Skírnir - 01.01.1871, Blaðsíða 178
178
svíÞjóð og noregur.
atgerfi í mörgum greinum. Hann heíir stofnað það blað, er nú er
nefnt «Nya Allehanda», og ritað mart í blöð og rit um allskonar
efni, þau er komu við þarfir og vanda landsins eða um þá atburði,
er meiru skiptu; en mál hans og stíll var hinn liprasti og fjörlegasti
bæði í ritum og ræðum. Hann kvað hafa bætt mjög hermenntarskóla
Svía, en var formaður foringjanefndarinnar, og þvi er hægt að skilja,
að hann mundi vilja skipa herinn sem forsjállegast og gera varnir
landsins sem traustastar. — C. C. Henrik Bernhard Dunker málaflutn-
ingsmaður stjórnarinnar (norsku). Hann dó 28. júlí (f. 1809), var
talinn einn af málsnjöllustu mönnum Norðinanna og glöggsýnustu.
Hann hjelt nokkuð í við þjóðstjórnarsinna, eða þá er vildu auka sem
mest vald þingsins, reis sem örðugast í gegn öllu, er mönnum þótti
ganga nær rjetti og sjálfsforræði Noregs af Svía hálfu, en var á hinn
bóginn mjög fylgisamur nánara sambandi allra Norðurlanda og talinn
einn af helztu oddvitum í flokki Skandínafa.
AMKRÍKA.
Bandaríkin (norður).
Stjórnmálamenn Bandaríkjanna hafa opt látið það í ljósi, að undir
þau eður í lög með þeim ættu að koma eigi að eins löndin á megin-
Íandi Norðurameríku, heldur og eyjar allar þar vestra, eða eyjarnar í
Antillakerfinu. þeim álitum mun í engu brugðið, en af þeim úrslitum,
sem urðu á kaupmálanum við Dani um Vestureyjar og síðan á samn-
ingunum við Domingo, má ráða, að þeir vili ekki verða veiðibráðir í
þessum efnum, eða ieggja mikið í sölurnar , en þeim þyki bezt fallið
að bíða til þess er þessi lönd laðast til þjóðveldisins af eigin hvötum
og sökum eigin hagsmuna. þegar litið er á auðmegin, fólksfjölgun,
uppgang þessa mikla ríkis og framfarir fólksins í öllum greinum, má
og ætla, að það verði eigi að eins einstakir menn, sem hverfa frá
átthögum og óðölum í öðrum álfum, svo hundruðum þúsunda skiptir
á hverju ári, og leita bólfestu í «enum nýja heimi», en að til hans
dragist og allar landeignir þar vetsur frá, sem enn eru í lýðskyldu-
tengslum við ýms ríki vorrar álfu. Times hefir sagt fyrir nokkru
síðan, að þó Bandaríkin fari hægt í sakirnar, mcgi sjá það á mörgu,
að þau ætli sjer meginráð í Vesturheimi og forustu fyrir þeim þjóð-
um, er hann byggja, og nefnir. meðal annars skurðargerðina um
Panamaeiðið, sem nú er höfð í takinu og bráðum mun byrjuð. Eiðið
er nú gagnkannað, og þó þar sje fjöll að kljúfa og miklar torfærur,
efast Vesturheimsmenn ekki um, að verkið sje vel vinnandi. þar
sem svo horfist til, að þetta leiðarsund verði helzt á þeirra valdi,
getur eigi hjá því farið, að Bandaríkin verði enn meiru ráðandi í
miðbikslöndum Vesturálfunnar.
Vjer höfum minnzt á Alabamamálið í Englands þætti. Hvorum-