnaratriðum. En hin pólitíska lausn er í raun einföld. Hún snýst um réttlæti og jöfnuð og hagsmuni ófæddra kynslóða. Heitstrengingar ýmissa ráða- manna við upphaf sjöttu aðildar- ríkjaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fengu holan hljóm þegar sendinefndir þátttöku- landanna gengu hnípnar af fundi í Haag um síðustu helgi. Þegar á reyndi höfðu þessir menn ekki nægan metnað fyrir hönd jarðar- innar og jarðarbúa - þótt seint verði þeir sakaðir um að hafa ekki haft nægan metnað fyrir hönd rík- isstjórna sinna og sérhagsmuna af öllu tagi - til þess að takast á við eitt brýnasta verkefni 21. aldarinn- ar. Höfundar nitja f umhverfisnefnd Aiþingis. CARITAS, sem þýð- ir mannkærleikur, er nafn á alþjóðlegum hjálparsamtökum sem starfa innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar og bera nafn með rentu. Þau voru stofnuð í Þýskalandi árið 1880 en hafa síðan teygt anga sína víða um heim. Hér- lendis var Caritasdeild stofnuð árið 1989 og hefur sem meginmark- mið að vinna að félags- legu réttlæti og líknar- starfsemi. Helstu fjár- öflunarleiðir Caritas á íslandi hafa verið tvær, báðar í tengslum við jól, sala jóla- merkja og aðventutónleikar í Krists- kirkju. Hefur sá háttur verið á að ár Caritas í ár hefur íslandsdeild Caritas ákveðið, segir Þorsteinn Ólafsson, að styrkja börn með krabbamein öðru sinni. hvert er afrakstur fjáröflunarinnar látinn renna til ákveðins góðgerðafé- lags en breytt til á milli ára. Þau eru mörg málefnin sem notið hafa góðs af starfi Caritas hér á landi. Meðal þeirra er SKB (Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama) sem Car- itas styrkti mjög myndarlega í lok ársins 1994. I ár hefur Islandsdeild Caritas ákveðið að styrkja böm með krabbamein öðra sinni og verður það að teljast mikill heiður og viðurkenn- ing fyrir SKB svo ekki sé minnst á kærkominn stuðning. Það er við hæfi að hvetja velunnara SKB og Caritas, svo og aðdáendur góðrar tónlistar, að leggja leið sína í Kristskirkju sunnu- daginn 3. desember kl. 16.30 en þá heldur Caritas sína árlegu aðventu- tónleika - nú til styrktar bömum með krabbamein. SKB var stofnað af foreldrum bama með krabbamein 2. september 1991 og hefur á þeim rúmlega 9 áram sem síðan hafa rannið sitt skeið tekist að byggja upp þéttriðið stuðningsnet við hlið þeirrar þjónustu sem veitt er á vegum ríkis og sveitarfélaga. Starf- semm er nær emgongu rekin með fé sem SKB áskotnast í formi fijálsra framlaga frá einstaklingum og fyrir- tækjum. Caritas er þar í hópi og á þakkir skildar fyrir það og öll önnur göfug verk sem em ófá eins og áður var vikið að. Hvers vegna fjáraflanir? Meðal þess stuðnings sem SKB veitir skjól- stæðingum sínum era fjárframlög. Megin- ástæðan fyrir þörf á slíkum stuðningi er að launþegar á íslandi fá ekki tekjutap, sem myndast vegna umönnunar langveikra bama, bætt. Ótrúlegt en satt! Þessi stað- reynd er nógu alvarleg út af fyrir sig. Til að bæta gráu ofan á svart skal hér vakin athygli á því að í æviminningum sínum sem út komu fyrir jólin 1999 gerir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, því skóna að ein af ástæð- um óhóflegrar notkunar sýklalyfja hér á landi sem getur haft í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar sé þrýstingur foreldra sjúkra bama á slíka lyfjagjöf í þeirri von að flýta fyr- ir bata bama sinna þar sem launarétt- ur í veikindum þeirra nemur aðeins örfáum dögum á ári. Það er varla ástæða til að rengja orð jafn reynds manns og Ólafs í þessum efnum og því er ofangreind staðreynd ekki bara al- varleg heldur háalvarlegt mál sem verður að teljast furðulegt í meira lagi að ekki hafi hlotið rneiri athygli og umfjöllun á opinberum vettvangi en raun ber vitni. í febrúar á þessu ári gaf ríkisstjóm íslands út stefnumótun í málefnum langveikra bama. í niðurlagi hennar er viðurkennt að mikilvægt sé að leið- rétta launarétt foreldra langveikra bama og jafnframt kveðið á um að mynda skuli nefnd til að taka á því máli. Það er fyrst nú sem farið er að huga að skipan þeirrar nefndar. Sá dráttur sem orðið hefur á því veldur vonbrigðum. Hann og nýgert sam- komulag við BSRB, KI og BHM kynda undir efasemdum um að sá áhugi sem stefnumörkun ríkisins í málefnum langveikra bama bar vott um sé í raun fyrir hendi. Höfundur er framkvstj. SKB. Þorsteinn Ólafsson Græðgi íslenskra olíufélaga SÍÐUSTU vikur hefur verið mikil ólga meðal rekstraraðila at- vinnubifreiða vegna þækkana á eldsneytis- ’ verði. I byrjun október hækkaði verð á elds- neyti enn einu sinni og sú hækkun varð til þess að hagsmunafélög atvinnubifreiða ásamt FÍB stofnuðu sam- starfshóp til að reyna að fá ríldsvaldið og ol- íufélögin til þess að grípa inn í þróun mála. Ríkisvaldið brást við með því að lækka kíló- metragjald þungaskatts um 10% en fc^-'ví miður náði sú lækkun ekki á bíla sem greiða fastagjald þungaskatts. Samstarfshópurinn fór á fund allra olíufélaganna þar sem þau skýrðu út hvemig verðmyndun á eldsneyti væri. Þar kom fram að öll olíufélögin sögðust hagnast aðeins um eina krónu á hvem seldan lítra og því væri ekkert svigrúm til þess ~~&i) koma til móts við atvinnubfl- stjóra með því að lækka álagninguna. Einnig var fullyrt að álagning olíufélaganna væri ákveðin krónutala á lítra og að sú skoðun samstarfshópsins um prósentuálagningu væm á misskilningi byggðar. Öll félögin vonuðust eftir góðu samstarfi við atvinnu- bílstjóra í framtíðinni og virtist vera umhug- að um að þessi við- skiptavinahópur væri sáttur. Hækkun álagningar eldsneytis Hækkun á eldsneytisverði í byrj- un nóvember var reiðarslag fyrir al- menning og atvinnubílstjóra í land- inu. Hún var í engu samræmi við þær upplýsingar um forsendur verðmyndunar á eldsneyti sem olíu- félögin gáfu samstarfshópnum nokkmrn dögum fyrr. Dísilolía hækkaði um 1,60 kr. og bensín um 1,40 kr. Langlundargeð rekstrarað- ila atvinnubifreiða var á enda og þeir mótmæltu með aðgerðum. Skýring olíufélaganna á þessari hækkun var hins vegar sú að sam- starfshópurinn hefði misskilið þau; við útreikningana væri miðað við gengi dollars síðasta dag mánaðar- ins en ekki meðalgengi eins og hóp- urinn hefði haldið. Við sem emm í samstarfshópnum misskildum þá á þremur fundum! Á þessum fundum komu fram fyrirspumir af hálfu hópsins sem allar miðuðust við með- algengi dollars og enginn fulltrúa olíufélaganna leiðrétti það þá. Sú túlkun kom síðar. Það er erfitt að telja mönnum trú um að olíufélögin séu ekki með starfsmenn í áhættu- stýringu til þess að reyna að minnka þá gengisáhættu sem í viðskiptun- um felst. Ef svo er ekki þá er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af rekstri þessara fyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands er erfitt að skýra síðustu hækkun olíufélaganna á eldsneytisverði út frá gengi doll- ars og verði á heimsmarkaði. Hækkunin virðist því ekki vera til Eyrún Ingadóttir Eldsneyti Olíufélögin, segir Eyrún Ingadóttir, hafa notað tækifærið til að hækka álagningu. komin vegna þessara óviðráðanlegu þátta í verðmynduninni. Olíufélögin hafa ekki getað gefið viðunandi skýringu á þessu. Það er því einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að oh'ufélögin hafi notað tækifærið til að hækka álagningu sína á elds- neyti. Gera má ráð fyrir að hagnað- ur þeirra af hverjum seldum lítra af bensíni hafi farið úr einni kr. yfir í 2,40-2,60 kr. eftir tegundum. Hluthafar hljóta að gleðjast. Álagning olíufélaganna á eldsneyti er þar með ekki ákveðin krónutala, eins og þeir héldu fram við sam- starfshópinn, heldur mismunandi HÁ krónutala frá einum tíma til annars. Samkeppni og siðferði Enn sem fyrr eru það fyrirtækin í landinu, stór sem smá, sem þurfa að taka á sig kostnaðarhækkanir vegna verðhækkana á eldsneyti. Það eru takmörk fyrir því hvað þau geta velt miklu út í verðlagið. Svo er hins vegar ekki farið með olíufélög- in, þau geta gengið að því sem vísu að varan þeirra selst, sama hvað hún kostar. Fyrirtæki á landi geta ekki snúið sér annað með viðskiptin þar sem engin samkeppni ríkir á markaðinum. Nú hafa útgerðar- menn boðað að þeir ætli að fá skip til þess að selja olíu úti við land- steinana. Þeir eru svo heppnir að hafa valkost þegar þeirra langlund- argeð í garð íslensku olíufélaganna brestur. Eins og önnur fyrii-tæki á íslandi hafa ohufélögin lagt mikið upp úr því síðustu ár að kaupa sér ímynd. í þeim tilgangi hafa þau stutt við um- hverfismál, íþróttir og fleira. Síð- ustu vikur hafa olíufélögin breytt ímynd sinni í græðgi. Skilaboð þeirra til okkar sem neyðumst til að nota þjónustu þeirra eru þau að all- ir, fyrirtæki og almenningur í land- inu, verða að bera þungann af hækkunum á heimsmarkaðsverði eldsneytis og gengi dollars. Sem sagt allir nema þau. Þeirra árs- reikningur verður að standast væntingar hluthafa. Það er ljóst að á meðan siðferði olíufélaganna er með þessum hætti verður engin sátt milli þeirra og at- vinnubílstjóra, hvað þá gott sam- starf. Höfundur er framkvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra, og situr í samstarfshópi vegna eldsneytishækkana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.