Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 58

Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ ,,58 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN Holtaþokuvæl SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld átti Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla ísjands samtal við Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra á Skjá 11 þætti tengdum frétt- um sem kallast Málið. Tilefnið var nýútkom- in viðtalsbók Ásdísar. Samtal þeirra var fróðlegt og málefna- legt og svaraði Ásdís skörulega spurning- um Hannesar um öll álitaefni sem hann tók til. Þar kom að Hannes fór að spyrja Ásdísi um skoðun hennar á borgarstjóranum í Reykjavík og mannkostum þeim sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur til að bera og hafa gert hana að leiðtoga Reykvíkinga um langt árabil. Þá rann prófessorinn á hálli jörð. Hann endurtók þar ósannindi sem hann hefur tönnlast á í ræðu og riti um nokkurra missera skeið: eiginmaður Ingibjargar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, hefði verið ráðinn yfirþýðandi hjá Islenska útvarps- félaginu - Stöð 2 - með beinum af- Stöð 2 Afskipti starfandi stjórnarformanns ----7----------------- Islenska útvarps- félagsins að þessari ráðningu, segir Páll Baldvin Baldvinsson, voru engin. skiptum Jón Ólafssonar sem þá var starfandi stjórnarformaður, ekki vegna hæfni Hjörleifs til starfans - heldur til að tryggja Jóni sem kaupsýslumanni aðgang að borgar- stjóranum í Reykjavík. Og hann jók um betur í tilgátusmíði sinni, sem hann hefur í raun haldið fram sem staðreynd um langt skeið: annar einstaklingur hefði verið ráðinn í starfið en Jón hefði með beinum afskiptum rofið þá samn- inga og troðið Hjörleifí að. Lengi vel trúði ég ekki öðru en að Hannes Hólmsteinn léti af mál- flutningi af þessu tagi í árásum sínum á leiðtoga meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, Jón Ól- afsson og Hjörleif Sveinbjörnsson. Forráðamenn á íslenskum fjölmiðl- um hafa nú við aldarlok í ræðum og riti talið opinbera umræðu blessunarlega lausa þann illvíga sóðaskap svívirðinga, rógs og lygi sem setti svip á öldina sem nú er að liða. Málflutningur af því tagi sem hér var á ferðinni ætti því að vera liðin tíð í opin- beru lífi á íslandi, eins og Ásdís Halla benti réttilega á í fyrr- nefndu samtali. En Hannes hættir ekki. Hann heldur áfram og áfram og spýr þessum tilbúningi sínum hvar sem færi gefst til. Það kom í minn hlut sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 að auglýsa starf yfirþýðanda þeg- ar fyrirrennari Hjörleifs lét af störfum og flutti úr landi. Hjörleif- ur var í hópi umsækjenda og kom ásamt fleirum í viðtal um starfið. Hann var fljótt í mínum huga álit- legur kostur í vandasamt starf fyr- ir margra hluta sakir: reynslu, þekkingar á íslensku máli, kunn- áttu um ólík samfélög, smekkvísi og iðni. Af áralöngum kynnum vissi ég að hann var réttsýnn, sanngjarn og málefnalegur. Þess vegna var hann ráðinn - ekki vegna þess að hann varð skotinn í stelpu fyrir aldarfjórðungi og stofnaði með henni fjölskyldu og stelpan sú hafði áhuga á stjórnmálum. Afskipti starfandi stjórnarfor- manns Islenska útvarpsfélagsins að þessari ráðningu voru engin - enda frétti hann ekki af henni fyrr en málið var um garð gengið. Það er reyndar hluti af nútímalegum stjórnunarháttum í rekstri stærri fyrirtækja, sem Hannesi sem sagn- fræðingi ætti brátt að skiljast, að deila ábyrgð og ákvörðunartöku. Rekstur þýðinga-, flutnings- og safnasviðs er á minni könnu. Hug- myndir Hannesar um gang mála eru því forneskjulegar eins og holtaþokuvæl í þjóðsögu. Og það sem meira er um vert: þær eru ósannar, tilhæfulausar, lágkúruleg- ur áburður á einstaklinga í opin- beru lífi. Er þess að vænta að Hannesi hætti að nota þennan rýting úr vopnasafni sínu? Kæra forráða- menn fjölmiðla sig raunverulega um málflutning af þessu tagi þó hann sé á ábyrgð Hannesar eins? Er það að skapi Árna Þórs Vigfús- sonar og Páls Kr. Pálssonar, Matthíasar Johannessen og Styrm- is Gunnarssonar, Jónasar Krist- jánssonar og Sveins Eyjólfssonar að fjölmiðlar falli aftur í þetta gamla hallærislega far? Ekki trúi ég því. Þá er bara að vona að vest- ur á Melum geti menn nákomnir Hannesi Hólmsteini kennt honum betri mannasiði. Höfundur er er dagskrársijóri Stöðvar 2. Páll Baldvin Baldvinsson Khalifman og Anand mætast í dag á HM í skák SKÁK \ v j a D e I h í Heimsmeistaramót FIDE 25.11.-27.I2.2000. Sigursveit Melaskóla í stúlknaflokki. FJÓRÐA umferð á heimsmeist- aramótinu í skák stendur nú yfir í Nýju Delhí á Indlandi. Úrslit feng- ust í þremur einvígjum strax eftir kappskákirnar tvær: Bartlomiej Macieja - V. Anand 14-114 Rafael Leitao - A Khalifman V2-V/2 A Morozevich - Vladislav Tkachiev V2-W2 Hin fimm einvígin stóðu jafnt að kappskákunum loknum, þar á meðal einvígi þeirra Alexei Dreevs og Ves- elin Topalovs þar sem Dreev vann fyrri skákina nokkuð óvænt, en Topalov jafnaði metin af öryggi í þeirri síðari. í gær þurfti því að grípa til styttri tímamarka til að fá úrslit í eftirtöldum einvígjum: Sigursveit Melaskóla í drengjaflokki. Michael Adams - Peter Svidler Alexei Dreev - Veselin Topalov Jaan Ehlvest - Alexander Grischuk Aexei Shirov - Boris Gelfand Evgeny Bareev - Boris Gulko Stærstu tíðindi umferðarinnar voru tvímælalaust sigur Tkachievs (2.657), sem teflir um þessar mundir fyrir Frakkland, gegn Morozevich (2.756). Svo virðist sem þetta keppn- isfyrirkomulag henti Tkachiev vel og því gæti hann komið aftur á óvart í þessari keppni. Það kom hins vegar ekki á óvart, að Anand og Khalifman komast áfram í næstu umferð, fjórðungsúr- slit, enda fengu þeir stigalægstu andstæðingana. Það verður hins vegar afar spennandi að fylgjast með fimmtu umferðinni sem hefst í dag, því þar mætast einmitt þeir Khalifman og Anand. Margir telja að þessi viðureign heimsmeistarans og heimamannsins An- ands, sem flestir spáðu sigri fýrir mótið, jafn- gildi í raun úrslitaein- vígi heimsmeistara- keppninnar. Fjölmiðlar á Indlandi sýna keppn- inni mikinn áhuga enda binda Indverjar miklar vonir við að þeirra maður hreppi heims- meistaratitilinn. Anand hefur teflt af miklu ör- yggi í mótinu, en hefur enn ekki mætt þeim allra sterkustu. Khalif- man (2.667) mætti hins vegar Peter Leko (2.743) í þriðju umferð í afar erfiðu einvígi sem stóð í átta skákir. Hann virtist þreyttur í einvíginu við Leitao, en var heppinn að klára það strax í annarri skák og fá þannig einn frídag til að jafna sig áður en hann glímir við Anand. Það er hins vegar hætt við því að léttari dagskrá Anands fram að þessu eigi eftir að koma honum til góða. Jóhann Örn sigrar á atskákmóti öðlinga Jóhann Örn Sigurjónsson sigraði á atskákmóti öðlinga sem fram fór 15.-29. nóvember. Tefldar voru níu umferðir. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Jóhann Örn Siguijónsson 714 v. 2. Kristján Öm Elíasson 7 v. (27,5 st.) 3. Kristján Guðmundsson 7 v. (23,5 st.) 4. Sverrir Norðfjörð 5 v. o.s.frv. Keppendur voru 10. Skákstjóri og aðaldriffjöður öðlingamótanna er Ólafur Ásgrímsson. Mela- og Réttarholtsskóli sigra á grunnskólamóti Jólaskákmóti grunnskóla í Reykjavík 2000 lauk 5. desember. Tefldar voru sex umferðir eftir Mon- rad-kerfi og var hver sveit skipuð fjórum skákmönnum. Úrslit í eldri flokki (8.-10. bekkur) urðu þessi: 1. Réttarholtsskóli 2lVi v. (12 st) 2. Hagaskóli 21!4v. (10 st.) 3. Rimaskóli-A 16 v. 4. Engjaskóli-A 8Vá v. 5. Rimaskóli-B ðióv. 6. Engjaskóli-B 5 v. (2 st) 7. Vogaskóli 5 v. (0 st.) Réttarholtsskóli sigraði Haga- skóla í innbyrðis viðureign 21/2-1‘/2. Sigursveit Réttarholtsskóla skipuðu þeir Hlynur Hafliða- son, Grímur Daníels- son, Flóki Sigurðarson og Guðlaugur P. Frí- mannsson. Sveit Hagaskóla skipuðu þeir Dagur Amgrímsson, Hilmar Þorsteinsson, Halldór Heiðar Hallsson, Arn- ljótur Sigurðsson og Helgi Rafn Hróðmars- son. Sveit Rimaskóla (a- sveit) skipuðu Siguijón Kjærnested, Ólafur Gauti Ólafsson, Garðar Sveinbjörnsson og Birgir Óm Grétarsson. I yngri flokki kepptu nemendur 1.-7. bekkjar gmnnskóla Reykjavík- ur. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Melaskóli-A 211/2 v. 2. Ártúnsskóli-A 18 v. 3. Háteigsskóli 15 v. 4. Laugamesskóli 14 v. 5. Rimaskóli 14 v. 6. Melaskóli-B 13V& v. 7. Hlíðaskóli-A 13 v. 8. Korpuskóli-A 13 v. 9 Rimaskóli-B 13 v. 10. Grandaskóli 12 v. 11. Hlíðaskóli-B 11 v. 12. Korpuskóli-B 11 v. 13. Melaskóli stúlkur 10'/2 v. 14. Breiðholtsskóli lO'Av. 15. Breiðholtsskóli stúlkur 9'4 v. 16. Ártúnsskóli-B 8 v. 17. Korpuskóli-C 614 v. 18. Ölduselsskóli 1 v. Hlutskarpasta stúlknasveitin var stúlknasveit Melaskóla og hlaut hún IOV2 vinning. Báðar sigursveitirnar hlutu veg- lega farandbikara til varðveislu í eitt ár auk þess sem þrjár efstu sveitirn- ar í drengja- og stúlknaflokki hlutu verðlaunapeninga. Sigursveit Mela- skóla skiþuðu: ViðarBemdsenðv. Víkingur Fjalar Eiríksson 6 v. Aron Ingi Öskarsson 6 v. Haraldur Franklín Magnús 414 v. Stúlknasveit Melaskóla skipuðu: Hlín Önnudóttir 1 v. Klara Kristjánsdóttir 3 v. Aslaug Lára Lárusdóttir 314 v. Dóra Sif Ingadóttir 1 v. af 3 Ingunn Jensdóttir 2 v. af 3 Fyrirliði Melaskóla var Arngrím- ur Gunnhallsson. Jólaskákmótið er samstarfsverkefni Iþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og Taflfé- lags Reykjavíkur. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir frá ÍTR og skák- stjórar vora Torfi Leósson og Ólafur H. Ólafsson. Stefán Kristjánsson sigrar á atkvöldi Stefán Kristjánsson sigraði á at- kvöldi hjá Taflfélaginu Helli sem haldið var 4. desember. Hann hlaut 514 vinning í sex skákum. Röð efstu manna: 1. Stefán Kristjánsson 514 v. 2. -3. Jón Friðjónsson, LárusKnútsson4!4v. 4.-5. Jóhann Ingvarsson, Davið Ólafsson4v. 6.-7. Jónas Jónasson, Sigurður Páll Steindórsson 314 v. 8.-11. Hjörtur Þór Daðason, SigurðurÆgisson, Valdimar Leifsson, Rafn Jónsson 3 v. o.s.frv. Keppendur vora 18. Skákstjórar vora Gunnar Björnsson og Davíð Ólafsson. Þetta var síðasta atkvöld ársins, en fyrsta atkvöld Hellis á nýju ári verður haldið mánudaginn 8. janúar. Mót á næstunni 16.12. TR. Jólaæfing. 17.12. Hellir. Jólapakkamót. 17.12. SA. 15 mínútna mót. 19.12. TK. Jólapakkamót. 22.12. SA. Fischer-klukkumót. 26.12. TK. Jólahraðskákmót. 27.12. TR. Jólahraðskákmót. 28.12. SA. Jólahraðskákmót. 30.12. SA. Hverfakeppni. Daði Örn Jónsson Alexander Khalifman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.