Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 50

Skírnir - 01.01.1888, Side 50
52 RÚSSLAND. I Austurriki I Serbiu I Búlgariu og Tyrklandi 1 Prússlandi I Montenegro (Tsrnagora) 18 miljónir Slafa (Tjekkar, Pólverjar o. s. frv.) 2 — Serba. 5 — Búlgara. 2*/a — Pólverja. 2—300,000 Svartfellinga. 27 miljónir og 7—800,000. Mál þessara slafnesku þjóðflokka, eru svo lík, að t. d. Rússar og Bálgarar skilja hvorir aðra betur en Danir og Svíar. í fyrsta lagi er sterkt ættarband milli þessara þjóðflokka; í öðru lagi er milli þeirra trúarband, því 4/s þeirra eru grískkaþólsldr. Af því að jeg hef aldrei séð kenningar Panslavistanna (Al- slafa) framsettar á islenzku, þá set jeg hér nokkuð um þær, sem að mestu er tekið eptir prófessor Lamanskí i Moskva. Hann er aðalforingi þeirra eptir dauða Katkoífs. Hann ritar, að forsjónin kalli Rússland, hinn rétttrúaða austur- og Slafa- heim, í risavaxna styrjöld likt og 1812 (móti Napóleon mikla) móti kaþólskunni (rómversku) og þýzkunni fyrir framtíðinni og fyrir andlegu og líkamlegu frelsi. 1 hinu slafneska alríki, sem er að skapast, verður Rússland að hafa öndvegið. þó að Pétursborg sé kölluð helg, Sankt-Peterburg, þá á hin heilaga Moskva að vera höfuðborgin, og hinn hviti, rétttrúaði tsar, sem er drottinn og einvaldur allra Rússa (impjerator í samoder- sjets vesorossiski), verður drottinn og einvaldur allra Slafa. Erfðaskrá Péturs mikla (sem Danir og Islendingar hafa ætið sagt að væri leiðarstjarna Rússa er) ekki til. Slöfum er af for- sjóninni og náttúrunni ætlað það hlutverk að sitja í öndvegis- sæti mannkynsins, þegar vesturþjóðirnar velta úr því, sem ekki liður á löngu, þvi öll þeirra menntun er rotin og fúin. Vest- urþjóðirnar tóku við af Rómaveldi og nú taka Slafar við af þeim. Alslafar fyrir utan Rússland vilja líka safna Slöfum i eina heild, en vilja ekki láta Rússa fara með sig eins og þeir fóru með Pólverja. Rússar segja, að Pólverjar i Galizíu hafi ekki farið betur með hina rauðu Rússa þar í landi. Bandalag og vináttu við Rússa vilja allir Slafar nema Pólverjar. Samt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.