Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 28

Skírnir - 01.01.1888, Page 28
30 ENGLAND. ]ýst yfir í Suður-Afríku, að Zúlú-land lyti Victoríu drottningu. Hinn 23. júli héldu Englendingar flotasýning á Spithead og- sögðu þeir, að ekkert ríki og engin tvö ríki gæti ýtt undan landi jafnmiklum og vígalegum flota. Sum hin járnbyrðu skip hafa kostað 17 miljónir króna og fallbyssurnar á þeim geta skotið gegnum 6,9 þumlunga þykkt járn. Victoría opnaði hátíðlega 14. maí sal mikinn i fólkshöll- inni (The People’s Palace) í austurendanum á Lundúnum, þar sem fátæklingar búa mestmegnis. þetta stórhýsi á að vera til að skemmta þeim og fræða þá, og er þannig til orðið, að skáldsöguritarinn Walter Besant lýsti í skáldsögu sinni, All Sorts and Conditions of Men (Alls konar lólk), hvernig hann hugsaði sér stofnun, sem ætti að gera Hf volaðra og fátækra betra, glaðara og viðunanlegra i alla staði, en honum kom ekki til hugar, að hann mundi sjá þessa skáldsjón nokkru sinni annarstaðar en i huga sínum. Beaumontsjóðurinn lagði þá 18 miljónir króna í að byggja slíka stofnun og fé var safnað til hennar með samskotum. Nú er verið að reisa hana, og má segja, að hún er bæði mikið og þarft mannvirki. Sýningar voru i Lundúnum, Manchester og Edinburgh. Sýningin í Lundúnum var frá Bandafylkjunum og gaf góða hugmynd um hinar risavöxnu framfarir þeirra í öllum greinum. I desember kom út «Æfi og bréf Darwins», bók, sem lýsir þeim manni, er að dómi ailra menntaðra þjóða var einhver hinn mesti eða mesti merkismaður, sem hefur verið uppi á hinni nítjándu öld. I náttúruvisindum eru Englendingarnir Huxley og Tyndall öndvegismenn i Evrópu og Herbert Spencer er af öllum talinn hinn mesti heimspekingur, sem nú er uppi. Af hinum 4 höfuðskáldum Englendinga eru þeir Tennyson og Browning farnir að eldast, Tennyson 78 ára, Browning 75, en skáldgáfu þeirra hefur þó ekki enn farið aptur, og þeir yrkja enn. Hinir 2 eru Swinburne 50 ára og William Morris 53. Swinburne (Sveinbjörn) er höfuðskáld hinnar yngri kynslóðar á Englandi. Morris hefur með Eiriki Magnússyni þýtt Völsungu, Grettlu, Gunnlaugs sögu Ormstungu, Víglundar sögu og Frið- þjófs sögu. Hann hefur ort langt kvæði um Kjartan Ólafsson

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.