Skírnir - 01.01.1874, Blaðsíða 53
FKÁ PLIMSOLL. AF ÍROM. HALLÆRI Á INDLANDI. 53
skipum á sjó svo hundruSum skipti. SagSi Plimsoll í bækling
um þetta mál, aÖ óhætt væri aÖ fullyröa, aÖ fyrir þessa óhæfu
og guÖlausa gróSafýkn kaupmaDna týndu 4000 enskra sjómanna
lífi á ári, og er mikiÖ til þess aÖ vita, ef satt væri. Plimsoll
átti fundi víöa um land útaf þessu máli og þótti hafa oröið
hinn þarfasti maður vesalings-sjófólkinu, er blygðunarlausir gróða-
púkar stofnuðu vísvitandi í opinn dauða.
Með írum hafa eigi orðið nein söguleg tíðindi þetta ár.
Heimastjórnarmönnum, flokk þeim, er hafa vill þing og stjórn
sjer handa írlandi í Dýflinni, verður lítilla framkvæmda auðið,
og eru þó hinir kaþólsku biskupar þeim veitandi gegn stjórn-
inni í Lundúnum. En vera má, að þeim sje nokkuð erfitt um
vik, og svo sagðist Disraeli frá, eins og áður er ritað. Við
kosningarnar ljetu írar afar-óhemjulega, sem þeirra er vandi, og
kusu óspart mótgöngumenn Gladstones. það voru þakkirnar
fyrir hinar ágætu rjettarbætur hans þeim til handa. Líklegast
hefnist þeim fyrir það skjótara en þá varir; því að það hefir
Disraeli látið á sjer heyra síðan, að þeir ættu engrar vægðar
von hjá sjer, allra sízt heimastjórnarmennirnir.
Úr löndum Breta í Austurheimi er ekki annað að frjetta,
enn hallæri mikið í Bengali á Indlandi. Fólk lifir
þar hartnær eingöngu á hrísgrjónum, enda eru þau aðal-jarðar-
gróði þar í landi. í haust brást hrísgrjóna-aflinn að mestu leyti
og með voruppskeru lítur mjög illa út sökum óvenjulegra þurrka,
en fyrningar varla neinar, því að landslýðnum er svo varið, að
enginn hyggur lengra fram en til næsta máls. I Bengali búa
60 miljónir manna, og af þeim eru 25 miljónir svo staddir, að
stjórn Breta verður að leggja þeim allan mat í marga mánuði,
ef þeir eiga ekki að verða hungurmorða. Er það ekki smá-
ræðis ómagaþyngsli, og lakast, að svo óhægt er um aðdrætti
sökum vegaleysis, að fólk getur dáið úr hungri hrönnum saman,
þótt nógar vistir sjeu til í næsta hjeraði. Hallæri eru annars
engin nýlunda á Indlandi. Árið 1770 fjellu þar tíu miljónir
manna i hungri. Og það er ekki nema 7 ár síðan, að miljón
raanna dó úr hungri þar í einu hjeraði (Orissa). Var það mál