Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 18
18
Menntun og menning.
vetðar fltlendinga hjer við land á síðustu árum. í „Bimreiðinni" er rit-
gjörð eptir dr. Yaltý öuðmundsson um landsrjettindi íslands og stjðrnar-
baráttu, en hann fer þar nokkuð einn sjer, eins og skýrt hefur verið frá
áður. Þar ritar og sami höf. um gagnrýni (Kritik), er honum þykir mjög
ábðtavant hjá oss. Kvæði eru þar eptir þjððskáld vor: Matth. Jochums-
son, Steingrim Thorsteinsson, Valdimar Briem og Þorstein Erlingsson —
og ýmsar fræðiritgjörðir og sögur. í Ársriti Kvennfjelagsins er ritgjörð
um kvennrjettindaraálið á íslandi eptir Ólafíu Jðhannsdðttur. Skýrslu
Náttúrufræðisfjelagsins fylgdi ritgjörð ept.ir Ben. Gröndal um eðiishætti
dýranna. 1 árbðk Fornleifafjelagsins er skýrBla um rannsóknir Br. Jðns-
sonar og ritgjörð eptir sama höf. um vafasöm atriði í íslendingasögum.
Frá Bðkmenntafjelaginu kom framhald af Landfræðissögu Þorvaldar Thor-
oddsens, mjög fróðlegt rit um hugsunarhátt manna og hjátrfl á 17. öld.
Nýtt hefti kom af Safni til sögu íslands. Það er fróðleg ritgjörð um Skflla
landfógeta Magnússon eptir Jðn Jðnsson Btud. mag. (frá Ráðagerði). Is-
lenskt rjettritunarkver kom flt eptir Kristíuu Aradðttur: Æfingar í rjett-
ritun fyrir börn. Það er snotur bæklingur og hentugur fyrir þá, er fást
við rjettritnnarkennBlu, með fjöldamörgum setningum og sýnishornum til
fyrirmyndar, tlostum heppilega völdum. Bjarni cand. Sæmundsson ritaði
náttúrusöguágrip fyrir barnaskðla, er kemur i góðar þarfir, enda er það
ljðslega samið og auk þess mcð mörgum myudum. Bnsk-íslensk orðabók
var prentuð eptir Geir skðlakennara Zoega. Hún or samin með mikilli
nákvæmni og vandvirkni og hefur getið höfundinum ágætan orðstír hjá
fræðiraönnum erlendis. Orðabðk dönsk-íslensk kom út eptir Jðuas Jðnas-
son prest á Hrafnagili, með tilstyrk fleiri fræðimanna. Er hún, sem vænta
má, mjög glögg og greinileg og hefur verið allmjög til bennar vandað, að hún
gæti komið að sem bestum notum. Af íslendingasögum komu þessar út
í alþýðuútgáfu Sig. Kristjánssonar: Fljðtsdæla saga, Ljðsvetniuga saga og
Hávarðar saga ísfirðings. — Oddur Björnsson prentari í Kaupmannahöfn
gaf út boðsbrjef að ritsafni, er á að hcita „Bðkasafn alþýðu“. Á það að
verða í líking við ýms útloud ritsöfn, t. a. m. „Cassels National Library".
Það á að flytja kvæði, skáldsögur, leikrit og ýmsar sögulegar og heim-
spekilegar ritsmíðar og fræðirit í ýmsum greinum íyrir alþýðu. Fyrsta
hepti safns þessa (er á að veiða um 60 hepti) kom út þetta ár. Það er
kvæðasafnið „Þyrnar“ eptir Þorstein Erlingsson. Hann er öndvegishöldur
hinnar ungu skáldakynslððar, sem ber hugsjónir nútímans í skauti sjer,
en aptur íara ýms kvæði hans í bága við lífsskoðanir kristinuar trúar, en