Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 2
2
Jarðskjálptarnir.
gerði síðar' kippurinn þar einna mest að verkum, en í kinum fyrri um
kvöldið fjellu um 20 býli í Flða. Þá fjellu og nokkrir bæir í Hrunamanna-
hreppi og Skeiðum. í Hvolhreppi hrundu eitthvað 7 bæir og í Holta-
mannahreppi samtals nær 20 í öllum hviðunum. í Áshreppi gjörfjellu nær
20 hæir, en harla fáir voru þar óskemmdir eptir seinni hviðurnar (5.—6.
sept.). í QrimBnesi fjellu 2 bæir og 1 í Grafningi. Bn auk þeirra bæja,
er fjellu meö öllu, gjörskemmdÍBt mesti fjöldi útihúsa, garðar og girðingai
og hey í sveitum þeim, Bem þegar hafa verið taldar. í Fljötshlíð urðu og
miklar skemmdir á húsum og nokkrar undir Eyjafjöllum. Eine og auð-
vitað er, brotnuðu og stðrskemmdust innanstokksmunir þegar hæirnir lösk-
uðust og fjellu. Alls urðu landskjálptarnir 3 mönnum að bana; hjón á
Selfossi urðu undir er baðstofan fjell þar (5. sept.), og í Vestmannaeyjum
beið maður bana af grjóthrapi úr björgum í landskjálptakippnum 27.
ágúst, Mjög víða komst fólk nauðulega undan, og mátti kalla það sjer-
lega varðveislu, að ekki hlaust meira manntjón af en þetta. Ekkert hús
á landskjálptasvæðinu fjell, er úr timbri var gert. Nær því allstaðar á
þessu svæði þótti mönnum sem hræringin kæmi úr landnorðri. Svo voru
kippirnir harðir í þeim sveitum, er þeir ljeku verst, að þar var mönnum
eigi stætt á jafnsljettu, er þeir riðu yflr; sást jörðin þá ganga i bylgjum
svo að líkt var öldugang á sjó úti. — Fyrsti kippurinn stóð einna lengst
yfir þeirra allra, að líkindum nær því í eina mínútu, þótt sumum fyndist
hann vara nokkru lengur, en hinir allir nokkru skemur. Auk húsahruna
og skemmda á mannvirkjum, urðu sumstaðar allmikil landspell að jarð-
skjálptunum, grjótflug kom úr fjöllum, bæði undir Eyjafjöllum, i Ingólfs-
fjalli og í fuglbjörgum í Vestmannaeyjum. Úr Skarðsfjalli á Landi hrundu
allmiklar spildur niður á jafnsljettu og ljetu þar eptir leirflög, er áður
voru hlíðar grasi grónar. Hafði það eitt meðal annars verið allógurlegt
að sjá til fjalia þessara i landskjálptakippunum, er þau hristust og nötr-
uðu frá grundvelli og fylgdu því ógurlegar dunur og dynkir. Víða sprakk
jörðin í landskjálptunum; stærst var slík jarðsprunga í Landmannahreppi,
frá Þjórsá um Vindásland og Flagveltu, og var alls á aðra milu að lengd.
Önnur mikil sprunga kom á Skeiðunum, skammt fyrir neðan Hlemmiskeið.
Hjeraðsgersemar Árnesinga og Rangveliinga, brýrnar á Ölfusá og Þjórsá,
skemmdust sjálfar eigi neitt, en sprungur komu í akkerísstöplana, og við
Ölfusá hrundi brúarsporðurinn upp frá trjebrúnni og fáeinir af uppihalds-
strengjum meginbrúarinnar hrukku sundur. Við Þjórsárbrúna hrundi klöpp
rjett í námunda við annan akkerisstöpulinn, en hvorki sakaði hann nje