Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 1
I.
Frjettir frá íslamli 1896.
Jarðskjálptarnir. Árið 1896 mun lengi verða að minnum haft í
sögu þessa lands, vegna stðrtíðinda þeirra, er það færði. Er það í stuttu
máli að segja, að ekki hafa önnur tiðindi gcrst meiri eða voðalegri hjer á
landi síðan það byggðist, heldur en hinir miklu landskjálptar seinni hlut
þessa sumars. Verður þeirra getið uú að nokkru, og skemmdanna, er af
þeim stöfuðu og enn fremur bjálparviðleitni manna, hæði innan lands
og utan.
Dað var að kveldi dags, miðvikudaginn 26. ágúst, er landskjálptarnir
hðfust. Höfðu ðþerrar miklir verið áður víða um land, en þann dag var
veður gott og hjelst það lengBtum úr því, meðan landskjálptarnir stððu
yfir. Fyrstu hviðunni laust á um kl. 10 (9 og 53 mín.) í Reykjavík, en
eptir klukknagangi í sveitum þetta kl. 10V2 eða um 11. Annar voða-
kippur kom morguninn eptir. Síðan hjelt sífelldum jarðhræringum áfram,
en miklu vægari og liðu svo 10 dagar að ekki urðu stórtíðindi. En laug-
ardagskvöldið 5. september kom aptur afarharður kippur og annar sömu
nóttina, um kl. 2 á sunnudagsmorguniun. Þá varð og allsnarpur kippur
á fimmtudaginn 10. sept. nm bádegi. Upp frá því varð vart laudskjálpta
öðru hvoru til ársloka, en eigi urðu nein spell að þeim eptir það. Land-
skjálptakippir þeir, sem taldir hafa verið, fundust glögglega um suðurland
og vesturland, en lítið eða ekki fyrir norðan og austan. Tjón varð eigi
af þeim til muna nema i 2 sýslum, Árnes- og Rangárvallasýslu, en þar
gerðu þeir feykileg spell. Fyrstu kippirnir (26.—27. ágúst) urðu skæðastir
í Gnúpverjahreppi og í nokkrum sveitum í Rangárvallasýslu. í Gnúp-
verjahreppi gjörfjellu um 20 bæir, en eigi voru fleiri en 4 taldir óskemmd-
ir; í ofanverðri Rangárvallasveit hrundu 12 bæir til grunna. I Land-
mannasveit varð tjónið ógurlegast; þar fjellu 34 bæir. í landskjálptun-
um 6. og 6. sopt. varð Ölfuaið einua harðast úti. Þar fjeilu um 30 bæir;
1
Sklrnir 1896.