Skírnir - 01.01.1874, Page 70
70
FRAKKLAND.
og dásamlega hlnti, er Hinrik, „páfakonungurinn", er klerkavinir
kölluSu hann, væri setztur á veldisstól feSra sinna (þaíS voru
samt ætíS börn, sem sáu hana), öll gó8 guSs böm og páfans
þustu af staS í pilagrímsgöngur, biskupar ruddu ór sjer for-
mælingum gegn heiSingjunum hinum megin Rínar, er væru
aS ofsækja þjóna heilagrar kirkju, landiö flóSi alit í iSrunartár-
um fyrir. guSleysi undanfarinna ára og tók aS bóa sig undir
komu guSs ríkis eSa ríkis páfakonungsins meS föstnm og bæna-
baldi. Allur heimur horfSi hissa á slíkan æSigang; og ítölum
þótti ekki veita af aS fara aS hugsa um aS verSa bónir til
viStöku móti krossferSinni norSan af Frakklandi. Tók Viktor
konungur sjer í því skyni ferS á hendur norSur i Vín og Berlín,
og þóttust þá allir skilja, aS Frakkar mundu þjóBverja fyrir
hitta lika, ef þeir færu aB ieita á ítali. Stjórnin í Vín ljet
jafnvel einnig á sjer skilja, aS hón mundi verSa sama megin og
þjóSverjar og ítalir, ef ráS konungsvina á Frakklandi yrSu
ofan á Nokkur geigur kom aS vísu í Frakka viS þessi tíSindi;
en áfram var þó haldiS afdráttarlaust makkinu viS Hinrik greifa,
og hann iátinn til málamynda rita höfSingjum álfunnar brjef,
þar sem lofaS var öllu fögru um friS og spekt, ef hann yrSi
konungur á Frakklandi. þeir kumpánar í Versölum ljetu einkis
ófreistaB, til þess aS bóa svo i garSinn áSu'r þingmenn kæmu
saman aptur. aS meiri hluti þeirra yrSi meSmæltur ríkistöku
Hinriks greifa. ViS hverja aukakosning höfBu þjóSvaldssinnar
orSiS ofaná, og reiS því á aS stöSva meB einhverju móti þann
straum þeirra inn á þingiB, þangaS til konungskjöriS væri um
garB gengiS og yrSi eigi aptur tekiB. GjörSi því stjórnin bæbi:
aS fresta þessnm kosningum sem lengst hón mátti, og annars
vegar Ijet hón embættismenn sina, fykjastjórana, hræSa menn
eSa tæia til þess aB kjósa ekki aSra en hennar vini, einvalds-
menn og klerkasinna, allt eins og löngum hafSi leikiS veriS á
dögum keisarastjórnarinnar. I annan staS báru konungsvinir
óspart fje á þingmenn þá ór flokki þjóSvaldss'inna, er minnstan
ýmugust höfSu á konungsstjórn og linastir voru á svellinu, hjetu
þeim embættum og ýmsum fríSindum til liBveizlu sjer, enda