Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 82
^82 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens SJADU TTL, ES MAN PESAR EG VARÖ 22.. Hundalíf Ferdinand Smáfólk A Thanksqivínq Story “Youturkey!”she cr ied. “Who’s aturkey?” “You, you turkey!” Þakkargjörðarhátíðarsaga “Þú kalkúnn” kallaði hún. “Hver er kalkúnn?” “Þú, þú kalkúnn!" “Listentowho’s talkíng, you meat loaf!” “ l’d rather bea meat loaf than a turkey, you turkey! ” TMANKSélVlNé STORlE5 ^ AREHARPTOWRITE.. “Gáðu hver talar, lqöthleifurinn þinn!” “Ég vildi frekar vera kjöthleifur en kalkúnn, kalkúnninn þinn!” Það er erfitt að skrifa þakkargjörðarhátíðarsögur.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sigurlaug Garðarsdóttir, formaður Kvenfélags Garðabœjar, og Rann- veig Hafsteinsdóttir gjaldkeri afhenda Matthiasi Guðmundi Péturssyni, formanni sóknarnefndar, framlag í gluggasjóð Vídalínskirkju. Helgun g’lugga V ídalínskirkj u Frá Matthíasi Guðmundi Péturssyni: NÚ FER 1000 ára afmælisári kristni senn að ljúka. Söfnuðir um allt land sem lagt hafa á sig mikla vinnu við undirbúning hátíðarhaldanna hafa uppskorið eins og til var sáð. í Kjal- amesprófastdæmi, þar sem ég hef helst fylgst með hátíðarhöldunum, finnst mér vel hafa til tekist og er það því prófastdæmi til mikils sóma. Við undirbúning í Garðasókn fyrir hátíðarhöldin var m.a. leitað í smiðju menningarmálanefndar Garðabæjar eftir samstarfi og tókst það sérstak- lega vel. Menningarmálanefndin kom með þá hugmynd að setja í kirkjuna skrautgler, vel var tekið í það enda tilefnið kærkomið, þ.e. kristnihátíðaár í tilefni 1000 ár af- mælis kristni á íslandi. Ákveðið var að fá listamannin Leif Breiðfjörð til að koma með hugmynd um gerð listaverksins. Fékk hann al- gjörlega frjálsar hendur um hug- myndir og kom hann fljótlega með tillögu sem hann lagði fyrir sóknar- nefndina. Hugmyndin er úr Fyrstu bók Móses, Sköpun heims og frum- saga, en þar segir í byijun. „í upp- hafi skapaði Guð himin og jörð. Jörð- in var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. Guð sagði: „Verði ljós!“ og þá varð Ijós. Guð sá að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Og Guð kallaði ljósið dag en myrkrið kallaði hann nótt. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur. Guð sagði: „Verði festing milli vatnanna, og hún greini vötn frá vötnum.“ Þá gjörði Guð festinguna og greindi vötnin, sem voru undir festingunni, frá þeim vötnum, sem voru yfir henni. Og það varð svo og Guð kall- aði festinguna himin.“ Strax var sóknarnefndin mjög hrifin af hugmynd listamannsins og var hann beðinn að útfæra hana enn betur. Eftir það var ekki aftur snúið enda allir mjög ánægðir með hana og útfærslu Leifs á steinda glerinu fyrir kirkjuna okkar. Frá upphafi árs hef- ur verið unnið að því að fjármagna verkið. Hefur það gengið ágætlega enda margir tilbúnir að leggja kirkjunni lið í þeim efnum. Má þar nefna m.a framlag Garðabæjar sem var 1000.000,- króna, eða andvirði tveggja glugga. Kvenfélag Garða- bæjar var einnig mjög rausnalegt við sitt framlag, það sama má segja um Lionsklúbbana í Garðabæ sem gáfu heilan glugga. Sinawik-klúbbur Garðabæjar og Kiwanis-klúbburinn Setberg hafa stutt verkefnið, svo og nokkur fyrirtæki, klúbbar og ein- staklingar sem ekki vilja láta nafns síns getið. Öllum ofangreindum aðilum er sóknarnefnd Garðasóknar mjög þakklát fyrir örlæti við framlög og ekki síður fyrir þann jákvæða hug sem þeir bera til kirkjunnar sinnar. Gluggarnir eru komnir í kirkjuna okkar og lýsa vel handbragði lista- mannsins. Þeir eru mjög fallegir og það verður gaman fyrir prestana að kenna og leiðbeina úr kristnum fræðum ungu fólki með þeim. Við sem að þessu stöndum erum þess fullviss að þetta verður til að fegra Vídalínskirkju og til blessunar á starfi okkar. Helgun glugganna fer fram við messu sunndaginn 10. desember kl. 14. Vígslubiskup í Skálholti, Hr. Sig- urður Sigurðarson sér um vígsluna. Kaffiveitingar verða að lokinni at- höfn. MATTHÍAS GUÐMUNDUR PÉTURSSON, sóknarnefndarformaður í Garðasókn í Kjalarnesprófastsdæmi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.