Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 35

Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 35
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 35 ERLENT Ekki aðeins við Rússland að sakast Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Borís Jeltsín. eftir Brigitte Granville © Project Syndicate ÞESSA dagana telja margir að Rússlandi eigi ekki skilið að njóta hjálpar Vesturlanda vegna ringul- reiðarinnar, spillingarinnar og óstjórnarinnar í tíð Jeltsíns en líka vegna meintrar valdníðslu og mann- réttindabrota í tíð Pútíns forseta. Þá er enn fremur litið svo á, að Rússland þurfi ekki lengur aðstoð vegna þess að hagvöxtur og opinber fjármál þar hafi færst í mun betra horf, þökk sé hækkandi olíuverði og 6,5% ársvexti vergrar þjóðarframleiðslu. Reyndar nemur efnahagsafgangur 2% og nú- verandi inneign 17% af þjóðarfram- leiðslu. Þrátt fyrir að vera að drukkna í skuldum - sem nema nú sem svarar 75% af þjóðarframleiðslu - virðist sem Rússlandi geti staðið í skilum. En Rússar fara nú fram á það við hinn svonefnda „Parísarklúbb" (sem í eru vestrænar ríkisstjórnir) að meira verði fellt niður af þeim 40 milljarða dollara skuldum við þessar stjórnir sem erfðust frá tímum Sovétrfkjanna. I [þessari] viku held- ur Mikhaíl Kasjanov forsætisráð- herra til Berlínar til þess að leita stuðnings við bráðabirgðasamkomu- lag sem nú er verið að vinna að. Rússar hafa mikið fyrir sér í því að aflétta beri skuldum. Vestrænar rík- isstjórnir - fyrst og fremst Þýska- lands sem á næstum helminginn af skuld Rússa við Parísarklúbbinn - hafa jafnvel enn frekar ástæðu til að leita til skattgreiðenda og fara fram á að hluti þessara skulda verði afskrif- í stað þess að ein- blína af skammsýni á núverandi getu Rússa til að standa í skilum gætu Vesturlönd ein- beitt sér að því að stuðla að jákvæðu umhverfi fyrir um- bótaaðgerðir Pútíns. aður. Um er að ræða lán frá vestræn- um ríkisstjómum til Sovétríkjanna. Sovéskur áætlunarbúskapur gat ekki tryggt örugga vexti á þessum lánum - fremur en nokkrum fjárfest- ingum sem var helsta ástæðan fyrir falli Sovétríkjanna. Lán frá Parísar- klúbbnum voru veitt af opinberum útflutningslánastofnunum sem ábyrgjast kaup erlendra aðila á fjár- festingavörum og öðrum vörum frá löndunum. Eins og OECD hefur margoft bent á er þetta fremur opin- ber niðurgreiðsla til innlendra iðn- fyrirtækja en viðskiptalandsins. Aflétting skulda er nú rædd sam- hliða vaxandi deilum, í vestrænum höfuðborgum, um það hver hafi „glatað Rússlandi". Hvem tel ég bera ábyrgðina? Vestrænar ríkis- stjórnir í hlutverki Parísai'klúbbsins haustið 1991 hljóta að deila sökinni. Þegar Sovétríkin hmndu, og hin nýja, sjálfstæða ríkisstjórn Jeltsíns gerði tilraun tii byltingarkenndra umbóta, sendu G7-n'kin helling af að- stoðarfjármálaráðherrum til Moskvu til þess að krefjast þess staðið yrði við skuldbindingar frá Sovéttíman- um. Til þess að sýna að í hinu nýja Rússlandi væri háttvísi í heiðri höfð neitaði Jeltsín að hafna erlendum skuldbindingum landsins, líkt og Bolsévikarnir höfðu gert 1917. Þótt það hefði verið rangt af Rúss- um að hafna einhliða öllum skuld- bindingum 1991-92, kröfðust bylting- arkenndar aðstæður í Rússlandi forsjállar skuldauppgjafar af hálfu Vesturlanda. Pólverjum var einmitt veitt slíkt 1991. Rússum var ekki sýnd nein slík góðvild og er árið var á enda rannið var Rússland að þrotum komið í pólitísku og efnahagslegu til- liti. Því var þá, líkt og nú, haldið fram, að skuldauppgjöf væri skilyrt því, að Rússar hrintu í framkvæmd áætlun- um (samþykktum af IMF) um efna- hagsumbætur er miðuðu að því að þeir yrðu aftur lánshæfir. Rússlands- stjórn, undir forsæti Jegors Gaidars, hrinti slíkri áætlun í framkvæmd í janúar 1992. En þegar IMF hafði náð að leggja blessun sína yfir eitthvað hafði Gaidar hrakist frá völdum vegna sterkra, pólitískra viðbragða. Það var ekki fyrr en 1996 sem um- fang skuldabyrðarinnar, sem Rússar höfðu erft frá Sovéttímanum, var staðfest með því að gerðir vora samningar um endurskipulagningu á greiðslum til París- ar- og Lundúna- klúbba ríkisstjórna og annarra skuldu- nauta. En hrun vergrar þjóðar- framleiðslu Rússa í dolluram talið (úr um það bil 430 millj- örðum í innan við 130 mOljarða) vegna gengisfellingar rúblunnar 1998 olli því að Rússar gátu ekki einu sinni stað- ið við þessar minnk- uðu greiðslur. Á síð- asta ári nam fjármagnskostnað- ur hátt í 80% af áætluðum skatta- tekjum. Líkt og verðfallið á olíu í kjölfar Asíukreppunnar 1997 jók á vanskil Rússa og gengisfellinguna 1998 bætti snarhækkandi olíuverð láns- hæfi þeirra á þessu ári. En það er einungis tímaspursmál hvenær verð lækkar aftur (reyndar hefur það þeg- ar gerst hvað varðar margar vörar aðrar en ohuvörur). I stað þess að einblína af skammsýni á núverandi getu Rússa til að standa í skilum gætu Vestur- lönd einbeitt sér að því að stuðla að jákvæðu umhverfi fyrir umbótaað- gerðir Pútíns. Verða opinberir skuldunautai’ Rússa víðsýnni nú en 1991-92? Ekki leikur nokkur vafi á að Pútín er fyllsta alvara með umbætur. Hann hefur mun meira pólitískt bolmagn en Jeltsín nokkurn tíma hafði. Pútín hefur nýtt sér meðbyr sinn, vinsæld- ir og starfhæfan meirihluta í Dúm- unni (þinginu) til að knýja í gegn byltingarkenndar skattaumbætur og áframhaldandi aðhald í ríkisfjármál- um í fjárlögum næsta árs. Nýfundinn stöðugleiki og sjálfstraust era undir- stöður líflegra fjárfestinga og (sem er í raun eitt og hið sama) minni fjár- magnsflótta. Enn er um langan fjallveg að fara. Aga og endurskipulagningu verður að koma á í hinni svonefndu náttúra- leg^J einokun, lestakerfinu, raf- magnsveitum og, um fram allt, Gazprom - stærsta fyrirtæki lands- ins, þar sem fjölmargt bendir til að stjómendur hafí gerst sekir um þjófnað. Virk stjórnun fyrirtækja verður að vera lögboðin og þeim lög- um þarf að fylgja eftir. Spillingu þarf að mæta með því að stemma stigu við pappírsflóði og endurmati á réttar- kerfinu. Landeignamarkað þarf í raun að byggja frá granni. Það sama á við um bankakerfið sem í dag er lít- ið annað en óskilvirk, ríkisrekin ein- okun. Skuldunautar Rússa í Parísar- klúbbnum hafa með réttu farið fram á nýjar ráðstafanir af hálfu IMF til að halda Pútín við efnið og skapa þann aga sem fylgir framkvæmda- eftirliti. Það er líka við hæfi að skuld- unautamir í Parísarklúbbnum fái raunveralegar endurgreiðslur. En þeir geta ekki vænst fullrar endur- gi’eiðslu og á réttum tíma, líkt og Rússar gera við sínar „eigin“ - þ.e. eftir Sovét - skuldir. Lundúna- klúbburinn (bankar og fjárfestar sem eiga 32 milljarða dollara af Sovéttímaskuldum) afskrifaði 36,5% þessara skulda fyrr á þessu ári og gerði nýja greiðsluáætlun yfir það sem eftir er næstu 30 árin. Þjóðverj- ar hafa sett sig upp á móti því að af- létta nokkram skuldum en það er hægt að veita umtalsverða aðstoð með alhliða langtímaendurskipu- lagningu greiðsluáætlunai’. Sanngjarnir samningar era samn- ingar sem ekki hefta möguleika Rússa á áframhaldandi efnahags- bata. Því verði ekki hagvöxtur áfram er htil von til þess að hægt verði að hrinda í framkvæmd langtímaum- bótum sem nauðsynlegar era til að Rússar geti sloppið úr klóm Sovét- kerfisins svo að almenningur fái tækifæri til að lifa eðlilegu, mann- sæmandi lífi. Brígitte (ii'itu villt' cr yíinn:it)ur itl- þjóðaefnahagsmáladeildar Konung- legu alþjdðamálastofnunarínnar . (RIIA) í London og var efnahagsráð- gjafí rússnesku ríkisstjórn;irinn;tr 1994-97 ogrússneska fjárntálaráðu- neytisins 1992- 94. Þau viðhorf sem fnim koma iþessarí grein eru höf- undaríns og ekki endilega viðhorf RIIA. Allt á hVOlfi... T'v • r\lS3- rýmingarsala * Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001 Verslunin hættir sölu á fatnaði Gríðarlegur afsláttur af t.d.: úlpum, buxum, snjóbrettafatnaði, göngufatnaði, bomsum, húfum, vettlingum, sokkum, bakpokum, ferðapokum, fleecefatnaði, treflum, tæknilegum ratnaði, skyrtum, stuttermabolum, peysum, íþróttaskóm, sandölum, stuttbuxum, rennilásabuxum, anorökkum, próteinum, orkudrykkjum, vítamínum, rarörvunartækjum o.m.m.m.íl Allt á að seljast! Nýtt kortatímabil Opið í da kL n.oo-18 Lg i .00 -1' HREYSTI ÆFINGAR - UTIVIST - BOMULL Skeifunni 19 - S. 5681717- Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Man< - Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Twinlab - Designer - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.