Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Könnun meðal jyrunnskólanemenda á félagslegum aðstæðum ungra innflylnenda
Þeim fjölgar sem
telja nýbúa of marga
Úr könnun meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla
Spurningar:
Á höfuð-
borgar-
svæðinu
öðru
þéttbýli
dreifbýli
Á
sveitabæ
Erlendis
Hvar vildir þú helst búa?
6,1 17,4
Hvar telur þú að auðveldast verði e
fyrir þig að fá vinnu við hæfi?1
17,4% - |4,4|ai
Hversu sammála eða
ósammála ertu eftir-
farandi fullyrðingum?
Mjög
sammála
Frekar
sammála
Hlutlaus
Frekar
ósammála
Mjög
ósammála
Ég tel að of margir nýbúar i
séu búsettir hér á landi.1
12,7% |
40,2%
Ég tel að sú menning sem fylgir nýbúum KMIttl
hafi haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. ’
47,0%
ina
Ég tel að nýbúar eigi að hafa i
sömu réttindi og aðrir íslendingar.1
20,7%
28,4%
Höfuðborgarsvædið
UNGLINGUM, sem eiga
erlendar tungur að móður-
máli, er hættara en öðrum
unglingum hér á landi gagn-
vart félagslegri einangrun
og sálrænni og tilfinninga-
legri vanlíðan. Þeim erlendu
ungmennum sem alist hafa
upp hérlendis er hættara að
þessu leyti en þeim sem
flust hafa til landsins frá út-
löndum. Þetta er niðurstaða
könnunar sem gerð var
meðal allra nemenda í 9. og
10. bekk grunnskóla á land-
inu. Hún leiddi einnig í ljós
að 32,2% svarenda eru mjög
sammála eða frekar sam-
mála því að of margir
nýbúar búi hér á landi og
hefur fjölgað nokkuð í þeim
hópi frá því sams konar
könnun var gerð 1997.
Könnunin var gerð af
Antoinette Naysaa Gyedu-
Adomako, Ingu Dóru Sig-
fúsdóttur og Bryndísi Björk
Asgeirsdóttr hjá fyrirtæk-
inu Rannsóknum og gi-ein-
ingu ehf og lögð fyrir alla
nemendur sem sátu
kennslustundir í 9. og 10.
bekk4. apríl sl. Niður-
stöðurnar hafa nýlega verið
kynntar borgaryfirvöldum
og frá þeim hefur Morgun-
blaðið fengið í hendur
skýrslu þar sem gerð er
grein fyrir niðurstöðunum.
Alls fengust 6.250 svör og
áttu 434 svarendanna er-
lendar tungur að móður-
máli. Ur þeim hópi höfðu
324, eða 76%, alist upp hér á
landi en 24%, 101 nemandi,
hafði alist upp erlendis.
Til umhugsunar um
stuðning við unga
innflytjendur
I umfjöllun um niður-
stöðurnar kemur fram að
vert sé að hafa í huga að
hærra hlutfall þeirra sem
eiga erlent móðurmál og eru
aldir upp á Islandi hafi nei-
kvæða mynd af tilfinninga-
legri líðan sinni sem gefi til
kynna að umtalsvert hærra
hlutfall aðfluttra unglinga
búi við félagslega einangrun
eða við aðstæður sem stuðla
ekki að tilfinningalegri og
sálrænni vellíðan.
Með það í huga að fólk í
þessum hópi noti að eigin
sögn fíkniefni í meira mæli
en aðrir unglingar, eins og
fram kemur hér á eftir, og
finni fremur til depurðar og
einmanakenndar komi þetta
ekki á óvart. Sá mikli munur
sem sé milli íslenska hóps-
ins annars vegar og hins er-
lenda hins vegar ætti að
vekja til umhugsunar og
vekja spurningar um þann
stuðning sem ungir innflytj-
endur njóti í íslenskum skól-
um til aðlögunar að samfé-
laginu.
„Menning er grundvöllur
hugsunar, skynjunar, að-
gerða og allra annarra til-
finningalegra og hugrænna
aðgerða og er þannig grunn-
ur þess mats sem einstakl-
ingur leggur á heiminn,"
segir enn fremur. „Samfé-
lag, sem telur sín menning-
arlegu norm eðlileg og öðr-
um æðri og sem telur aðrar
venjur einkennilegar,
skrýtnar, óæðri eða jafnvel
siðlausar, þjáist af menning-
arlegri sjálflægni eða þjóð-
hverfu sem getur af sér
kynþáttafordóma og útlend-
ingafordóma," segir enn
fremur. „Þeir sem þjást af
útlendingafordómum telja
sína eigin menningu æðri
annarri í kynþáttalegu, sið-
rænu og menningarlegu til-
liti og vantreysta eða óttast
þá sem skilgreindir eru sem
aðkomumenn.
Vaxandi hópur ungs fólks
af mismunandi menningar-
legum bakgrunni á nú Is-
land að heimkynnum.
Greinilegt er að fyrir ungl-
inga með erlent móðurmál
felur aðlögun að öðru samfé-
lagi í sér annað og meira en
að læra tungumál og temja
sér menningarlegar venjur;
þar er um að ræða áhrif frá
sögulegum, félagslegum og
efnahagslegum aðstæðum í
þjóðfélagi. Einnig skiptir
höfuðmáli að hve miklu leyti
menningarleg fjölbreytni er
til staðar í því þjóðfélagi
sem lagast þarf að. Fjöl-
menningarleg samfélög eru
líklegri en einmenningarleg
samfélög til að búa yfir
tveimur þáttum sem þar
skipta máli, þ.e. að til sé
kerfi félagslegra og menn-
ingarlegra hópa sem geta
séð þeim fyrir stuðningi,
sem þurfa að aðlagast
menningunni, og einnig er
þar líklega að finna meiri
þolinmæði gagnvart því að
umbera menningarlega fjöl-
breytni."
Fleiri telja útlendinga
of marga nú en 1997
Þá segir að eftir því sem
útlendingum sem búa á ís-
landi fjölgar sé mikilvægt að
meta viðhorf almennings
gagnvart þeim sem hér setj-
ast að. Niðurstöðurnar, sem
birtar eru í töflunni hér til
hliðar, varðandi afstöðu til
búsetu „nýbúa“ á íslandi,
voru bornar saman við sam-
bærilega könnun frá 1997 og
kemur þá í ljós að frá 1997
hefur þeim fjölgað úr
15% í 22% sem hafna því
að sú menning sem fylgir
nýbúum hafi haft jákvæð
áhrif á íslenskt samfélag.
Jafnframt fækkar úr 53% í
47% í þeim hópi sem er
hvorki sammála né ósam-
mála staðhæfingunni en
hlutfall þeirra sem samsinna
því að áhrif menningar sem
fylgir nýbúum hafi verið já-
kvæð lækkar úr 32% í 31%.
Enn fremur fjölgar úr
12% í 16% í þeim hópi sem
er andvígur því að útlend-
ingar á íslandi hafi sömu
réttindi og íslendingar.
Þeim, sem vilja sömu rétt-
indi, fækkar úr 59% í 56%.
Þá eru 32,2% frekar eða
mjög sammála því að of
margir útlendingar búi á
Islandi og hefur fjölgað í
þeim hópi úr 24%. 1997 voru
47% hvorki sammála né
ósammála þeirri staðhæf-
ingu en nú eru 40% þeirrar
skoðunar. Þeir sem eru
ósammála því að útlending-
ar séu of margir eru nú 28%
en voru 29% árið 1997.
í umfjöllun um þessar
niðurstöður segir í skýrsl-
unni að fleiri taki nú afstöðu
en áður og fleiri telji út-
lendinga of marga og séu
andvígir því að þeir hafi
sömu réttindi. Fyrir þessu
gætu t.d. verið þær ástæður
að minnihlutahópum hafi
fjölgað og þeir orðið sýni-
legri. Slíkt geti haft áhrif á
viðhorf þátttakenda sem
eiga því að venjast að búa í
þjóðfélagi þar sem ein
menning er ráðandi. „Þessar
tölur benda til þess að brýn
þörf sé á því að skólar taki í
notkun fjölmenningarlegar
kennsluaðferðir," segir enn
fremur en þannig mætti
upplýsa nemendur um ann-
ars konar menningu og gera
þá móttækilegri fyrir fólki
frá mismunandi menningar-
heimum. Einnig fengju
kennarar og ráðgjafar í ís-
lenskum menntastofnunum
um leið einstakt tækifæri til
að undirbúa nýja kynslóð
undir aðlögun að ólíkum
menningarheimum og stuðla
að fjölmenningarlegum við-
horfum í landinu.
„Með hverju árinu sem
Úr könnun meðal nemenda í 9. og 10. bekk
grunnskóla á íslandi
fslenska móðurmál
Erlent móðurmál,
uppallnn á Íslandi
I Erlent móðurmál,
[ uppalinn erlendis
Hlutfall þeirra sem segja
erfitt að fá hlýju og
samúð frá vinum:
Hlutfall þeirra sem segjast
oft vera leiðir eða daprir:
JSL
27%
Hlutfall þeirra sem segjast
oft vera einmana:
Hlutfall þeirra sem segja
auðvelt að fá ráð hjá vinum
um það sem að námi snýr:
Hlutfall þeirra sem segja
sálræna líðan sína slæma:
Hlutfall þeirra sem segja frammistöðu sína í námi, góða,
miðlungs eða siæma samanborið við jafningjahópinn:
Góða
Miðlungs
Slæma
47%
Hlutfall þeirra sem segja
að staðhæfingin
„Mér semur ekki vel við kennarana”
eigi við um þá:
Alltaf
Hlutfall þeirra sem segja
að staðhæfingin
„Mér líður illa í skólanum”
eigi við um þá:
líður verður menningarlegur
bakgrunnur íbúa landsins
fjölbreytilegri og það er
mjög mikilvægt að þessara
breytinga á sjái stað í upp-
byggingu þjóðfélagsins,
einkum hvað varðar ung-
menni sem eru á því ævi-
skeiði afar viðkvæm fyrir
neikvæðum áhrifum," segir
enn fremur.
Meiri neysla
vímuefna
Enn fremur var notkun
vímuefna könnuð og kom
fram að 20% íslenskra ungl-
inga í 9. og 10. bekk höfðu
reykt a.m.k. eina sígarettu
síðastliðinn mánuð. í hópi
þeirra sem höfðu alist upp
hérlendis en áttu erlent
móðurmál var hlutfallið
26,9% en 24,8% hjá þeim
sem höfðu alist upp erlend-
is. Sá hópur var hins vegar
fámennastur þeirra sem
höfðu orðið drukknir einu
sinni eða oftar undanfarna
30 daga en 16,6% svöruðu
játandi. 24,5% íslenskra
ungmenna svöruðu því ját-
andi en 29,7% úr hópnum
sem hér hafði alist upp en
talaði erlent móðurmál. Sá
hópur hafði einnig mesta
reynslu af kannabisneyslu
en 13,7% höfðu prófað slík
efni einu sinni eða oftar.
11,9% höfðu þá reynslu úr
hópi þeirra sem alist höfðu
upp erlendis en 8,4% þeirra
sem áttu íslensku að móður-
máli.
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks mótmælir ummælum formanns hafnarstjórnar um slippasvæðið
Segir að sjálfstæðismenn
hafi átt hugmyndina
Reykjavíkurhöfn
GUÐLAUGUR Þór Þórðar-
son, borgarfulltrúi sjálfstæð-
isflokksins sem sæti á í hafn-
arstjórn, segir að sjálfstæðis-
menn í hafnarstjóm hafi átt
frumkvæði að þeirri hugmynd
að endurskipuleggja slippa-
svæðið.
„Það er alveg furðurlegt að
Arni Þór skuli vera að svekkja
sig yfir því að sjálfstæðis-
menn skuli kannast við að
hafa frumkvæði að málinu þar
sem við komum fram með
þessa tillögu," sagði Guðlaug-
ur Þór. „Það er í góðu lagi að
vera öfundsjúkur út i frum-
kvæði okkar en algjör óþarfi
að afhjúpa það með þessum
hætti.“
í Morgunblaðinu í gær
undrast Árni Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi Reykjavíkur-
listans og formaður hafnar-
stjómar, það að sjálfstæðis-
menn vilji eigna sér
hugmyndina þar sem þeir hafi
ekki stutt kaup borgarinnar á
lóð og húseignum Stáltaks hf.
við Mýrargötu, sem hafí verið
forsenda endurskipulagning-
ar svæðisins. Þá segir hann að
tillaga sjálfstæðismanna um
endurskipulagningu svæðis-
ins, sem lögð hefði verið fram
í hafnarstjórn 14. júní, hefði
verið ótímabær, þar sem þá
hefði legið fyrir samningur
við Stáltak um rekstur drátt-
arbrauta á svæðinu næstu 16
árin.
Vildu kanna réttarstöðu
hafnarinnar
Guðlaugur Þór mótmælir
þessu og segir að tillagan
hefði verið tímabær, þar sem
á umræddum fundi hefði verið
lagt fram bréf Stáltaks þar
sem komið hefði fram að þeir
vildu hætta rekstri dráttar-
brauta á svæðinu.
Hann sagði að vegna þessa
hefðu sjálfstæðismenn í
hafnarstjórn lagt fram til-
lögu um að hefja undir-
búning að hugmyndasam-
keppni um framtíðarnýtingu
á svæðinu norðan Mýrar-
götu.
Guðlaugur Þór sagði að
sjálfstæðismenn hefðu hins
vegar ekki stutt kaup borgar-
innar á fasteignum Stáltaks,
þar sem þeim hefði fundist
verðið of hátt.
Þá sagði hann að þeir hefðu
viljað að borgarlögmaður
kannað réttarstöðu hafnar-
innar í málinu, þar sem borgin
hefði í raun verið búin að
kaupa lóðirnar mörgum árum
áður.