Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 44
44
Venezúela þáttr.
að nokkur landvinning Bnglnm til handa hafl nokkru sinni átt sér hér
stað, hvorki með vopnavaldi né með friðsamlegum samningnm. En enskir
menn hafa gert mikið af að nema sér lönd á svæði þessu, sem áður var
ónurnið, og bvo virðist enska stjórnin hafa lagt nndir sig landið á landa-
bréfum smátt. Þessar landabréfa-landvinningar vilja nú Venezúela-menn
ekki viðrkenna, og hefir í mörg ár staðið deila um þetta milli Bngla og
Venezúela-manna. Hefir svo ramt að kveðið, að Venezúela-menn og Bngl-
ar kvöddu fyrir 11 árum heim sendiherra þá, sem hvorir höfðu hjá öðr-
um, og hafa ríkin því eigi getað átt málstað hvort við annað um mörg
ár, og hafa orðsendingar þeirra milli síðan átt sér stað fyrir milligöngu
Bandaríkjanna í Norðr-Ameríku, er var hlutlanst veldi og i friðsamlegu
viðskiftasambandi við báða málsaðila.
Venezúela-menn hafa jafnan í deilu þessari boðið Englum það boð, að
báðir málsaðilar legðu málið í gerðardóm, en því hafa Englar hafnað. —
Bnskir menn hafa búsett sig hér og hvar (og þó ákaflega strjált) um
meira en */4 hluti þrætulandsins; en i rúmum '/B eða tæpum ’/4 hlut þess
ráða Venezúela-menn lögum og lofum. Engla-stjórn kvaðst fús til að
leggja í gerð þá spurning, hvorir eigi þann hlut landsins, Bem engir ensk-
ir menn eru i, en neitaði alveg að hlíta gerð um nokkurn hlut þess lands,
sem enskir þegnar hefðu búsett sig í. Þeir halda því fram, að þegar rœða
sé um óbygð lönd í annari heimsálfu, en Norðrálfu, þau er enskir menn
setjast að í til landnáms, þá varði sig ekki um svo kallaðan eignrétt eða
landsforræðisrétt smávelda, sem ekki hafi kraft til að skipa stjórn í land-
inu og halda þar fullum lögum uppi; það striði gegn hagsmunum heims-
mentunarinnar, að gefa gaum slíkum kröfum, ef þar nemi land þegnar öfl-
ugs ríkis, eins og Bretlands, sem hafi vilja og mátt til að skipa stjórn og
halda uppi laga vernd og réttar.
Bandaríkja-stjórn reyndi að miðla málum og fá Bretastjórn til að
leggja málið i gerð. Bn það kom fyrir ekki. Þótti nú Bandamönnum
vandast málið, því að ílt þótti að halda til friðslita við Engla, en hins
vegar um mikilvæga meginreglu að tefla, er eigi mætti frá víkja, en hún
er það sem kölluð hefir verið Monroe’s kenning, og er hún svo nndir kom-
in og löguð, sem hér skal segja.
1823 var sá forseti í Bandaríkjunum, er Monroe hét. Hann setti
fram þá kenning, sem síðan er við hann kend, eu hún var í tveim atrið-
um þessi: 1. Ameríka á ekki úr þessu framar að vera landnámssvæði að-
flytjendum frá Norðrálfu á þann hátt, að þeir myndi þar ný og sjálfstœð