Skírnir - 01.01.1874, Blaðsíða 4
4
ALMENN TÍÐINDI.
Bára Jeir sig upp um £etta vií) stjórnina í Pjetursborg í fyrra
vctur, og sendi keisari þegar trúnaSarmann sinn vestur til Lund-
úna, og hjet bann svo fögru um fyrirætlun Rússa, að feir Glad-
stone Ijetu sjer j>a6 vel líka. A6 áliönum vetri bófu Rússar lei8-
angurinn gegn Khivakonungi, og fóru svo leikar sem við mátti
búast, a8 þeir unnu landið á skömmum tíma. f>eir ljetu síðan
konung að vísu halda meginhluta ríkisins, en lögðu á hann þungau
hernaðarkostnað og halda setulið í landinu meðan verið er að
greiða hann, í 7 ár. Hinu skiptu þeir raeð sjer og Bokhara-
konungi, sem er undirlægja þeirra. Skikinn, sem Rússar eignuð-
ust sjáltir, er svo valinn, að j>eir eiga nú frjálsa leið svo langt,
að skemmst er ofan á Indland; og vafalaust hefir Englendingum
verið öðru heitið af Schuwaloff greifa, sendimanni Rússakeisara.
Ekki hefir þó Jietta orðið að neinu misklíðarefni. Englendingar
hugga sig við hag J>ann, er þeim sem öðrum verzlunarþjóðum verður
að hernaði Rússa í Mið-Asíu, að því leyti sem hann greiðir fyrir
samgöngum um allar efri byggðir Asíu, er flestum hafa verið
bannaðar hingað til. Margir Englendingar hafa talið þjóð sinni
skylt að neyta nágrennisins við hinar ómenntuðu þjóðir, er
Mið-Asíu byggja, til þess að kenna þeim betri siðu; nú taka
Rússar af þeim ómakið, og má það kalla góðra gjalda vert.
Jafnvel þótt mægðir þjóðhöfðingja ráði nú litlu um sættir ríkja
á milli, við það sem áður var, er þó óhætt að fullyrða, að festar
þeirra Alfreds hertoga af Edínaborg, annars sonar Viktoríu
drottningar, og Maríu, einkadóttur Alexanders Rússakeisara, er
fram fóru í sumar er leið, hafi átt nokkurn þátt í að sætta
Englendinga við tiltektir Rússa þar eystra. — í Miklagarði gengur
flest í ólagi sem að undanförnu; en það vill Tyrkjanum til
hamingju, að Rússar og Austurríkismenn hafa orðið ásáttir um
að láta sjer hægt við hann fyrst um sinn að minnsta kosti, svo
við þá hefir hann ekki komizt í neinar kröggur árið sem leið.
Aptur á móti komst stjórnin í Miklagarði í þras við Englend-
inga útúr siglingatolli um Súez-skurð; en það kljáðist á enda í
haust á allsherjarstefnu í Miklagarði, og var tollurinn hækk-
aður.