Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 55
MINNINGAR
búin hinsta hvfla. Hann skrapp oft
norður og hann keypti Feyki og
Skagfírðingabók svo eitthvað sé
nefnt. Hann tók þátt í starfi Skagfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og studdi
Skagfirsku söngsveitina en hann
hafði ánægju af söng enda maðurinn
félagslyndur_ og drjúgur að sækja
mannamót. A böllum var hann í ess-
inu sínu og dansaði eins og herfor-
ingi. Hnyttna stöku kunni hann vel að
meta, var fremur hiifnæmur og all-
margar ljóðabækm' átti hann í fórum
sínum, einkum ljóð yngri skálda.
Gaman hafði hann af broslegum at-
vikum og kátlegum sögum og dró síst
fjöður yfir þau tilvik þar sem grínið
beindist að honum sjálfum. Öllum var
þetta að meinalausu enda dáruskap-
ur honum víðs fjarri.
Gísli var góður starfsmaður,
stundvís og reglusamur, og svo
ábyrgur að jaðraði við smásmygli. Öll
mistök í starfi tók hann sér ákaflega
nærri hversu smávægileg sem þau
voru og gat vart á heilum sér tekið ef
kassauppgjöri í vínbúðinni skeikaði
um fáeinar krónur. Ávallt var hann
snyi’tilegur og sást hvorki á honum
blettur né hrukka. Enginn var hann
framkvæmdamaður og stóð ekki í
stórræðum en bjó að sínu og var ekki
upp á aðra kominn á nokkurn hátt.
Engum manni hef ég kynnst sem
þekkti fleira fólk en Gísli kannaðist
við. Á tímabili mátti gera ráð fyrir því
að úr hverjum þriggja manna hópi
þekkti hann a.m.k. einn. Hann naut
vinsælda og velvilja þessara kunn-
ingja sinna og heilsaði á báðar hliðar
þegar hann gekk götur Reykjavíkur.
Hann var mesti gönguhrólfur, átti
aldrei bfl og var raunar lítt ginn-
keyptur fyrir hvers kyns tækniundr-
um.
Gísli rækti ávallt gott samband við
eigin börn væru. Á sl. sumri var ég
staddur í Hvítadal, þegar tvíbur-
arnir hennar Boggu komu í heim-
sókn Þá var mikil gleði, hlý bros
og faðmlög þegai' þau kölluðu afi
og hlupu beint í fangið á honum
þar sem hann sat við eldhúsborðið.
Saman eignuðust þau Sigurjón og
Elísa tvö börn, stúlku, sem fæddist
andvana, og soninn Sigurð Torfa,
sem dvalið hefur heima við og að-
stoðað við búskapinn eftir þörfum,
og hafði hann nýlega að mestu tek-
ið við búinu. Á fyrstu búskaparár-
um sínum endurbyggði Sigurjón öll
hús á jörðinni og lagfærði annað
sem gera þurfti og sýndi þá best
þann dugnað og hagsýni sem í hon-
um bjó.
Sigurjón undi sér best heima,
var sívinnandi, vann aldrei hratt,
en var alltaf að.
í Hvítadal hafa gestakomur
ávallt verið miklar og svo var einn-
ig hjá Sigurjóni og Elsu enda
gestrisni þeirra mikil, og aldrei
hafði Sigurjón svo mikið að gera að
ekki væri tími til að sitja með gest-
um og naut hann þess að ræða við
þá og segja sögur enda bjó hann
yfir skemmtilegri frásagnargáfu.
Sigurjón átti margar góðar bækur
og las mikið og kom það gjarnan
fram í frásögum hans.
Eins og áður sagði voru tengsl
okkar Sigurjóns alltaf náin og þó
að ég flytti burt úr sveitinni rofn-
uðu þau ekki, oft dvaldi ég heima í
Hvítadal í fríum eða skrapp um
helgar og í mörg ár töluðum við
saman í síma einu sinni til tvisvar í
viku. Sigurjón var mjög kær öllu
sínu fólki og fylgdist vel með því
og er ég viss um að ef systkina-
börn hans ættu að nefna besta
frændann kæmi hans nafn fyrst í
huga, svo kær var hann þeim öll-
um.
Elsa, Torfi og aðrir aðstandend-
ur, ég bið Guð að styrkja ykkur í
sorg ykkar, megi minningin um
góðan mann, föður, afa, tengdaföð-
ur og frænd'a verða ljós á vegi ykk-
ar.
Elsku bróðir, ég þakka þér fyrir
allt sem þú varst mér og mínu fólki
og kveð þig með orðum Stefáns frá
Hvítadal.
Ég hræðist engan banablund
sem barn ég trúi á Edenslund.
Ég á í vændum fagnafund,
er flyst ég yfir kveldblá sund.
Ég kveð í svip og þakka þér,
systur sínar og fjölskyldur þeirra og
átti með þeim margar notalegar
stundir en fyrir tveimur til þremur
árum tók heilsa hans að bila svo að
hann gat lítið sem ekki notið sam-
skipta við fólk.
Upp á síðkastið dvaldist hann á
vistheimilinu Grund og á starfsfólk
þar þakkir skildar fyrir góða umönn-
un. Fjölskyldan er Gísla þakklát fyrir
samfylgdina og minnist hans með
ánægju.
Sveinn Heijólfsson.
Gísli Pétur Ólafsson ólst upp á
Læk og í Kýrholti í Viðvíkursveit í
Skagafirði. A síðai-nefndum bæ var
hann undir verndarvæng afa okkar,
Gísla Péturssonar. Ungur hleypti
hann heimdraganum, skólaganga
vai’ð nokkur og víða bar hann niður í
starfi, var þó lengst við afgreiðslu-
störf hjá ÁTVR við Snorrabraut í
Reykjavík.
Gísli var maður með afbrigðum vel
gefinn, öll störf vann hann af sam-
viskusemi, lipurð og dæmafárri kurt-
eisi. Vinahópurinn varð stór og oft
fannst okkur ættmennum hans eins
og að hann bæri kennsl á alla íslend-
inga.
Oft brá hann fyrir sig betra fæti og
fór í skemmtiferðir með góðu fólki
bæði innanlands og utan og hafði síð-
an unun af að deila þeirri lífsreynslu
með öðrum. Þó var hann öðrum
þræði nokkur einfari. Við brottför
hans er okkur sem næst honum stóð-
um efst í huga óbilandi tryggð hans
og vinátta, tillitssemi hans á ölium
stundum, siðfágun hans og hófsemd í
orði og á borði.
Lífshlaupið þreytti hann af íþrótt
sem ekki leyfði feilspor. Hans verður
sárt saknað en víst er um það að sam-
hvað þú varst hjartansgóður mér,
en orð mín falla angurklökk:
Ó elsku bróðir, hjartans þökk.
Sighvatur F. Torfason.
Það voru þungbærar fréttir sem
mér bárust þar sem ég var við
vinnu úti á landi - að hann Sigur-
jón hefði veikst alvarlega og flutt-
ur suður í skyndi. Hugurinn fór
allur úr skorðum og allur kraftur
var úr manni næstu daga meðan
þú barðist við veikindin.
Mig langar í nokkrum orðum að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig í gegn um tíðina. Ég
var fimm ára þegar þið mamma
fóruð að rugla saman reitum. Það
er ein af mínum fyrstu minningum
þegar ég komst að þessu og syst-
kini mín hafa oft gantast með það
hversu uppveðraður ég hafi verið
þegar ég var að færa þeim fréttirn-
ar sem þau auðvitað þegar vissu.
Það var mikil Guðs gjöf að fá að
alast upp í sveitinni hjá ykkur
mömmu. Það er svo margt sem
maður lærði um lífið og tilveruna
og góða siði almennt. Mér verður
oft hugsað til þín þegar ég er að
leiðbeina mínum börnum því margt
af því sem ég kenni þeim fékk ég í
arf frá þér og þannig veit ég að
andi þinn lifir frá einni kynslóð til
annarrar. Ég er líka þakklátur fyr-
ir að hafa snemma fengið að kynn-
ast vinnu og að þú treystir mér
fullkomlega til að gera allt það sem
að höndum bar. Eg mun búa að
þessu alla tíð.
Seinna kom að því að næsta kyn-
slóð, börnin mín, fóru að njóta
sveitarinnar og verunnar með þér.
Það er öllum minnisstætt hversu
mikla þolinmæði þú hafðir við að
leyfa þeim að sitja í dráttarvélinni
hjá þér þegar þú varst að slá. Þau
gátu unað sér með þér allan dag-
inn og annað slagið kviknuðu
stefnuljósin á vélinni úti á miðju
túni. Þá var gjarnan haft á orði
heima við að vafasamt væri hvor
væri við stjórnvölinn, börnin eða
afi. Þau sakna þín afskaplega mik-
ið.
Það verður skrítið að koma heim
í Hvítadal og hitta þig ekki. Samt
veit ég að við munum alltaf finna
fyrir næveru þinni þar því milli þín
og sveitarinnai’ eru órjúfanleg
bönd. Blessuð sé minning þín.
Góður Guð, ég bið þig að senda
ferðafólki sínu' lætur hann einungis
eftir góðar minningar.
Frænda minn og fóstbróður kveð
ég með virðingu.
Haraldur Bessason.
Og gott er því að vera ungur enn
og eiga fyrir höndum mikil störf.
En seinna erum við þeir vösku menn,
sem vinna að okkar fósturjarðar þörf.
(Flutt við skólaslit á Reykjum,
10. apríl 1944.)
Haustið 1943 hófst skólanám ung-
menna að nýju í Reykjaskóla í Hrúta-
firði, eftir þriggja ára hlé. Skólabygg-
ingarnar hýstu þennan tíma erlent
herlið frá Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Mörgum var kærkomið, að skól-
inn skyldi hefja störf að nýju. Opnað-
ist þá menntaleið hjá þeim sem beðið
höfðu þessi ár eftir því að opnað yrði
að nýju. Enda var skólinn nær full-
skipaður. Við, sem þetta haust sett-
umst á skólabekk í Reykjaskóla við
Hrútafjörð, vorum um sex tugir.
Ekki vorum við jafnaldra og langt frá
því. Þau yngstu rétt um fermingu en
þau elstu komin nokkuð yfir tvítugt.
Fyrii- þau elstu var það hrein himna-
sending að fá allt í einu að sitja á
skólabekk og teyga af menntalind-
um. Ég var kominn fast að tvítugu,
og vinur minn sem hér er minnst,
búinn að fá kosningarétt. Einmitt
vorið sem við lukum námi frá Reykj-
um (1944), var kosið um afnám kon-
ungssambands við Danmörku og
stofnun lýðveldis. Það var auðleyst.
Næstum hundrað prósent þátttaka
og flestir sögðu já, eins og kunnugt
er.
Einn úr hópnum, sem útskrifaðist
úr eldri deild, frá Reykjaskóla lýð-
veldisvorið, var að kveðja jarðlífið.
Margir hafa kvatt á undan honum,
eins og að líkum lætur, á jafn löngum
tíma og liðinn er frá þessari útskrift.
Engin réttindi veitti hún, en skildi
eftir nokkra þekkingu og gerði fólk
víðsýnna og færara að takast á hend-
ur félagsstörf. Margir, sem héraðs-
skólana sátu, urðu á heimaslóðum fé-
lagsmála- og framámenn. Sumir
lögðu á enn lengri menntabraut og
sóttu sérskóla og luku þaðan prófum.
Þau sem lengst héldu í menntaleit
urðu stúdentar og síðar kandidatar
frá háskólanum hér eða erlendis.
Þetta átti víst að vera minningar-
grein. Jú, það er alveg rétt. Alda-
mótaárið 2000, sunnudaginn 19. nóv-
ember, lést á Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund hér í bæ, eftir
nokkra dvöl þar, hann Gísli Pétur Ól-
afsson, frá Læk í Viðvíkursveit, 78
ára að aldri. Hann var nokkur síðustu
árin mjög þrotinn að heilsu og kröft-
um. Að vísu hélt hann veglega upp á
75 ára afmæli sitt, 28. júní 1997. Kom
þar margt manna og naut veglegra
veislufanga, en Gísli var höfðingi
mikill, þegar við átti.
Æviatriði Gísla eru hér á undan.
Hann var ekki við frekara skólanám
en á Reykjum; tók próf upp í annan
bekk, ásamt mér og fjórtán öðrum.
Eru nú fjórir horfnir úr þeim hópi.
Gísli vann lengi sem afgreiðslu-
maður í Áfengisverslun ríkisins við
Snorrabraut, en síðast í Mjóddinni.
Áður vann Gísli hjá Símanum og Raf-
magnsveitum ríkisins. Ég vann með
Gísla sumarið 1955 hjá RARIK norð-
ur í Fljótum, ásamt mörgum góðum
félögum. Gísli var drjúgur og iðinn
verkmaður, jafn veikbyggður og
hann raunar var. Ég vann þá talsvert
með Gísla, og er þess gott að minn-
ast.
Á Reykjaskóla vorum við herberg-
isfélagar ásamt fimm öðrum. Er Gísli
annar til að kveðja af þeim félögum.
Við höfum hist, félagarnir frá 1944,
og lét Gísli þar sjá sig. Einhvern tíma
var það að ég lét svo mælt í ljóði að
allir þeir sem mættu hefðu fremur
þyngst en lést. Það var raunar ekki
alveg rétt, því að Gísli hafði lést. Ann-
ars er erindið þannig:
Félagamir fjórtán héma mæta;
flestir hafa þeir ei lengi sést
Eitthvað mun það andann sjálfsagt kæta.
Allir hafa fremur þyngst en lést
Ekki gat hjá því farið að ég skrifaði
eftir Gísla, entist mér aldur og þrek
til þess. Þó að leiðir okkar lægju ekki
saman nema á Reykjum og í Fljótun-
um fyrir langa löngu, vissum við allt--*
af hvor af öðrum. Gísli var hljóðlátur
maður og lét lítið fara fyrir sér. Út úr
honum komu við og við óvæntar at-
hugasemdir, sem hittu í mark.
Fyrir nokkrum árum var ég um
vikutíma með Gísla á Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði. Kvöld eitt geng-
um við upp í hlíðina á móti. Var þá
nokkur fönn og blinda. Við ræddum
um liðna tíð. Talið barst að þeim tíma
er Gísli var starfandi í Hveragerði
um skeið við verslun, áður en hann
fór á Reykjaskóla. Greindi hann mér
þá frá kynnum nokkrum er ei varð
framhald á, og harmaði hann það
greinilega, en þóttist á þeim tíma
ekld tilbúinn vegna ungs aldurs, að
bindast hjúskaparböndum. Gísli var ,
einn á lífsgötunni til æviloka. Hefði
vafalaust orðið góður heimilisfaðir ef
í það hefði farið.
Nú kveð ég ágætan vin og félaga
og þakka kynnin öll. Vandamönnum
sendi ég samúðarkveðjur við andlát
hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
mömmu og Torfa bróður alla þína
sterkustu strauma heim í Hvítadai.
Guðmundur Björnsson.
Mig langar að minnast hans Sig-
urjóns með örfáum orðum þar sem
ég veit að maðurinn minn heitinn,
Sigurður Torfi, hefði ritað hlý
orð til hans ef hann hefði ekki lát-
ist á undan honum.
Torfi, eins og maðurinn minn
var alltaf kallaður, leit alltaf á Sig-
urjón sem stóra bróður sinn enda
meira og minna alinn upp hjá afa
sínum og ömmu á Hvítadal í Döl-
um alveg frá sex mánaða aldri og
þess vegna fannst honum Sigurjón
vera sem sinn bróðir. Hann hugs-
aði mikið til Sigurjóns og Dalanna
og var tíður gestur þar, þar til
heilsa hans var þrotin en samt var
svo skrítið að síðasta ferð hans út
fyrir bæinn í ágúst 1999 með litlu
stelpurnar sínar tvær var að fara á
heimaslóðir og endaði með því að
ekki var stoppað fyrr heldur en í
Hvítadal hjá Sigurjóni og Elsu.
Torfi var mjög stoltur af að sýna
litlunum sínum allt þar í sveitinni.
Þetta var síðasta skiptið sem þeir
frændur hittust, þá báðir í raun
sárlasnir en Torfi dó 1. október
1999. Ég veit að ef til er líf eftir
dauðann þá eru þeir frændur búnir
að hittast á hinum staðnum og von-
andi báðir án líkamlegra þjáninga.
Elsu, Torfa og öðrum aðstan-
dendum vottum við okkar innileg-
ustu samúð og segjum af eigin
reynslu að tíminn minnkar sár-
saukann og gefur okkur von aftur.
Anna Amadóttir og
dæturnar Guðbjörg, Eva
Björg, Theodóra
og Thelma.
Þetta er napurt haust í fallegu
sveitinni þar sem ég ólst upp.
Sorgin hefur komið við á æsku-
heimili mínu. Ég man fyrst eftir
Sigurjóni þegar ég var átta ára
stelpa. Hann átti heima á næsta
bæ, Hvítadal II. Þar bjó hann með
aldraðri móður sinni Guðrúnu. Það
var svo stutt á milli bæja og ég
stalst stundum heim til þeirra í
mjólk og kringlur.
Mamma var ekkja með fjögur af
sex börnum sínum heima þegar
þau kynntust. Þau hófu saman bú-
skap 1974. Sambúð þeirra var alla
tíð farsæl. Það hlýtur að þurfa
dugmikinn mann til að taka að sér
konu með mörg böm. Ég var 9
ára, Gummi 4 ára, Herdís 15 ára
og Erling 17 ára. Hann gekk því
mér og Gumma í föðurstað.
Sigurjón hafði gaman af því að
glettast við okkur og hafa okkur í
kringum sig við bústörfin, skipti
það engu hvort það voru tvö eða
fimm börn. En það voru margir
krakkar sem áttu sumardvöl í
Hvítadal. Á sumrin var mjög gest-
kvæmt í Hvítadal. Sigurjón hafði
mjög gaman af því að hitta fólk og
fá gesti.
Árið 1976 áttu þau von á sínu
fyrsta barni saman. Þeim fæddist
andvana stúlka. Árið eftir eignaðist
hann sinn einkason Sigurð Torfa.
Hann var sannarlega sólargeisl-
inn hans og langyngstur í systkina-
hópnum mínum. Einnig tóku þau
að sér frænda minn, Ragnar Jó-
hannsson, sem hafði misst báða
foreldra sína. Hann var þá 12 ára
gamall. Sigurjón var alltaf fyrstur
til að taka upp fyrir hann hansk-
ann ef eitthvað bjátaði á. Þetta og
margt fleira ber vott um að Sigíír-
jón var barngóður maður.
Alltaf þótti mér notalegt að geta
rætt við hann um lífið og tilveruna,
bæði sem barn og eftir að ég fór að
heiman.
Síðasta skipti sem ég átti langt
spjall við þig var þegar þú og
mamma komuð í heimsókn vestur
til Súðavíkur í haust og ekki grun-
aði mig að það væri síðasta ferða-
lagið þitt.
Barnabörnin Ragnar, Sindri,
Þórir og Elísa munu sakna afa í
sveitinni. Ég þakka þér fyrir ynd-
islegu árin sem þú ólst mig upp og
fyrir að hafa alla tíð stutt mig eftir
að ég fór að heiman.
Ég votta mömmu og Torfa bróð-
ur mína dýpstu samúð og svo öð’r-
um aðstandendum.
Vilborg, Halldór og börn.
ÁSTHILDUR
JÓHANNESDÓTTIR
+ Ásthildur Jó-
hannesdóttir
fæddist í Hafnarfirði
16. febrúar 1942.
Hún ióst á Landspft-
alanum í Fossvogi 22.
nóvember siðastlið-
inn og fór útför henn-
ar fram frá Víði-
staðakirkju 30. nóv-
ember.
Við allt of ótímabært
fráfall Ásthildar Jó-
hannesdóttui’ koma
minningar liðinna ára
fram. Kynni okkar hóf-
ust er dætur okkar urðu leiksystur
og vinkonur er árin liðu. Svo varð
dóttir Ásthildar, Rebekka, tengda-
dóttir mín og þá urðu kynnin nán-
ari enda stutt á milli því við bjugg-
um í nágrenni hvor við aðra.
Það var gott að koma á hennar
fallega snyrtilega heimili, hún var
smekkvís mjög, að ég tali nú ekki
um gullmolana sem komu frá henni
á góðum stundum, þá var mikið
hlegið því hún var líka skemmtileg
kona.
Leiðir skildu um nokkur ár
vegna veru erlendis
og hefðu samveru-
stundirnar mátt vera
fleiri síðustu árin.
Já, það er margs að
minnast, mikil eftirsjá
að góðri, vandaðri,
konu.
Ég bið dætrum
hennar, bamabörnum
og tengdasonum allrai’
Guðs blessunar í
þeirra miklu sorg.
Óðrum aðstandendum
votta ég mína dýpstu
samúð.
Ég kveð frú Ást-
hildi með virðingu og þökk, ég mun
alltaf muna hana.
Jakobína E. Björnsdóttir.
Elsku Dilla,
Þakka þér,
fyrir ljúft viðmét,
allan hláturinn,
umburðarlyndið
og viskuna.
Harpa.