Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fengu styrki Snorra Sturlusonar ANTHONY Faulkes, háskóla- kennari í Birmingham á Bret- landi, og Margaret Connack, háskólakennari í Charleston, Suður-Karólínu, Bandaríkjun- um, hafa hlotið Styrki Snorra Sturlusonar fyrir 2001. Faulkes hlýtur styrkinn til að vinna að fomíslenskri lestr- arbók handa enskum stúdent- um og Cormack tO að vinna að rannsókn á kaþólskum dýrling- um hér á landi og kirkjum helg- uðum þeim. Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2001 voru auglýstir í júlí sl. með umsóknarfresti til 1. nóvember. Sjötíu og fjórar um- sóknir bárust frá tuttugu og sex löndum. í úthlutunarnefnd styrkj- anna eiga sæti Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sig- urðar Nordals, Rristján Arna- son dósent og Ingibjörg Hara- ldsdóttir rithöfundur Einleikur í Norræna húsinu DANSKI leikarinn Niels Vigild fer með hlutverk Markúsar í einleikssýningu sem verður í fundarsal Norræna hússins á morgun, sunnudag, kl. 16. Hér er um að ræða leiksýningu sem Café- Teatret í Kaupmanna- höfn setti upp í samvinnu við danska biblíufélagið. Leikstjóri sýningarinnar er Ulla Gottlieb og gerði hún einnig leikgerðina ásamt Niels Vigild. Textinn er fluttur óbreyttur úr Markúsar- guðspjallinu sem talið er elst guðspjallanna. Niels Vigild þykir fara á kostum í hlutverki Markúsar, og hefur flutningur hans hlotið mikið lof gagnrýnenda í Dan- mörku. Sýningin tekur rúmlega tvær klukkustundir. Aðgangur er 1.000 krónur. Sýningu lýkur SÝNINGUNNI Móðirin í ís- lenskum ljósmyndum í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, Gróf- arsal, Tryggvagötu 15, lýkur nk. sunnudag, 10. desember. Opið er 10 til 16 virka daga en 13 til 17 um helgar. Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 «Reykjavík Verk Péturs Tryggva, sem stolið var af sýningu í Danska lis tiðnaðarsafninu í fyrrinótt. Verki eftir Pétur Tryggva stolið á sýn- ingu í Kaupmannahöfn Opera byggð á Z-ástarsögu ME NNINGARDAGSKRÁ á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum verður haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar í Kjarna, Hafnar- götu 57, í Keflavík í dag, laugardag, kl. 15. Vigdís Grímsdótth- rithöfundur les úr bók sinni „Þögninni“. Þá mun As- gerður Júníusdóttir söngkona frum- flytja tvo stutta hluta úr nýrri óperu eftir Sigurð Sævarsson, „Zeta-ástar- saga“, sem byggð er á samnefndu skáldverki Vigdísar Grímsdóttur. Sigurður lauk mastersnámi í söng og tónsmíðum frá Boston University árið 1997 og starfar nú sem skóla- stjóri Tónlistarskólans í Garði auk þess að kenna við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ og í Reykjavík. Krist- rún Guðmundsdóttir les úr nýrri ljóðabók sinni „Fingurkoss“ en handritið að bókinni fékk viðurkenn- ingu frá dómnefnd Bókmenntaverð- launa Tómasar Guðmundssonar í ár. Gyrðir Elíasson rithöfundur les úr „Gula húsinu“ en fyrir það verk hlaut hann bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Dagskránni lýkur með því að Rúnar Júlíusson syngur lög af nýjum geisladiski sínum, „Reykja- nesbrautinni". Aðgangur er ókeypis. BROTIST var inn á Danska listiðn- aðarsafnið í Kaupmannahöfti í fyrrinótt og stolið verðmætum grip- um á sýningu sem þar var sett upp í tengslum við silfursmíðasamkeppni sem Gullsmiðagildi Kaupmanna- hafnar efndi til nýverið.Verk að verðmæti 250 þúsund danskar krónur, eða sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna, eftir íslenska gull- og silfur- smiðinn Pétur Tryggva, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn, var á meðal þeirra sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Um er að ræða stórt fat úr sterlingsilfri með lítilli skál úr 18 karata gulli ofan á, verk sem Pétur vann á opinni verkstæðissýn- ingu danskra silfursmiða á Lista- safninu í Herning á sfðastliðnum vetri og seldi einkaaðila f Herning á 250 þúsund danskar krónur. Einnig var stolið skartgripum eftir gull- smiðinn Arje Griegst en hann hlaut fyrstu verðlaun í silfursmiðasam- keppninni á dögunum og Pétur önn- ur verðlaun. Eitthvað alvarlegt að öryggiskerfinu Pétur kvaðst í samtali við Morg- unblaðið í gær vera sleginn yfir þessum tíðindum og greinilegt væri að eitthvað alvarlegt væri að örygg- iskerfi safnsins. „En nú sest maður bara niður og smíðar nýtt,“ sagði hann. Lögregla vinnur að rannsókn málsins og hefur verið lýst eftir gripunum en Pétur segist óttast að gullið og silfrið verði brætt. Lj ósmynd/V íkurfréttir Sigurður Sævarsson, höfundur óperunnar. Reuters Tekið á tunglinu GESTUR á Nýlistasafninu í Sydney tekur á tunglinu, þegar ljósmyndir bandarískra geimfara voru þar til sýnis. y*Wl-2000 Laugardagur 9. desember Rafbækurnar 40% undir al- mennu listaverði VERÐ bókanna þriggja af jólamark- aðnum, sem Edda-miðlun býður nú í rafrænu formi á Netinu er að sögn fyrirtækisins 40% lægra en almennt listaverð. Bækumar eru; Gula húsið eftir Gyrði Eh'asson, Krossgötur eftir Kristínu Steinsdóttur og Fluguveiði- sögur eftir Stefán Jón Hafstein. Hið rafræna form þessara bóka miðast við þann hugbúnað sem flestir Islendingar nota eða hafa aðgang að til að lesa skjöl í tölvu: Acrobat Reader. Hægt er að kynna sér hluta hverrar bókar á Netinu áður en kaup eru staðfest með því að gefið er upp greiðslukortanúmer. Eftir að kaup hafa verið staðfest berst bókin í tölvupósti, sem viðhengi sem hægt er að opna í Acrobat Reader-hugbúnaði. Bókin Iítur þá eins út á skjá og hún gerir í hendi. Misjafnt er hve langan tíma tekur að taka á móti skjalinu, það fer eftir búnaði kaupanda. Bækumar era á vef sem tengist netverslun Máls og menningar, mal- ogmenning.is. Þar er líka upplýsinga- og kynningarefni um rafbækur al- mennt, og lesendur geta séð sýnis- hom úr bókunum þremur á tölvuskjá sínum. \ Á HVERFISGÖTU KL. 17 Himnasending Svífandi sjónarspil og skrautsýning yfirogá Hverfisgötu. Ævintýraverur og listamenn frá eftirsóttasta úti- leikhúsi ítala, Studio Festi, sýna í samvinnu viö Þjóðleikhúsið. Sýning- in fjallar um hamingjuna og byggist á frumkröftunum fjórum sem einkenna dagskrá Menningarborgarinnar. Ómissandi veisla fyriraugað og alla fjölskylduna. Liðurí Stjörnuhátíð Menningarborgarinnar. BORGARBÓKASAFN í GRÓFARHÚSI FRÁ KL. 14.30 Bókasveifla II Þetta verður nokkurs konar kvenna- dagur í safninu þar sem bækur um og eftir konur verða kynntar. Dag- skráin, sem að sjálfsögðu eröllum opin, hefst á því að Júlíkvartettinn leikur jólalög kl. 14:30 og síðan mun Úlfhildur Dagsdóttir flytja stutt erindi um konur og skáldskaþ. Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, OddnýSen og Súsanna Svavarsdótt- ir lesa úr nýútkomnum þókum sínum og Soffía Auður Birgisdóttir les úr þýðingu sinni á skáldsögu Marianne Eilenberger, Á lausu. Loks munu aðstandendur bókaforlagsins Sölku kynna Matarsögur þar sem spjallað er við á annan tug íslenskra atorku- kvenna um mat og matargerð og dagatal forlagsins með myndum af íslenskum úrvalskarlmönnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.