Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 31
Áttavísun.
31
landi, os: er þar nú ákaflega mikið gert til að efla verklega þekkingn.
Þessa heflr og séð þau merki í iðnaðar-framleiðslu landsins, að þýzk iðn-
aðarvara er nú í flestum greinum tekin tii jafns við enska, og í sumum
greinum enda framyfir. Við það boetist, að þjóðverskr varningr er einatt
öllu ódýrri en brozkr, og afleiðingin er sú, að inn þjóðverski varningr er
nú ár frá ári að ryðja sér til rúms um allan heim, og víða að útrýma
brezkum varningi (og amerískum). Jafnvel í sjálfri Lundúnaborg og ann-
arstaðar í Englandi kaupa menn nú alls konar þýzkan varning, sem þann-
ig er tekinn að byggja inum innlenda enska varningi út af sjálfum heima-
markaðinnm.
Auðvitað hafa Þjóðverjar minni flota verzlunarskipa, en hann eykst
þó ár frá ári, og tiltölulega hraðara en Engla, svo sem sjá má af þessu
yfirliti yfir smálesta-tölu í verzlunarflota inna fimm meBtu farmensku-þjóða:
Bretar . .
Bandar.m.
Norðmenn
Frakkar .
Þjóðverjar
1850:
4,232,962
3,485,266
298.315
688,153
1860:
5,710,968
5,299,175
558,927
996,124
1870:
7,149,134
4,194,740
1,022,515
1,072,048
982,355
1880:
8,447,171
4,068,034
1,518,655
919,298
1,182,097
1890:
11,597,106
4,424,497
1,584,355
1,045,102
1,569,311
1896:
13,563,597
4,703,880
1,705,722
1,148,970
1,930,460
Árið 1870 eru Þjóðverjar fimtu í röðinni, en 1896 eru þeir orðnir
inir þriðju, komnir fram yfir Prakka og enda Norðmenn, en orÖDÍr næstir
Bandaríkjamönnum, sem aftr ganga Bretum næstir. En sé talað um ut-
anríkis-verzlun, ganga Þjóðverjar Bretum næstir, þvi að inn mikli floti
Bandaríkjamanna fer nær eingöngu með ströndum fram að auBtan og vest-
an, og svo eftir inum miklu vötnum í landinu.* Til útlauda reka Banda-
rikin nær alla sina verzlun á enskum skipum og öðrum útlendum skipum,
en lítt á sínum skipum. Hins vegar má og sjá, að á 30 árunum frá 1850
til 1880 hafa Bretar ekki fyllilega tvöfaldað verzlunarflota sinn, og á 26
árunum 1870 til 1896 vantar nokkuð til að þeir hafi tvöfaldað hann; en
á þeim 26 árum hafa Þjóðverjar meira en tvöfaldað siun flota. (Fyrir
1870 var Þýzkaland ekki til sem alríkis heild).
Það er sagt um Jón Bola (Breta), að hann beri hjartað í pyngjunni,
*) Sem dæmi þess, hver feikna-umferð er á vötnunum, má geta þess,
að lestatala skipa þeirra, er árlega koma og fara í Chicago, er meiri en
lestatala skipa, er koma og fara í New York; og þó er New York mesta
sjóverzlunarborg Bandaríkjanna, en Chicago stendr inni í miðju landi(við
suðrenda Miehigan-vatns).