Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 12
12
Samgöngumál.
saka vegna, og avo varð landsskipið — „Yesta'' — fyrir ýmsum ðhöppum,
er eigi urðu sjeð fyrir; er þar fyrBt og fremst að telja slys, er það varð
fyrir á fyrstu ferð sinni hingað til lands. Það var komið til Eyjafjarðar
og hafði gengið ferðin þangað að ðsknm, en þar á Akureyrarhöfn hitti
það fyrir lagnaðarís og hrotnaði stýri skipsins í ísnum er það renndi út
úr höfninni (22. marz); var þá iokið að sinni þeirri hringferð Vestu um
Iand, og varð hún að híða þar sem hún var komin nær því mánaðartíma.
— í haustferðunum hitti skipið fyrir veður mikil, er mjög dvöldu ferð
þess, og á síðustu ferð þess kringum land (í desember) kom það eigi við
á ýmsum höfnnm svo sem ákveðið hafði verið, og kom það mörgum illa
sem von var. Sunnlenskir sjðmenn, er leitað höfðu til Austfjarða um sum-
arið, biðu sjerstaklega mikið tjðn við það, að Vesta kom ekki við á Aust-
fjörðum, er hún kom frá útlöndum til Keykjavíkur öndverðlega í septem-
ber, en það hafði verið ráðgjört, og varð þetta tiifinnanlegast fyrir þá, er
sögðu upp vinnu sinni þar eystra og treystu á ferð Vestu, en urðu svo að
bíða Ianga hríð eptir suðurferðum. — Útgjörðarkostnaður landsskipsins varð
þetta ár rúmar 173 þús. kr., en tekjnrnar (ílutningsgjald og farmeyrir)
námu lliy2 þús. kr.; varð því tekjuhallinn að þessu sinni um 61Va þús.
kr., er allmikið stafaði af áðurgreindum óhappaatvikum. Þess ber og að
geta, að farmeyrir allur var settur 10°/0 lægra en áður hefur verið titt
með skiputn gufuskipafjelagsins; slikt hið sama gjörði og það fjelag þetta
ár, þar sem það var nú keppinautur landssjóðsútgerðarinnar.
Eigi var neinum gufubátsferðum haldið úti á Paxnflóa að þessu sirmi,
en um haustið var það í undirbúningi, að slíkar ferðir gætu aptur kom-
ist á næsta ár. Thor. E. Tulinius, stðrkaupmaður í Kaupmannahöfn,
gjörði út gufubát, er gekk með ströndum fram í Öllum Austfirðingafjórð-
ungi og vestur allt til Skagafjarðar; sá bátur er nefndur „Bremnæs" og
fór hann 6 ferðir milli Hornafjarðar og Sauðárkróks.
Eins og næst að undanförnu var þetta ár allmikið unnið að vandaðri
vegagjörð á kostnað landssjóðs; mest var unnið í Flóanum, fri Ölfusárbrú
og austur í Hraungerðishverfi, alls lOrastir, og er þájafnlangt eptir austur
að Þjórsárhrú. Þá var og unnið að framhaldi á Mosfellsheiðarveginum austur
fyrir Almannagjá. Austur í Múlasýslum var og unnið að vegagjörð á
landsjóðskoetnað og fyrir vestan, í kringum Gilsfjörð.
Brýr voru lagðar á nokkrar ár, þar á meðal Djúpadalsá í Eyjafirði
og i Svarfaðardal á Svarfaðardalsá og Skíðadalsá; hafa þær allar verið
byggðar af frjáls m framlögum með styrk úr sýslusjóði. Þetta ár var og