Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 16

Skírnir - 01.01.1888, Side 16
18 EVRÓPA ÁRIÐ 1887. «Buda Pesti Közlöny» úthúðaði Rússum. þá kom 15. desember grein i blaði hinnar rússnesku hermálastjórnar, Invalide Russe, sem sagði, að Austurríkismenn og {jjóðverjar hefði meira herlið, fleiri járnbrautir og fleiri fallbyssur við landamærin, en Rússar og það væri til varnar en ekki til sóknar, að þeir jyku her sinn á þessum stöðum. Nú komu ýms svör í blöðum á þýzka- landi og i Austurriki, en svar frá hinni þýzku hermálastjórn kom ekki fyr en í janúar 1888, og fór fram á, að sanna hið gagnstæða við Invalide Russe. Um nýjársleitið voru miklir kuldar og vetrarríki á landamærum Austurrikis og Rússlands, enda kvað Rússar ekki draga meiri her þangað sem stendur. Austurríkismenn sögðu, að nú mundi reyna á bandalagið við þýzkaland, varnarsambandið, sem hefur staðið siðan 7. okt. 1879. Vmsar raddir meðal Slafa og Tjekka í Austurriki lýstu yfir þýðu hugarþeli sinu til Rússa um áraskiptin. Imperial Federation. Fjórðnngnr mannkynsins í bandalögnm. Vöxtnr og viðgangnr Bretaveldis og ensks þjoðernis. Breta- veldi (the British Empire). Nýlendnasýningin í Lundúnum 1886 opnaði augun betur á Englendingum fyrir því, að íjórðungur mannkynsins og sjött- ungur jarðarinnar lýtur þeirra valdi. Árið 1884 var stofnað félag í Lundúnum, sem heitir Imperial Federation League. Mark þess er, að koma öllum löndum Bretaveldis i bandalag, sem likist Bandafylkjunum i Norður-Ameríku. þegar hin 65 lönd, sem Englendingar eiga út um jörðina i öllum álfum, eru komin í bandalag, þá eru þeir ekki komnir upp á neina aðra þjóð að neinu leyti. Allt það, sem jörðin framleiðir eða mann- legt hugvit smíðar, hafa þeir sjálfir og þurfa ekki að sækja það til annara. Fulltrúar frá nýlendum Breta komu á fund í Lundum vorið 1887 til að ráðgazt um, hvernig bezt mætti tengja saman, betur en nú er, þetta mikla veldi. Fundurinn sneri sér mest að því, að auka samgöngur, enda þarf þess við i þessu viðlenda ríki. Um póstgöngur, gufuskipaferðir, hrað- fréttaþræði o. fl. var talað á þessum fundi. þeir áttu að tala

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.