Skírnir - 01.01.1874, Blaðsíða 42
42
ENGLAND.
hans varla annaS til fundift, en a8 hann hefði eigi haldiS nóg-
samlega nppi virðing landsins í viíískiptum við önnnr ríki. í
annan sta8 er svo a8 sjá, sem mönnum hafi veri8 fari8 a<5
þykja hann helzti umsvifamikill í innanlandsstjórn, og jiótt
hann bera of mikið á, er hver stórbreytingin rak aöra. Disraeli
sparaSi heldur ekki æsingar í móti honum, og er Jia8 til marks
um, hve mjúkiega bonum fórust or8, að í brjefi, er hann sendi
á einn kjörfundinn í haust, stóS meSal annars, a8 þeir Glad-
stone hefSu framiS nálega hverskonar ójöfnuS t>á tíb, er þeir
hef8u skipað ráSaneyti, og væri mál aö hlaba fyrir slíka mis-
ferlabraut og stöSva þann ránsferil. þessar öfgar urSu nú
reyndar ekki til annars, en a8 spilla fyrir Disraeli i þa8 skiptib,
en við næstu kosning sótti aptur í sama horfið. Haustið 1868
höfðu síðast farið fram aðalkosningar í neðri málstofuna, en
kjörtiminn er sjö ár, og áttu því aðalkosningar að fara fram að
bausti komanda, 1874. þetta eina ár, sem eptir var af kjör-
tímanum, hugðu menn þó að Gladstone mundi geta haldizt við,
enda var þing kvatt til síðustu setu á venjulegum tíma, í önd-
verðum febrúarm., eins og ekkert hefði í skorizt.
En hálfum mánaði á undan, 24. janúarm., gekk það boð
út frá drottningu, að allir fulltrúar í neðri deildinni skyldu skila af
sjer þingmennsku og efnt skyldi til nýrra aðalkosninga þegar
í stað, og hinu nýja þingi síðan stefnt saman 5. marzm. þetta
kom flatt upp á alla, og var það bragð af Gladstone, til þess
að mótgönguflokkurinn fengi sem minnst ráðrúm til þess að
búa sig undir kosningarnar; hugði hann það bezta ráð til sigurs
sjer og sinum mönnum. En honum varð ekki kápan úr því
klæðinu. Hann bafði sent kjósendum sínum, í Greenvich, kosn-
ingarávarp áður en boðskapur drottningar um þingrofið var
orðinn heyrum kutinur, til þess að verða fyrri á flot en Disraeli;
en Disraeli varð þó svo fljótur með sitt ávarp, að Gladstone
hafði engan ábata á þeim leik. Yar nú tekið til kosninga og
kjörfundir sóttir með ákaflega miklu kappi og áhuga, svo sem
títt er í hverju því landi, er lýðurinn kann skil góðrar stjórnar
og illrar, og hefir dug til að leita stjórnarhag sínum þeirra