Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 58
. 58
Frakkland.
við að láta vindinn bera aig yflr heimskauts höf og lönd og til Norðr-
Ameríku. Honum gaf þð aldrei byri, og varð hann að hætta við svo bfl-
ið, en býst við að reyna aftr í sumar.
Frakkland. — Þar urðu ráðgjafaskifti um vorið. Bourgeois og hans
ráðaneyti hafði iagt fyrir þingið frumvarp um uppstígan tekjuskatt. Fékk
það svo illan byr á þingi, að ráðaneytið varð að segja af sér. Tðk þá
sá maðr við forstöðunni, er Méline heitir, frjálslyndr hófsmaðr.
Holland. — Þar gerðist það merkast tíðinda, að samþykt vóru ný
kosningarlög, er mjög rýmkuðu kosningarrétt. Vóru þar áðr í landi um
280,000 kjósendr, en nú 600,000—700,000, og er það mikið stig í einu
stigið.
England. — Um viðreign Bngla við Bfla í Afríku og við Banda-
ríkin í Vestrheimi út af Venezúela-málinu hefir áðr verið getið.
Þegar falsspámaðrinn, sem svo er nefndr, í Afríku hafði rekið ítali
burt úr Kassala, þótti Englum veldi hans taka að foerast óþarflega nærri
Egiptalandi, en hann óþektar-nágranni við að eiga. Skutu þeir því þá
að Egipta-jarli, að senda her manns suðr að Dongóla, og skyldi kostnað-
inn greiða af ríkisskuldasjóði Egiptalands. Síðan kom það upp flr kafi,
að tilgangrinn væri fyrir Englum að ná aftr Khartum. En svo vék við,
að hin stórveldin höfðu ætlað að vekja máls á því um vorið, að Englending-
ar skyldu nú draga burt setulið sitt alt úr Egiptalandi. En nú er þeir
eru i ófrið komnir við inulendar þjóðir fyrir sunnan Egiptaland, verðr
auðvitað bið á því, að talað verði um brottkvaðning setuliðsins. — Sam-
veldadómstóllinn í Cairo dœmdi síðan ólöglegt að greiða leiðangrskostnað
þennan af ríkisskulda-sjóði, og verða Englar að líkindum að bera hann.
Heldr helir verið kurr i landslýð á Englandi út af þessum aðförura stjórn-
arinnar, og varð stjórnarflokkrinn undir við nokkrar aukakosningar. —-
Hitt fékk aftr almannalof, er flotastjórnin fór fram stórum auknu fram-
lagi til herflotans (verja 14 mi)j. punda árlega til hans í stað 87s milj.
punda áðr).
Um haustið urðu þau tíðindi í „frjálslynda“ flokknura á Englandi,
að Roseberry lávarðr sagði af sér forustu hans, og kom það af því, að
hann var samdóma stjórninni um afskifti (eða afskiftaleysi) Engla af ill-
ræðisvorkunum í Armeníu, en Gladstone, Morley og önnur stórmenni