Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 4
4
Löggjöf og landstjðrn.
stóðu í Reykjavík, útveguðu vorkamenn til þess að hjálpa landekjálpta-
sveitunnm til þess að koma upp húsum í stað þeirra er fallið höfðu, og
heppnaðist það nær alstaðar fyrir veturinn, sumstaðar þó að eins til hráða-
birgða, því að fullkomnari húsagerð varð að bíða næsta árs. Reykvíking-
ar margir tóku ung börn úr landskjálptasveitunum til veturvistar, og víð-
ar var slik hjálp boðin fram. Yar það hvorttveggja að tjón þetta er eitt-
hvert hið mesta, er orðið hefur hjer á landi, enda var hluttekning og
hjálparfýsi almenn og innileg.
Löggjöf og landstjórn. Hjer skal geta laga þeirra, er konungs-
staðfestingu hlutu árið 1896:
31. janúar:
1. Lög um varnir gegn útbreiðslu nœmra sjúkdóma. Yfirvöld — hjer-
aðslæknar og aukalæknar, með aðstoð bæjarfógeta eða sýslumanna og
sveitarstjórna — skulu jafnan verja almenning fyrir þessum sjúk-
dómum: kóleru, gulu, hitasótt, úthrotataugaveiki, bólusótt, mislinga-
sótt, skarlatssótt og pest. Ef sjerstakar ástæður knýja til, getur og
landshöfðingi skipað svo fyrir, að vörnum skuli veitt gegn öðrnm
sjúkdómum, t. a. m. influenzu, barnaveiki, kíghósta, taugaveikí og blóð-
sótt. Með ráði landlæknis gefur landshöfðingi út almennar reglur
fyrir vörnum gegn slíkum sjúkdómum. Hverjum húsráðanda er skylt
að tilkynna lækni eða yfirvaldi, ef líklegt þykir að sjúkdómar þeir er
verjast skal, sjeu komnir upp á heimili hans. Sje sjúklingur ekki
fluttur á hjúkrunarhús, má banna öllum mönnum utan heimilis að
koma á hústað hans. Vofi raikil hætta yfir, getur lögreglustjóri skip-
að að afkvía kaupstaði, kauptún, þorp og önnur stór svæði. Sótt-
næmishreinsun húsa og muna má læknir fyrirskipa, svo og að brenna
lausa muni gegn skaðahótum. Efni til hreinsunarinnar skuiu ávallt
til í lyfjabúðum og hjá læknum, er búa í fjarlægð við þær. Þar sem
sjúkdómar ganga, má banna kennslu i skólum og almenna mannfundi
eða samkomur. Kostnaður við framkvæmd laga þessara skal greiddur
af almennafje. Skyldir eru menn þó sjálfir að endurborga læknishjálp,
aðhjúkrun og meðul, ef sveitarstjórn telur þá til þess færa.
6. marz:
2. Lög um að skipta ísafjarðarsýslu í tvö sýslufjelóg. 1 Vestur-ísa-
fjarðarsýslu sjeu þessir hreppar: Auðkúlu-, Þingeyrar-, Mýrar-, Mos-
valla- og Suðureyrar-. En í Norður-ísafjarðarsýBÍu þesBÍr hreppar: